Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 6
6 föstudagur 11. júní 2010 fréttir
Hvað varð
um klíkuna?
n Guðmundur Magnússon fyrrver-
andi eyjuritstjóri lýsti því eftir kjör
Bjarna Benediktssonar í formanns-
stól Sjálfstæðis-
flokksins að nú
myndi harðsnúin
fjórmenninga-
klíka stýra flokkn-
um. Bjarni færi
þar fyrir en hann
var þá nýbúinn
að ráða Jónmund
Guðmarsson
framkvæmdastjóra flokksins og
Sigurður Kári Kristjánsson var orðinn
aðstoðarmaður formannsins. Auk
heldur var nefndur Illugi Gunnarsson
þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins. Nú sækir Bjarni á brattann
fyrir landsfundinn sem fram undan
er, Jónmundur var nánast strikaður út
í heiðurssæti listans á Seltjarnarnesi
í kosningum á dögunum og Illugi er
horfinn af þingi. Enginn veit svo hvort
Sigurður Kári þiggur enn laun sem
aðstoðarmaður Bjarna.
„tHen we
take Berlin“
n Uppi varð fótur og fit meðal sjálf-
stæðismanna þegar Guðmundur Ól-
afsson hagfræðiprófessor kastaði því
fram á Rás 2 í vikunni sem haldbærum
sannindum að
Davíð Oddsson
hygði á framboð
gegn Bjarna á
landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins í
lok mánaðarins.
Kenningin þykir
góð að því leyti,
að Davíð er senni-
lega eini maðurinn í landinu sem
sérhagsmunagæsluliðið í Flokknum
óttast og hlýðir. Sögur fara einnig af
því að Styrmir Gunnarsson, forveri
Davíðs á ritstjórastóli Moggans, gangi
nú milli manna og reyni að vinna
hugmyndinni fylgi. Innan flokksins ku
margir brosa að hugmyndinni og líta
á hana sem fjarstæðu. En sá hlær best
sem síðast hlær.
Bagalegur
seinagangur
n Æ fleiri fjölskyldur horfa vonleysis-
augum til framtíðarinnar eftir því
sem seigdrepandi innheimtuaðgerðir
færa þær nær fjárnámi og gjaldþroti.
Með lögum reyndi ríkisvaldið að lina
þjáningarnar, meðal annars með
lögum um greiðsluaðlögun. Sá galli
er þó á gjöf Njarðar að tillögur um
greiðsluaðlögun þurfa að fara fyrir
héraðsdómara og geta endað fyrir
Hæstarétti. Þetta er vitanlega bagalegt
þegar dómstólar leggja nánast niður
störf í júlí og ágúst og afgreiða aðeins
gæsluvarðhaldsúrskurði og eitthvað
fleira. Helgi I. Jónsson, dómsstjóri
Héraðsdóms Reykjavíkur ,segir að
biðtími greiðsluaðlögunarmála
lengist með þessu. Á meðan slíta
sýslumenn og aðir innheimtumenn
neglurnar af almúganum í næði.
sandkorn
Heilsuræktin Nordica Spa á Hilton-
hótelinu í Reykjavík er á leið í gjald-
þrot. Sú beiðni hefur þegar verið lögð
inn til dómstóla og eru líkur á að sömu
eigendur hefji rekstur inn undir nýju
félagi, í samstarfi við hóteleigendur.
Farið hefur verið fram á gjaldþrota-
beiðni fyrirtæksins, Nordica Spa ehf.,
þar sem skuldir þess nema á annað
hundrað milljónir króna þar sem
Arion banki er stærsti kröfuhafinn.
Lúxusheilsuræktin var opnuð 2003
en eftir bankahrunið stóð fyrirtæk-
ið eftir skuldugt eftir óhagstæðar lán-
tökur og minnkandi viðskipti. Nú er
svo komið að rekstur stöðvarinnar fer
tíma bundið undir Flugleiðahótel, eig-
enda Hilton hótelsins, en stjórnendur
þar hafa óskað eftir því að hluti fyrri
eigenda komi áfram að rekstrinum.
