Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 4
4 föstudagur 11. júní 2010 fréttir davíð eineltir n Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra og formaður Samfylkingar- innar, hefur undanfarið verið í kröppum dansi vegna ofurlauna Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. En ætla má að stuðningsmenn hennar hafi and- að léttar þegar þeir lásu í Morg- unblaði Davíðs Odds sonar að málið væri álíka alvarlegt og Watergate-hneykslið. Aulabrandari um ,,Másgeit“ fékk svo að fljóta með. Svo langt var skot Davíðs yfir markið að Jóhanna virðist sleppa með skrekkinn eftir allt saman. Allflestir fallast á að málið hafi tekið á sig þá mynd að vera einelti Morgunblaðsins í garð Jóhönnu. Hún geti því andað léttar og allt eins hugsanlegt að Davíð hafi lengt í pólitísku lífi hennar. styrkir sigurðar kára í myrkri n Meðal þeirra sem hafa verið harð- orðastir í garð Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra er Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hefur meðal annars lýst yfir því að Jóhanna sé allt í senn lygin og spillt. Jóhanna sparaði ekki stóru orðin á dögunum og hraunaði yfir þingmanninn í einu tilviki og taldi hann ekki hafa efni á munnsöfnuðinum með alla sína leynistyrki. Þetta fannst þingmanninum vera ógurleg og mjög svo ósvífin smjörklípa úr hörðustu átt. Styrkir til Sigurðar Kára Kristjánssonar eru í myrkri fortíðar og hefur hann engan vilja sýnt til að ljóstra upp um þá. vinalaus með áróður n Það vakti töluverða athygli á sjómannadaginn að Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi Brims, notaði tækifærið til að kynna rekstur sinn. Guðmundur sló tvær flugur í einu höggi því hann rak jafnframt áróður gegn fyrningar- leiðinni sem stjórnarflokkarn- ir hafa boðað. Guðmundi skaut upp á stjörnuhimin sjávarútvegsins þegar hann lagði undir sig útgerðarrisann Básafell á Vestfjörðum. Guðmundur limaði útgerðina í sundur og skildi eftir byggðarlög á Vestfjörðum eftir í sárum. Þá fékk hann viðurnefnið Guðmundur vinalausi. sægreifar vilja fyrningu n Ekki virðast allir sægreifar vera andvígir því að farin verði svokölluð fyrningarleið til þess að skila þjóðinni aftur fiskveiði- heimildunum. Þannig heyrist að meðal stórra eigenda Granda séu menn afar jákvæðir fyrir þessari leið. Að vísu eru menn andvígir því að fyrning gangi jafnt yfir alla. Aftur á móti er vilji til þess að mæla með því að við gjaldþrot sjávarútvegsfyrirtækja verði kvóti þeirra þjóðnýttur og hann svo leigður út. Víst er að miðað við skuldsetningu sumra sjávar útvegsrisanna mun stór hluti kvótans skila sér á næstu misserum. Hermt er að Friðrik J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LíÚ, sé langt frá því að vera skemmt yfir hugmynd- inni. sandkorn Það var ekki fyrr en ferðafélagi Sig- urjóns Sigurðssonar fór að athuga stöðuna á flugi sínu til Friedrichs- hafen í Þýskalandi að í ljós kom að Iceland Express var búið að fella niður flugið. Flugið var bók- að fyrir þremur mánuðum og að- eins eru um tvær vikur í fyrirhug- aða brottför. „Mér finnst þetta svo léleg framkoma. Að það skuli ekki nokkur maður frá þessu fyrirtæki láta okkur vita,“ segir Sigurjón í samtali við DV. Á sama tíma var bókuð hótelgisting og bílaleigubíll. Þegar þetta kom í ljós höfðu ferða- félagarnir samband við Iceland Ex- press. Ekki tókst að ná í fyrirtækið í síma, og það var ekki fyrr en full- trúi hópsins mætti á skrifstofu flug- félagsins að þau fengu svör um málið. Þjónustufulltrúi félagsins sagði rétt að flugið hefði verið fellt niður, og vegna sumarleyfa starfs- manna væri ekki búið að láta þau vita. Fyrsta lausn flugfélagsins var að bjóða ferðalöngunum annað flug, til Bern í Sviss. Önnur lausnin var að flýta fluginu um viku. Þriðja lausnin, sem ferðafélagarnir sam- þykktu, var að færa flugið aftur um tvo daga. Flugfarið, tveimur dög- um síðar en áætlað var, reyndist svo vera 44 þúsund krónum dýrara og bauðst flugfélagið til að endur- greiða mismuninn inn á debetkort viðkomandi, en það hefur ekki enn verið gert. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, náðist ekki í þjónustufulltrúa, eða forsvarsmenn,  Iceland  Express við vinnslu fréttarinnar. adalsteinn@dv.is Iceland Express gagnrýnt fyrir að fella niður flug: Aflýstu flugi en létu ekki vita Létu ekki vita Iceland Express var ekki búið að láta farþega flugfélagsins vita að ferð þeirra hefði verið felld niður. Stjórnendur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði óttast að þurfa að loka hjá sér, komi til þess niðurskurðar sem Álfheiður Ingadóttir heilbrigð- isráðherra hefur boðað. Nemur nið- urskurðurinn hátt í helmingi alls rekstrar fjár stofnunarinnar, eða sem nemur 250 milljónum á ári. Íslenska ríkið er með gildandi þjónustusamning við Heilsustofnun- ina í Hveragerði, sem starfar undir merkjum Náttúrulækningafélags Ís- lands, NFLÍ, upp á 550 milljónir ár- lega en sá samningur rennur út í lok næsta árs. Álfheiður tilkynnti stjórn- endum stofnunarinnar gífurlegan niðurskurð til framtíðar. Málið er enn í vinnslu hjá ráðuneytinu en stjórnendur hælisins óttast að þurfa að loka. Síðustu mínúturnar? Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri heilsustofnunarinnar, stað- festir að gífurlegur niðurskurður hafi verið boðaður af hálfu heilbrigðis- ráðherra. Hann bíður nú frekari stað- festingar frá ráðherra hvort af verði eður ei. „Við fengum af þessu fréttir og bíðum nú eftir því að fá þetta á hreint frá ráðherra. Við erum reiðu- búin undir niðurskurð í líkingu við alla hina. Nú sit ég og bíð, eins og ungmey í festum, eftir frekari frétt- um, vonandi í þá veru að af þessu verði ekki,“ segir Ólafur. „Það er á hreinu að við lendum í niðurskurði eins og allir. En við getum ekki fengið á okkur þennan svakalega skell sem ýjað er að. Þá horfum við fram á algjört hrun og síðustu mínútur þessarar stofnunar hér. Þetta er niðurskurður um nærri helming rekstrarfjár og þá verðum við bara að loka.“ Algjört reiðarslag Ásmundur Friðriksson, for maður Hollvinasamtaka heilsustofnunar- innar, sem stofnuð voru á fimm- tugsafmæli heilsuhælisins, hefur áhyggjur af boðuðum niðurskurði til stofnunarinnar og fylgist grannt með framvindu málsins. Aðspurð- ur ætlar hann með formlegum hætti að setja sig í samband við ráðherra vegna málsins. „Heilsuhælið er best varðveitta leyndarmál heilbrigðis- kerfisins og jafnframt ódýr leið til að uppherða fólk eftir veikindi, slys eða áfall. Það hef ég reynt á eigin skinni. Ég er því ekki ánægður með fyrirhug- aðan niðurskurð og að fá þessi tíð- indi var algjört reiðarslag,“ segir Ás- mundur. Stór biti „Þetta er alveg hræðilegt. Eiginlega trúi ég því ekki fyrr en ég tek á því að þetta verði niðurstaða ráðherra. Það getur ekki verið og það hlýtur að vera bakkað með þetta. Bitinn er hreinlega of stór fyrir þennan góða stað. Við munum að minnsta kosti gera það sem við getum til að berjast gegn þessu og við munum láta í okk- ur heyra,“ segir Ásmundur. Álfheiður ráðherra bendir á að rekstaraðilar heilsuhælisins séu með samning út næsta ár og að þeir hafi af fyrra bragði leitað til sín um endur- skoðun samstarfssamningsins. Hún viðurkennir að til framtíðar komi rík- ið til með að kaupa þjónustu af hæl- inu fyrir talsvert minni fjárhæðir en nú er. „Ég nefndi við þá að ef við ætt- um að draga saman kaup ríkisins í kjarna til lengri tíma þá verði það fyrir talsvert lægri fjárhæð en í dag. Þeir óskuðu eftir endurskoðun, það var ekki af frumkvæði ráðuneytisins, en ég gerði þeim ljóst að ekki yrði framlengt til lengri tíma miðað við sömu kaup og eru núna. Á þessu ári var skorið niður um 6,7 prósent af öllum, líka Náttúrlækningafélag- inu. Það liggur ekkert fyrir hvernig samningurinn verður endurnýjaður en upphlaup þeirra er að mínu viti óskiljanlegt,“ segir Álf- heiður. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað nærri helmings niðurskurð á framlögum til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Ólafur Sigurðsson framkvæmda- stjóri óttast að til lokunar komi og vonast til að ráðherra sjái að sér. Álfheiður segir ljóst að ríkið muni versla í framtíðinni fyrir mun lægri fjárhæðir en nú er. Óttast lokun heilsuhælisins trAuSti hAFSteinSSOn blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Við getum ekki fengið á okkur þennan svakalega skell sem ýjað er að. Þá horf- um við fram á algjört hrun og síðustu mínútur þessarar stofnunar hér. Falin perla Ásmundur hollvinur segir heilsustofnunina í Hveragerði best varðveitta leyndarmál heilbrigðiskerfisins. Hér sést Ólafur framkvæmdastjóri hræra í leirbaði hælisins. Boðar niður- skurð Álfheiður heilbrigðisráðherra tilkynnti stjórnendum heilsustofnunar- innar um mikinn niðurskurð. Þeir bíða nú formlegs úr- skurðar frá ráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.