Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2010, Page 20
CARMEN Í SALNUM Söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs sýnir óperuna Carmen eftir Georges Bizet í Salnum í Kópavogi á morgun, fimmtudag, og svo aftur á sunnudag. Leikstjóri er Anna Júlíana Sveins- dóttir, söngkennari við skólann, og tónlistarstjóri og píanóleikari er Krystyna Cortes. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Á MI ÐVIKUDEGI 20 MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 HJALTALÍN OG SINFÓ Miðasala er hafin á tónleika Hjalta- líns og Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands sem leiða saman hesta sína í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 16. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Hjaltalín leikur með Sinfóníuhljóm- sveitinni og eru liðsmenn hennar nú í óða önn að útsetja lögin fyrir stóra sinfóníuhljómsveit með öllu til- heyrandi. Stjórnandi á tónleikunum verður Daníel Bjarnason. Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitin munu leika lög af plötum sveitarinnar, Term- inal og Sleepdrunk Seasons,  en einnig verður frumflutt nýtt efni sem Hjaltalín hefur samið sérstaklega fyrir þessa tónleika. DRAUGAR Í ÓPERUNNI Kór Íslensku óperunnar efn- ir til söngskemmtunar í Óper- unni næsta fimmtudag þar sem draugum er gert hátt undir höfði. Á efnisskrá tónleikanna, sem bera yfirskriftina Draugagang- ur í Óperunni, eru valin lög og tónsmíðar sem tengjast draugum og þjóðtrú, allar eftir íslensk tón- skáld frá ýmsum tímum. Þannig er á efnisskránni allt frá íslenska þjóðlaginu Móðir mín í kví, kví til hins vinsæla popplags Magnúsar Eiríkssonar, Garún. Það er Skarp- héðinn Þór Hjartarson kórfélagi sem tekið hefur dagskrána saman og útsett þau lög sem ekki voru samin með blandaðan kór í huga. Nánar á opera.is. HANK & TANK Á SÓDÓMU Dúettinn Hank & Tank heldur út- gáfutónleika á Sódómu Reykja- vík í kvöld, miðvikudag. Það eru þeir Henrik Björnsson (Hank) og Þorgeir Guðmundsson (Tank) sem skipa dúettinn. Henrik er þekktastur sem höfuðpaur hljómsveitarinnar Singapore Sling þar sem kvikmynda- gerðarmaðurinn Þorgeir var áður bassaleikari, en hann annast forsöng í Hank & Tank. Langþráð breið- skífa félaganna, Songs for the Birds, kom út rétt fyrir síðustu jól en Hank & Tank hafa einungis einu sinni áður spilað opinberlega hérlend- is, á kránni Sirkus árið 2002. Leikar hefjast um klukkan 21 en strákarnir í Nolo sjá um upphitun. Það hefur verið heldur dauft í vetur yfir þeim leikhúsum sem mega með nokkrum hætti kallast jaðarleikhúsin hér á höfuðborgarsvæðinu. Loftkast- alinn var enduropnaður síðastliðið vor og manni skildist þá að þar yrði mikið um dýrðir á komandi vetri, en eitthvað hefur orðið minna úr því en til stóð. Yfir Hafnarfjarðarleikhúsinu ríkir deyfð og drungi; þangað er maður ekki boðað- ur nema endrum og sinnum; þær fáu sýningar sem þar hafa sést í vetur (þrjár talsins ef mér skeikar ekki) hafa staðið stutt við. Svipaða sögu er að segja úr Iðnó sem var á góðri leið með að koma sér aftur á leiklistarkortið; einnig þar hefur lítið verið um að vera á síðustu mánuðum, ef frá er talin ein sýning í lok janúar. Er það kreppan sem hefur leikið okkur svona, eða er ástæðunnar fremur að leita í samstöðu- og dugn- aðarleysi leiklistarfólks eða misráðinni leiklistarpólitík