Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 9
fréttir 14. desember 2009 mánudagur 9
„Ég er auðvitað bara dauðfeginn að
við séum allir á lífi enda leit þetta nú
ekki vel út á tímabili,“ segir Ólafur
Hjartarson sem er einn þeirra þriggja
manna sem bjargað var af þaki bíls í
Steinholtsá á laugardagskvöldið.
Tíu Akurnesingar voru á leið í
Þórsmörk á laugardagskvöld á þrem-
ur jeppum og ætluðu að gista eina
nótt á Básum í Goðalandi. Þær áætl-
anir enduðu með skelfilegum af-
leiðingum þegar vel útbúinn Nissan
Patrol-fjallajeppi, öflugasti bíll ferð-
arinnar sem fór fyrir leiðangrinum,
gaf undan straumþunga Steinholtsár
í desembermyrkrinu, en mikill vöxt-
ur er í henni. Horfðu félagarnir skelf-
ingu lostnir á þremenningana sem
héldu dauðataki um boga og bita
á þaki jeppans næstu tvær klukku-
stundirnar.
Menn frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörgu komu á staðinn á Benz
Unimog-pallbíl og náðu að bjarga
lífi Ólafs og félaga hans. Mátti þar
ekki miklu muna og augljóst að þre-
menningarnir hefðu ekki lifað af ef
björgunarsveitir hefðu ekki komið á
staðinn í tíma. Einn þeirra var mjög
illa útbúinn – klæddur í gallabux-
ur og þunna peysu. Hinir tveir náðu
hins vegar bakpoka úr bílnum með
hlýjum fötum og náðu að klæða og
hlýja hinum ólánsama gallabuxna-
klædda félaga.
Afar þakklátur fyrir að fá að lifa
Þremenningarnir voru kaldir og
hraktir eftir átökin við náttúruöfl-
in. En hvað flýgur í gegnum hugann
þegar þeir eru staddir uppi á þaki í
miðri straumharðri á í fullkominni
sjálfheldu? „Maður hugsar fyrst og
fremst um það að halda lífi,“ segir Ól-
afur. „Ég er þakklátur fyrir að vera á
lífi,“ bætir Ólafur við og þakkar björg-
unarsveitarmönnum lífsbjörgina.
„Ég var þeim afar þakklátur enda
tók ég oft í höndina á þeim öllum. Ég
þakkaði vel fyrir mig.“ Ólafur segir
að þeir félagar hafi farið í gær og sótt
jeppann í Steinholtsá. Hann segir
það hafa verið lítið mál og voru þeir á
heimleið, aftur upp á Akranes, þegar
DV náði tali af honum í gærdag.
Erfitt að horfa upp á félagana
Félagi Ólafs, Sigurður Axel Axelsson
rafvirki, segir að allir sjónarvottar
hafi verið nokkuð rólegir á meðan
ósköpin dundu yfir þrátt fyrir að mikil
skelfing hefði gripið um sig. Þeir séu
allir gamalreyndir jeppamenn. „Við
vorum nokkrum metrum fyrir aftan.
Hann var að finna leið á jeppanum,
fer fram af bakka og ákveður að dóla
og var tilbúinn að bakka ef hann ræk-
ist á meira dýpi. En straumurinn var
of harður til þess. Það var rigning og
rok og aðstæðurnar mjög vondar.“
Sigurður nefnir að ekki sé auð-
velt að horfa á félaga sína í lífshættu
og geta ekkert gert. „Við hefðum ekki
náð þeim ef þeir hefðu farið í ána.
Þeir hefðu hugsanlega getað krafl-
að sig í land. Ég vil nú ekki afskrifa
þá alveg. En straumurinn var feiki-
lega mikill. Menn eru auðvitað ekki
til stórræðanna svona kaldir, eftir tvo
klukkutíma uppi á þaki. Náttúruöfl-
in voru svo sterk að við gátum ekkert
gert. Við þurftum bara að horfa á þá
og bíða. Ef bíllinn hefði oltið á hlið-
ina með strákana hefðum við ekki
náð þeim.“
Enginn hugsaði um jeppann
Sigurður var staddur við Steinholtsá
þegar DV ræddi við hann. Hann tel-
ur að Nissan Patrol-jeppinn sé ónýt-
ur. „Við vorum mjög ákveðnir að ná
þeim og báðum um allar möguleg-
ar bjargir – þyrlu og stóra trukka.
Þetta var bara lífsbjörgun og enginn
að hugsa um jeppann. Hann náð-
ist reyndar upp úr, en er væntanlega
ónýtur.“
Félagarnir eru sammála um að
þeir hafi vanmetið aðstæður og nátt-
úruöflin. „Við tökum ekki áhættuna
við svona aðstæður aftur, snúum
frekar við. Við vorum búnir að finna
góð vöð þarna yfir og þetta var sein-
asta haftið. Við héldum að þetta yrði
allt í lagi – en greinilega ekki.“
Akurnesingurinn Ólafur Hjartarson hélt dauðataki um þakboga á jeppanum sínum í tvær klukkustundir
við afleitar aðstæður í Steinholtsá í Þórsmörk um helgina. Hann var einn þriggja sem þurftu að halda sér
á þaki jeppa sem fór á kaf í straumharðri ánni. Ferðafélagar þremenninganna horfðu á af árbakkanum en
gátu ekki komið þeim til hjálpar vegna straumþungans.
„Þakklátur fyrir
að vera á lífi“
HElgi HrAfn guðmundsson og
sigurður mikAEl JÓnsson
blaðamenn skrifa: helgihrafn@dv.is og mikael@dv.is
„Náttúruöflin voru svo
sterk að við gátum ekk-
ert gert. Við þurftum
bara að horfa á þá og
bíða.“
Tveir tímar á þakinu Þre-
menningarnir voru í fullkominni
sjálfheldu á þakinu á bílnum.
myndir JÓn HErmAnnsson
Vanmátu aðstæður „Við tökum
ekki áhættuna við svona aðstæður
aftur,“ segir Sigurður Axel Axels-
son, einn jeppamannanna.
skelfilegar aðstæður Mikil mildi þykir að þremenn-
ingarnir komust lífs af.
Bjargað upp á pall Björgunarsveitarmenn komu
mönnunum til bjargar á pallbíl.
Þjakaðir Þremenningarnir voru kaldir og þjakaðir
eftir vistina á þakinu.