Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 6
6 mánudagur 14. desember 2009 fréttir www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Opið laugardaga til jóla kl. 11-16 Lyfjafyrirtækið Actavis þakkar starfsfólki sínu mynduglega um jólin með því að veita hverjum og einum hundrað þúsund króna jólagjöf í beinhörðum peningum. Þar að auki var öllum starfsmönnum fyrirtækisins og mökum þeirra boðið í glæsilegt jóla- hlaðborð og var vín innifalið. TUGMILLJÓNA JÓLAGJAFIR Lyfjarisinn Actavis gleður starfsfólk sitt myndarlega yfir jólahátíðina. Glaðningar fyrirtækisins eru í formi nærri 60 milljóna íslenskra króna sem deilast niður á starfsmenn ásamt því að öllum starfsmönnum, og mök- um, var nýverið boðið í glæsilegt jólahlaðborð. Samanlagður kostn- aður Actavis vegna jólaglaðninganna er nærri 70 milljónir samkvæmt út- reikningum DV, miðað við að allir starfsmennirnir séu í fullu starfi. Tugmilljóna jólagjafir fyrirtækis- ins er engin nýlunda því undanfarin tuttugu ár hefur það gefið hverjum starfsmanni hundrað þúsund krónur í jólagjöf, háð starfshlutfalli. Starfs- menn fyrirtækisins hérlendis eru tæplega 600 talsins. Þrátt fyrir efna- hagserfiðleika víða í samfélaginu var ákveðið að breyta ekki fyrirkomulag- inu í ár enda er gjöfin þakklætisvott- ur fyrirtækisins fyrir vel unnin störf. Á sama tíma og fyrirtækið gleður sitt fólk um jólin er rætt um himinhá- ar skuldir þess og erfiða lánastöðu. Fullyrt hefur verið að Actavis skuldi þúsund milljarða króna. Vel þegið Hjördís Árnadóttir, talsmaður Act- avis, segir ekki um launabónus að ræða heldur sé þetta jólagjöf frá fyr- irtækinu og slík gjöf hafi verið gefin undanfarna tvo áratugi. „Síðastlið- in ár höfum við fengið 100 þúsund frá fyrirtækinu og í ár verður eng- in breyting á. Þessi upphæð er fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins og það er sama upphæð yfir línuna, tengd starfshlutfalli. Þetta er einfaldlega þakklætisvottur fyrir vel unnin störf,“ segir Hjördís. „Með þetta er náttúrlega mik- il ánægja. Það kom ekki til tals að bregða út af vananum í ár enda hefur rekstur fyrirtækisins gengið vel. Þess vegna töldum við enga ástæðu til að breyta til þar sem starfsmenn hafa verið mjög ánægðir með þetta og lagt hart að sér á árinu og staðið sig gríð- arlega vel undir álagi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Act- avis hefur starfsmannafélag Actavis líka gefið öllum starfsmönnum litla jólagjöf, jafnan í formi bókar eða geisladisks. Í ár var ákveðið að láta upphæðina heldur renna til góð- gerðarmála. Flott veisla Actavis bauð öllum starfsmönn- um og mökum þeirra til glæsilegr- ar jólaveislu um síðustu helgi. Há- tíðin var haldin í risasal Gullhamra í Grafarholti enda voru veislugest- ir sjö hundruð talsins. Þeim var öll- um boðið í glæsilegt jólahlaðborð og með því var þeim boðið upp á vín með matnum. Aðspurð segir Hjör- dís jólaveisluna í ár hafa verið svip- aða og undanfarin ár þar sem boðið var upp á hlaðborð, vín, skemmtiat- riði og hljómsveit. Hún segir kostn- aðinn á hvern veislugest hafa verið tæpar níu þúsund og fimm hundruð krónur. „Veislan var mjög svipuð og undanfarin ár og við höfum ekki séð neina ástæðu til að breyta til. Vissu- lega hefur efnahagsástandið í heim- inum áhrif á öll fyrirtæki en ég sé enga aðra ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar,“ segir Hjördís. TrausTi haFsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is engin breyting Hjördís bendir á að 100 þúsund króna jólagjöf til starfsmanna sé 20 ára gömul hefð og engin ástæða hafi verið til að breyta til í ár. Gjafmildi actavis Hver og einn starfsmaður hlýtur veglega peningagjöf frá Actavis fyrir jólin sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf. „Með þetta er náttúrlega mik- il ánægja. Það kom ekki til tals að breyta til í ár enda hefur rekstur fyrirtæk- isins gengið vel.