Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 24
24 föstudagur 11. júní 2010 umræða Notalegt að viNNa í kriN- gum drauga Þú veist að þú munt aldrei aftur sofa út,“ er setning sem ég hef heyrt oftar en ég kann að nefna undanfarnar vikur og mánuði. Þannig er að ég á von á barni með minni heittelskuðu eftir um 4 vikur. Það í sjálfu sér væri ekki í frásögur færandi en viðbrögð ættingja, vina, samstarfsfé- laga og annarra ætla ég hins vegar að færa til bókar. Þau eru nefnilega svolítið sérstök, sum hver. Fyrstu viðbrögð flestra eru vitaskuld þau að óska okkur vel og innilega til hamingju með að eiga von á barni. Sumir láta þar við sitja en flestir bæta því við, ýmist glaðhlakkalega eða fullir vor- kunnar, að nú geti ég hvatt allt sem heitir nætursvefn. „Nú fer friðurinn að verða úti,“ hafa nákomnir sagt við mig eftir því sem á meðgönguna líður, í stað þess að gleðjast yfir því að stutt sé eftir. „Þú skalt venjast því að sofa ekk- ert,“ segja aðrir á meðan enn aðrir láta nægja að setja upp vorkunnarsvip. Mér varð á að sofa til hádegis um daginn og það fyrsta sem ég heyrði þegar ég fór á fætur var sú spurning hvort ég hefði ekki örugglega sofið vel, því þetta væri í eitt síðasta skiptið sem ég næði nokkrum svefni, svo heitið gæti. „Þú verður nefnilega meira og minna svefnlaus í sumar,“ sagði einhver og það var ekki laust við að það hlakkaði í honum. Þegar ég byrjaði að skrifa þennan pistil setti ég status á Face-book þar sem ég sagð- ist hlakka til þess að geta sofið út um helgina. Þetta var próf. Níu mínútur liðu þar til mér var sagt að ég skyldi njóta þess á meðan ég gæti. Nokkur hluti þeirra sem ég hitti málar þann hrylling á vegg að ungbörn sofi nánast aldrei. Ef þau sofni þá sé það aldrei nema fáeinar mínútur í senn, þannig að foreldrarn- ir geti aldrei sofnað. Mér hefur meira að segja verið sagt að ungbörn sofi helst aldrei á næturnar. „Þú skalt hvíla þig vel næstu vikur. Hvíld er ekki eitthvað sem þú færð með nýfætt barn,“ lét einn efnislega út úr sér um daginn og klappaði mér á bakið, líkt og ég hefði verið að tilkynna honum andlát ástvinar. Ég leitaði á netinu að fróðleik um það hve mikið ungbörn þurfa að sofa. Þar komst ég að því að þau sofa fyrstu mánuðinu meira og minna allan sólarhringinn, svo fremi sem þau séu ekki veik. Þessa málsgrein fann ég í grein eftir sérfræðing í barnahjúkrun: „Flest nýfædd börn sofa í nokkuð jöfnum lúrum allan sólarhringinn. Síðan breytist þetta smátt og smátt þannig að um 6 mánaða aldur er lengd á nóttu komin í 10 til 12 klukkutíma og helst í þeirri lengd með litlum breytingum til 2-3 ára. Nótt hjá barni með svefnvandamál er oftast um 1 klst. styttri en hjá sama barni þegar svefnvandinn er yfirstaðinn. Mun meiri einstaklingsmunur er milli barna á lengd daglúra en lengd nætur- svefns.“ Sem sagt: Næstu tvö til þrjú árin mun barnið að líkindum sofa 10 til 12 tíma á sólarhring. Frá mínum bæjardyrum séð er það fyrirkomulag prýðilegt. Annars lít ég þannig á að við frúin séum heppin að geta búið til börn. Samkvæmt Tilveru, sem eru samtök um ófrjósemi, geta 10 til 15 prósent para ekki eignast börn hjálparlaust. (Hafið það hugfast næst þegar þið spyrjið par að því hvort þau ætli ekkert að fara að eignast barn.) Barnið mitt mun ég (vonandi) eiga alla mína ævi. Það verð- ur örugglega stundum þreytandi og erfitt , hvort sem það er eins árs, tíu ára eða fimmtán. Það koma örugglega tímar þar sem ég vildi að barnið lokaði aug- unum, borðaði matinn