Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Side 22
Bæjarstjóri og varaformaður n Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins verður haldinn 25. og 26. júní. Ólöf Norðdal alþingismaður er eini frambjóðandinn til varaformann- sembættisins sem losnaði þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hrökklaðist úr stóli. Nýtt nafn heyrist nú æ oftar nefnt í tengslum við varaformannsembættið. Það er nafn Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjar- stjóra í Hveragerði. Enginn frambjóð- andi vann stærri sigur en Aldís með 64,4 prósentum atkvæða í Hveragerði og bætti flokkurinn við sig bæjarfull- trúa í nýafstöðnum kosningum. stórtap Bjargar formanni n Sjálfstæðismenn eru margir hverjir hugsi vegna árangurs Besta flokks- ins í Reykjavík og L-listans á Akur- eyri. Ljóst er að mikil stemning er fyrir því meðal almennings að skipta um og fá nýtt fólk í forystu. Bjarni Benedikts- son gæti verið valtur ef einhver þyrði að bjóða sig fram gegn honum. Það bjargar Bjarna að vísu að hann hefur fram að þessu lifað af þrátt fyrir þátttöku hans í út- rásarbraski með Wernersbræðrum. Helst var talið að Kristján Þór Júlíus- son þingmaður gæti orðið honum skeinuhættur. Stórtap á Akureyri hefur aftur á móti veikt stöðu hans. óskhyggja vinstrimanna n Guðmundur Ólafsson hagfræðing- ur nefndi það á Rás 2 að hann teldi öruggt að Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, væri að undirbúa formannsfram- boð í Sjálfstæðis- flokknum. Þessu til stuðnings nefndi hann að Páll Vilhjálms- son, bloggari og deildarstjóri Rannís, hefði hraunað yfir Bjarna Benediktsson á bloggi sínu. Þetta taldi Guðmundur vera að undirlagi Davíðs. Meðal sjálfstæðismanna er kenningin talin fráleit og að í henni felist óskhyggja vinstrimanna um að Davíð komi til baka og rústi Sjálf- stæðisflokkinn eins og Seðlabankann og Morgunblaðið. sagði nei takk nEins og greint var frá í Sandkorn- um DV höfðu stjórnendur Stöðvar 2 mikinn áhuga á því að fá Þórhall Gunnarsson, fyrrverandi dagskrár- stjóra RÚV, til liðs við sig. Þar kom til greina að hann yrði eins konar forstöðumaður fréttasviðs. Ráðning Þórhalls þótti sérlega heillavænleg í ímyndarlegum skilningi. En nú mun draumurinn vera úti. Þórhallur er sagður hafa afþakkað. Ástæðan mun vera aðaleigandinn, Jón Ásgeir Jó- hannesson. Þetta er í annað skiptið sem Þórhallur hafnar Jóni Ásgeiri, sem á sínum tíma bauð honum 200 milljónir fyrir að færa sig. Eftir að útrásarvíkingarnir hrökkluðust flestir úr landi hefur eftirspurn aukist eftir þotuliði innanlands. Opinber fyrirtæki hafa lagt sig í framkróka um að efla hag starfsmanna sinna og gera þeim kleift að vera í samfélaginu með reisn. Lög Jóhönnu Sigurðardóttur í þá veru að enginn megi hafa hærri laun en forsætis- ráðherra hafa kallað á hjáleiðir þar sem laun mikilvægra starfs- manna eru annars vegar. Allt hófst þetta daginn sem launaþakið var samþykkt. Sama ráðuneyti og samdi lögin lenti í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að finna leið til að borga nýjum seðlabankastjóra þau laun sem hann setti upp. Auðvitað var það þannig að staðan var auglýst, sem út af fyrir sig er framför hjá Jóhönnu, en það var jafn borðleggjandi að ekki stóð til að ráða einhvern skussa til starfans. Því var ákvörðun um að ráða Má fyrir liggjandi áður en nauðsynleg auglýsing birtist. Og það er þannig þegar fólki er boðin vinna að það þarf einnig að bjóða því ásættan leg laun. Það varð því úr að forsætisráðuneytið fór á bak við forsætisráðherrann og bjó til hjáleið. Már fékk sérstaka greiðslu fyrir að vakna á morgnana. Síðan fékk hann borgað fyrir að mæta í vinnuna. Loks fékk hann borgað fyrir að fara heim á kvöldin. Þetta var allt fyrir utan föstu launin sem vissulega voru lægri en laun for- sætisráðherrans. