Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Side 23
„Nei, en mig vantar hjálp. Ég myndi alveg þiggja stuðning frá þeim ef þau eru aflögufær.“ Atli RúnAR HeRmAnnsson 33 ára skemmtaNalögga „Já, ég geri það. Ég borga í rauða krossinn og ég er í amnesty.“ eRpuR eyvindARson 33 ára bíógagNrýNaNdi „Já, ég er sjálfboðaliði. Hjá Unicef og rauða krossi íslands.“ láRA HilmARsdóttiR 19 ára Nemi „Já, samtök sem snúast um dýr.“ HelenA pálsdóttiR 19 ára Nemi „Ég hef ekki gert það hingað til allavega.“ Héðinn ÞóR ingólfsson 18 ára, atviNNUlaUs Styður þú hjálparStofnanir? ARon pálmARsson var í vikunni valinn efnilegasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. aron stóð sig frábærlega með kiel á sínu fyrsta tímabili en liðið bæði vann meistaradeildina og varð Þýskalandsmeistari. aron getur ekki gert upp á milli titlanna. Eins og að gEra upp á milli barnanna Eftir fall krónunnar jafnt sem fjár- málakerfisins alls haustið 2008 fór það að gerast að flestar vörur fóru að hækka, og er matarkarfan nú um þriðjungi dýrari en hún var fyrir einu og hálfu ári. Fæstir kipptu sér mikið upp við þetta. Þar sem innflutning- ur var allur orðinn dýrari hlaut var- an að hækka. Er það ekki? Undan- farið hefur krónan styrkst gríðarlega mikið miðað við það sem var þegar hún var sem lægst. Hversvegna fer vöruverð þá ekki lækkandi? Margir líta svo á að beint sam- hengi sé á milli þess sem það kostar að kaupa inn vöru eða framleiða hana og þess sem hún síðan kostar út í búð. En því miður er því svo farið að almenningur er mun uppteknari af sanngirnishugmyndum heldur en kaupmenn eru. Þeirra hvati er einfaldur, að reyna að græða sem mest. Það er ekkert að því í sjálfu sér, en einhvern veginn þarf að fylgjast með því að gróðinn gangi ekki gegn hagsmunum almennings. Afsakanir kaupmanna Þegar íslenskir kaupmenn eru spurðir út í hversvegna allt sé svona dýrt hérna kenna þeir iðulega sköttum og álögum um. Samt er það svo að þegar skattar eru lækkaðir eða afnumdir lækkar varan sjaldn- ast í kjölfarið. Þetta átti til dæmis við um það þegar skattur var lækk- aður á bíómiða, en þó hækkuðu miðarnir í kjölfarið. Það sama gildir um geisladiska og bækur. Hin afsökun auðmanna er geng- isbreytingar. Í góðærinu var krón- an svo há að allur innflutningur var í raun mjög ódýr. Samt skilaði þessi styrkur krónunnar sér ekki í lækkandi vöruverði. Hlutirnir hækka í verði þegar gengi er óhag- stætt, en lækka aldrei aftur. Hvernig stendur á þessu? Hvert eigum við að fara til að versla? Svarið er einfalt. Ef fólk hefur einu sinni vanist því að borga meira fyrir vöru, sérstaklega nauðsynjavöru eins og matvöru, hefur kaupmaður- inn lítinn hag af því að lækka hana aftur. Lækkun skatta eða hagstæð- ar gengisbreytingar fara því beint í hans vasa. Sumstaðar kemur sam- keppni reyndar í veg fyrir slíkt. Ef varan er á miklu hærra verði úti í búð en það kostar að flytja hana inn eða framleiða hana sér einhver annar sér hag í að selja vöruna, því nógur er ágóðinn samt. Á Íslandi er hinsvegar lítil sem engin sam- keppni. Því er það ávallt svo að vörur á Íslandi fara hækkandi þegar