Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Blaðsíða 31
Hver er maðurinn?„Kristján
Guðmundsson.“
Hvar ertu uppalinn? „Breiðholtinu.“
Hver er uppáhaldsknattspyrnu-
maðurinn? „Má ég segja tvo. Það eru
Franz Beckenbauer og Roy Mcfarland.
Þetta voru mínar fyrirmyndir.“
Hver er það? „Leikmaður Derby
County.“
Hver er uppáhaldsþjálfari? „Brian
Clough/Peter Taylor. Saman voru þeir
frábærir.“
Hver er uppáhaldsbíómyndin?
„The damned United. Hún var æðisleg.
Það var geggjað að horfa á hana.“
Tekurðu sænskt í vörina? „Nei.“
Hvernig kom þetta til að þú tekur
við HB? „Það var fullorðinn maður í
Færeyjum sem hringdi og vissi að ég
var ekki lengur í starfi í Keflavík. Hann
óskaði eftir ferilskránni þar sem HB
vantaði þjálfara. Hann sagði að hann
hefði áhuga á að ég kæmist þar að sem
varð svo raunin. Þetta tók fimm vikur
og ég var í samkeppni við þjálfara frá
Norðurlöndunum.“
Leist þér strax vel á að fara til
Færeyja? „Já, mér líst vel á þetta.
Þetta er stór og flottur klúbbur. Það eru
stúkur sitt hvorum megin við völlinn.
Mjög faglegt og allt vel unnið þarna.“
Hvenær flyturðu til Færeyja? „Það
verður aðra helgina í janúar.“
Hvað veistu um Færeyjar og HB?
„Það sem maður hefur lesið í
skólabókunum en það hefur orðið
þróun síðan þá. HB er sigursælasta
liðið í færeyskum fótbolta og hefur
unnið flesta titla. Þetta er stóri
klúbburinn sem menn elska að hata en
allir vilja fara til.“
Ætlarðu þér titilinn á fyrsta ári
eins og forveri þinn á liðnu
tímabili? „Það er stefnan, já.“
Ætlarðu að fá einhverja Íslend-
inga? „Ef það er hægt að fá einhvern
og í þær stöður sem okkur vantar
kemur það til greina. Okkur vantar
hafsenta og ákveðna tegund af
framherja. Það er norskur hafsent að
koma til reynslu í janúar. Það er
staðfest.“
Hvernig líst þér á nýja nafn Kaupþings, arion?
„Manni finnst þetta vera orðin hálfgerð
endaleysa, allt saman.“
Friðrik HaFBerg,
60 áRa SöLUMaðUR
„Blekkingameistararnir eru komnir í
toppástand.“
anna SigrÍður SvarFdaL,
HáRGREiðSLUMENNTUð SPáKONa
„Mér þykir nafnið afar óíslenskt.“
ingveLdur ragnarSdóTTir,
yFiR FiMMTUGT, HúSMóðiR
„ari Jón – hlægilegt.“
HaraLdur karLSSon,
64 áRa EFTiRLaUNaÞEGi
Dómstóll götunnar
kriSTján guðmundSSon
var nýlega ráðinn knattspyrnuþjálfari
HB í Færeyjum. Kristján flytur út í
byrjun næsta árs. Hann er mikill
Derby County-maður og fannst
æðislegt að sjá myndina The damned
United, sem fjallar um Derby-
goðsögnina Brian Clough.
Elskar ThE
damnEd UniTEd
„Litla skoðun á því, en mér finnst það
ekkert rosalega heillandi.“
Ívar Þórir danÍeLSSon,
23 áRa LaGERMaðUR HJá EiMSKiPUM
maður Dagsins
Kenningar formanna Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins um
skatta ganga út á gamalkunn slagorð
um að hin dauða hönd ríkisins dragi
úr vinnugleði, framkvæmdavilja og
framleiðslu til að standa undir út-
gjöldum yfirleitt. Því hærri skattar
því minni vinnugleði og framleiðsla.
Krónurnar sogist inn í ríkishítina og
skilji atvinnulífið eftir verklaust, í
dauðadái. Þannig þorni loks sjálfir
skattstofnarnir.“
Þetta er vitanlega órökstutt og
engar sannanir hafa verið færðar
fram fyrir því að þannig sé þessu
varið.
Með beinum og óbeinum skött-
um er fé sótt í buddu almennings til
þess að standa undir samfélagsleg-
um þörfum og réttlæti; samgöngum,
menntun og heilbrigði, löggæslu og
svo framvegis.
Margir aðrir taka fé með valdi
upp úr vösum almennings og breyta
skiptingu þjóðarkökunnar þar með
sér í hag.
Með 12 prósenta verðbólgu og
verðbótum er sogað fé úr buddum
almennings.
Með gengisfalli krónunnar er far-
ið djúpt ofan í vasa almennings að
honum forspurðum.
Með svimandi háum vöxtum er
kafað ofan í vasa almennings gegn
vilja hans.
Með afskriftum skulda fyrirtækja
er byrðum velt yfir á herðar almenn-
ings.
Hættulegt trúboð
Ekkert af þessu er frábrugðið skött-
um að því leyti að peningar eru í öll-
um tilvikum teknir úr vösum manna
með valdboði eða nauðung.