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur er svipaður háttur hafður á varðandi laun. Veitan sér um að koma sínu fólki til og frá vinnu en fæstir eru á hærri grunn- launum en forsætisráðherra. Orkuveit- an er illa stödd fjárhagslega og því nauð- synlegt að spara þar til hægt er að hækka reikninga á almenning. Þess vegna er farin sú leið að kaupa notaða bíla fyrir millistjórnendur. Fjármálastjórinn þarf að sætta sig við bifreið sem kostar aðeins átta milljónir króna. Svona Benz fyrir blanka. Aðrir yfirmenn Okurveitunnar fá síðan bifreiðir á verðbilinu 20 millj- ónir og niður í fimm. Þetta er ákaflega virðingarvert í kreppunni. Opinbert fyrirtæki axlar ábyrgð og rifar seglin. Svarthöfða hlýnar svo um hjartarætur að hitareikningur hans mun snarlækka um næstu mánaðamót. Benz fyrir Blanka „Það er sama hvað verður reynt, þá verðum við ekki stöðvaðir.“ n Einar Ingi Marteinsson, Forseti mótor- hjólasamtakanna MC Iceland, sem eru á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í Hells Angels. Hann segir ekkert stöðva það að samtökin verði innlimuð í Hells Angels. - DV „Draumur okkar beggja að rætast.“ n Baldvin Vigfússon kærasti Völu Grand en Vala gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð á Landspítalanum í Fossvogi á sunnudag. - DV „Þetta er uppáhalds orðrómurinn minn.“ n Gaukur Úlfarsson, fjölmiðlafulltrúi Besta flokksins. Þrálátur orðrómur hefur verið á sveimi um að tónlistarstjarnan Björk Guðmundsdóttir hafi styrkt framboðið um allt að 30 milljónir. Gaukur segir ekkert til í því. - DV „Þessir einstaklingar hafa ekkert fengið neina syndaaflausn.“ n Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum tengdum bankahruninu, sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að hefja sakarannsókn á þætti þriggja fyrrverandi seðlabankastjóra í hruninu. - DV „Þetta er pólitísk hýðing.“ n Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, láti athugasemdir Jóns Bjarnasonar varðandi væntanlegt frumvarp um sameiningu ráðuneyta sig ekkert varða. - visir.is Lygi bankanna lifir Bankarnir eru aftur komnir á fullt. Þeir græddu 51 milljarð króna á síðasta ári. Og fjölmiðlar fyllast af auglýsingum um að þeir hugsi fyrst og fremst um þinn hag og lausnir handa þér. Enginn efast um ábyrgð bankanna á því hvernig komið er fyrir almenningi á Íslandi. Engu að síður axla þeir ekki þessa ábyrgð, þótt þeir geti það. Þeir leiðrétta ekki sligandi skuldir sem þeir bera ábyrgð á að hafa hækk- að. Siðleysi bankanna, þrátt fyrir fallegar aug- lýsingar, byggist á eðli þeirra og misskilningi okkar. Við gerum ráð fyrir því að bankarnir hafi siðlega vídd, en þeir hafa hana ekki. Bankar eru óháðir siðferði, nema upp að því marki að ef almenningsálitið versnar er hætt við því að færri skipti við þá og þeir tapi peningum. Hins vegar hafa „viðskipta- vinirnir“, sem bankarnir traðka mest á, litla möguleika á því að nýta valfrelsi sitt og hafna bankanum, líkt og öðrum þjónustu- fyrirtækjum. Lánin hafa hækkað svo mikið að margir geta ekki flutt sig um banka – nema mögulega gegn því að vextir lánanna verði stórhækkaðir. Margir geta ekki hafnað bankanum og látið leggja launin sín inn á annan banka – því skilmálar húsnæðislána voru þeir að nýta yrði visst marga þjónustu- þætti hjá sama banka, annars snarhækkuðu vextirnir. Bankarnir eru handan markaðslögmála, því viðskiptavinir þeirra hafa verið sviptir valfrelsinu. Viðskiptavinirnir eru þrælar þeirra. Bankarnir hafa kverkatak á fólkinu sem þeir sjálfir felldu. Einn viðskiptavinur bankanna lýsir því í samtali við helgarblað DV hvernig honum varð við þegar Lands- bankinn hirti ævistarfið af honum og fjöl- skyldu hans: „Handrukkari er hreinni og beinni en bankakerfið á Íslandi. Þú veist þó allavega að hann ætlar að koma og berja þig en þú veist ekkert með bankann, hann bara blóðmjólkar þig.