stjórnvalda? Gætum við fengið meira út úr því sem þrátt fyr- ir allt stendur okkur til boða með betri nýtingu fjármuna og aðstöðu? Ekki kann ég að svara því og ætla ekki að freista þess hér. Erindið með þessum greinarstúf er einungis að vekja athygli á nýju leikhúsi sem var opnað um síðustu helgi úti á Seltjarn- arnesi. Þar hefur hópur ungs leiklistar- fólks komið upp, af dugnaði og mynd- arskap, leikaðstöðu í stóru og rúmgóðu atvinnu- og iðnaðarhúsnæði sem stað- ið hefur autt um hríð. Þau kalla þetta Norðurpólinn. Þau sögðu mér að nafnið hefði komið þannig til, að það hefði verið svo kalt á meðan þau voru að innrétta húsnæðið. En áhorfend- ur þurfa ekki að kvíða kulda og trekki; það var bæði hlýtt og notalegt að koma þangað um helgina, fordyri og stór for- stofa með veitingasölu skemmtilega innréttuð á smekklegan og hugmynda- ríkan hátt. Slíkt skiptir alltaf miklu máli í leikhúsinu: að við finnum fyrir hinni réttu stemningu um leið og við stígum inn úr dyrunum. Eða það finnst mér að minnsta kosti. Norðurpóllinn var opnaður með bravúr: tvær frumsýningar um sömu helgina. Á laugardagskvöld var frum- sýnt í innri sal (þarna eru sem sé fleiri leikrými en eitt) enskt leikrit, Glerlauf- in eftir Philip Ridley; þau sem þar eru að verki kalla sig Alheiminn ehf. og Börn Loka, en leikstjóri er Bjartmar Þórðarson. Á sunnudagskvöldið frum- sýndi Fátæka leikhúsið (góður húmor í þeirri nafngift) nýlegt verk af pólskum ættum í fremra leikrýminu; leikstjóri þess er Heiðar Sumarliðason. Mér skilst að þau vilji hafa þetta svona: fleiri en eina sýningu í gangi í einu, og jafn- vel ýmsa starfsemi af öðru tagi, svo sem námskeið eða sýningahald; við skulum vona að þeim takist það. Við Íslend- ingar erum oft framkvæmdaglaðir, en um úthaldið getur oltið á ýmsu, eins og dæmin sanna. Samt er ekki hægt ann- að en taka ofan fyrir fólki sem í þessu voðalega árferði telur ekki eftir sér að ráðast í slíkt fyrirtæki og það án nokk- urs stuðnings frá því opinbera. En von- andi eru þau ekki svo blönk á Seltjarn- arnesinu að þau sjái ekki hvert gildi slík starfsemi getur haft fyrir bæjarfélagið – það hefur ekki beinlínis verið á hverj- um degi sem okkur hefur verið boðið þangað út eftir til að njóta leiklistar eða annarra lista. Umhverfið er magnað: Grótta rétt fyrir vestan, í norðri útsýn yfir Faxaflóann, í suðri sér yfir túnin í átt að Nesstofu. Brothætt lauf En þó að hlýlegt sé að ganga inn í Norðurpólinn, er það galvaskur nú- tíminn, hrollkaldur og á köflum sót- svartur, sem þar heldur innreið sína. Leikrit Ridleys er fjölskyldudrama; aðalpersónurnar bræður tveir, annar mjög vel heppnaður – að því er virð- ist – í borgaralegum skilningi, atvinnu- rekandi sem hefur gert það gott, hinn listamaður, misheppnaður, í tómu rugli. Bræðurnir eru leiknir af Jóel Sæ- mundssyni (sá vel heppnaði) og Ól- afi S.K. Þorvaldz (listamaðurinn); við sögu koma einnig móðir bræðranna, sem Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leik- ur, og eiginkona atvinnurekandans, sem Vigdís Másdóttir leikur. Samskipti bræðranna eru í brennidepli, náið en stormasamt samband þeirra sem reynist mótað af skelfilegri reynslu í fortíðinni; ekki vert að greina frá því til að spilla ekki fyrir væntanlegum áhorf- endum. Allt snýst um þöggun og bæl- ingu í fjölskyldunni, en vitaskuld er ekki