“ Fjárframlög til stjórnmálaflokka og þingflokka verða lækkuð um tíu pró- sent milli ára samkvæmt breytingar- tillögum meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga. Fjárhæðin sem flokkarnir verða af vegna þessa nemur um tveimur þriðju hlutum þeirrar hækkunar sem flokkarn- ir fengu á fjárframlög sín frá ríkinu í fyrra. Samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar lækka framlög til þingflokka um hálfa sjöundu milljón króna og framlög til stjórnmálaflokka um 37 milljónir. Samtals eru þetta 43,5 milljónir króna. Fyrir ári hækk- uðu framlög til stjórnmálaflokka og þingflokka um 60 milljónir króna milli ára og tók sú hækkun mið af verðbólgu. Þetta voru fyrstu fjárlög- in sem samþykkt voru eftir hrunið og var þá víða skorið niður í ríkisrekstri þótt það hafi ekki verið í líkingu við það sem nú stendur til. Þegar DV fjallaði um aukin fjár- framlög til flokkanna í fyrra kom í ljós að engin umræða hafi verið um það að lækka framlög til flokkanna. Svo virtist sem engum hefði kom- ið til hugar að skera mætti niður í framlögum til stjórnmálaflokkanna á sama tíma og ýmsir aðrir liðir voru skornir niður. Tillögur meirihluta fjárlaganefnd- ar um niðurskurð á framlögum til flokka eru hluti af yfirferð nefndar- innar yfir fjárlagafrumvarpið fyrir 2. umræðu málsins. brynjolfur@dv.is Þingflokkarnir fá minna Flokkarnir fá minna fé til að fjármagna starfsemi sína. Framlög til stjórnmálaflokka og þingflokka lækka milli ára: Missa fé sem þeir fengu í fyrra Umsátur í Reykjanesbæ Umsátursástand skapaðist við hús í Reykjanesbæ á tíunda tím- anum í gærmorgun. Sérsveitin var þá kölluð út vegna tveggja manna sem höfðu hótað þrem- ur með haglabyssu. Þremenn- ingarnir höfðu heimsótt húsið vopnaðir hafnaboltakylfu til að gera upp átök frá því fyrr um morguninn. Þeir tóku til fótanna eftir að haglabyssan var dregin upp og hringdu á lögregluna. Umsátursástand skapaðist við húsið í um hálftíma, eða þar til lögreglan hafði sannfært þá í gegnum síma um að gefa sig fram. Byssan var óhlaðin. Þeir voru yfirheyrðir í gær. Íslendingur í haldi Dana Íslendingar, eða Íslending- ur, voru á meðal þeirra tæp- lega þúsund mótmælenda sem handteknir voru vegna þátttöku sinnar í mótmælunum við lofts- lagsráðstefnuna í Kaupmanna- höfn á laugardag, að því er fram kemur á vef danska ríkisútvarps- ins. Mótmælendur af alls 26 mismunandi þjóðerni voru handteknir í kjölfar mótmæl- anna, þar á meðal einn eða fleiri frá Íslandi, að því er segir á vef danska ríkisútvarpsins. Dani, Frakki og Þjóðverji voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 4. janúar vegna fram- göngu sinnar í mótmælunum, að því er segir á DR.dk. Fjárlögin í brennidepli Þingmenn taka fjárlagafrum- varpið til annarrar umræðu í dag. Frumvarpið var afgreitt úr fjárlaganefnd fyrir helgi. Þar kom fram að gert var ráð fyr- ir að niðurskurður yrði fimm milljörðum króna minni en upphaflega var gert ráð fyrir í frumvarpinu og að tekjur yrðu tíu milljörðum minni en stefnt var að. Því verður halli fimmtán milljörðum meiri en Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerði ráð fyrir þegar hann lagði frumvarp sitt fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.