Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 20
20 föstudagur 11. júní 2010 fréttir Verkamannaflokkurinn hefur stað- fest nöfn þeirra sem bjóða sig fram til formanns flokksins. Andy Burn- ham, Ed Balls, bræðurnir David og Ed Miliband og Diane Abbot hafa öll náð þrjátíu og þriggja stuðnings- manna lágmarki til að fá að taka þátt í kosningunum. Diane Abbot er eina konan í hópi frambjóðenda. Ef Abbot nær kjöri verður hún þrjiðja konan til að leiða flokkinn. Flokksmenn Verkamannaflokks- ins höfðu til hálf eitt á miðvikudag til að skila inn stuðningsmanna- yfirlýsingum. John McDonnell hafði lýst því yfir að hann hygði á framboð en dró það til baka á miðvikudags- morgun. Sagði McDonnell að hann drægi framboð sitt til baka í von um að það gæti tryggt konu sæti á kjör- seðlinum. David Miliband lýsti í kjölfarið yfir á Twitter-síðu sinni að fyrst McDonnell hefði dregið sig til baka hygðist hann setja nafn sitt á stuðn- ingsmannalista Diane Abbot, mót- frambjóðanda síns. Einnig hvatti hann aðra til að gera slíkt hið sama. Í tilkynningu á vefsíðu Verkamanna- flokksins segir: „Næstu mánuði munu milljónir manna sem láta sig fram farir Bretlands varða hafa tæki- færi á að hlusta og spyrja frambjóð- endurna á frambjóðendafundum um allt land.“ Gordon Brown, fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins og fyrrver- andi forsætisráðherra Breta, sagði af sér formennsku í flokknum eftir þingkosningarnar þar ytra í maí. Verkamannaflokkurinn á erfitt verk fyrir höndum, en flokkurinn galt af- hroð í fyrrnefndum kosningum. adalsteinn@dv.is Fimm bjóða sig fram til formanns Verkamannaflokksins: aðeins ein kona í framboði Óþekktur fulltrúi Alvin Greene náði óvænt kjöri sem fulltrúi Demókrataflokksins til öld- ungadeildarþings Bandaríkjanna. Greene verður fulltrúi Demókrata í Suður-Karólínu. Flestir íbúar ríkis- ins virðast þó spyrja sig hver hann sé. Greene er 32 ára fyrrverandi hermaður, en er atvinnulaus í dag. Greene segir að allur kostnaður sem hlaust af framboðinu hafi verið greiddur úr eigin vasa. For- svarsmenn Demókrataflokksins í Suður-Karólínu segja að hugsan- legt sé að kjósendur sem ekki hafi þekkt frambjóðandann hafi kosið eftir stafrófsröð. Mótframbjóðandi Greenes í forvalinu var fyrrverandi dómarinn Vic Rawl. Greene segir í samtali við Mother Jones vefmið- ilinn: „Ég er ekki að hugsa um hvernig ég var kosinn – það tilheyr- ir sögunni. Ég er fulltrúi Demókrata – við þurfum að tala um hvernig við eigum að fá Ameríku til að vinna.“ Festist í steypu- hrærivél Kínverskur byggingaverktaki slapp á ótrúlegan hátt eftir að hafa dottið ofan í steypuhrærivél. Hinn tvítugi Xu var að hella steypu ofan í hrærivélina þegar steypupokinn festist í spaða í vélinni og dró hann ofan í vélina. Til allrar lukku heyrði vinnufélagi hans öskrin í hon- um og náði að slökkva á vélinni áður en illa fór. Þegar vélin hafði verið stöðv- uð var Xu hins vegar fastur í henni og þurfti aðstoð slökkviliðsmanna til að ná honum upp úr vélinni. Bannað að upp- færa Twitter Fyrrverandi ríkis- stjóra Illinois- ríkis í Banda- ríkjunum, Rod Blagojevich, hefur verið bannað að uppfæra Twitter- síðu sína úr dómssal á meðan rétt- að er yfir honum vegna spillingar. Ríkis stjórinn fyrrverandi verður því að sitja kyrr og hlusta. Fylgjendur Blagojevich þurfa þar af leiðandi einnig að sætta sig við að hafa ekki aðgang að beinni lýsingu hans af réttarhaldinu. Blago jevich er ákærð- ur fyrir spillingu, en lögmaður hans segir hann hafa ekki tekið við svo miklu sem dollara frá óprúttnum aðilum. Vandinn sé að hann hafi treyst röngu fólki. Aukin ánægja með flugfélög Ánægja viðskiptavina flugfélaga hefur vaxið, í fyrsta skipti í þrjú ár. Þetta kemur fram í nýlegum könn- unum JD Power and Associates. Heilt á litið hefur ánægja viðskipta- vina flugfélaga í Norður-Ameríku risið um 15 punka, á þúsund punkta skala, segir í frétt Chicago Tribune. Tíu af tólf flugfélögum í Bandaríkj- unum hafa hækkað á skalanum. Alaska- og Continental-flugfélög- in voru með hæstu einkunn í rann- sókninni. United Airlines og Ameri- can