Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 21
fréttir 11. júní 2010 föstudagur 21
Kveikt var í fimmtíu bílum sem
fluttu vistir og gögn fyrir hermenn
vestrænna ríkja í Afganistan á mið-
vikudag. Árásin var gerð þegar bíla-
lestin staðnæmdist í Pakistan. Talið
er að tíu hafi látið lífið. Grunur leik-
ur á að Talibanar hafi kveikt í bíl-
unum. Bílarnir voru allir á vegum
NATO. Aldrei áður hefur sambæri-
leg árás verið gerð á bíla á vegum
NATO. Einungis hafa slíkar árásir
verið gerðar á hergagnaflutninga á
vegum Bandaríkjahers.
Í það minnsta tíu menn, vopn-
aðir byssum, komu akandi á mót-
orhjólum og litlum pallbílum að
bílalestinni þar sem hún hafði stað-
næmst. Bílstjórar bílanna voru all-
ir drepnir, auk starfsmanna sem
tóku þátt í flutningunum. Árásar-
mennirnir komust allir undan og
skildu bílana fimmtíu eftir í ljós-
um logum. Bílarnir fluttu eldsneyti,
mat og aðrar birgðir til Afganistan.
Ekki er venjan að slíkir bílar flytji
vopn. Leiðin sem bílalestin ók er
mjög mikilvægur hlekkur í að flytja
vistir til hermanna í Afganistan.
Um sjötíu og fimm prósent af vist-
um Bandaríkjahers fara til dæmis
um þessa leið. Talat Masood, fyrr-
um yfirmaður í bandaríska her-
num, segir það koma sér á óvart að
svo margir árásarmenn hafi getað
gert árás svo nálægt Islamabad og
komist undan. „Það sýnir að það
eru alvarlegir öryggisgallar.“ Árásin
undirstrikar vaxandi spennu í Pak-
istan, þar sem Talibanar hafa kom-
ið af stað bylgju af árásum á erlend-
ar hersveitir.
adalsteinn@dv.is
Kveikt var í fimmtíu bílum sem fluttu vistir fyrir hermenn:
Íkveikja kostaði tíu mannslíf
Skatturinn fær
ekki neitt
Dauði milljarðamæringsins Dan
Duncan gæti ekki hafa komið á verri
tíma fyrir skattstofuna í Bandaríkj-
unum. Þannig vill til að í ár er eins
árs undanþága frá erfðaskatti í gildi í
landinu. Erfingjar milljarðamærings-
ins munu þar af leiðandi erfa allan
auðinn sem Duncan skilur eftir sig,
og skatturinn fær ekki neitt. Dánar-
búið er metið á níu milljarða Banda-
ríkjadala. Það gerir um það bil ellefu
hundruð milljarða íslenskra króna.
Tvö ár í símaklefa
Kínverskur maður hefur búið í síma-
klefa undanfarin tvö ár. Maðurinn,
sem neitar að segja til nafns, býr í
símaklefa í borginni Dalian í Lia-
oning-héraði í Kína. Hann sefur á
daginn, en kemur út á næturna til að
betla mat, segir í frétt Badao Morn-
ing Post. Maðurinn sefur einungis
á kodda og hefur gert tilraunir til að
gera símaklefann heimilislegri. Við
hlið hans er snyrtilega raðaður turn
af matarílátum og vatnsflöskum,
og hanga fötin hans snyrtilega úr
loftinu. „Okkur langar að finna fjöl-
skylduna hans og senda hann heim.
En hann talar ekki við neinn. Það
er erfitt fyrir okkur að vita hvernig
við getum hjálpað honum,“ segir
borgar starfsmaður.
Nei við Móður
Teresu
Eigendur Empire State-byggingar-
innar í New York sögðu já við Mar-
iuh Carey, hundasýningum, krabba-
meinsgóðgerðarsjóðum og meira að
segja 60 ára afmæli Kína. Hins vegar
segja þeir nei við Móður Teresu.
Óskað var eftir því að byggingin yrði
flóðlýst í tilefni af afmæli Móðir Ter-
esu 26. ágúst. Beiðninni var hafnað
án skýringa. Tveir borgarfulltrúar
í New York hafa opinberlega hvatt
til þess að eigendur byggingarinnar
endurskoði ákvörðun sína. Móðir
Teresa var handhafi Friðarverðlauna
Nóbels.
Engar bætur
Forsvarsmenn kínversku verksmiðj-
unnar Foxconn hafa tilkynnt að
fyrirtækið hyggist hætta að greiða
skaðabætur vegna sjálfsmorða.
Mikið hefur verið um sjálfsmorð
meðal starfsmanna í fyrirtækinu
undan farið. Hefur fyrirtækið greitt
aðstandendum þeirra sem fremja
sjálfsmorð sem nemur tíu árslaun-
um almennra starfsmanna í verk-
smiðjunni. Það samsvarar tæplega
tveimur milljónum króna á hvern.
Íkveikja Kveikt var í
fimmtíu bílum á vegum
NATO sem keyrðu með
vistir og gögn í gegnum
Pakistan á leið sinni til
Afganistan.
ÓTTAST KJARNORKUSTEFNU ÍRANS
Öryggisráðið krefst þess einnig
að eftirlitsmenn Alþjóða kjarn-
orkumálastofnunarinnar fái að-
gang að landinu. Eftirlitsmönnun-
um er ætlað að sjá til þess að írönsk
stjórnvöld standi við samþykktir
Sameinuðu þjóðanna um kjarna-
vopn.
Þarf níu atkvæði
Ekkert af stóru löndunum fimm
sem hafa neitunarvald í Öryggis-
ráðinu, hafnaði ályktuninni. Eins
og áður segir var ályktunin sam-
þykkt með tólf atkvæða meirihluta
en öryggis ráðið samanstendur af
fimmtán þjóðum. Þurfti því aðeins
níu atkvæði til að ályktunin yrði
samþykkt.
Fulltrúar Tyrklands og Brasilíu
fengu til lestrar brot úr skýrslu
kjarnorkueftirlitsmanna frá Sam-
einuðu þjóðunum frá því í októb-
er. Þar var því lýst að stjórnvöld í
Teheran hygðust losa sig við tólf
hundruð kíló af auðguðu úrani.
Fulltrúar landanna tveggja sögðust
styðja þær fyrirætlanir og því myndu
þeir ekki taka þátt í undirbúningi
ályktunarinnar. Fulltrúar ríkjanna
greiddu svo atkvæði gegn ályktun-
inni. Fulltrúi Líbanons sat hjá.
Írönsk stjórnvöld segjast ennþá
vera tilbúin að standa við þær fyrir-
ætlanir, og að þar með verði deilan
um kjarnorkueign Írana afgreidd.
Fulltrúar stóru ríkjanna fimm voru
ekki tilbúnir að samþykkja þær mála-
lyktir. Segja fulltrúarnir Íran hafa í
það minnsta auðgað tvöfalt meira
úran en til var í landinu í október.
Þau ströngustu viðurlög sem Íran
hefur staðið frammi fyrir