Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 2
Símtal lýSir Svindli HreiðarS
n Símtal á milli Halldórs Bjarkars Lúðvígs-
sonar, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækja-
sviðs Kaupþings, og Lilju Stein-
þórsdóttur, í innri endurskoðun
bankans, í ársbyrjun 2009 varpar
ljósi á Al Thani-málið. Aðild Ól-
afs Ólafssonar að málinu þurfti
að fela og Al Thani þurfti aldrei að
leggja út neina peninga vegna kaupa á 5
prósenta hlut í Kaupþingi. Hann fékk hins
vegar 50 milljónir dollara eða um 6,5 millj-
arða króna fyrir að lána nafn sitt í fléttuna.
„Strákarnir í Lúx“ réðu ferðinni í viðskipta-
fléttunni sem átti að auka tiltrú og verðgildi
Kaupþings á síðustu stundu. Hún gekk út
á að lána sjeiknum Al Thani 13 milljarða
króna. Í yfirheyrslum sérstaks saksóknara
yfir Halldóri Bjarkari, sem DV birti á mánudag, er baksviði viðskiptaflétt-
unnar lýst.
Fékk milljónir Frá þeim
Sem vildu orkuna
n Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður
og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins, birti fyrir helgi lista yfir
þá sem lögðu honum til um
16 milljónir króna á árunum
2005 til 2007. Listi Guðlaugs er
ekki tæmandi og skýrir hann
það svo að ekki hafi fengist leyfi frá hálf-
um öðrum tug styrkveitenda til birtingar
upplýsinga um 9 milljóna króna styrki af
nær 25 milljónum sem hann hefur talið
fram. Af um 16 milljónum króna, sem
Guðlaugur Þór hefur gert fulla grein fyrir,
fékk hann á árunum 2005 til 2007 alls 8
til 9 milljónir króna frá fyrirtækjum sem
gerðu tilraunir til þess að efna til sam-
starfs við orkufyrirtæki í almannaeigu
eða stofna útrásarfyrirtæki með þeim.
Guðlaugur Þór var stjórnarformaður
Orkuveitu Reykjavíkur fram til vorsins 2007. Mánuðina þar á undan hafði
Orkuveita Reykjavíkur stofnað Reykjavík Energy Invest sem síðar átti að
verða eign Geysis Green Energy.
FjármálaStjórinn Fékk Benz
n Orkuveita Reykjavíkur festi kaup á
Benz-glæsijeppa fyrir tæpum mánuði.
Samkvæmt upplýsingum frá
Orkuveitunni kostaði bifreiðin
7 milljónir króna. Benz-jepp-
inn er keyptur fyrir Önnu
Skúladóttur, framkvæmda-
stjóra fjármála Orkuveitu Reykjavíkur.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi
Orkuveitunnar, upplýsir DV um að Anna
njóti bílafríðinda samkvæmt ráðningar-
samningi. Skráð gangverð er 7,9 milljónir
króna en nýr kostar jeppinn 13,7 milljón-
ir króna. „Mér finnst þetta hið furðuleg-
asta mál sem þarf að kanna betur. Ég hef
ekki haft tækifæri til að líta á þetta og get
ekki tjáð mig frekar um þetta að sinni,“
sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam-
fylkingarinnar í Reykjavíkurborg og
verðandi formaður borgarráðs, þegar DV bar málið undir hann.
3
1 MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 7. – 8. JÚNÍ 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 64. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395AL-THANI-PLOTTIÐ Í KAUPÞINGI:SÍMTAL
LÝSIR
SVINDLI
HREIÐARS
n SJEIKINN LÁNAÐI NAFNIÐ SITT OG FÉKK MILLJARÐA
n DV BIRTIR SÍMTAL YFIRMANNS LÁNASVIÐS
KAUPÞINGS VIÐ INNRI ENDURSKOÐANDA BANKANS
n „MAGGI OG HREIÐAR VORU AÐ
SEMJA ÞETTA ALLT SAMAN“
n „ÞETTA ER RAUNVERULEGA TIL ÞESS AÐ
FELA ÞAÐ AÐ ÓLI ÁTTI HELMINGINN“
n „ÞETTA KEMUR BARA ALLT FLÆÐANDI FRÁ LÚX“
FÉKK NÍU
MILLJÓNIR
FRÁ ÞEIM
SEM VILDU
ORKUNA
n GUÐLAUGUR ÞÓR VAR
STJÓRNARFORMAÐUR OR
BESTI GERIR
BÍÓMYND
n KOSNINGARNAR TEKNAR UPP
FRÉTTIR
FRÉTTIR
RA
NN
SÓ
KN
MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR 9. – 10. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 65. tbl.