endalaust hægt að sópa óþægi- legum staðreyndum undir teppið; þær hafa tilhneigingu til að leita fram í dagsljósið að lokum. Sagan er sögð í stuttum atriðum sem enda gjarnan þegar minnst varir; höfundurinn beit- ir því bragði ágætlega og heldur áhorf- endum vel við efnið. Sjálf er sýningin snyrtilega unnin af leikstjóra og leikendunum, þó að vissulega beri svið og leikmynd sárri fátækt leikhópsins vitni. Ég myndi helst ráðleggja þeim að sleppa hléinu; þetta er ekki langt verk, bygging þess miðar bersýnilega að flutningi án hlés og engin þörf að óttast að þessir leikar- ar geti ekki haldið athygli áhorfenda til enda. Af þeim kom Ólafur einna mest á óvart með túlkun sinni á listamann- inum, hún var hófstillt og tilfinninga- rík og vel upp byggð. Jóel var einnig sannferðugur í hlutverki bróður hans, þó að nokkuð skorti á innlifun þar sem leikarinn þurfti að treysta á svipbrigði og látæði; hann var með dauflegasta móti í einu dramatískasta atriði verks- ins. Lilja Guðrún dansaði á línunni milli húmors og alvöru af þeim fín- leik og þeirri fimi sem maður á vísa hjá henni; hvergi fer á milli mála að það er hin stjórnsama móðir sem ræður ferðinni í hinni brotnu fjölskyldu. Af hverju sést Lilja Guðrún svona sjald- an á sviðinu – ég held ég hafi séð hana síðast á Akureyri fyrir meira en ári? Vigdís Másdóttir var líka ágæt í hlut- verki eiginkonunnar, frammistaða hennar lofar góðu. Skrýtið ferðalag Á sunnudagskvöldið var komið að Fá- tæka leikhúsinu með leikritið Tveir fátækir pólskumælandi Rúmenar eft- ir Dorotu Maslowsku. Aðalpersón- urnar, karl og kona, eru, svo ég vitni í fréttatilkynninguna, á „ofbeldisfullu sýrutrippi í gegnum Pólland nútímans sem er einskonar sambland af ferða- lagi Maríu Meyjar og Jóseps til Betl- ehem, Natural Born Killers, Fear and Loathing in Las Vegas, Bertolt Brecht og Samuel Beckett.“ Já, það er einmitt það. Brecht og Beckett – kannski hefði ekki öllum þótt þeir fara vel saman? En jú, að vísu, Brecht hinn ungi var ekki öldungis sá sami og Brecht eldri; líklega er það Brecht ungi, anarkist- inn og tómhyggjugaurinn, sem hér er sagður í kompaníi við Beckett. Ég náði sannast sagna afar litlu sambandi við þetta verk og sýndist leikhúsfólkið ekki gera það heldur. Af leikendum mæddi langmest á Hann- esi Óla Ágústssyni; hann lék og lék af svo miklum ákafa að svitinn bogaði af honum – gott ef maður var ekki far- inn að svitna með honum undir lok- in. Það var sannarlega ekki mikið um hófstillingu á þessum bæ, en mér virð- ist augljóst að leikstjórinn hefur viljað hafa þetta svona, því að Hannes Óli var miklu betri í breska leiknum um munaðarleysingjana sem sýndur var í Norræna húsinu fyrr í vetur und- ir leikstjórn Vignis Rafns Valþórsson- ar. Einnig þar var hann að sýna per- sónu í mikilli hugaræsingu, en hamdi sig mun betur. Aðrir leikendur gættu sín öllu betur, þó að Magnea Björk Valdimarsdóttir fetaði stundum tæp- an stig; langbest fannst mér hún í fyrri hluta sýningarinnar; þar var hún reglulega góð sem stelpugægsni að sjúga í nös. Feðginin Árni Pétur Guð- jónsson og Aðalbjörg Þóra Árnadótt- ir voru einnig góð, einkum Aðalbjörg sem átti besta leik kvöldsins í gervi út- úrdrukkins bílstjóra. Hún er í mjög góðri framför, gæti jafnvel orðið föð- urbetrungur með þessu áframhaldi. Tveir aðrir leikendur voru í það litlum