gengið versnar, en lækka aldrei á ný þegar það lagast. Það er ekki eins og við getum bara verslað einhvers- staðar annarsstaðar. Þetta leiðir okkur að öðru vanda- máli. Hvers vegna er almenningur almennt svona illa upplýstur um grunnhugmyndir hagfræðinnar? Vissulega má segja að Hrunið hafi verið einn allsherjar „crash kúrs“ í hagfræði. En sú menntun hefði átt að hefjast mun fyrr og á öðrum vett- vangi. Sjálfur hef ég mjög gaman af þeirri áherslu á klassísk fræði sem er viðtekin í skólakerfinu, svo sem á bókmenntir og sögu. En ef ég þyrfti að velja myndi ég frekar vilja að all- ir landsmenn fengju grunnkennslu í hagfræði. Hagfræði í heitu pottana Menn skeggræða pólitík í heitu pottunum og hafa allir sína skoð- un, en sáralítið er fjallað um efna- haginn sem öll pólitík byggir á. Þetta var og eitt af helstu vandamálum góðærisins, viðskiptamenn gátu kjaftað alla í kaf með hugtökum sem voru allt of flókin fyrir almenning til að skilja. En samt varð sú heil- brigða skynsemi sem flestir búa yfir og allt gott byggir á útundan. Hagfræðin er of mikilvæg til þess að hag fræðingarnir einir verði látnir um hana. Að lokum legg ég til að lög verði sett sem banna viðskiptabönkum, þar sem almenningur leggur inn sparifé sitt, og fjárfestingarbönkum, sem eru fyrst og fremst spilavíti, að vera eitt og hið sama. Hvers vegna hækkar alltaf allt? umræða 11. júní 2010 föStudagur 23 myndin Hver er maðurinn? „aron Pálmarsson.“ Hvað drífur þig áfram? „markmiðin draga mig áfram.“ Hvar ertu uppalinn? „two, twenty.“ áhugamál fyrir utan handbolta? „kvikmyndir, músík og fótbolti.“ Hvernig líkar þér lífið í Þýskalandi? „Frábærlega.“ Hvor titillinn var sætari, meistara- deildin eða þýska deildin? „Þetta er eins og að gera upp á milli barnanna sinna. kannski 51% bundesligan.“ Hvernig er að spila á móti öllum stjörnunum? „Það er bara frábært, eðlilegt.“ eru einhverjir leikmenn öðru vísi á velli en þú hafðir ímyndað þér eftir að hafa séð þá í sjónvarpi? „Ég hélt alltaf þegar ég var búinn að sjá vigga svavars í sjónvarpi (vigni svavarsson, leikmaður íslenska landsliðsins og lemgo) að hann væri svo feitur. en svo er hann bara ekkert feitur.“ Hvernig leið þér þegar þú varst valinn efnilegasti leikmaðurinn? „sælutilfinning. Þetta kom mér líka skemmtilega á óvart því ég vissi ekki af þessum titli og var því ekki að búast við neinu.“ Hvað ætlar þú að gera í sumar? „í sumar ætla ég að sleikja vonandi sólina á íslandi, vera með vinum og fjölskyldu og kíkja á 101-djammið.“ skeytin inn eða draumalínusend- ing? „draumalínusending.“ maður dagsins dómstóll götunnar kjallari Í röð og reglu áttundi valdamesti maður kína, He guoqiang, heimsótti framkvæmdasvæðið við tónlistarhúsið við höfnina, Hörpu, á fimmtudag. Fjölmargir kínverskir verkamenn tóku á móti embættismanninum. Heimsóknin til íslands var í tengslum við undirritum gjaldeyrisskiptasamnings við seðlabanka íslands. mynd HöRðuR sveinsson vAluR gunnARsson rithöfundur skrifar „Hlutirnir hækka í verði þegar gengi er óhagstætt, en lækka aldrei aftur. Hvernig stendur á þessu?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.