Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 8
Framtíð sjö ráðherra í ríkisstjórn Ís- lands er óljós. Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra kynnti á mið- vikudag frumvarp sem gerir ráð fyrir því að ráðuneytum verði fækkað um þrjú, úr tólf í níu. Með frumvarpinu verða sex ráðuneyti sameinuð í þrjú. Í fyrsta stað verði til nýtt innanríkis- ráðuneyti við sameiningu dóms- mála- og mannréttindaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Í annan stað verði til velferðarráðuneyti með sameiningu félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytis. Loks verði til nýtt atvinnuvega og nýsköpunar- ráðuneyti þegar iðnaðarráðuneyti og sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti verði sameinuð. Framtíð fimm ráðherra er talin vera örugg samkvæmt þessum áformuðu breytingum. Þetta eru þau Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Þau eru öll í fram- varðarsveit eigin flokka en auk þess hefur frumvarpið engin áhrif á starf- semi þeirra eigin ráðuneyta. Styður utanþingsráðherra Helsti óvissuþátturinn snýr að utanþingsráðherrunum Gylfa Magnússyni og Rögnu Árnadóttur. Þó liggur fyrir að margir þingmenn styðja þau áfram í starfi. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, vill að þeim tveimur verði haldið eftir. Hún vill samt sem áður ekki spá í spilin um hverjir verða í ríkisstjórn nái breytingarnar fram að ganga. Hún segist ekki vilja hugsa um ráðuneyti eftir persón- um. Eftir sem áður er ljóst að haldi utanþingsráðherrarnir sætum sín- um verði að fækka um tvo ráðherra úr stjórnarflokkunum. Ögmundur vill inn á ný Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, bankar á dyrnar á stjórnarráðinu og vill komast inn. Það sé hinsvegar annarra að ákveða hvort hann eigi þangað afturkvæmt. „Ég hef aldrei farið í neinar graf götur um það að ég vilji vera í stjórnar- ráðinu og sitja í ríkisstjórn. Ég fór út úr ríkisstjórn vegna þess að ég var ósamstíga ríkisstjórninni í Icesave- málinu. Mér var sagt að ríkisstjórnin myndi springa ef ég héldi fast við mitt sjónarmið. Þess vegna fór ég út úr ríkisstjórn. Vegna þess að ég vildi ekki láta af sannfæringu minni í málinu. En það var ekki vegna þess að ég vildi fara út úr ríkis stjórninni,“ segir Ögmundur, sem segist ekki geta svarað til um það hvort þessar forsendur hafi breyst. Jón er andvígur breytingum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu, en líklegt er að hann verði settur út í kuld- ann nái frumvarpið fram að ganga. Hann hefur verið sérstaklega mót- fallinn því að ráðuneytið sem hann er í forsvari fyrir verði fellt saman við iðnaðarráðuneytið. Jón hefur ef- ast um að sameiningarnar feli í sér einhvers konar hagræði. Fjármálaráðuneytið áætlar að starfsmönnum geti fækkað um tuttugu við breytingarnar og að launakostnaður stjórnarráðsins lækki um 300 milljónir króna þegar þær verði að fullu komnar fram. Í frumvarpinu er miðað við að ráðu- neytin sameinist árið 2011. 8 föstudagur 11. júní 2010 fréttir uppsögn rúnars afturkölluð n Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason er orðinn einhleypur eftir skilnað hans og Selmu Björnsdóttur, leikara og leikstjóra, sem Séð og Heyrt greindi frá í síðustu viku. Selma er farin til Bretlands til náms en upphaf- lega var áformað að hjónin færu bæði. Var Rúnar búinn að tilkynna Borgarleikhúsinu um að hann vildi losna frá samningi sínum. Eftir að skilnaðurinn kom upp gekk uppsögnin til baka og Rúnar Freyr mun eftir sem áður gleðja áhorfendur með leik sínum á sviðum Borgarleikhússins. Hringekja náHirðar n Þeir sem fylgjast með umræðum á netinu hafa tekið eftir hringekju sem fer af stað ef fjallað er um ritstjórann Davíð Oddsson. Fyrst kemur blogg, annað hvort frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni á Pressunni eða Skafta nokkrum Harðarsyni á Eyj- unni. Síðan takast á flug smáfuglar amx.is sem leggja út af bloggunum. Það er trú margra að Hannes Hólmsteinn skrifi megnið af þessu sjálfur og krossvitni þannig í sjálfan sig. Þetta sé eins konar hring- ekja náhirðar Sjálfstæðisflokksins. Hannes gefur hinsvegar lítið fyrir það og hefur þrætt fyrir það eins og kemur fram í sandkorninu hér að neðan. tryggur skafti n Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur þrætt fyrir það á athugasemda- kerfi DV.is að skrifa í nafni smáfugla á amx.is. Sú neitun er sem fyrr segir þvert á álit þeirra sem rýna í stíl og sjá augljós líkindi með textanum á bloggi Hannesar og fuglahvísl- inu. Þá er og þekkt að Friðbjörn Ketilsson, ritstjóri AMX, er á mörkum þess að vera ,,sendibréfs- fær“ en Hannes er aftur á móti einkar snjall í meðferð á texta og skiptir þar minnstu hvort hann er sjálfur frumhöfundur. Eyjubloggarinn Skafti Harðarsson þykir sömuleiðis sýna ótrúlega stílfimi á köflum. Skafti er gamall undirsáti Hannesar úr Frjálshyggjufélaginu og hefur verið honum undirgefinn og dyggur síðan. sandkorn • Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-17 Serta aftur á Íslandi !! Yankee Candle, hin einu sönnu. Yfi r 40 mismunandi ilmkerti ! Kynningarafsláttur 15% Chiro 600 heilsurúm Stærð cm. Tilboð kr. 90x200 90.900,- 100x200 95.900,- 120x200 98.000,- 140x200 119.900,- 160x200 149.900,- 180x200 159.900,- RáðheRRakapall í undiRbúningi Ráðherrum ríkisstjórnarinnar fækkar um þrjá nái frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fram að ganga. Óvíst er með framtíð utanþingsráðherranna Rögnu Árnadóttur og Gylfa Magnússonar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, hitar upp á hliðarlínunni. Sparnaðaráform Fjármála- ráðuneytið áætlar að sameining ráðuneyta geti lækkað launakostnað um þrjú hundruð milljónir króna. RóBeRt HlynuR BalDuRSSOn blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Staða ráðherra ríkisstjórnarinnar óörugg Örugg Vill inn Ragna Árnadóttir Kristján l. Möller Árni Páll Árnason Álfheiður Ingadóttir Jón Bjarnason Katrín Júlíusdóttir Gylfi Magnússon Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon Katrín Jakobsdóttir Svandís Svavarsdóttir Össur Skarp- héðinsson Ögmundur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.