sinn betur eða kúkaði sjaldnar á sig. Ég geri mér hins vegar ekki vonir um að barnið verði rólegra eða vær- ara en önnur börn. Ég vonast ekki til þess að barnið sofi eins og engill allar nætur og ég ber enga von í brjósti um að barnið gráti minna eða borði meira en börn gera almennt. Fyrir mér er þetta ein- falt: Ég hlakka til að eignast barnið og ég vil ekki fara á mis við um- önnun þess; ég hlakka til að takast á við öll þau verkefni sem barninu fylgja. Þess vegna vil ég enga vorkunn. Ég vil engA vorkunn „Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Ég stjórna safninu, tek á móti gest- um og skólahópum í safnafræðslu, skipulegg sýningar, rannsóknir og styrkumsóknir og sé um starfs- mannamál yfir sumartímann. Eins held ég utan um reksturinn, tek þátt í samstarfi safna við Eyjafjörð, sé um auglýsingar og tek á móti sýninga- gripum, skrái þá og forver eftir bestu getu og sé um að safnið sé boðlegt fyrir gesti, í stöðugri þróun og segi sögu iðnaðar á Akureyri og fólksins sem byggði hann upp og starfaði við hann,“ segir Arndís Bergsdóttir, safn- stjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Ófrísk amma Arndís hefur starfað sem safnstjóri Iðnaðarsafnsins í rúmt ár. Hún er félagsfræðingur að mennt og er í meistaranámi í safnafræðum með- fram vinnu. Hún og eiginmaður- inn, rithöfundurinn og fjölmiðla- maðurinn Björn Þorláksson, reka líka stórt heimili þar sem hinn tveggja ára Starkaður ræður ríkjum. Hún og Björn eru nýorðin amma og afi og eiga sjálf von á stelpu í haust. Það er því í nógu að snúast. „Svo erum við með ungling á heimilinu og tvö brottflutt börn. Til að sameina þetta allt saman þurfum við á mik- illi skipulagningu að halda en þetta hefst allt saman,“ segir hún brosandi. Kaffi, sápur og gallabuxur Arndís segir gesti Iðnaðarsafnsins fjölbreytta. Á veturna sé aðeins opið á laugardögum og þá séu bæjar búar duglegir að kíkja í heimsókn. „Á sumrin koma oft heilu fjölskyldurn- ar saman. Það er gaman að sjá afann og ömmuna, sem kannski unnu í verksmiðjunum, koma með börn- in og barnabörnin til að sýna þeim gömlu tækin. Svo eru útlendingarn- ir líka duglegir að koma yfir sumar- ið. Á safninu er fjölbreytt safn hluta, þarna eru ekki bara vélar og tæki heldur líka sápur, kaffi, úlpur og gallabuxur og margt fleira svo fólk getur virkilega dottið inn í fortíðina og fengið nostalgíukast,“ segir hún og bætir við að hennar uppáhalds- hlutur sé Hekluúlpan sem framleitt hafi verið í kringum 1950. „Ég held líka mikið upp á grænar Act-mokk- asínur en ég átti nákvæmlega eins appelsínugular á sínum tíma og hef því gaman að kíkja á þær og rifja upp gamlan tíma.“ Draugagangur á safninu Arndís vinnur ein á safninu yfir veturinn en fær til sín starfsmenn yfir sumartímann. Hún segist hvorki verða einmana né myrkfælin en viður kennir að hún finni stundum fyrir því að hún er ekki alein. „Það er mikill umgangur hérna og sérstak- lega á efri hæðinni. Þar er vel passað upp á hlutina og mér finnst það bara notalegt,“ segir hún. Aðspurð nefnir hún Textílsafnið á Blöndu- ósi sem sitt uppáhalds- safn. „Ég hef mjög gaman af því að skoða gripina þar og safnið er líka skemmtilega sett upp. Svo hlakka ég líka til að sjá nýja fastasýningu í Safnahúsinu á Húsavík.“ indiana@dv.is Arndís Bergsdóttir, safnstjóri Iðnaðar- safnsins á Akureyri, segir starfið fjöl- breytt og skemmtilegt. baldur guðmuNdssoN skrifar helgarpistill saFNstJÓra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.