Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 11
fréttir 11. júní 2010 föstudagur 11 Slasaðist alvarlega í Laugardalslaug: 50 milljónir í bætur Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag Reykjavíkurborg til að greiða karl- manni 50 milljónir króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir í Laugardalslaug. Slysið átti sér stað hinn 13. apríl árið 2007. Stakk maðurinn sér til sunds frá grynnri enda laugarinnar í Laugardal, með þeim afleiðingum að hann rak höfuðið harkalega í botn laugarinnar og hlaut varanlegan skaða af. Mátu læknar varanlega ör- orku mannsins, sem var 22 ára þegar slysið varð, hundrað prósent. Héraðsdómur kvað upp dóm í málinu í október á síðasta ári en þá voru manninum dæmdar rúmar 33 milljónir króna í bætur. Var það mat héraðsdómara að hann hefði ekki sýnt næga varkárni þegar hann í umrætt sinn hljóp að sundlaugar- bakkanum og stakk sér til sunds. Í dómi Hæstaréttar var tekið undir það að maðurinn hefði ekki sýnt nægjanlega aðgát. Hins vegar var óvarkárni hans talin óveruleg. Í dómnum kemur enn fremur fram að merkingar um dýpi og um að dýfingar væru bannaðar hefðu ekki verið greinilegar og því ekki fullnægt gildandi reglum. Kemur fram að sér- staklega sé brýnt að merkingar séu skýrar og ótvíræðar þar sem mikill fjöldi fólks af ólíku þjóðerni sæki sundlaugina, en maðurinn sem slas- aðist er af pólsku bergi brotinn. Voru manninum því dæmdar fullar bætur vegna slyssins. Er dómurinn einstakur að því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem litið er framhjá eigin sök tjónþola vegna sérstakra aðstæðna og alvar- legra afleiðinga slyssins. einar@dv.is Laugardalslaug Manninum voru dæmdar 50 milljónir króna í bætur vegna slyssins. „Ævistarfið okkar farið til bankans“ Í vanda „Fólkið sem kom okkur í þessa krísu er að fá milljarða afskrifaða. Við erum að biðja um að fá sjö milljónir og því er neitað,“ segir Helga. MYND SIGTRYGGUR ARI orðin þreytt á ástandinu. „Það kemur að þeim punkti að maður bara nennir ekki meir. Bankinn er í raun bara með veð í fokheldu húsi. Ef ég myndi fara með þetta alla leið þá myndi ég gera húsið fokhelt aftur,“ segir Ívar, sem hefur fengið sig fullsaddan á vinnu- brögðum bankans. Handrukkarar heiðarlegri en bankarnir Helga og Ívar segjast alltaf hafa unnið mikið og ávallt passað upp á að borga skuldir sínar. „Það þurfa allir að passa upp á sitt og við höf- um alltaf staðið í skilum. En það eru bankarnir sem eru orsök í þessu hruni. Það jaðrar við landráð hvernig þeir höguðu sér en samt setja þeir sig á háan hest og ætla bara að ganga að fólki. Handrukkari er hreinni og beinni en bankakerfið á Íslandi. Þú veist þó allavega að hann ætlar að koma og berja þig en þú veist ekk- ert með bankann, hann bara blóð- mjólkar þig,“ segir Ívar. Bankinn vill meira „Við værum í raun í miklu betri mál- um ef við hefðum ekki borgað bank- anum því við vorum ekki með veð í gamla húsinu. Ég talaði við mann- eskju sem ég þekki og er í skilanefnd eins bankans. Hún sagði orðrétt við mig að mistökin sem við hefðum gert hafi verið þau gera upp við Lands- bankann því bankinn sér að ég get borgað og þá vill hann bara fá meira. Ef ég hefði ekki gert þetta upp væri ég skuldlaus í nýja húsinu því það voru engin veð í því en ég þurfti að taka veðin yfir á það þegar ég seldi gamla húsið. Ég mátti ekki setja veðin á íbúðina sem ég fékk upp í. En ég vildi vera heiðarlegur og stend miklu verr fyrir vikið,“ segir Ívar, sem er afar sár út í vinnubrögð bankans. Pabbavinavæðingin enn við lýði „Síðan heyrir maður sögur af því hverjir eru að fá afskrifað í bönkun- um. Það eru þeir sem eiga pabba sem þekkja einhvern. Pabbavina- væðingin er enn við lýði í þessu bankadæmi. En svo þorir enginn að segja neitt því það eru allir að semja við bankann og allir að tipla á tánum í kringum hann. Fólk er svo hrætt við að ef það segi eitthvað reið- ist bankinn,“ segir Ívar. Þau segjast bæði hafa sögur frá fyrstu hendi um svona dæmi. „Ég veit um konu sem var búin að fara nokkrum sinnum í bankann til að reyna að fá úrlausn sinna mála. Bankinn neitaði henni alltaf um hjálp eða að semja við hana. Hún ákveður því að taka pabba sinn með á fund bankastjóra því þeir þekktust. Þegar þau mæta á fundinn þá segir bankastjórinn: „Nú er þetta dóttir þín, þá kippum við þessu í lið- inn. Og hún fékk allt fellt niður. Það er ótrúlegt að þetta sé enn í gangi,“ segir Helga, sem harmar það að fólk sem reynir að fá lausn sinna mála mæti engum skilningi hjá bankan- um. „Fólkið sem kom okkur í þessa krísu er að fá milljarða afskrifaða. Við erum að biðja um að fá sjö milljónir og því er neitað. Það er engin sann- girni í þessu,“ segir Helga. Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laugard. 11-16. Vegghengt salerni með setu: 15.195 Cearastyle handlaug á vegg 55cm 4.900 ÚRVALIÐ í Flísa- & Baðmarkaðnum VITRA S50 handlaug 60 cm 8.900 BALI 006 handlaug á borð 16.900 49.900 MR CLEVER Handlaug 45 cm á borð með öllu; blöndunartækjum, botnventli, vatnslási og tengikrönum SUIT handlaug í borð 50 cm 15.900 FORM 500 salerni með setu og veggstút 22.900 VitrA Form 500 Vegghengt salerni með hæglokandi setu 33.480
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.