Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 4
4 mánudagur 14. desember 2009 fréttir
Pókerspilarinn í Garðabænum sagði foreldrum sínum frá vinningnum:
Ánægðir með milljónirnar 14
Tvítugi pókerspilarinn úr Garða-
bænum sem unnið hefur tugi millj-
óna króna á netinu hefur ekki viljað
ræða við DV. „Ég hef ekki áhuga á
að tala um þetta. Vil ekki gera þetta
mál stærra en það er.“ Hann hefur
hins vegar rætt vinninginn stóra á
íslensku pókerspjallsíðunni 52.is og
segist hafa sagt foreldrum sínum frá
er hann vann 14 milljónir aðfaranótt
mánudags. Þar segir hann að þau
hafi verið ánægð að heyra fréttirnar.
Hann hefur samtals unnið 73,8 millj-
ónir króna á netinu. Á spjallvefnum
segir hann enn fremur: „Mér líður
í dag bara frekar vel og hef ég 100%
stjórn á mínu lífi og hef það bara
ágætt. Ég er ekki háður leiknum á
neinn hátt ég get sleppt að spila hve-
nær sem ég vill gera eitthvað annað.
Þetta er aftur á móti fallegasti og jafn-
framt flóknasti leikur í heimi og hef
ég mikla ánægju af að spila hann rétt
eins og ég hef ánægju af því að veiða
eða spila fótbolta.“
DV reyndi að ná tali af öðrum ís-
lenskum pókerspilara sem hefur
grætt yfir 100 milljónir króna á net-
inu. Hann sagði að öll umfjöllun um
sig væri slæm og vildi því ekki ræða
við blaðamann. Fjallað var um mál-
ið í Morgunvaktinni á Rás 2, eftir að
DV fjallaði um það. Þar ítrekaði Skúli
Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri orð
Aðalsteins Hákonarsonar hjá eftir-
litssviði embættisins sem fullyrti í
DV að tekjur af netpókerspilun væru
skattskyldar. Ásgrímur Grétar Jör-
undsson, ráðgjafi hjá SÁÁ, segir að
mörg vandamál geti fylgt pókerspil-
un á netinu. „Það er aukning hjá okk-
ur af fólki sem spilar á netinu. Það
er ekkert sem nær yfir þetta, eng-
ar reglur eða neitt. Þó að pókerinn
hafi eitthvað með getu og hæfni að
gera er hann í eðli sínu, eins og önn-
ur fjárhættuspil, leikur lukkunnar.“
Ásgrímur nefnir að stórir vinningar
séu spilafíklum hættulegir. „Áráttan
versnar þegar spilafíkillinn vinnur
stóran pott.“
helgihrafn@dv.is
Vann stórfé í póker Ungi pókerspilarinn gerði það gott á netinu.
Nærri tíu milljóna króna tjón blas-
ir við olíufélaginu Skeljungi vegna
mistaka við innheimtu. Tjónið er
til komið vegna villu í innheimtu-
kerfi fyrirtækisins sem varð til þess
að yfir tíu þúsund bensínúttektir
hurfu úr kerfinu.
Bensínúttektirnar náðu yfir
mánaðartímabil, frá því síðla í ág-
úst til loka september, og í stað
þess að færslurnar væru skuld-
færðar á greiðslukort viðskiptavina
voru tíu milljónir endurgreiddar á
kortin. Enginn viðskiptavina fyrir-
tækisins hafði þó samband vegna
hinna óvæntu aura sem bárust inn
á reikning þeirra en síðar rigndi
yfir Skeljung símhringingum frá
reiðum viðskiptavinum þegar
þetta var lagfært. Vandinn var sá
að sjálfvirkt innheimtukerfið rukk-
aði allar úttektirnar á einu bretti og
sótti heildarupphæð úttekta í einu
lagi. Þannig voru teknir af kortum
sumra viðskiptavinanna tugir þús-
unda króna í einni færslu. Saman-
lagt þurfti Skeljungur að innheimta
yfir tíu milljónir króna sama dag-
inn vegna mistakanna.
Mikið tjón
Jón Páll Leifsson, markaðsstjóri
Skeljungs, harmar mistökin og segir
undanfarnar vikur hafa verið mjög
erfiðar. Hann segist ekki erfa það við
nokkurn að viðskiptavinirnir hafi
ekki haft samband að fyrra bragði
þegar lagt var óvænt inn á kortin
þeirra. „Á tímabili hafði fólk ekki
greitt fyrir bensínið og færslubunk-
inn var alltof stór. Þetta voru yfir tíu
milljónir sem við endurgreiddum
og svo skrítið sem það er hafði eng-
inn samband við okkur. Kannski hélt
fólkið að það hefði dottið í lukku-
pottinn en við erfum það ekkert. Um
leið og við uppgötvuðum þetta lögð-
ust stjórnendurnir yfir þetta á krísu-
fundi,“ segir Jón Páll.
Aðspurður segir Jón Páll upp-
hæðirnar mjög misháar, allt frá þús-
und krónum upp í tugi þúsunda
króna í sumum tilvikum. Hann skil-
ur það því vel að fólki hafi brugðið
þegar upphæðin var tekin út á einu
bretti. „Þá fengum við eðlilega yfir
okkur skammirnar og við vorum
fyrstu dagana í neyðarreddingum
fyrir viðskiptavini sem fóru yfir á
reikningum sínum vegna þessa.“
Erfiðar vikur
Í þeim tilvikum sem viðskiptavin-
ir fóru yfir á reikningum sínum
greiddi Skeljungur allan kostnað
sem af því hlaust hjá bankanum.
