Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Qupperneq 3
FRÉTTIR 21. desember 2009 MÁNUDAGUR 3 Yfirstjórn Háskólans á Bifröst rannsakar nú meintan ritþjófn- að Jóns Halldórs Guðmundsson- ar sem útskrifaðist með masters- próf í skattalögfræði frá skólanum árið 2008. Þykir margt í ritgerð- inni vera líkt með ritgerð Jónasar Rafns Tómassonar, sem útskrif- aðist árið 2005 frá sama skóla, en ritgerðin var lokaverkefni hans í BS-námi í viðskiptalögfræði. Báð- ar ritgerðirnar bera sama nafn: Áhrif EES samningsins á íslensk- an skattarétt. Margt líkt „Já, það er það,“ segir Jónas Rafn aðspurður hvort margt líkt sé í rit- gerð hans og ritgerðinni sem Jón Halldór skilaði í fyrra. Hann segir að það sé annarra að dæma hvort um ritstuld sé að ræða en segir að það sé athyglisvert að báðar rit- gerðirnar bera sama nafn. Hann segir að hann hafi skoðað ritgerð- ina ásamt fleirum og það sé sam- dóma álit þeirra sem skoðuðu rti- gerðina að þar sé margt eins. „Ég held að ég sé nú ekki beinn aðili að málinu. Þetta er væntanlega mál skólans og þess sem þarna átti í hlut,“ segir Jónas. Litið alvarlegum augum Í samtali við Fréttablaðið á föstu- daginn sagði Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, að sambærilegt mál hafi aldrei áður komið upp innan veggja skólans. Málið hafi komið upp í sumar og rannsókn háskólans standi enn yfir. Ágúst vildi þó ekki tímasetja nánar hvenær niðurstaða fáist í málið en það verði bráðlega. „Við lítum málið alvarlegum augum, ég get ekki orðað það neitt öðru- vísi,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður hvort ekki sé alvarlegt mál ef maður starfi sem lögfræð- ingur meðan mál hans séu í rann- sókn. Aldrei séð ritgerðina „Þetta er óneitanlega mikið sjokk og mikið áfall að liggja undir grun um svona hlut,“ segir Jón Halldór sem grunaður er um ritstuldinn. Hann segist fyrst hafa heyrt af málinu á föstudag þegar blaða- maður Fréttablaðsins náði tali af honum. Hann segist hafa reynt að ná í Ágúst Einarsson, rektor á Bif- röst, en án árangurs. Aðspurður hvort hann hafi notað ritgerð Jónasar þegar hann vann sína rigerð segir Jón Halldór: „Ég hef aldrei séð hans ritgerð. Ég vissi bara af því að hann skrifaði um sama mál. Ég hef aldrei nokk- urn tíma séð þá ritgerð.“ Fékk að skrifa aðra ritgerð Fyrir níu árum kom upp sam- bærilegt mál í lagadeild Há- skóla Íslands. Þá var Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögfræðing- ur sviptur kandídatstitli sínum og einkunn sem hann fékk fyr- ir lokaritgerð sem hann skrif- aði við deildina afturkölluð. Í ritgerðinni var að finna orðrétt- an kafla úr ritgerð Úlfars Hauks- sonar stjórnmálafræðings. Vil- hjálmur óskaði eftir því að fá að skrifa nýja ritgerð og samþykkti deildarfundur lagadeildar Há- skóla Íslands þá beiðni. Í samtali við Fréttablaðið á föstudag sagði Björg Thorarensen, forseti laga- deildar Háskóla Íslands, að við- brögð við ritstuldi nemenda geti verið mismunandi og fer það eftir siðareglum hvers skóla fyrir sig. Telur Björg að úrskurðurinn í máli Vilhjálms skapi ákveðið fordæmi komi slík mál aftur upp í skólanum. „Ég hef aldrei séð hans ritgerð. Ég vissi bara af því að hann skrifaði um sama mál.“ Jón Halldór Guðmundsson, sem útskrifaðist með masterspróf í skattalögfræði við Háskólann á Bifröst í fyrra, er grunaður um ritstuld á loka- ritgerð. Hann segist aldrei hafa séð ritgerðina sem hann er grunaður um að hafa stolið. „ALDREI SÉÐ HANS RITGERГ EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skrifar einar@dv.is Bifröst Yfirstjórn Háskólans á Bifröst rannsakar málið. