Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Blaðsíða 13
Vilhjálmur Vilhjálmsson var – og er – einn vin- sælasti dægurlagasöngvari, sem Ísland hefur alið. Vinsældir sínar átti hann ekki aðeins að þakka góðum hæfileikum, fallegri rödd, skýrum framburði og góðri meðferð texta, heldur einn- ig og ekki síður vingjarnlegri og viðkunnanlegri framkomu. Margir, sem aðeins þekktu söngv- arann og skemmtikraftinn Vilhjálm Vilhjálms- son, héldu að hann væri hálfgerður glaumgosi og tæki aðalstarf sitt seinni æviárin, flugmanns- starfið, ekki ýkja alvarlega. Ekkert var þó fjær sanni og þeir, sem kynntust manninum vissu, að undir strákslegu og á stundum galsafengnu yfirborðinu bjó alvörugefinn og hugsandi mað- ur, sem átti sér margar hliðar og mörg áhuga- mál: maður sem hafði mörgu kynnst og margt reynt – viðkvæm og leitandi sál. Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson lést af slys- förum aðeins 32 ára gamall. Hann átti viðburða- ríka ævi og það var vafalaust rétt, sem faðir hans sagði í erfidrykkju hans, að hann hafi lifað svo hratt að hann hafi í raun átt sér margar manns- ævir. Líf hans var hins vegar fráleitt samfelldur dans á rósum, þótt svo kynni að virðast á yfir- borðinu. Hann fékk að kynnast því í ríkara mæli en margur langlífari maðurinn, að nótt fylgir degi og skúrir skini. Við lestur þessarar bókar fannst mér, að ævi hans hafi á köflum verið sár raunasaga, en þegar litið er til þess sem hann lét eftir sig, kemur upp í hugann spurning Jónas- ar Hallgrímssonar: „Hvað er langlífi?“, og síðan svar hans: „Lífsnautnin frjóa.“ Jón Ólafsson tónlistarmaður segir sögu Vil- hjálms og tekst það að flestu leyti vel. Hann hef- ur safnað drjúgum heimildaforða og rætt við fjölda heimildamanna. Úr þessum heimild- um og upplýsingum vinnur hann vel og tekst að draga upp góða, og að minni hyggju sanna, mynd af söguhetjunni. Frásögn Jóns er lipurlega skrifuð, þótt ekki sé málfarið hnökralaust. Hann verður aldrei væminn, en á köflum verður vað- allinn um einstaka tónlistarmenn, hljómsveit- ir, lög og texta, sem ekki koma sögu Vilhjálms beinlínis við, fullmikill fyrir minn smekk. Góður fengur er að rituðu efni, sem Vil- hjálmur lét eftir sig í lausu máli og bundnu, og birt er í bókarlok og sömuleiðis skrá yfir hljóm- plötur hans. Myndefni er vel valið og allur frá- gangur bókarinnar góður. Jón Þ. Þór Söngvari aldarinnar Bókaormar komast hér í feitt því bókablað DV þetta sinnið er tvöfalt stærra en fyrstu tvö blöð vetrarins. Á meðal þeirra bóka sem fjallað er um eru ævi- sögur Snorra Sturlusonar, Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gylfa Ægissonar, auk lokahlutans í hinum yfirmáta vinsæla þríleik Stiegs Larsson og bókar sem var kannski biblía útrásarvíkinganna. Þá eru birtar fyrstu síðurnar í Týnda tákninu eftir Dan Brown sem kemur út í íslenskri þýðingu í dag. dæmir... Snorri – Ævi- saga Snorra Sturlusonar Eftir Óskar Guðmundsson „Of langdregin og byggð á fáum og fábreytilegum heimildum.“ Mynd af Ragn- ari í Smára Eftir Jón Karl Helgason „Hraflkennd bók um merkan mann sem á betri umfjöllun skilið.“ Loftkastalinn sem hrundi Eftir Stieg Larsson „Þetta er bara allt svo svalt, ruddalegt, krúttlegt, ljótt, sexí og sjarmerandi að mann sundlar á köflum yfir snilli Stiegs heitins.“ Umsátrið Eftir Styrmi Gunnarsson „Hlutdræg bók sem borin er uppi af yfirsýn og góðum texta höfundar.“ Augnablik Eftir Malcolm Gladwell „Ein af þeim sjald- gæfu bókum sem eru allt í senn lærdómsríkar, gagnlegar og skemmtilegar.“ Komin til að vera, nóttin Eftir Ingunni Snædal „Listasmíð skáld- konu sem sýnir vel hve hæfileikarík hún er.“ Færeyskur dansur Eftir Huldar Breiðfjörð „Huldar er góður og þægilegur ferðafélagi.“ ÆViSAgA Söknuður – ÆviSaga vilhJálmS vilhJálmSSonar Jón ÓlafssonAð flestu leyti vel gerð ævi- saga. Á köflum verður vaðall- inn um tónlist- armenn, lög og fleira sem ekki koma sögu Vil- hjálms beinlínis við þó fullmikill. Útgefandi: Sena Villi Vill „Líf hans var hins vegar fráleitt samfelldur dans á rósum, þótt svo kynni að virðast á yfirborðinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.