Beint tjón fyrirtækisins vegna þess
er nokkrar milljónir. Til viðbótar,
vegna mistakanna og óþæginda
sem af þeim hlaust, býður fyrirtæk-
ið viðskiptavinunum upp á rífleg-
an afslátt á árinu. Samanlagt tjón
Skeljungs vegna kerfisvillunnar er
því nærri tugur milljóna króna.
Jón Páll segir síðustu vikur hafa
verið mjög erfiðar innan fyrirtæk-
isins og að langan tíma hafi tekið
að leiðrétta málið að fullu. Endan-
leg lausn málsins er sú að kúnn-
arnir geta borgað fyrir bensínið
með greiðsluseðlum í lok janúar.
„Þetta er heilmikið tjón fyrir okk-
ur. Sem betur fer fóru viðvörun-
arbjöllur okkar í gang. Við þurft-
um hreinlega að snúa öllu við og
hugsa leiðir til að leiðrétta þessi
leiðinlegu mistök. Sem betur fer
mættum við skilningi flestra en
okkur finnst þetta mjög leitt,“ seg-
ir Jón Páll.
TrausTi hafsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Þetta er heilmikið tjón
fyrir okkur. Sem bet-
ur fer fóru viðvörunar-
bjöllur okkar í gang.
Við þurftum hreinlega
að snúa öllu við og
hugsa leiðir til að leið-
rétta þessi leiðinlegu
mistök.“
MISTÖKIN KOSTA
MILLJÓNIR KRÓNA
Villa í innheimtukerfi Skeljungs varð til þess að
fyrirtækið greiddi yfir tug milljóna króna inn á
reikninga kúnna sinna í stað þess að skuldfæra
fyrir bensínúttektum. Tjón fyrirtækisins vegna
leiðréttinga er mikið en fyrirtækið biðst afsökun-
ar á óþægindunum.
Bilun í kerfi Í stað þess að
innheimta yfir tug milljóna króna
voru þær lagðar inn á reikning
þeirra sem keyptu bensín.
Hundruð kröfðust
betri lánskjara
Nokkur hundruð manns voru
samankomin á Austurvelli á
laugardag þar sem fram fór þriðji
kröfufundur Hagsmunasamtaka
heimilanna og Nýja Íslands. Sem
fyrr var fundarefnið bætt lánskjör
fyrir heimilin í landinu.
Hagsmunasamtök heimil-
anna minna jafnframt á að nú er
öðru greiðsluverkfalli samtak-
anna að ljúka en það er skoðun
þeirra að stjórnvöld og lána-
stofnanir hafi ekki enn komið
með heildstæða, samræmda og
sanngjarna lausn til leiðréttingar
á höfuðstól lána. Þá beri ekkert
á tímasettri áætlun um afnám
verðtryggingar.
Fyrr en það verður gert munu
samtökin og Nýtt Ísland halda
baráttu sinni áfram.
Tveir fengu
tugi milljóna
Það voru tveir gríðarlega
heppnir spilarar sem deildu
með sér rúmlega sextíu millj-
óna króna Lottóvinningi sem
dreginn var út á laugardags-
kvöld og fær hvor um sig
30.094.960 krónur í sinn hlut.
Sigurmiðarnir voru keyptir í
N1 Ægisíðu og Samkaupum
Strax á Flúðum.
Sex voru með fjórar tölur
réttar auk bónustölu og fengu
þeir rúmlega 163 þúsund
krónur í sinn hlut.
Potturinn er sá stærsti sem
verið hefur á þessu ári og ljóst
að 30 milljónir koma sér vel
fyrir jólainnkaupin.
Misvísandi tölur
Sjálfstæðisflokks
Björgvin G. Sigurðsson og Árni
Þór Sigurðsson, þingflokksfor-
menn stjórnarflokkanna, segja
Sjálfstæðisflokkinn ekki bera til-
lögu ríkisstjórnarinnar saman við
neinn raunveruleika eða raun-
verulega kosti. Þetta gera þeir í
yfirlýsingu þar sem þeir gagnrýna
auglýsingu sjálfstæðismanna um
fyrirhugaðar skattahækkanir.
Segja þeir Sjálfstæðisflokkinn
halda lesandanum í þeirri tál-
sýn að óbreyttar skattareglur og
áður fyrirhugaðar breytingar séu
eitthvað sem raunhæft sé eftir
að flokkurinn sigldi þjóðarbúinu
í þrot og braut niður tekjuöflun
ríkisins. Raunhæfur samanburð-
ur verði aðeins gerður á raun-
verulegum forsendum. Þannig sé
minni aukning persónuafsláttar
en áður stóð til talin til skatta-
hækkana.
Rangt hjá
ríkisstjórn
„Það er rangt hjá ríkisstjórn-
inni og forsvarsmönnum
þingflokka hennar að skattar
muni lækka hjá þeim sem
lægst hafa launin,“ segir í yfir-
lýsingu frá Sjálfstæðisflokkn-
um þar sem brugðist er við
gagnrýni þingflokksformanna
ríkisstjórnarflokkanna á aug-
lýsingu Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn segja að
afnám vísitölutengingar per-
sónuafsláttar sé ígildi skatta-
hækkunar á almenning, líka
þá tekjulægstu.