100. árg. – verð kr. 395
orkuveitan í fjárhagsvanda:
fjármála-
stjórinn
„DraUmUr
OKKar
BEGGja
rÆtist“
— seGIR KæRAsTInn
ótrÚlEGar
framfarir
VAlA GRAnD oRÐIn KonA:
fÆr BEnz
n RAFMAGnIÐ
HæKKAR UM 27%
n HeITA VATnIÐ
HæKKAR UM 37%
n sKUlDIRnAR oRÐnAR
220 MIllJARÐAR
n JÓn GnARR: „VIÐ
eIGUM AÐ GæTA HÓFs“
n næR séR eFTIR bílslysIÐ
í ReyKJAnesbæ
við verðum ekki stöðvaðir
Forseti íslenskra vítisengla:
FRéTTIR
FÓlK
2
fréttir 7. júní 2010 mánu
dagur 7
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður og fyrrverandi ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, birti fyrir helgi lista
yfir þá sem lögðu honum til um 16
milljónir króna á árunum 2005 til
2007.
Listi Guðlaugs er ekki tæmandi
og skýrir hann það svo að ekki hafi
fengist leyfi frá hálfum öðrum tug
styrkveitenda til birtingar upplýs-
inga um 9 milljóna króna af nær
25 milljónum sem hann hefur talið
fram.
Af um 16 milljónum króna, sem
Guðlaugur Þór hefur gert fulla grein
fyrir, fékk hann á árunum 2005 til
2007 alls 8 til 9 milljónir króna frá
fyrirtækjum sem gerðu tilraunir til
þess að efna til samstarfs við orku-
fyrrtæki í almannaeigu eða stofna
útrásarfyrirtæki með þeim. Guð-
laugur Þór var stjórnarformaður
Orkuveitu Reykjavíkur fram til vors-
ins 2007. Mánuðina þar á undan
hafði Orkuveita Reykjavíkur stofn-
að Reykjavík Energy Invest sem síð-
ar átti að verða eign Geysis Green
Energy.
Um svipað leyti, í ársbyrjun 2007,
hafði Landsbankinn stofnað Hydro-
kraft Invest í samvinnu við Lands-
virkjun.
Skömmu fyrir þingkosningarnar
í fyrravor var upplýst um mikla styrki
FL Group og Landsbankans til Sjálf-
stæðisflokksins, samtals 55 milljón-
ir króna. Jafnframt var upplýst að
Guðlaugur Þór hafði komið nálægt
umræddri fjáröflun ásamt Þorsteini
M. Jónssyni hjá Vífilfelli sem sat þá í
stjórn FL Group.
Styrkjakóngurinn
Guðlaugur Þór Þórðarson ber höfuð
og herðar yfir aðra varðandi styrki
til einstakra frambjóðenda og nema
þeir samtals tæplega 25 milljónum
króna árin 2005 til ársloka 2006.
Þess má geta að Guðlaugur Þór
háði dýrt prófkjör við Björn Bjarna-
son, þáverandi dómsmálaráðherra,
um annað sæti á framboðslista sjálf-
stæðismanna í Reykjavík fyrir þing-
kosningarnar vorið 2007. Prófkjörið
fór fram í lok október 2006. Fjand-
skapur ríkti milli Björns og Baugs-
feðga á þessum tíma en þá hafði
Baugsmálið verið misserum saman
í réttarsölum dómskerfisins.
Samtals fékk Guðlaugur Þór 7,5
milljónir króna í styrki á árunum
2005 til loka árs 2006 frá Baugi og
viðskiptafélögum Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar. Baugur, FL Group og
Fons réttu Guðlaugi Þór 2 milljónir
króna hvert fyrirtæki. Austursel ehf.,
í eigu Hreins Loftssonar, fyrrverandi
stjórnarformanns Baugs, lagði hon-
um til 1,5 milljónir króna að auki.