hlutverkum að lítt reyndi á. Nei, þetta var hvorki hugtækt né áleitið, hafi svo átt að vera, og ég hef ekki grænan grun um hvert er erindið með því, hvað sem líður skírskotunum í gamlar eða nýjar helgisagnir og mýtur. Týndir þýðendur Eitt vekur athygli mína og furðu: í leik- skránni er þess ekki getið hver hafi þýtt leikinn. Sama á við um Glerlauf- in; þau virðast einnig hafa þýtt sig sjálf, eftir leikskránni að dæma. Þetta þykja mér nú ekki nógu góð vinnubrögð. Að vísu grunar mig að leikstjórarn- ir kunni að hafa komið nálægt þessu, en mér er slétt sama; þýðingar leik- húsverka eru ekki eitthvað sem hver sem er getur gripið í; þær eru sérstök listgrein sem við höfum sannarlega ekki átt of marga meistara í. Þó að vér leikdómendur séum ekki að orð- lengja um þýðingar í hvert skipti sem við drepum niður penna, þá þýðir það alls ekki að við skiljum ekki mik- ilvægi þeirra; ástæðan er miklu frem- ur sú hversu naumt okkur er skammt- að plássið, svo við verðum að velja og hafna hvað við leggjum mesta áherslu á hverju sinni. Að sjálfsögðu er alltaf heppileg- ast – sé þess nokkur kostur – að þýtt sé úr frummálinu eða kunnáttumað- ur í því að minnsta kosti fenginn til að líta yfir textann. Um Dorotu Maslows- ku, höfund Pólverjanna, er ég fáfróð- ur, veit lítið annað en það sem stend- ur í leikskránni, fáeinar línur. Ef ég gúggla hana lendi ég inn á wikiped- iu og þýsku útgáfunni af amazon, þar sem nokkrir lesendur hafa tjáð sig um þau verk hennar sem þýdd hafa ver- ið á þýsku. Þetta er kornung kona, fædd árið 1983, en hefur þó sent frá sér nokkur verk, aðallega skáldsögur. Í heimalandi hennar virðast þau hafa fengið almennt góðar viðtökur, en ég sé að hrifning þeirra, sem úttala sig á amazon – um þýsku þýðingarnar – er mismikil. Eitt kemur þó fram sem er athyglisvert og það er sérstæð mál- notkun höfundar sem er lesendum ofarlega í huga. Svo vill raunar til að á wikipediu er ensk þýðing leiksins, sem flutt var í London í fyrra, gerð að um- talsefni og þau tvö, karl og kona, sem hafa skrifað sig fyrir henni, sökuð um að hafa notfært sér eldri enska þýð- ingu án þess að geta heimildar. Sé það rétt eru þau tvö varla í góðum málum. Nú má auðvitað ekki skilja mig svo, að ég sé að gefa í skyn að sá texti, sem hér er notaður, sé til kominn með vafasömum hætti; ég hef einfaldlega ekki hugmynd um hvaðan og með hvaða hætti hann ber að. Ég vil að- eins nota tækifærið til að brjóta upp á þessu máli, því að hér er um að ræða nokkuð sem leiklistarfólk þarf alltaf að vera vakandi fyrir. Í öllu falli: það er ótækt að greina ekki frá þýðendum í leikskrá. Ekkert leikhús er svo fátækt að það hafi ekki efni á því! Síðan er bara að óska þeim í Norð- urpólnum allra heilla með von um að við eigum eftir að eiga hjá þeim marg- ar ánægjulegar leikhússtundir. Jón Viðar Jónsson Nýtt leikhús Á NESINU NORÐURPÓLLINN: GLERLAUFIN eftir Philip Ridley (Alheimurinn ehf. og Börn Loka) Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson Sviðsmynd: Alheimurinn ehf. og Börn Loka Búningar: Thelma Björk Jónsdóttir Tónlist: Védís Hervör Árnadóttir TVEIR FÁTÆKIR PÓLSKUMÆLANDI RÚMENAR eftir Dorotu Maslowsku (Fátæka leikhúsið) Leikstjóri: Heiðar Sumarliðason Tónlist: Gunnar Karel Másson Ljós: Björn E. Sigmarsson LEIKLIST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.