Hugsar um kúnnana
Lárus Blöndal, lögmaður og stjórn-
arformaður Nordica Spa, staðfestir
að líkamsræktin sé á leið í gjaldþrot
eftir lána- og rekstrarvanda síðustu
ára. Hann útilokar ekki að einhverjir
fyrri eigenda komi áfram að rekstr-
inum. „Við héldum nú að okkur tæk-
ist að bjarga þessu en skuldirnar voru
það háar að fyrirtækið ber það ekki.
Stöðin er byggð upp á tíma góðæris og
er hugsuð sem lúxus í líkamsrækt. Því
miður hefur hún ekki séð til sólar eftir
bankahrunið,“ segir Lárus.
„Hótelið á náttúrlega húsnæðið
og það er undir því komið hvert fram-
haldið verður. Þeir hafa sýnt því áhuga
að halda þessu áfram sjálfir og hafa
tekið við keflinu. Eigendur hótelsins
þekkja reksturinn ekki neitt. Hótelið
hefur rætt það við okkur hvort við
séum tilbúnir að koma að þessu áfram
og við höfum ekkert útilokað það.“
Bjargað í bili
Ingólfur Haraldsson, hótelstjóri
Hilton -hótelsins, staðfestir að rætt
hafi verið við einhverja af fyrri
eigendum um að halda áfram rekstr-
inum en vonir standi til að fleiri finnist
til að bjarga málunum. „Við komum
að þessu sem húseigendur og viljum
úr því sem komið er lágmarka tjónið
fyrir iðkendur og hótelgesti. Hvort
sem okkur líkaði það betur eða verr
fengum við þetta í fangið og við viljum
halda húsinu opnu. Annars þarf að
loka og þá sitja margir eftir með sárt
ennið,“ segir Ingólfur.
Lárus tekur í sama streng og leggur
áherslu á að áframhaldandi rekstur
þurfi að tryggja með hag starfsfólks og
viðskiptavina í huga. Hann bendir á
að enn hafi ekki tekist samningar við
Arion banka um framhaldið. „Það er
mikilvægt að koma málefnum starfs-
manna í lag. Ef við höldum rekstrin-
um áfram þá þarf að gera það með
öðrum hætti. Mig grunar að það þurfi
fleiri að koma að þessu heldur en við.
Þarna er fjöldi iðkenda og með kúnna-
hópinn í huga viljum við halda áfram,“
segir Lárus.
Úti í kuldanum
Stærstu eigendur hinnar gjaldþrota
heilsuræktar eru fyrirtækið Laugaból
ehf. og Ragnheiður Birgis dóttir, fram-
kvæmdastjóri Nordica Spa. Meðal
hluthafa í Laugabóli eru viðskipta-
mennirnir Aðalsteinn Karlsson, Egg-
ert Gíslason, Guðmundur Birgis son,
Lárus lögmaður Blöndal og Margeir
Pétursson. Útlit er hins vegar fyrir að
Ragnheiður sé nú úti í kuldanum þar
sem hún er ekki inni í þeim hópi sem
hótelið hefur rætt við um að koma
áfram að rekstrinum. „Menn telja að
breyta þurfi til svo von sé að þetta geti
borið sig og mér heyrist ekki að Ragn-
heiður sé inni í þeirri mynd. Það er út-
frá viðskiptalegum forsendum og með
nýju fólki koma nýjar hugmyndir og
breyttur stíll,“ segir Lárus.
Ragnheiður Birgisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Nordica Spa, vildi ekki
tjá sig um málið.