Airlines voru þó hástökkvararnir en flugfélögin tvö hoppuðu upp um í kringum 25 stig. Þrátt fyrir hækkun- ina á ánægjuskalanum hefur ekkert flugfélag náð vinsældum ársins 2006, en þá var fyrsta könnun JD Power og Associates gerð. Gordon Brown Flokk- urinn leitar nú að arftaka Gordon Brown, sem sagði af sér formennsku eftir að flokkurinn goldið afhroð í þingkosningum í maí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiddi á miðvikudag atkvæði um hvort herða ætti aðgerðir gegn Íran til muna. Ályktunin var samþykkt með tólf atkvæða meirihluta. Ályktunin hefur verið rædd undan farna daga og sagði utanríkis ráðherra Banda- ríkjanna, Hillary Clinton, fyrir at- kvæðagreiðsluna að ályktunin legði til „þau ströngustu viðurlög sem Íran hefur staðið frammi fyrir“. Þetta er í fjórða sinn sem Öryggis ráðið sam- þykkir þvinganir gegn Íran, og hafa þvinganirnar aldrei verið samþykkt- ar með jafn litlum meirihluta. Mohammad Khazaee, fulltrúi Írans á þingi Sameinuðu þjóðanna, segir að ef til frekari þvingana af hálfu Öryggisráðsins komi muni írönsk stjórnvöld bregðast við með því sem þau teldu viðeigandi hætti. Khazaee segir að augljóst sé að löndin í Öryggisráðinu skilji ekkert nema beinar aðgerðir. Vildu enn harðari aðgerðir Í ályktuninni er lagt til að viðskipta- bann á Íran verði hert, auk þess að banna fjárfestingar Írans erlendis og frystingu erlendra eigna landsins. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur hins vegar sagt að ef til frekari þvingana komi muni það lík- lega valda því að írönsk stjórnvöld hætti viðræðum um kjarnorkueign landsins. Viðræður þess efnis hafa átt sér stað undanfarið. Fulltrúar Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands hafa sagt að þeir hefðu viljað sjá enn harðari að- gerðir. Fulltrúar Rússlands og Kína hafi hins vegar náð því fram að að- gerðirnar yrðu mildari en upphaf- lega til stóð. Margþættar aðgerðir Í ályktuninni er lagt til ferðabann eins einstaklings. Sá einstaklingur, Javad Rahiqi, er yfirmaður í írönsku kjarnorkuveri. Fjörutíu og einu fyrirtæki er líka bannað að „ferðast“ í þeim skilningi að fyrirtækin megi ekki hefja starf- semi utan Írans. Öll þessi fyrirtæki eru skilgreind sem líkleg til að styðja við fjölgun og dreifingu kjarnavopna á vegum íranskra stjórnvalda. Tveir bankar eru meðal þeirra fyrirtækja. Ályktunin leggur til heimildir til að frysta eignir íranskra banka sem starfa utan Írans, ef grunur kviknar um að þeir styðji á einhvern hátt kjarnavopnaframleiðslu íranskra stjórnvalda. Þrjátíu og fimm Íranar búa nú þegar við skert ferðafrelsi. Er lagt til í ályktuninni að þeir verði settir í al- gert ferðabann. Fækka kjarnavopnum Aðgerðirnar eiga að vera liður í að- gerðum Öryggisráðsins til að þrýsta á stjórnvöld í Teheran að stöðva framleiðslu kjarnavopna og eyða þeim sem fyrir eru í landinu. Írönsk stjórnvöld hafa staðfastlega neitað því að þau búi yfir kjarnavopnum. Telur Öryggisráðið það ógna heims- friði að írönsk stjórnvöld búi yfir slíkum vopnum. Fimm lönd eiga fast sæti í Öryggis ráði Sameinuðu Þjóðanna og hafa öll þeirra kjarnavopn til yfir ráða. Það eru Kína, Rússland, Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Í ljósi ummæla Ahmadinejads, forseta Írans, gætu þó aðgerðirnar sem lagðar eru til í ályktuninni haft þveröfug áhrif og ýtt undir ófrið. ÓTTAST KJARNORKUSTEFNU ÍRANS Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti á miðvikudag hertar þvinganir gegn Íran. Þvingununum er ætlað að koma írönskum stjórnvöld til að hætta auðg- un úrans. Íranskir fulltrúar hafa sagt að stjórnvöld muni bregðast hart við frekari aðgerðum gegn landinu. Forseti Írans segir viðræðum um kjarnorkustefnu landsins sjálfhætt ef til frekari þvingana komi. aðalsteinn kjartansson blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Mahmoud ahmadinejad Forseti Írans segir viðræðum um fækkun kjarnavopna sjálfhætt ef til frekari þvingana komi. Öryggisráðið Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hyggst herða til muna þvinganir gegn Íran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.