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON „ÞAÐ ER STUTT ÞANGAÐ TIL ÉG FER“ komu til baka úr veiðinni, lét gestgjaf- inn renna í pottinn. „Þeir spurðu mig hvers vegna ég væri heima og ég fór að segja þeim að eitthvað væri að plaga mig. Læknar viti ekki hvað sé að en ég hafi verið bitinn fyrir þremur árum. Þeir vissu nákvæmlega hvað þetta var og kveiktu strax á því,“ segir Guðjón og bætir við að þeir hafi sýnt sér vefsíður þar sem upplýsingar um þennan Bor- relia-sjúkdóm er að finna. „Þarna fékk ég fyrstu vísbendinguna um það hvað ég á að skoða,“ útskýrir Guðjón sem hefur frá því í sumar lesið sér mikið til um sjúkdóminn. Veit um sérfræðinga Í leit sinni að upplýsingum rakst Guð- jón á skýrslu frá sjúkrahúsi í Þýskalandi sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á taugasjúkdómnum Borrelia. Hann segist vita um norska konu sem hafi tekist að þjálfa þannig að hún gat losað sig við hjólastólinn sem hún var kom- in í. „Það verður aldrei fullur bati en hún gat í það minnsta gengið á nýjan leik. Ég veit ekki í hverju þjálfunin felst en ég er búinn að finna símanúmerin hjá læknunum sem þarf að hringja í. Núna er ég er að reyna að fá einhvern íslenskan lækni til að hringja þangað fyrir mig,“ segir Guðjón sem telur að það sé hans eina von í stöðunni. Hann muni aldrei losna við sjúkdóminn en hann geti vonandi, með réttri þjálfun, gert lífið bærilegra. Örmagna eftir 150 metra Nú er svo komið fyrir Guðjóni að hann getur ekki gengið mikið meira en 100 til 150 metra í einu. „Ég þoli illa að hafa hendurnar uppi og get ekki setið lengi við tölvu í einu. Ég er með stöðuga verki í öllum líkamanum, allt niður í tærnar, í fingrunum, öxlunum og höfð- inu,“ segir Guðjón sem er mikill veiði- maður. Hann freistaði þess í haust að skjóta rjúpu sem hann sá þegar hann ákvað að bregða sér í bíltúr upp á heiði. Hann komst að rjúpunni og skaut hana, þrátt fyrir að byssan væri nán- ast of þung fyrir hann til að lyfta. „Þetta voru kannski 150 metrar en ég hélt ég myndi ekki hafa mig aftur að bílnum. Ég var alveg örmagna,“ segir Guðjón sem komst þó með rjúpuna til byggða. Guðjón segist aðspurður vera dug- legur að vera á fótum og gera það sem hann geti. Hann segir að þeim sem sitji bara heima sé hættara við að lenda í þunglyndi. Því vilji hann ekki bæta við sinn sjúkdóm. „Tek jólin með verkjum“ Guðjón segist komast í gegnum dag- inn með því að taka pensilín, sem hann varð sér út um sjálfur. Hann harki verkina af sér en taki verkjatöflur fyrir svefninn. Hann segir þó að hann eigi erfiðast með að vera kyrr. Vöðvarn- ir gefist svo fljótt upp. Hann geti ekki einu sinni slakað á þegar hann liggi í sófa. Þá magnist verkirnir. Hann hafi aftur á móti ekki þrek til að vera á ferð- inni allan daginn. „Ég hef heyrt að til séu lyf til að lina verki í taugum. Lækn- irinn sem ég fór til varð hins vegar veik- ur um daginn þannig að ég verð bara að taka jólin með verkjum,“ segir hann ákveðinn en vonast til að fá lyfin þegar hann fer næst í skoðun. Berst fyrir bótum Eins og áður sagði er Guðjón hættur að geta unnið. Spurður hvernig honum reiði af fjárhagslega, búandi í nýju húsi með konu og stálpuð börn, segir Guð- jón að konan hafi skipt um vinnu þeg- ar þau sáu í hvað stefndi. „Ég sótti um bætur hjá Félagi iðn- og tæknigreina. Þeir sjá um mig til áramóta. Svo er ég farinn að fá greiðslur úr lífeyrissjóðn- um. Ég fékk metna fulla örorku þar,“ segir Guðjón sem hefur engar bætur fengið frá Tryggingastofnun. Það að sjúkdómurinn sé óþekktur geri hon- um erfitt um vik. Hann segist þó ætla að berjast fyrir bótunum, uns yfir lýkur. „Ég er búinn að vinna í 40 ár og hlýt að eiga eitthvað inni. Ef maður fer í gröf- ina þá eru þeir bara lausir við mig. Það er stutt þangað til ég fer, held ég,“ segir hann af aðdáunarverðu æðruleysi. Verra en alnæmi Blaðamaður getur ekki annað en spurt hann út í æðruleysið. „Getur maður nokkuð annað?