“ Líkt og meðvituð blóðsuga hugsar bank- inn ekki hvort fólk eigi að borga, heldur hversu mikið það geti borgað án þess að það örmagnist og borgi ekki meir. Þetta virðist reyndar samrýmast stefnu ríkisstjórnar- innar hugmyndafræðilega; þeir borgi sem geti, hvort sem þeir eigi að gera það eða ekki. Ólíkt bönkunum reynir ríkisstjórnin hins vegar að færa fé frá þeim sem geta borgað til þeirra sem þurfa á því að halda til að lifa af. Enginn ætti að búast við siðlegri breytni af bankanum. Hann mun í besta falli leika eftir siðlega breytni í tilraun sinni til að græða meira á þér. Hann mun alltaf segja það sem hann heldur að þú viljir að hann segi, svo þú gerir það sem hann hagnast mest á. Ef reglurnar eru svo rúmar að hann megi halda kverkataki á þér og nærast á þér mun hann gera það, en með bros á vör og klappa þér á kinnina. Og það mun koma þér á óvart, því hann hefur eytt miklum fjármunum í að telja þér trú um að hann sé mannlegur og að hann hafi þína hagsmuni að leiðarljósi. Banki er hvorki mannleg né siðleg vera. Það eru hins vegar Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar í ríkisstjórninni. Þau hafa tækifæri til að breyta reglunum og banna að bankar eignist fólk. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Bankarnir eru handan markaðslögmála, því viðskiptavinir þeirra hafa verið sviptir valfrelsinu. 22 föstudagur 11. júní 2010 umræða sandkorn LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi Örn emilsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.Is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. leiðari svarthöfði bókstaflega Glötuð tækifæri Svona ykkur að segja, kæru lesend- ur, þá er ég að verða frekar leiður á því að verja störf ríkisstjórnar Jó- hönnu og Steingríms J. og þá einkan- lega vegna þess að þau eru svo mörg óunnin handtökin hjá þeim skötuhjú- um. Mér er eiginlega farið að gremjast eitt og annað í þeim seinagangi sem þau hjúin hampa nánast undantekn- ingalaust. Þau hafa nefnilega notið þeirra forréttinda að hafa í stjórnar- sáttmála nokkur loforð sem svo auð- veldlega hefði mátt efna. Loforðin þau arna hefðu getað orðið okkur öllum til framdráttar og hefðu svo hæglega getað aukið vinsældir stjórnarinnar í leiðinni. Það hefði svo sannarlega getað orðið hinn einfaldasti hægðarleikur að eyða kvótakerfinu. Skjaldborgin um heimilin í landinu hefði svo aug- ljóslega getað orðið sýnileg í faðmi döngunar og vilja til góðra verka. Stjórnlagaþingi var lofað en ekkert hefur komið fram sem segir okkur að það loforð verði efnt. Reyndar hefur fátt komið fram sem bendir til þess að ætlun hafi verið að efna þau loforð sem tíunduð eru hér að framan. Auðvitað er það svo að kjörin tæki- færi vilja renna mönnum úr greipum. Einkum þau sem hugsanlega geta leitt til góðra verka og ásættan legrar niðurstöðu fyrir þjóðina alla, því það virðist einfaldlega vera regla frekar en undantekning, að stjórnmála- menn hugsi fyrst og fremst um hag fá- mennra hagsmunahópa, en leyfi svo hagsmunum heildarinnar að mæta afgangi, þ.e.a.s. ef þeir hagsmunir fá þá að mæta einhverju öðru en eilífri glötun. Hér má minnast á það, að þeir aumu delar sem núna tilheyra hinni svokölluðu stjórnarandstöðu hefðu getað nýtt aðstöðu sína til góðverka. Reyndar er hér um að ræða hóp sið- spilltra dusilmenna sem eru á móti öllum góðum gjörningum og sjá, af þeim sökum, ekki tilgang í fallega hugsuðum framkvæmdum. Fram- sóknarmenn hafa nánast misst af gullnu tækifæri til að leggja flokkinn niður áður en hann eyðir sér sjálfur og hverfur fullkomlega. Sjálfstæðismenn hafa nánast misst af því góða tækifæri að sýna örlítinn heiðarleika. En það hefðu þeir t.d. getað gert með því að láta mútuþega í þingliðinu segja af sér og hverfa af sviði. Enn einn kjáninn og Sigmundur Davíð Oddsson, eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, hefðu getað sameinast um það, að tjá sig ekki um heiðarleg vinnubrögð og vilja til góðra verka, því um slík mál geta þeir hvorki talað af reynslu né þekkingu. Ef þig mæðir gaman grátt er glópar kjaftinn þenja þá skaltu bera höfuð hátt og hættu svo að grenja. KristJÁN HreiNssON skáld skrifar „Framsóknarmenn hafa nánast misst af gullnu tækifæri til að leggja flokkinn niður.“ skáldið skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.