Þegar bætt er við framlögum frá
tveimur öðrum fyrirtækjum, sem
sóttust eftir ítökum í orkulindum
og orkuútrás, verður ljóst að sam-
tals fékk Guðlaugur Þór 10 milljón-
ir króna frá fyrirtækjum sem beint
eða óbeint vildu hasla sér völl á
orkusviðinu. Hann fékk 1,5 milljón-
ir króna frá Landsbankanum og 1
milljón króna frá Atorku sem átti 41
prósents hlut í Geysi Green Energy.
Segir ekki af sér
Guðlaugur Þór hefur lýst því yfir að
hann ætli ekki að segja af sér þing-
mennsku vegna styrkjamálsins. Það
hefur hins vegar Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, Samfylkingunni, gert
með þeim orðum að vangaveltur
um eðli kosningabaráttu hennar á
þessum tíma hafi yfirgnæft öll henn-
ar störf á þingi og geri henni ókleift
að rækja skyldur sínar. Samtals
voru styrkir hennar um 13 milljónir
króna, þar af 7,5 milljónir króna frá
framangreindum fyrirtækjum sem
hugðu á landvinninga í orkugeiran-
um. Alls fékk hún 3,5 milljónir króna
frá Landsbankanum sem er hæsti
styrkur fyrirtækis til einstaks fram-
bjóðanda.
Í yfirlýsingu sinni fyrir helgi end-
urtók Guðlaugur Þór fyrri afsökun-
arbeiðni sína til þjóðarinnar. „Einn-
ig hef ég lýst því yfir að það hafi verið
mjög óheppilegt að löggjafinn eða
við sjálfstæðismenn skyldum ekki
setja reglur um prófkjör... Að gefnu
tilefni vil ég endurtaka þá afsökun-
arbeiðni mína.“
Guðlaugur Þór vitnar í yfirlýs-
ingunni til orða í fyrirlestri sem
dr. Hulda Þórisdóttir flutti nýverið
um afleiðingar efnahagshrunsins.
Hulda sagði meðal annars að ekki
síst þyrfti þjóðin að varast að falla
í þann fúla pytt að nota eftiráskýr-
ingar með „heilagri“ vandlætingu.
„Hegðun sem í dag virkar ef til vill
augljóslega vafasöm eða röng, var
ekki svo augljóslega röng þá og oftar
en ekki algjörlega samþykkt á þeim
tíma... það er mjög hættulegt að
gefa sér þekkingu sem maður hefur í
dag til þess að skýra það sem gerðist
fyrir 3 árum.“
Stjórnvöld margoft vöruð við
En tómlæti stjórnvalda gagnvart
spillingu var fyrir hendi löngu fyr-
ir bankahrun eins og fram kom í
skýrslu GRECO um Ísland þegar
árið 2001. GRECO er nefnd á veg-
um ríkja Evrópuráðsins sem fylgist
með og rannsakar spillingu í aðild-
arlöndunum og eru höfuðstöðvar
hennar í Strassborg. Í skýrslunni frá
2001 segir meðal annars: „Smæð
þjóðarinnar getur stuðlað að auknu
gagnsæi en einnig kynt undir hags-
munaárekstra og aukið hættu á
spillingu. Sendinefndin staldrar sér-
staklega við skort á reglum um fjár-
mál og fjáröflun stjórnmálaflokka...
Augljóslega hafa tilraunir til úrbóta
á árum áður runnið út í sandinn.
Sendinefndin telur því æskilegt að
setja fjármál stjórnmálaflokkanna á
dagskrá Alþingis.“
Í skýrslu GRECO segir jafnframt
að þótt mútur og mútuþægni telj-
ist glæpsamlegt athæfi hafi nefnd-
in ekki séð nein merki tilrauna á
Íslandi til þess að auka vitund við-
skiptalífsins um slíkt refsivert hátta-
lag. „Greinilegt er að í samfélagi sem
sannfært er um að það sé nokkurn
veginn laust við spillingu, er erfitt
að efla vitund manna um hætturnar
eða grípa til fyrirbyggjandi aðgerða
gegn spillingu.“
Í umræddri skýrslu er brýnt fyr-
ir íslenskum stjórnvöldum að grípa
til aðgerða gegn spilingu og með-
al annars minnst á möguleikann á
að skylda embættismenn til að gera
viðvart um spillingu.
Í umræddri skýrslu GRECO og
annarri frá árinu 2003 er varað sér-
staklega við hættu á spillingu og
mútubrotum á tímum mikillar
einkavæðingar þar sem gráa svæðið
milli hins opinbera og einkageirans
stækki til muna við slíkar aðstæður.
