Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 14
14 föstudagur 11. júní 2010 fréttir Ólga er innan Framsóknarflokks- ins eftir niðurstöður sveitarstjórn- arkosninganna þar sem flokkurinn galt afhroð og þurrkaðist meðal ann- ars út í Reykjavík. Innan flokksfélag- anna er deilt á forystu flokksins fyrir að hafa haft sig lítið í frammi í kosn- ingabaráttunni og á Sigmund Dav- íð Gunnlaugsson, formann flokks- ins, fyrir að sýna flokksmönnum ekki nægilegan samstarfsvilja. Inn- an flokksins er rætt um að Sigmund- ur Davíð hafi ekki verið nægilega sýnilegur í aðdraganda kosninga og vegna mjög erfiðrar fjárhagsstöðu flokksins var aðeins rúmri einni milljón króna varið í auglýsingar í Reykjavík. Einar Skúlason, oddviti listans í Reykjavík, greindi frá því á dögun- um að fólk sem verið hefur í trún- aðarstörfum fyrir flokkinn hefði ekki einu sinni kosið flokkinn. Af samtöl- um við fólk í innsta hring í flokknum að dæma er um að ræða hóp manna í kringum Óskar Bergsson sem vann að trúnaðarstörfum innan flokksins en kaus engu að síður Sjálfstæðis- flokkinn, frekar en að kjósa listann undir forystu Einars Skúlasonar. Óskar vann gegn framboðinu Óskari Bergssyni var hafnað með mjög afgerandi hætti í prófkjöri Framsóknarflokksins síðasta haust vegna óánægju flokksmanna með hans mál og stjórnunarhætti hans, sem hafa þótt mjög umdeildir, með- al annars þegar hann skipaði Guð- laug G. Sverrisson, trúnaðarvin sinn, sem stjórnarformann Orku- veitunnar. Fleiri bandamenn Óskars komust til áhrifa í borgarstjórnar- flokknum eftir að hann tók við völd- um. Umræðan í kringum Óskar var alla tíð fremur neikvæð en steininn tók úr á síðasta ári þegar fólki fannst hann fara yfir strikið með valds- mannslegum tilburðum, eins og einn flokksmaður orðaði það. Óskar brást mjög illa við tapinu í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hann þáði ekki heiðurssæti á lista fram- boðsins en vann þess í stað kerfis- bundið gegn framboði flokksins í Reykjavík, með því meðal annars að neita að veita upplýsingar um það sem flokkurinn hafði gert í borginni á kjörtímabilinu. Vísaði Óskar þess í stað á aðstoðarmann borgarstjóra eða í fundargerðir. Trúnaðarmaður í flokknum segir að þetta viðmót Ósk- ars hafi gert það að verkum að Ein- ar átti mun erfiðara með að setja sig inn í mál í aðdraganda kosninganna en ella. Sárir út í Sigmund Flokksmenn eru einnig sárir yfir því að Sigmundur Davíð hafi ekki sýnt Einari Skúlasyni nægilega mikinn stuðning. Eftir sigur hans í prófkjör- inu stóðu einhverjir í flokknum í þeirri meiningu að Einar fengi álíka stuðning og Björn Ingi Hrafnsson, sem leiddi flokkinn í borginni árið 2006. Fjármuni og vilja hafi vantað til að styðja Einar. Sjálfur hafi Ein- ar reyndar valdið vonbrigðum með því að vera ekki nægilega afgerandi í kosningabaráttunni og vera með fremur óljós kosningaloforð. Sigmundur hafi virst vera á bandi Óskars Bergssonar ef marka megi ummæli hans eftir kosningarnar þar sem hann neitaði því alfarið að for- ysta flokksins bæri ábyrgð á hörmu- legu gengi flokksins í Reykjavík og varpaði þannig ábyrgðinni á forystu flokksins í Reykjavík. Með því að neita að taka ábyrgð og hjóla í Guð- mund Steingrímsson, eftir ummæli hans í Ríkissjónvarpinu, hafi for- maðurinn brugðist hlutverki sínu. Það séu ekki einstakir borgarfulltrú- ar sem móti almenningsálitið held- ur sé það forysta flokksins. Hún hafi staðið fast á sínum málum, ekki ver- ið tilbúin að miðla málum