Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 18
18 föstudagur 11. júní 2010 fréttir
Már Guðmundsson hagfræðingur
hafði búið í fimm ár í Basel í Sviss
þegar hann var skipaður seðlabanka-
stjóri haustið 2009. Hann missti því
af dramatískasta tímabili íslenskrar
samtímasögu – bólu, útrás og hruni
– sem endaði meðal annars með
gjaldþroti Seðlabankans. Már átti að
vera fyrstur í nýrri röð seðlabanka-
stjóra sem samkvæmt táknmynd
hins Nýja Íslands eiga að vera skip-
aðir á faglegum forsendum og ekki
vegna klíkuskapar og flokkadrátta.
Eftir brotthvarf Davíðs Oddsson-
ar úr Svörtuloftum, þegar efnahag-
ur Íslands var í kaldakolum, kallaði
almenningur eftir vel menntuðum
hagfræðingi í starfið. Fannst mörg-
um kjörið að Már tæki við starf-
inu úr hendi setts seðlabankastjóra,
Sveins Haralds Øygard.
Á síðustu misserum hafa þó nei-
kvæðir straumar loðað við ráðningu
Más Guðmundssonar. Deilt hefur
verið um launakjör hans, sem þykja
óhófleg í ljósi niðurskurðar og nýrra
áherslna í launamálum hins opin-
bera. Skrifuðu sumir að Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra hefði
samið við Má á bak við tjöldin og hún
ætti því að segja af sér.
En hver er þessi gamli meðlimur
hins róttæka trotskíistaflokks Fylk-
ingarinnar sem nú þykir einn fram-
bærilegasti hagfræðingur landsins?
Sósíalískt æskuheimili
Már Guðmundsson er fæddur árið
1954 og bjó frá 12 ára aldri að Klepps-
veginum í Reykjavík. Hann tók lands-
próf í Vogaskóla og fór svo í Mennta-
skólann við Tjörnina. Foreldrar hans
eru Margrét Tómasdóttir skrifstofu-
maður og Guðmundur Magnússon
verkfræðingur sem lést árið 1987.
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur
var eiginmaður Svövu, systur Más,
sem lést langt fyrir aldur fram árið
1987. „Við þrefuðum iðulega við
Guðmund. Við urðum mjög stæltir
af þeim umræðum, lærðum heilmik-
ið. Guðmundur hafði risið úr alþýðu-
stétt og brotist til mennta. Hann hafði
verið í Sósíalistaflokknum og Æsku-
lýðsfylkingunni á æskuárum. Á með-
an vorum við snaróðir byltingarsinn-
ar og trotskíistar. Þarna rákumst við
á þokkalega vel menntaðan mann
sem vissi gríðarlega mikið um sögu
og annað í þeim dúr og var ekki sam-
mála okkur um allt. Heimili þeirra á
Kleppsveginum var mikill æfinga-
völlur,“ rifjar Pétur Tyrfingsson upp.
Hinn landsþekkti jarðeðlisfræð-
ingur Magnús Tumi Guðmundsson
er yngri bróðir Más. Hann man vel
eftir umræðunum á Kleppsvegi.
„Það var heilmikið rætt á mínu
æskuheimili. Már, Pétur Tyrfings-
son og Svava heitin systir mín ræddu
sósíalísku fræðin fram og aftur. Ég
var það mikið yngri að ég var frekar
áhorfandi en þátttakandi.“
Drykkjufélagið Græna bokkan
Pétur er einn nánasti vinur Más en
þeir voru skólabræður í Menntaskól-
anum við Tjörnina og bandamenn í
Fylkingunni - baráttusamtökum sósí-
alista. „Við kynntumst fyrst þegar við
vorum saman í ritnefnd skólablaðs-
ins. Ritnefndarfundirnir voru mörg-
um sinnum í viku og þar var rætt um
pólitík langt fram á nótt og við mátt-
um varla vera að því að koma út blað-
inu,“ segir Pétur. „Á þessum árum var
mikil pólitík og mikið djamm. Við
stofnuðum drykkjufélagið Grænu
bokkuna og það var klíkan sem hitt-
ist fyrir skólaböll og slíkt. Meðlimir
Grænu bokkunnar voru, ásamt okk-
ur, ýmsir sem nú eru þjóðþekktir
menn, til dæmis Sigurður Valgeirs-
son [fjölmiðlafulltrúi Fjármálaeftir-
litsins] og Óskar Magnússon [útgef-
andi Morgunblaðsins],“ segir Pétur
og bætir við að Már sé örlátur mað-
ur. „Það var hægt að reykja upp úr
pakkanum hans endalaust, og hann
var búinn með sígaretturnar sínar
áður en hann vissi af. En hann hætti
reyndar sem betur fer snemma að
reykja. Og þú gast drukkið frá honum
vínið. Ef hann átti pening, þá eyddi
hann honum.“
Trotskíistinn Már
Már og Pétur gengu í Fylkinguna árið
1973. Í Fylkingunni mættist ungt fólk
sem vildi bæta heiminn og trúði á
kenningar Trotskís og hafnaði Sov-
étleiðinni. „Við vorum trotskíistar, á
móti maóistum og stalínistum,“ seg-
ir Pétur.