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
sýndi ábendingum GRECO tómlæti
árum saman og það var ekki fyrr en
í lok árs 2006 sem stjórnvöld kynntu
hertar reglur og lög um fjármál
stjórnmálaflokkanna.
Landsfundur og umbætur
Miklar líkur eru á að styrkjamálin
verði gerð upp á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins sem haldinn verður
dagana 25. og 26. júní næstkomandi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
hefur sagt af sér varaformennsku í
flokknum og vikið af þingi meðan
mál hennar og eiginmannsins eru
til rannsóknar. Drjúgur aflamað-
ur framboðsstyrkja, Illugi Gunnars-
son, hefur einnig vikið af þingi tíma-
bundið vegna rannsóknar sérstaks
saksóknara á sjóði 9 í Glitni.
Á landsfundinum blasir við að
velja nýjan varaformann í stað Þor-
gerðar Katrínar. Með degi hverjum
aukast líkur á mótframboði gegn
Bjarna Benediktssyni, formanni
flokksins, samkvæmt heimildum
DV og er nafn Kristjáns Þórs Júlí-
ussonar oft nefnt í því sambandi.
Kristján Þór hlaut liðlega 40 prósent
atkvæða gegn Bjarna á landsfund
flokksins í lok mars í fyrra.
Flokkurinn er í erfiðri stöðu og
hefur hvorki meirihlutavald á þingi
og í ríkisstjórn né í Reykjavíkurborg
um þessar mundir. Þá hefur hann
einnig misst sterka stöðu sína á Ak-
ureyri og víðar.
Styrkjamálið er Guðlaugi Þór
skeinuhætt þótt hann hafi afráðið að
segja sig ekki af sér þingmennsku.
Rétt eins og landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins ræður úrslitum um end-
urnýjun í forystu flokksins kann
framtíð Guðlaugs Þórs einnig að
ráðast á fundinum eftir tæpar þrjár
vikur.
Vaxandi Vandi
styrkjakóngs
Strangt til tekið fékk Guðlaugur
Þór Þórðarson 10 milljónir króna
til kosningabaráttu sinnar árin
2005 til 2007 frá fyrirtækjum sem
sáu hagnaðarvon í samstarfi við
orkufyrirtæki í almannaeigu.
Sjálfur atti hann kappi við Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra um
hylli sjálfstæðismanna í höfuðborg-
inni á þessum árum og var stjórn-
arformaður Orkuveitu Reykjavíkur
til vorsins 2007. Hvorugt hefur
varla dregið úr vilja Baugsmanna
og viðskiptafélaga þeirra til þess
að leggja honum til ríflega styrki.
Að gefnu tilefni vil ég endurtaka þá
afsökunarbeiðni mína.
jóhann haukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Fór úr böndunum Guðlaugur
Þór viðurkennir að styrkirnir hafi
farið úr böndunum og endurtekur
afsökunarbeiðni sína til þjóðarinnar.
Tók skellinn Geir H. Haarde, fyrrverandi
formaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst
í fyrra bera ábyrgð á móttöku stóru
styrkjanna til flokksins í árslok 2006.
Viðskiptajöfurinn Jón Ásgeir
Jóhannesson og viðskiptafélagar hans
réttu Guðlaugi Þór samstals 7,5 milljónir
króna á árunum 2005 til 2007.
2 föstudagur 11. júní 2010 fréttir
Þessar fréttir bar hæst í vikunni
þetta helst Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, á von á því að loka aðgangi nemenda að vefsvæðinu Chat Roulette,
samskiptaleik á netinu þar sem hætta er á að á hinum endanum
leynist klæðalítill eða nakinn viðmælandi. Hann segir skóla-
stjórnendur ekki vilja að nemendur stundi þannig leiki.
hitt málið
Verzlingar skoða
nektarrúllettu
Skólastjórnendur Verzlunarskóla Ís-
lands hyggjast fylgjast með heim-
sóknum nemenda skólans á erlend
vefsvæði og þá sérstaklega heimsókn-
um á vefsvæðið Chat Roulette. Sam-
kvæmt heimildum DV hefur verið
nokkuð um það í vetur að nemendur
heimsæki vefsíðuna, bæði í kennslu-
stundum og í frímínútum, þar sem
þeir geta átt von á að fá upp á skjá-
inn nektarmyndir af einstaklingum
erlendis.