LÚXUSRÆKT
GJALDÞROTA
Farið hefur verið fram á gjaldþrotaskipti Nordica Spa heilsuræktarinnar á Hilton-
hótelinu. Skuldir fyrirtækisins eru á annað hundrað milljónir króna og útlit fyrir að
reksturinn haldi þó áfram hjá sömu eigendum.
trauStI HafSteInSSOn
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
einn eigenda Guðmundur Birgisson
fjárfestir var einn eigenda í Nordica Spa en
eftir því sem DV kemst næst er hann ekki
í hópi þeirra sem hugsanlega halda áfram
rekstrinum.
Átti hlut Margeir Pétursson bankastjóri
átti líka hlut í Nordica Spa en er ekki í hópi
fyrri eigenda sem Hilton hótelið hefur rætt
við um að halda rekstrinum áfram.
Hótelið hefur rætt það við
okkur hvort við séum
tilbúnir að koma að
þessu áfram og við höf-
um ekkert útilokað það.
Gjaldþrot fram undan Nordica
Spa er á leið í gjaldþrot vegna mikilla
skulda. Flugleiðahótel mun líklega
taka við rekstrinum til bráðabirgða en
fyrirtækið hefur beðið fyrri eigendur
um að halda rekstrinum áfram.
Segir eðlilegt að fangar greiði fyrir leigu og mat:
„Erfitt að vera fangi“
Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmda-
stjóri Verndar, segir að endurhæfinga-
starf áfangaheimilisins gangi út á að
íbúarnir læri að standa á eigin fótum.
Því sé til að mynda eðlilegt að fangarn-
ir þar greiði fyrir húsaleigu og mat.
Hlynur Ingi Bragason refsifangi
hafði ekki efni á vistunargjöldum
Verndar fyrsta mánuðinn eftir að hann
kom þangað og þurfti að fá hjálp hjá
móður sinni fyrir vikið. í samtali við
DV kvartar hún undan stuðningi við
fanga og hefur ritað fjölda ráðherra
ríkisstjórnarinnar bréf þar sem hún
lýsir áhyggjum sínum. Hlynur Ingi
bendir sjálfur á að fái ekki aðstoð þar
sem hann sé fangi sem búsettur er í
Reykjavík.
Þráinn bendir á að lífið geti verið
erfitt, sér í lagi fyrir fanga, en nauð-
synlegt sé fyrir þá að aðlagast sem best
lífinu eftir afplánun. „Hann á að geta
gengið í það að greiða vistunargjaldið
eins og aðrir. Viðkomandi fær ekki að
koma inn á Vernd fyrr en lagðar hafa
verið línur í endurhæfingu, þetta er
afskaplega skýrt. Starfið okkar gengur
út á endurhæfingu og hluti þess að að
menn aðlagist eðlilegum hlutum eins
og að greiða fyrir leigu og mat. Eigi
menn ekki fyrir því geta þeir þurft að
leita aðstoða ástvina, eins og hver ann-
ar,“ segir Þráinn.
„Þetta er hinn eðlilegasti hlutur,
svona er lífið en auðvitað er stutt við
bakið á öllum. Það er erfitt að vera
fangi. Ég skil vel að hann kvarti yfir
þeim fjárhagsstuðningi sem hann er
að fá en það er misjafnt eftir sveitar-
félögum hver stuðningurinn er. En
þetta veit hann allt áður en hann
kemur til okkar.“
Við vinnslu fréttarinnar var leitað
viðbragða hjá Stellu Víðisdóttur, svið-
stjóra velferðarsviðs Reykjavíkur-
borgar, en án árangurs. trausti@dv.is
Borga fyrir vistun Fangar á áfangaheim-
ili Verndar greiða fyrir húsaleigu og fæði.
Vesturvör 30c, Sími 575-1500
Frá Sviss...
Besta súkkulaðið?
Bestu úrin og klukkurnar?
Bestu hnífarnir? og...
, gæðadekkin.
...á austurlensku verði.
Ferð á Kársnesið borgar sig!
www.kvikkfix.issko
ðaðu!