og hafi það haft sitt að segja um hörmulega útreið flokksins. Mjög skiptar skoð- anir eru hins vegar um Sigmund Davíð innan flokksins, því margir styðja formanninn einnig heilshug- ar. 117 milljóna mínus Framsóknarflokkurinn í Reykjavík varði miklu lægri upphæð í auglýs- ingar fyrir kosningarnar núna en til dæmis Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylkingin. Auglýsingakostnaður flokksins í Reykjavík mun hafa ver- ið um 1,2 milljónir króna. Ákveðið var að auglýsa á vefsíðum á borð við Facebook í stað þess að fara í rán- dýra baráttu með mörgum heilsíðu- auglýsingum í fjölmiðlum. Jafnvel þó að fjárhagur flokks- félaganna sé aðskilinn frá fjárhagi flokksins sjálfs, dylst engum að fjár- hagsstaða flokksins er mjög erfið. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2008 námu skuldir umfram eignir um 117 milljónum króna í lok þess árs. Fylgishrun flokksins hefur einn- ig áhrif á styrki frá hinu opinbera til hans sem gerir fjármögnun enn erf- iðari. Flokkurinn á þó eignir á borð við húsið við Hverfisgötu, en komi til sölu þeirra gæti verið hægt að grynnka á skuldunum. Fylkingar takast á Deilur innan Framsóknarflokks- ins má að einhverju leyti skýra sem deilur íhaldssamrar fylkingar, sem Óskar er jafnan sagður tilheyra, og frjálslyndari fylkingar Einars. Þing- menn á borð við Guðmund Stein- grímsson, Siv Friðleifsdóttur og Birki Jón Jónsson eru taldir tilheyra frjálslyndari armi flokksins. Hinn armurinn er það sem einn flokks- maður kallaði „hin harða Skaga- fjarðarklíka“ en henni tilheyra meðal annars Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi Sveinsson og Vigdís Hauksdóttir. Sá hluti flokksmanna sem vildi breytingar fylkti sér að baki Einari. Þessar deilur kristölluðust í samskiptum Sigmundar Davíðs og Guðmundar, þar sem formað- urinn sagði gagnrýni Guðmundar vera ósvífni. Ofan á það bætist að samskiptin á milli þingflokksins og borgarstjórnarflokksins hafa verið betri en þau eru nú um stundir. Í borgarstjórnarflokknum er krafa um að setjast niður með flokksforystunni til að hreinsa loftið og ræða hreinskilnislega um stöð- una, áframhald og stefnu flokks- ins. Það verði gert utan fjölmiðla, en slíkt fundarboð hefur ekki enn komið frá forystunni. Sigmund- ur Davíð hefur talað um mikilvægi þess að í stjórnmálum vinni flokkar saman, en innan flokksins er hann gagnrýndur fyrir að fylgja ekki þeirri stefnu sjálfur gagnvart flokksmönn- um. Verði ekki boðað til fundar á næstunni má hins vegar búast við því að lykilfólk í Framsóknarflokkn- um verði uggandi um framtíð sína innan flokksins. SKULDUM VAFINN FLOKKUR Í SÁRUM Framsóknarflokkurinn kemur út úr kosningunum með nær ekkert fylgi í Reykjavík. Á sama tíma glímir flokkurinn við mikinn skuldavanda. Óskar Bergsson vann gegn framboðinu og fólk í kringum hann er sagt hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Flokksmenn eru sárir út í Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrir að sýna Einari Skúlasyni lítinn stuðning og fyrir að sýna flokks- mönnum lítinn samstarfsvilja. valGEir örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Vísaði Óskar þess í stað á aðstoðarmann borgarstjóra eða í fundargerðir. afleit niðurstaða Framsóknarflokkurinn missti sinn eina mann í borgarstjórn í síðustu kosningum. Fyrrverandi oddviti listans vann gegn eigin flokki og framsóknarmenn eru ósáttir við að forystan vilji ekki taka á sig ábyrgð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.