Um er að ræða erlenda sam-
skiptasíðu sem í raun má segja að sé
nokkurs konar leikur, þú veist aldrei
á hverju þú átt von. Í gegnum vef-
myndavél flakkar þátttakandi um ver-
öldina og hittir tilviljanakennt við-
mælendur víða um veröld. Vandinn
er sá að færst hefur í vöxt að erlend-
ir viðmælendur nýti sér leikinn með
því að vera klæðalitlir eða naktir en
við því er engin vörn því þátttakend-
ur sjá ekki fyrir fram hvern þeir hitta
næst. Á sjálfri síðunni eru þátttakend-
ur varaðir við því að hinum megin
gæti leynst eitthvað sem viðkvæmir
þoli illa og sem er ekki við hæfi barna.
Pungar skapa vandræði
Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunar-
skóla Íslands, kannast aðspurður ekki
við þetta ákveðna vefsvæði en ætlar
að fylgjast betur með heimsóknum
nemenda sinna. Á sama tíma viður-
kennir hann að færst hafi í vöxt að
nemendur heimsæki vefsvæði sem
þeir ættu síður að gera. „Í fyrstu lít-
ur þetta sakleysislega út en það fær-
ist í aukana að menn ytra hræðist að
þetta vefsvæði færist inn á þá slóð að
menn misnoti þetta í annarlegum til-
gangi. Þá getur þetta líka orðið til þess
að einstaklingar upplifi það ítrekað að
þeim sé hafnað á netinu. Krakkarnir
nota fartölvurnar í þetta og þá náum
við ekki alltaf að fylgjast með, einkum
eftir að netpungarnir komu til sög-
unnar,“ segir Ingi.
„Við erum alltaf vakandi yfir þess-
um hlutum og munum vera það
áfram yfir þessu. Í raun hafa nem-
endur verið mjög ósáttir við hversu
miklar hömlur við setjum á netnotk-
un þeirra. Því miður er endalaust af
svona vefsvæðum sem dúkka upp
og að sjálfsögðu ætlum við að skoða
þetta sérstaklega. Bæði sem skóla-
stjórnandi og foreldri hef ég áhyggjur
af allri misnotkun á netinu sem hefur
aukist alveg gríðarlega.“
Varar við
„Það er ekkert sniðugt við svona rúll-
ettu að geta lent allt í einu inni hjá
einhverjum nöktum einstaklingi úti í
heimi. Við höfum ekki minnsta áhuga
á að nemendur fari inn á svona síð-
ur. Skólinn lokar aðgangi að öllum
hæpnum síðum og því verður lokað á
þetta,“ bætir Ingi við.
Sjöfn Þórðardóttir, formaður
Heimilis og skóla, kannast við vef-
svæðið Chat Roulette og varar við
því að ungmenni noti það. Hún hvet-
ur foreldra og forráðamenn til að
vera ávallt vel vakandi yfir netnotk-
un barna. „Ég hef heyrt um þetta og
hjá mér hringja strax viðvörunarbjöll-
ur. Í fyrstu lítur þetta út sem leikur en
þarna leynast ýmsar hættur. Foreldr-
ar verða að fylgjast með börnum sín-
um á netinu og það strax á leikskóla-
aldri. Á svona svæði veistu aldrei hver
hinn ókunnugi er og ég bið fólk um
að fara varlega, til að mynda varðandi
persónuupplýsingar í gegnum netið,“
segir Sjöfn.
Bjöllur hringja Sjöfn bendir á að þó að
Chat Roulette líti út fyrir að vera leikur í
fyrstu kunni þar að leynast ýmsar hættur.
Hún biður foreldra um að fylgjast vel
með netnotkun barna sinna.
Alls konar Á vefsíðunni Chat Roulette getur þú
átt von á því að hitta á ýmsa kynlega kvisti víða í
veröldinni. Þar færist í vöxt að á hinum endanum
mæti þér nakinn einstaklingur.
Það er ekkert sniðugt við svona
rúllettu að geta lent allt
í einu inni hjá einhverj-
um nöktum einstaklingi
úti í heimi. Við höfum
ekki minnsta áhuga á
að nemendur fari inn á
svona síður.
trAustI hAfsteInsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
Verð: 9.750 kr.
Nálastungudýnan
Opið virka daga frá kl. 9 -18
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is