Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 13
neytendur 14. desember 2009 mánudagur 13
Auglýsingarnar bannaðar
Auglýsingar Elísabetar um 30 prósent lækkun heimilistrygginga hafa
verið bannaðar af Neytendastofu. Tryggingafélagið lagði ekki fram
fullnægjandi gögn því til stuðnings að tryggingar Elísabetar væru 30
prósentum ódýrari en annarra keppinauta. Þá taldi Neytendastofa
fasteignatryggingarnar sem bornar voru saman ekki samanburðar-
hæfar þar sem tryggingar keppinautarins voru víðtækari en trygging-
ar Elísabetar án þess að greint væri frá því.
Gölluð vara á útsölu
„Þó vara sé seld á útsölu á neytandi samt rétt á úrbótum ef varan er
gölluð. Þetta gildir þó ekki ef til dæmis ísskápur eða þvottavél er seld
á lægra verði vegna rispna eða dælda. Sé hins vegar móðurborð eða
kælielement gallað á neytandinn sama úrbótarétt og hann ætti ef
varan hefði verið keypt fullu verði,“ segir í Neytendablaðinu. Þar segir
að nokkuð hafi borið á því að seljendur telji sig ekki hafa sömu skyld-
ur, ef upp kemur galli, ef varan var seld á útsölu. Það er ekki rétt.
Niðurstöður dómnefndar
Sæti Tegund Einkunn Kílóverð Rýrnun (%)
1. – 2. Fjallalamb 3,9 3.098 8,34
1. – 2. Húsavíkur 3,9 3.198 7,54
3. Fjallahangikjöt 3,7 1.998 5,56
4. Kjarnafæði 3,6 3.411 8,46
5. KEA 3,3 3.198 12,22
6. SS 3,2 3.198 10,17
7. Íslandslamb 3,1 2.979 4,78
8. Sambands 2,9 2.848 4,67
9. Gallerý kjöt 2,4 3.990 14,47
10. Hagkaups 2,3 3.198 7,38
Fyrsta flokks dómnefnd Meðlimir
dómnefndar höfðu sterkar og ólíkar
skoðanir á kjötinu í ár. Kjötið úr Norður-
og Suður-Þingeyjarsýslum þótti þó best.
Magnús Örn Guðmarsson matreiðslu-
meistari sá um að elda kjötið.
H&N-myNd HEiða HElgadóTTiR.
BestA kjötið úr ÞiNGeyjArsýslum
Hólsfjalla-
Hangikjöt
- fjallalamb
kílóverð: 3.098 kr.
rýrnun: 5,56%
Siggi Hall: „Milt, lítið hangikjötsbragð - í
lagi samt!“
Úlfar: „Í feitari kantinum en bragðgott.“
Hrefna Rósa: „Góð lykt. Bragðgott.“
Örn: „Toppeinkunn - gott hangibragð.“
Sólveig: „Hæfilega saltað og mjúkt.“
Húsavíkur-
Hangikjöt
kílóverð: 3.198 kr.
rýrnun: 7,54%
Siggi Hall: „Ósköp plein, ágætt.“
Úlfar: „Fallegt, fitulítið, safaríkt og gott.“
Hrefna Rósa: „Ágætt reykbragð.“
Örn: „Jafnt og gott bragð. Örlítið salt.“
Sólveig: „Vel reykt. Gæti verið soðið í poka.“
fjalla-
Hangikjöt
kílóverð: 1.998 kr.
rýrnun: 5,56%
Siggi Hall: „Ágætt hangikjöt - jafnt
bragð.“
Úlfar: „Gott undir tönn, ekki mikið reykt
en gott.“
Hrefna Rósa: „Sætt á bragðið, dálítið
þurrt í köntunum. Ágætt.“
Örn: „Ekki bragðsterkt en mjúkt og
ljúffengt.“
Sólveig: „Hlutlaust.“
kjarnafæði
kílóverð: 3.411 kr.
rýrnun: 8,46%
Siggi Hall: „Þetta er hangikjöt - ágætis
saltballans.“
Úlfar: „Ljómandi.“
Hrefna Rósa: „Þurrt. Bragðið lifir ekki
lengi.“
Örn: „Mjög gott - þétt og fínt.“
Sólveig: „Mjúkt og bragðgott.“
kea
kílóverð: 3.198 kr.
rýrnun: 12,22%
Siggi Hall: „Hér er ágætis hangikjöt.
Fínasti ballans.“
Úlfar: „Ljót rúlla, eins og í gamla daga.
Svolítið salt.“
Hrefna Rósa: „Þungt reykbragð. Dálítið
þurrt kjöt.“
Örn: „Vantar saltbragð.“
Sólveig: „Í þurrara lagi.“
ss
kílóverð: 3.198 kr.
rýrnun: 10,17%
Siggi Hall: „Ágætis áferð. Milt í reyk,
frekar ágengt salt.“
Úlfar: „Milt og bragðgott, aðeins of salt.“
Hrefna Rósa: „Mjög salt og vatnskennt.
Lítið feitt.“
Örn: „Mjög gott - fallegur litur.“
Sólveig: „Hlutlaust.“
íslandslamb
kílóverð: 2.979 kr.
rýrnun: 4,78%
Siggi Hall: „Ágætis bragð. Óballans í salti
- hvar er hangikjötið?“
Úlfar: „Missaltað. Þurrt og bragðlítið.“
Hrefna Rósa: „Gott jafnvægi í reyk og
salti. Gott eftirbragð.“
Örn: „Ágætt, ekki bragðsterkt.“
Sólveig: „Bragðdauft.“
sambands
kílóverð: 2.848 kr.
rýrnun: 4,67%
Siggi Hall: „Fínasta hangikjöt, milt og
vingjarnlegt. Kannski aðeins of milt?“
Úlfar: „Bragðlítið. Mikill reykur.“
Hrefna Rósa: „Seigt, vatnsbragð.“
Örn: „Vantar saltbragð en góður reykur.“
Sólveig: „Of salt.“
gallerý kjöt
kílóverð: 3.990 kr.
rýrnun: 14,47%
Siggi Hall: „Salt, ljótt í útliti. Óvönduð
rúlla.“
Úlfar: „Ljótt. Með tægjum og of salt.“
Hrefna Rósa: „Dálítið salt. Sinar í
kjötinu.“
Örn: „Gott reykbragð, salt og þétt.“
Sólveig: „Of salt.“
Hagkaups
kílóverð: 3.198 kr.
rýrnun: 7,38%
Siggi Hall: „Of salt.“
Úlfar: „Moldarbragð, ekki falleg rúlla.“
Hrefna Rósa: „Skinkulegt á bragðið.
Djúpt reykbragð.“
Örn: „Bragðdauft - vantar reykbragð.“
Sólveig: „Þurrt.“