Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 11
fréttir 11. júní 2010 föstudagur 11
Slasaðist alvarlega í Laugardalslaug:
50 milljónir í bætur
Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag
Reykjavíkurborg til að greiða karl-
manni 50 milljónir króna í bætur
vegna slyss sem hann varð fyrir í
Laugardalslaug.
Slysið átti sér stað hinn 13. apríl
árið 2007. Stakk maðurinn sér til
sunds frá grynnri enda laugarinnar
í Laugardal, með þeim afleiðingum
að hann rak höfuðið harkalega í botn
laugarinnar og hlaut varanlegan
skaða af. Mátu læknar varanlega ör-
orku mannsins, sem var 22 ára þegar
slysið varð, hundrað prósent.
Héraðsdómur kvað upp dóm í
málinu í október á síðasta ári en þá
voru manninum dæmdar rúmar
33 milljónir króna í bætur. Var það
mat héraðsdómara að hann hefði
ekki sýnt næga varkárni þegar hann
í umrætt sinn hljóp að sundlaugar-
bakkanum og stakk sér til sunds.
Í dómi Hæstaréttar var tekið
undir það að maðurinn hefði ekki
sýnt nægjanlega aðgát. Hins vegar
var óvarkárni hans talin óveruleg. Í
dómnum kemur enn fremur fram
að merkingar um dýpi og um að
dýfingar væru bannaðar hefðu ekki
verið greinilegar og því ekki fullnægt
gildandi reglum. Kemur fram að sér-
staklega sé brýnt að merkingar séu
skýrar og ótvíræðar þar sem mikill
fjöldi fólks af ólíku þjóðerni sæki
sundlaugina, en maðurinn sem slas-
aðist er af pólsku bergi brotinn. Voru
manninum því dæmdar fullar bætur
vegna slyssins.
Er dómurinn einstakur að því
leyti að þetta er í fyrsta skipti sem
litið er framhjá eigin sök tjónþola
vegna sérstakra aðstæðna og alvar-
legra afleiðinga slyssins.
einar@dv.is
Laugardalslaug Manninum voru dæmdar 50 milljónir króna í bætur vegna slyssins.
„Ævistarfið okkar
farið til bankans“
Í vanda „Fólkið sem kom okkur í þessa krísu er að fá
milljarða afskrifaða. Við erum að biðja um að fá sjö
milljónir og því er neitað,“ segir Helga. MYND SIGTRYGGUR ARI
orðin þreytt á ástandinu. „Það kemur
að þeim punkti að maður bara nennir
ekki meir. Bankinn er í raun bara með
veð í fokheldu húsi. Ef ég myndi fara
með þetta alla leið þá myndi ég gera
húsið fokhelt aftur,“ segir Ívar, sem
hefur fengið sig fullsaddan á vinnu-
brögðum bankans.
Handrukkarar heiðarlegri en
bankarnir
Helga og Ívar segjast alltaf hafa
unnið mikið og ávallt passað upp
á að borga skuldir sínar. „Það þurfa
allir að passa upp á sitt og við höf-
um alltaf staðið í skilum. En það
eru bankarnir sem eru orsök í þessu
hruni. Það jaðrar við landráð hvernig
þeir höguðu sér en samt setja þeir sig
á háan hest og ætla bara að ganga
að fólki. Handrukkari er hreinni og
beinni en bankakerfið á Íslandi. Þú
veist þó allavega að hann ætlar að
koma og berja þig en þú veist ekk-
ert með bankann, hann bara blóð-
mjólkar þig,“ segir Ívar.
Bankinn vill meira
„Við værum í raun í miklu betri mál-
um ef við hefðum ekki borgað bank-
anum því við vorum ekki með veð í
gamla húsinu. Ég talaði við mann-
eskju sem ég þekki og er í skilanefnd
eins bankans. Hún sagði orðrétt við
mig að mistökin sem við hefðum gert
hafi verið þau gera upp við Lands-
bankann því bankinn sér að ég get
borgað og þá vill hann bara fá meira.
Ef ég hefði ekki gert þetta upp væri ég
skuldlaus í nýja húsinu því það voru
engin veð í því en ég þurfti að taka
veðin yfir á það þegar ég seldi gamla
húsið. Ég mátti ekki setja veðin á
íbúðina sem ég fékk upp í. En ég vildi
vera heiðarlegur og stend miklu verr
fyrir vikið,“ segir Ívar, sem er afar sár
út í vinnubrögð bankans.
Pabbavinavæðingin enn við
lýði
„Síðan heyrir maður sögur af því
hverjir eru að fá afskrifað í bönkun-
um. Það eru þeir sem eiga pabba
sem þekkja einhvern. Pabbavina-
væðingin er enn við lýði í þessu
bankadæmi. En svo þorir enginn
að segja neitt því það eru allir að
semja við bankann og allir að tipla
á tánum í kringum hann. Fólk er svo
hrætt við að ef það segi eitthvað reið-
ist bankinn,“ segir Ívar. Þau segjast
bæði hafa sögur frá fyrstu hendi um
svona dæmi. „Ég veit um konu sem
var búin að fara nokkrum sinnum í
bankann til að reyna að fá úrlausn
sinna mála. Bankinn neitaði henni
alltaf um hjálp eða að semja við
hana. Hún ákveður því að taka pabba
sinn með á fund bankastjóra því þeir
þekktust. Þegar þau mæta á fundinn
þá segir bankastjórinn: „Nú er þetta
dóttir þín, þá kippum við þessu í lið-
inn. Og hún fékk allt fellt niður. Það
er ótrúlegt að þetta sé enn í gangi,“
segir Helga, sem harmar það að fólk
sem reynir að fá lausn sinna mála
mæti engum skilningi hjá bankan-
um. „Fólkið sem kom okkur í þessa
krísu er að fá milljarða afskrifaða. Við
erum að biðja um að fá sjö milljónir
og því er neitað. Það er engin sann-
girni í þessu,“ segir Helga.
Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laugard. 11-16.
Vegghengt salerni með setu:
15.195
Cearastyle handlaug á vegg 55cm 4.900
ÚRVALIÐ
í Flísa- & Baðmarkaðnum
VITRA S50 handlaug 60 cm
8.900
BALI 006 handlaug á borð
16.900
49.900
MR CLEVER Handlaug 45 cm á borð með
öllu; blöndunartækjum, botnventli,
vatnslási og tengikrönum
SUIT handlaug í borð 50 cm
15.900
FORM 500 salerni með
setu og veggstút
22.900
VitrA Form 500 Vegghengt
salerni með hæglokandi setu
33.480