Ekkert af þessu hefur orðið til
þess að draga úr vinnugleði eða vilja
fólks til þess að afla tekna. Orðræða
stjórnarandstöðunnar byggist á bá-
bylju sem ættuð er frá repúblíkön-
um í Bandaríkjunum. Að ekki megi
skattleggja vinnugleðina úr ríka
fólkinu, því skattleysi þess myndi já-
kvæða flóðbylgju í at- vinnulífinu
sem lyfti öllum
bátum, stórum
og smáum. Í
þessu er engin
kenning eða
hugmynda-
fræði önnur en
sú sem hent-
ar til
þess að réttlæta auðsöfnun, græðgi
og frelsi frá samfélagslegri ábyrgð.
Sönnu nær væri að ætla að þeir sem
komast að kjötkötlunum leggist
fremur í leti og hægindi en þeir sem
þurfa að beygja sig undir aga launa-
vinnunnar. „Sá agi sem iðnaðurinn
útheimtir verður að siðakerfi sam-
félagsins,“ sagði bandaríski hag-
fræðnigurinn John Kenneth Gal-
braith á liðinni öld.
Speki Galbraiths á ekki við um
þann hluta þjóðarinnar sem hóf sig
yfir agann og lögin og þurfti aldrei
að óttast dómstólana.
átthagafjötrar fátæklinganna
Roskinn maður á eftirlaunum missti
íbúð sína á dögunum. Hann sá ekki
ástæðu til þess að sýta það sérstak-
lega en sagði: „Verst er að þessir
ribbaldar hafa svipt mig ellinni,“ og
átti við að afkomendurnir, börn og
barnabörn hans væru flúin til út-
landa. Það var ekki
undan sköttun-
um sem hann
býsnaðist frekar
en afkomend-
ur hans, held-
ur fráleitri sam-
félagsmynd sem við blasir upp úr
gróðrarstíu græðginnar, skuldakla-
fans og misskiptingarinnar eftir
bankahrunið.
Þegar umtalsverður hluti þjóð-
arinnar fluttist vestur um haf í lok
nítjándu aldar voru það ekki þeir
fátækustu sem það gerðu eins og
Helgi Skúli Kjartansson sagnfræð-
ingur hefur sýnt fram á. Fátækling-
arnir höfðu ekki efni á farmiðum
fyrir sig og sína.
Fræðimenn hafa stundum beitt
þeirri aðferð að leggja spurningar
fyrir fólk um óraunhæfar aðstæð-
ur og viðhorf þess til staðleysu-
veruleika. Hver eru til dæmis áhrif
landfræðilegrar einangrunar og
menningarlegs taumhalds á rekstur
fyrirtækja og vinnumarkaðinn?
Hugsum okkur að Ísland sé flutt
um set og fundinn staður andspænis
Kaupmannahöfn. Byggð yrði brú yfir
til höfuðstaðar Dammerkur. Íslend-
ingar fengju þá að velja milli landa
með hliðsjón af launum, sköttum,
eftirlaunaréttindum, verðlagi, veðri,
fjölbreytni og mannréttindum. Ein-
mitt hliðstætt frelsi almennings til
að velja myndaðist þegar Berlínar-
múrinn féll fyrir 20 árum.
Kannanir af þessum toga hafa
verið gerðar. Þær benda til þess að
þorri almennings myndi forða sér.
Íslandsmegin sætu eftir atvinnurek-
endur með sárt ennið, forstjórar og
framkvæmdastjórar og fólk úr efri
millistétt.
Eins og glöggur lesandi hef-
ur þegar áttað sig á er þetta vitan-
lega fólkið sem fordæmir valfrelsið
og biður stjórvöld um að sprengja
brúna og koma á fót öflugu landa-
mæraeftirliti.
Að greiða atkvæði með fótunum
kjallari
mynDin
1 Lést í noregi: lætur eftir sig
konu og tvö börn
Íslendingurinn sem fannst látinn í Noregi í
gær lætur eftir sig norska eiginkonu og
tvö börn.
2 Stjúpfaðir Baby P áfrýjar
nauðgunardómi
Steven Barker, stjúpfaðir Baby P, hyggst
áfrýja dómi sem hann hlaut fyrir nauðgun
á tveggja ára stúlku.
3 Leoncie hjólar í YouTube
Leoncie hefur fengið lögmenn sína til að
undirbúa málsókn á hendur youtube.com.
4 michael Schumacher kemur til
Íslands
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher
hefur áhuga á að koma til Íslands til að
taka þátt í verkefni FÍB.
5 geðlæknir íhugar að bera fyrir
sig geðveiki
Nidal Hasan er sagður ætla að bera fyrir
sig geðveiki vegna skotárásar hans.
6 Breytti íbúðinni í helgiskrín
barnakláms
53 ára karlmaður frá Kenosha í Wisconsin-
ríki Bandaríkjanna hefur verið ákærður í
tuttugu ákæruliðum fyrir eign
barnakláms.
7 Hjólað í jón ásgeir og jón ólafs
fyrir 40 milljónir
Jón ólafsson, athafnamaður og
vatnskóngur, segir að ríkisskattstjóri hafi
árið 2002 fengið 40 milljóna króna
aukafjárveitingu til að ráðast gegn sér og
Jóni ásgeiri Jóhannessyni.
mest lesið á DV.is
jóHann
HaukSSon
blaðamaður skrifar
„Í þessu er engin kenning
eða hugmyndafræði ön-
nur en sú sem hentar til
þess að réttlæta auðsöf-
nun, græðgi og frelsi frá
samfélagslegri ábyrgð.“
umræða 25. nóvember 2009 miðviKudagur 31
neistaflug Það neistaði af Taurus frá Talinn í norðangarranum í gær þar sem hann lá í slipp enda hálfilla á sig kominn blessaður,
galopinn í annan endann. mYnd: SigTrYggur ari