„Már var á æskuárum róttækur og
þjálfaðist mjög í ýmiss konar þrætu-
bókarlist og samræðutækni. Hann
gaukaði stundum að mér lesefni um
róttæk mál,“ segir Magnús Tumi.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son er af sömu kynslóð og Már. Þeir
voru hvor á sínum vængnum í stjórn-
málunum en Hannes var meðlimur í
Heimdalli. „Ég man vel eftir Má, þeg-
ar hann var í Fylkingunni og við átt-
um í kappræðum í framhaldsskólum
úti á landi, líklega veturinn 1977 til
1978. Hann var ekki besti ræðumað-
urinn, sem Fylkingin átti þá. Hann
beitti röddinni ekki rétt í ræðustól og
talaði dálítið yfir fólk í stað þess að
tala við það. Már naut sín betur í fárra
manna tali. En á kappræðufundun-
um í gamla daga var Már ósköp vin-
gjarnlegur og kurteis persónulega.
Það þarf ekki að spyrja að því, að
hann var þá hvínandi ofstækismað-
ur, þótt hann hækkaði síður róminn
en skoðanabræður hans. Fylking-
armenn voru um þær mundir trot-
skíistar. Þeir vildu blóðuga byltingu,
en voru ekki reiðubúnir til að verja
stjórnarfar Stalíns í Ráðstjórnarríkj-
unum. Þeir sögðu: „Við viljum ekki
stærri sneið af kökunni. Við viljum
allt helvítis bakaríið!“ segir Hannes
Hólmsteinn.
Fylkingin blómaskeið Más
Einar Már Guðmundsson rithöfund-
ur var meðlimur í Fylkingunni. „Már
var einn af leiðtogunum í Fylking-
unni. Á tíma Más breyttist Fylking-
in úr lausbeisluðum stjórnleysingja-
samtökum í agaðan flokk. Hann var
talsmaður aga og stefnu. Á þessum
árum var Már strax orðinn spreng-
lærður hagfræðingur af sjálfsdáðum.
Hann var mjög vel lesinn, rökfastur
og ótrúlega fljótur að átta sig á hlut-
unum. Eins og ég horfi á málin var
á þessum árum ákveðið blómaskeið
í hausnum á Má. Honum hefur nú
ekkert hrakað síðan, en hann beit-
ir hagfræðinni allt öðruvísi, hugsar
hana eins og embættismaður,“ segir
Einar Már.
Hafði lítið fyrir náminu
Már lærði til BA-prófs í Essex á Eng-
landi og hlaut meistaragráðu frá
Cambridge-háskóla í hagfræði árið
1980. Pétur Tyrfingsson segir að Már
sé vel gefinn maður. „Már fékk fljótt
áhuga á vísindunum, og hagfræðiá-
huginn kom mjög snemma. Það var
mjög ljóst á meðan hann var ennþá
í menntaskóla að hann færi í hag-
fræði. Hann þurfti lítið að hafa fyr-
ir því að læra og hann fékk yfirleitt
prýðiseinkunnir. Hann lokaði sig af
rétt fyrir próf og virtist geta einbeitt
sér hundrað prósent á meðan. Hann
hefur komist þangað sem hann hefur
ætlað sér, þessi maður,“ segir Pétur.
Magnús Tumi á góðar minning-
ar frá námsárunum. „Már er kátur í
gleðskap og það er mikið fjör í kring-
um hann. Þegar við vorum báðir í
framhaldsnámi í Bretlandi bjó ég í
London og hann í Cambridge og það
voru haldin mjög skemmtileg partí
þegar hann kom í heimsókn.“
Sagði risaeðlunum
fyrir verkum
Við heimkomuna frá Bretlandi fékk
Már starf hjá Seðlabanka Íslands,
þar sem hann hefur starfað með hlé-
um síðan. „Már fór að vinna í Seðla-
bankanum á meðan hann var enn í
Fylkingunni. Síðan flosnaði upp úr
hreyfingunni. Ástæðan var að þetta
var hreyfing menntafólks og það var
lítil verkalýðshreyfing sem fylgdi. Það
lýsir Má vel að þrátt fyrir að hann hafi
verið í Fylkingunni og verið þessi
byltingarmaður, þá byrjuðu menn að
leita ráða til hans úr pólitíska vinstri-
vængnum á Alþingi. Menn komust
fljótlega að því að sama hver pólitísk
afstaða hans var þá þetta alveg helvíti
klár maður,“ segir Pétur Tyrfingsson.
