Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Page 10
„Staða okkar er þannig að við hefð- um það ágætt ef við myndum losna við eftirstöðvar þessa láns. Ég er iðn- aðarmaður og ef það verður lítið að gera aftur í haust veit maður ekk- ert hvernig fer. Við eigum smá inni á banka en hversu lengir dugir það ef maður hefur ekki vinnu? Þetta er líka spurning um hvað maður getur borgað. Það þrengist alltaf og þreng- ist hjá manni. Ef maður á eitthvað í eigninni sinni þá er maður bara fast- ur og getur ekkert farið,“ segir Ívar Jónsson iðnaðarmaður, sem ásamt konu sinni hefur reynt að semja við Landsbankann um niðurfellingu vaxtaskuldar. „Við erum ekki á hausnum en við þurfum hins vegar að borga 90 þús- und krónur á mánuði aukalega. Við borgum 107 þúsund af íbúðasjóðs- láninu og svo fer þetta upp í 200 þúsund krónur á mánuði þegar við erum að borga af vöxtunum af fyrra láninu líka. Við erum sex manna föl- skylda og það eru mikil útgjöld og synd að allur þessi peningur fer bara í steypu,“ segir Helga Sæunn. Óselt hús safnaði vöxtum Forsaga málsins er sú að Helga og Ívar áttu hús í Hafnarfirði. Árið 2006 ákváðu þau að stækka við sig og byrjuðu fljótlega að byggja hús við Fróðaþing í Kópavogi. „Ég tók mér launalaust leyfi til að byggja húsið og gerði það allt sjálfur. Það tók mig tvö ár og ég sá ekki börnin mín á meðan. Núna spyr maður sig hvort það hafi verið þess virði,“ segir Ívar. Þegar nýja húsið var nánast orðið fokhelt fóru þau að huga að því að selja hitt húsið. „Við stóðum í þeirri trú að það myndi seljast strax enda þannig eign. En svo fraus markaður- inn þegar við erum að fara að selja og það selst ekki fyrr en ári eftir að við setjum það á sölu,“ segir Ívar. Húsið seldist langt undir uppsettu verði og auk þess tóku þau aðra íbúð upp í. Á meðan húsið var óselt safnaði brúunarlán sem þau tóku hjá Lands- bankanum á sig vöxtum. Lánið tóku þau til að brúa bilið fyrir nýja húsið. Peninginn sem þau fengu fyrir söl- una á gamla húsinu notuðu þau til að borga bankanum. „Við skildum svo viljandi eftir þessar 14 milljónir sem eru uppsafnaðir vextir af þrjá- tíu milljóna króna láni sem við erum nú þegar búin að borga. Við skildum það eftir því við vildum semja um það,“ segir Ívar en það hefur ekki tek- ist hingað til þar sem bankinn neitar semja við þau. Fagráð sýndi fagleysi Þau fóru svo í bankann til að reyna að semja um greiðslu á vöxtunum sem eftir sátu en mættu, að þeirra sögn, skilningsleysi í bankanum. „Við fór- um til að semja um það að við mynd- um gera upp allt lánið og helming- inn af vöxtunum en myndum fá hinn helminginn niðurfelldan og yrðum þannig skuldlaus við bankann.“ Hjá bankanum fengust hins veg- ar þau svör að það væri ekki forsenda fyrir því að semja við þau þar sem þau hefðu ekki greiðslugetu. Þau áttu samt fjórar milljónir inni á banka- reikningi á þessum tíma. „Bréfið sem þeir sendu fór til fag ráðs. Ég hringi beint í aðstoðarkonu bankastjóra sem átti sæti í fagráði. Ég spyr hana hvað þeir meini með því að ég sé ekki með greiðslugetu þegar ég er að bjóðast til að gera upp við bankann og sagði að þau yrðu að sýna mér einhverja sanngirni á móti. Þá mætti mér bara dónaskapur. Ég segi þá við hana að hún þurfi að gera sér grein fyrir því að verið sé að bjóðast til að borga sjö milljónir. Þá kemur á hana fát og hún segir að þá horfi þetta nú öðruvísi við,“ segir Ívar, sem telur að bréfið þeirra hafi ekki verið lesið af fagráðinu og það séu ekki fagleg vinnubrögð. „Það virðist vera þannig að hausinn á bréfinu hafi bara verið lesinn og þau séð orðið niðurfell- ing og þá var því bara synjað,“ segir hann. Ævistarfið étið upp Síðan þá er liðið rúmlega ár og ekk- ert hefur gerst í þeirra málum síðan. Á meðan hækka vextirnir af láninu. „Þeir sjá það að við eigum ennþá það mikið í eigninni að þeim er í raun alveg sama. Þeir eru ekki að ganga á okkur en á móti kemur að allt sem við erum búin að vinna fyrir síðast liðin tíu ár eru þeir að éta upp hægt og ró- lega þangað til við eigum ekki neitt. Við fáum ekki greiðslu aðlögun því við erum á gráu svæði samkvæmt bank- anum, við eigum of mikið í húsinu. Bankinn vill ekki á neinn hátt koma til móts við fólk eins og okkur. Fólk sem hefur unnið alla tíð og horfir upp á ævisparnað sinn étinn upp af bank- anum. Þeir líta bara á það þannig að það eigi að éta upp allt sem fólk á því að það er hægt,“ segir Ívar. „Ævi starfið okkar er farið og það til bankans,“ segir Helga og heyra má að þau eru 10 föstudagur 11. júní 2010 fréttir „Ævistarfið okkar farið til bankans“ viktoría hermannsdÓttir blaðamaður skrifar: viktoria@dv.is helga sæunn Árnadóttir og ívar Jónsson eru ósátt við Landsbankann. Þau hafa reynt að fá felldan niður um helming vaxtaskuldar sem þau standa uppi með eftir að hafa greitt niður húsnæðislán. Þau hafa boðist til að borga bankanum helming upphæðarinnar gegn því að þau fái hinn helminginn niðurfelldan, enda sé um að ræða vexti af láni, ekki lánið sjálft. Allt sem við erum búin að vinna fyrir síðastliðin tíu ár eru þeir að éta upp hægt og rólega þangað til við eigum ekki neitt. Vesturvör 30c, Sími 575-1500 Auðvitað máttu borga meira. Þó það nú væri! En þá verðurðu bara að fara annað. Ferð á Kársnesið borgar sig! www.kvikkfix.issko ðaðu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.