“ spyr hann og heldur áfram. „Þetta er bara ofsalega erfiður sjúkdómur, jafnvel verri en Aids. Alnæmi er hægt að halda niðri en það er ekki hægt að halda þessum sjúkdómi niðri,“ segir hann og bætir við að í Bandaríkjum sé Borrelia orðið stærra heilbrigðisvandamál en Aids. Hann segist hafa lesið að sjö til níu sjúkdómar fylgi Borrelia. Þar á meðal séu sjúkdómar á borð við Parkisons og MS. „Ég veit bara að ég er með verki frá tá og upp í haus. Ég fæ stöðuga stingi í vöðvana en mér líður skár ef ég er á róli. Ég ét risaskammt af pensilínni, 400 milligröm á dag, og hef gert frá því í ágúst,“ segir hann. „Ég veit bara að ég er illa sýktur, ég finn það sjálfur. Ég fór í Kringluna um daginn og fékk mér að borða. Eftir matinn gekk ég yfir í Hagkaup, í hinum endanum. Ég ætlaði ekki að hafa mig til baka,“ seg- ir Guðjón sem er einnig farinn að taka eftir minnisglöpum. „Ég er farinn að þurfa að skrifa miða þegar ég fer út í búð. Mér finnst það fáránlegt því þess þurfti ég aldrei,“ segir hann og hlær en bætir svo við. „Skammtímaminnið er farið að klikka,“ segir hann og bendir á að allar taugar séu tengdar heilanum, því sé eðlilegt að sjúkdómurinn skerði hæfni heilans. Segir landlækni ókunnugt um sjúkdóminn Guðjón er afar ósáttur við að sjúk- dómurinn skuli ekki vera orðinn við- urkenndur og þekktur á meðal lækna- stéttarinnar hér á landi, þrátt fyrir að hann hafi látið marga lækna hafa skýrslur og viðurkennd gögn um þennan sjúkdóm. Hann segir að land- læknir hafi enn ekki fengið nein gögn um sjúkdóminn og minnir á að hann viti um tvö önnur tilfelli Borreliu á Íslandi auk þess sem hann hafi haft spurnir af því þriðja. Hann segist ætla að bíða eftir að nýr landlæknir taki við núna eftir áramót. Hann ætli sér að tala við hann. Vill hringja til Þýskalands Eins og heyra má hefur sjúkdómurinn haft veruleg áhrif á Guðjón, jafnvel svo að hann reiknar ekki með að verða gamall. Spurður hvort hann eigi sér einhverja von um betra líf segist Guð- jón binda vonir sínar við að hann finni lækni sem vilji hringja til Þýskalands fyrir sig, á sjúkrahúsið sem sérhæf- ir sig í meðhöndlun taugasjúkdóms- ins Borrelia. Þar séu skráðir 17 eða 19 læknar sem séu sérhæfðir í þessum sjúkdómi. „Ég myndi vilja fá mælingu á því hvar ég stend og hvaða meðferð ég þarf að fá,“ segir hann. Spurður hvort hann óttist að sjúk- dómurinn ríði honum að fullu seg- ir Guðjón: „Ég er alveg viss um það. Ég er ekki í nokkrum vafa, miðað við ástandið á mér núna. Ég verð hissa ef ég lifi lengi. Ég væri ekkert hissa ef ég færi á næsta ári. Þá er þetta bara búið,“ segir hann, hugsar sig um, brosir út í annað en heldur svo áfram. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka því bara létt,“ segir hann en bætir svo við, alvarlegur í bragði: „Ég vil fyrst og fremst koma öllum í skilning um að meðhöndla þetta rétt. Það á að taka blóðprufu strax og einhver grun- ur kviknar um smit. Hana á að senda til Danmerkur og það á að gefa stor- an skammt af doxylíni, eða einhverju pensilíni sem fólk þolir. Það er eina vitið,“ segir hann að lokum. Útbrot eftir bit Svona líta útbrotin út eftir skógarmítilsbit. Þau geta verið á stærð við lófa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.