Árið 1988 var Már ráðinn sem
efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars
Grímssonar, sem þá var fjármálaráð-
herra. Að sögn kunnugra vakti hann
mikla eftirtekt og þótti sýna mikla
hæfileika. Sérstaklega þótti hann
sýna klærnar í samskiptum ráðu-
neytisins við Seðlabankann, sem
þá var að mörgum fannst yfirlætis-
full stofnun og ósamstarfsfús. Pétur
Tyrfingsson segir að fyrsti fundur-
inn sem Ólafur Ragnar og Már héldu
með Seðlabankanum hafi verið at-
hyglisverður. „Venjan var sú að Jó-
hannes Nordal seðlabankastjóri og
félagar sátu þarna og töluðu niður til
pólitíkusanna, því þeir áttu ekki að
vita neitt. En núna allt í einu á þess-
um fundi var einhver strákur mætt-
ur með fjármálaráðherranum sem
sagði gömlu mönnunum fyrir verk-
um, vísaði þeim til sætis eins og sá
sem valdið hafði. Þarna var Már að
passa upp á að fjármálaráðherrann
yrði ekki ósjálfstæður og yrði ekki
undir í glímu við seðlabankastjór-
ana,“ segir Pétur.
Mikill fræðimaður
Árið 1994 var Már Guðmundsson
skipaður aðalhagfræðingur Seðla-
bankans og starfaði sem slíkur til
ársins 2004 þegar hann var ráðinn
til Alþjóðagreiðslubankans í Basel í
Sviss. Birgir Ísleifur Gunnarsson var
þá seðlabankastjóri og yfirmaður
Más. „Mér þótti hann góður og þægi-
legur í samstarfi. Við söknuðum hans
þegar hann fór til Sviss en skildum
vel að hann vildi fara, þar sem hann
fékk starf hjá virtri alþjóðastofnun.
Ég gaf honum mín bestu meðmæli
og sendi til forráðamanna Alþjóða-
greiðslubankans. Már er skemmti-
legur maður. Hann er svolítill besser-
wisser, eins og sagt er. En Már er mjög
duglegur og vinnusamur. Hann er
góður hagfræðingur og mikill fræði-
maður, hefur skrifað ágætar fræði-
ritgerðir um peningapólitík og skyld
efni,“ segir Birgir Ísleifur. Hann seg-
ist ekki hafa þurft að kljást við Má að
neinu ráði, þó að þeir kæmu hvor af
sínum stjórnmálavængnum. „Það er
nú merkilegt með marga þessa hag-
fræðinga af vinstri vængnum að þeir
eru mjög miklir markaðshyggju-
menn. Og það er Már líka. Þannig
að það varð ekki mikill ágreiningur á
milli okkar um stefnu í peningamál-
um eða þess háttar, og hafi það verið,
þá leystist það yfirleitt,“ segir seðla-
bankastjórinn fyrrverandi.
Fljótur að hugsa
Hannes Hólmsteinn sat í bankaráði
Seðlabankans á þessum árum og
starfaði náið með Má. „Ég hef ekkert
nema gott um þau samskipti að segja.
Már er auðvitað drjúgur með sig, satt
að segja rígmontinn, en hann er vel
gefinn og vel að sér. Skoðanir okk-
ar fóru mjög oft saman. Hann skilur
vel eðli peningamála. Þess má raun-
ar geta, að Már skrifaði lokaritgerð
sína í Cambridge-háskóla um meðal
annars túlkanir Keynes og Hayeks á
heimskreppunni, svo að hann veit að-
eins meira um austurríska skólann í
hagfræði en gengur og gerist um sósí-
alista. Þegar Már var aðalhagfræðing-
ur Seðlabankans og sat á bankaráðs-
fundum, má hann eiga að hann var
fljótur að hugsa og snöggur að skilja
aðalatriði frá aukaatriðum,“ segir
Hannes.
Már Guðmundsson fluttist heim frá Basel í Sviss til að gerast seðlabankastjóri. Margir
fögnuðu því að loksins væri hagfræðingur í brúnni. En undanfarið hafa launamál
hans verið vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina og hann hefur verið sakaður um græðgi.
DV ræddi við fjölskyldu, vini, samstarfsmenn og gamla andstæðinga hagfræðingsins
sem endur fyrir löngu var leiðtogi trotskíistahreyfingarinnar Fylkingarinnar.
SóSíaliStinn í Seðlabankanum
HelGi HraFn GuðMunDSSon
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Már er auðvitað drjúgur með sig,
satt að segja rígmont-
inn, en hann er vel gef-
inn og vel að sér.
Blómaskeið Más „Eins og ég horfi á
málin var á Fylkingarárunum ákveðið
blómaskeið í hausnum á Má. Honum
hefur nú ekkert hrakað síðan, en hann
beitir hagfræðinni allt öðruvísi, hugsar
hana eins og embættismaður,“ segir
Einar Már Guðmundsson rithöfundur.
MYnD Karl PeTerSSon
ljúflingur „Menn horfa á Má í sjónvarpinu og halda
að þetta sé einhver sperrtur embættismaður, sem
hann auðvitað er, en á bakvið hann er afskaplega mikill
ljúflingur,“ segir Pétur Tyrfingsson. MYnD Karl PeTerSSon