Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 23
fréttir 14. desember 2009 mánudagur 23 Vertu þinn eigin læknir Lausnin: ÓLífur eða sítrÓnur kVilli: ferðaVeiki Lausnin: GrænmetisoLía kVilli: Stökkar neglur Lausnin: PiPar- mynta/kaniLL kVilli: umferðarStreita Lausnin: ePLi kVilli: ÓHreinar tennur Ferðaveiki veldur því yfir- leitt að munnvatnsfram- leiðsla eykst. Slíkt getur leitt til velgju eða ógleði, að mati sumra lækna. Efnasambönd í ólífum, svokölluð barksýra, þurrkar munninn og getur sefað ógleðina. Fáðu þér fáeinar ólífur eða sítrónu um leið og þú finnur fyrir ógleði. Sítrónur eiga að gera sama gagn. Skortur á vatni er yfirleitt ástæð- an fyrir því að neglurnar verða þurrar eða skorpnar. Húðsjúk- dómafræðingurinn Dee Anna Glaser kann ráð fyrir þá sem ekki tíma að kaupa rándýr rakakrem í hverjum mánuði. Berðu grænmetisolíu á hendurnar áður en þú ferð að sofa. Farðu svo í einnota gúmmíhanska eða vefðu hendurnar varlega með filmu, til að olían fari ekki öll í rúmið. Með því móti smýgur olían inn í húðina og neglurnar á meðan þú sefur. Vísindamenn við Wheeling Jesuit-háskólann fylgdust með 25 háskólanemum í ökuhermi. Rannsóknin var kostuð af NASA. Hún leiddi í ljós að þeir sem neyttu piparmyntu við aksturinn urðu síður stressaðir eða þreyttir. Munurinn var um 20 prósent. Piparmynta og kanill minnkuðu gremju um 25 prósent, bættu snerpu um 30 prósent og þeim sem neyttu myntu eða kanils fannst ferðin um 30 prósent styttri en hinum. Safaríkir og stökkir ávextir og grænmeti geta virkað eins og litlir tannburstar þegar þú tyggur þá. Þessar afurðir innihalda nátt- úruleg efni sem geta virkað hreinsandi fyrir glerunginn og unnið á óhreinindum. Þetta segir Jennifer Jabow, tannlæknir við Park 56 tannlæknastofuna í New York.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.