Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Page 25
11. júní 2010 föstudagur 25 Einu sinni var ég miður mín út af fótbolta. Það var eftir að Brasilíumenn töpuðu í vítaspyrnu- keppni gegn Frökkum á mótinu í Mexíkó árið 1986. Brasilíumenn mættu til leiks með snilling- ana sem maður þekkti frá mótinu 1982, Zico og Socrates, Falcao og Júnior, og þar að auki Careca, og þótt sumir í liðinu væru orðnir nokkuð rosk- nir, þá var enn unun á þá að horfa. Í átta liða úr- slitum fór svo illa að Brassarnir drógust á móti Frökkum, en þeir voru augljóslega með næst- besta liðið á HM: Platini, Tigana, Luis Fernánd- ez, Giresse, Amoros, Joel Bats … frábærir fót- boltamenn sem glöddu augað í hvert sinn sem þeir sendu milli sín bolta. Feginn hefði ég vilj- að að þessi tvö lið mættust í úrslitaleiknum; af einhverjum ástæðum heillaðist ég lítt af Marad- ona þó að þetta ætti að heita mótið hans. Enda stóð leikurinn svo sannarlega undir væntingum – enn í dag þykir hann einhver flottasti fótbolta- leikur sem spilaður hefur verið. Þetta var ekkert markaregn, enginn hömlulaus sóknarbolti, bara „tótal fútbol“ eins og hann gerðist bestur, og í báðum liðum brá fyrir fjölmörgum dæmum um „jóga boníta“, „hinn fallega leik“ sem er nú hin raunverulega ástæða fyrir því að maður nennir að horfa á fótbolta. KÆRULEYSISLEG VÍTASPYRNA Careca skoraði snemma fyrir Brasilíu, Platini jafnaði rétt fyrir leikhlé og í seinni hálfleik skipt- ust á gáfulegar og fallegar sóknir hjá báðum lið- um. Þegar skammt var eftir lét Zico Bats verja frá sér vítaspyrnu; það sem sá góði snillingur hefði þó átt skilið að koma sínum mönnum áfram í fjögurra liða úrslitin. En svo fór ekki og eftir framlengingu þar sem enn var ekki skorað, þá duttu Brasilíumenn út í vítaspyrnukeppninni. Kæruleysislegar vítaspyrnur Sócratesar komu honum loks í koll og Bats varði frá Júlio César. Það kom ekki að sök þótt Michel Platini skyti yfir – Frakkar fóru áfram. Þetta var í sannleika sagt ægifagur fótbolta- leikur, og kemst yfirleitt á lista yfir bestu leiki sögunnar – og var alveg ógleymanlegt að horfa á þetta í sjónvarpi. Hins vegar var eiginlega óbæri- legt að verða vitni að sorg Brasilíumannanna eft- ir leikinn, þeir voru gjörsamlega niðurbrotnir menn. Fjórum árum fyrr höfðu þeir dottið úr leik gegn Ítölum, og þá með jafnvel enn flottara lið – nú var sýnt að þessi glæsilega kynslóð brasilískra fótboltamanna næði aldrei að hampa heims- meistaratitlinum. Ég man að það kom sjálfum mér á óvart hvað ég var leiður og sár í leikslok, ég segi ekki gráti nær, en svona allt að því. Ég fór í einhvern gleðskap þá um kvöldið, en var varla mönnum sinnandi. Alltaf sá ég fyrir mér niður- brotna leikmenn brasilíska liðsins; menn sem höfðu komist svo nærri því að draumurinn rætt- ist, sá draumur sem þeir áttu skilið vegna hæfi- leika sinna, en svo sátu þeir þarna eins og hráviði úti um allan völl, úrvinda menn. Verst af öllu var svo að Frakkarnir, næstbesta liðið í keppni, þeir voru svo örmagna eftir þessa miklu viðureign, að þeir voru aðeins hálfir menn í næsta leik gegn Þjóðverjum og töpuðu baráttu- lítið. Tvö skemmtilegustu liðin misstu því bæði af úrslitaleiknum. ÞRJÁR KYNSLÓÐIR SNILLINGA Ekki á ég von á að neitt lið muni á mótinu í Suður-Afríku vekja aðrar eins tilfinningar og brasilíska liðið árið 1986. Það væri þá helst spænska liðið. Árið 1986 höfðu Brasilíumenn ekki orðið heimsmeistarar í 16 ár og flestum fannst það óbærilega og óskiljanlega langur tími, en Spánverjar hafa aldrei hampað þessum titli – svo það gæti orðið afar hörmulegt ef þeir komast loks í skotfæri við hann, en tapa síðan að óþörfu, eins og þeir hafa svo oft gert áður. Af því að ég er, eins og flestir laumufótbolta- áhugamenn, sannfærður um að annað fólk beinlínis þrái að heyra um skoðanir mínar á því heimsmeistaramóti sem hefst í dag, þá get ég ekki stillt mig um fáeinar almennar vangaveltur um sigurstranglegustu liðin. Því miður verður ekki hjá því komist að út- nefna Brasilíumenn allra sigurstranglegustu þjóðina. Því miður segi ég, því þó ég hafi alla tíð haldið með Brasilíu er það fremur erfitt um þess- ar mundir. Þjálfarinn Dunga lofaði góðu fyrir 1-2 árum þegar lið hans virtist á sæmilegri leið með að sameina „fallega fótboltann“ og þann hörku- lega sigurvilja sem Dunga sjálfur var alltaf tákn- gervingur fyrir í brasilíska boltanum. Núna, þeg- ar mest á reynir, þá hefur hann hins vegar stigið skref til baka og lætur ýmsa meginsnillinga sitja heima, en fer til Suður-Afríku með menn eins og Josué, Kléberson, Júlio Baptista og Grafite. Heima sitja þrjár kynslóðir snillinga: Ronaldo (þessi alvöru), Ronaldinho og Neymar litli. Eftir sem áður er liðið hans Dunga auðvitað nautsterkt, og eru í því alveg nógu flinkir ein- staklingar til að gaman geti verið að horfa á það. En hugarfar þjálfarans gerir það að verkum að það er erfitt fyrir gamla aðdáendur Tele Santana að fyllast ástríðu yfir þessu liði. VITI SÍNU FJÆR Enn sorglegar er komið fyrir Argentínu, sem er nú í svipaðri stöðu og Brasilíumenn voru 1986 – liðið hefur margoft á síðustu árum sýnt frá- bæran fótbolta en alltaf misstigið sig á HM. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa Argentínumenn hins vegar ákveðið að fremja harakiri með því að fá sem þjálfara Diego Maradona, en hafi hann verið mistækur snilling- ur sem leikmaður, þá er hann mistækur minni- pokamaður sem þjálfari. Hann kann bersýnilega alls ekki að velja lið, hvað þá stýra því, enda hafa 84 menn valist í argentínska landsliðið bara nú síðasta árið – og þar á meðal er ekki besti miðju- maður Argentínumanna, Riquelme. Sá snilling- ur er að vísu ekki í liðinu að eigin vali, en Mar- adona hefði að sjálfsögðu átt að skríða til hans á hnjánum og grátbiðja hann að snúa aftur; slíkt er hlutverk þjálfara sem standa andspænis róstusömum stjörnum. En í lífi Maradona er náttúrlega engin stjarna nema hann sjálfur, og má marka það af því að honum virðist næstum illa við meginsnillinginn Lionel Messi – og það kæmi ekki á óvart þó hann yrði furðulega lítið notaður á HM eða þá tekinn út af á undarlegum augnablikum. Og að Maradona skuli ekki taka Cambiasso með sér á HM, eða Zanetti, sýnir bara að maðurinn er viti sínu fjær. Það er mín spá að annað tveggja gerist hjá Arg- entínumönnum. Annaðhvort verður öll þeirra framganga eitt óskiljanlegt rugl, og þeir komast ekki áfram úr riðlakeppninni, eða þá þeir spila eins og englar til að byrja með og vinna sannfær- andi og glæsilega sigra – enda hafa þeir þrátt fyrir allt mannskap til þess. En svo munu þeir brot- lenda illa – t.d. tapa 0-4 fyrir nánast hverjum sem er. Sem betur fer er Messi enn nógu ungur til að geta unnið heimsmeistaratitilinn með almenni- legum þjálfara eftir fjögur ár. ÓVENJU VEIKIR ÞJÓÐVERJAR Þjóðverjar virðast að þessu sinni með óvenju veikt lið. Það er ungt, og þar er að finna nokkra mjög mikla efnispilta (Özul, Müller) og vegna þess að þeir hafa lent í fremur veikum riðli, og gætu orðið heppnir með næstu andstæðinga, þá gætu Þjóðverjar ef allt gengur upp komist alla leið í fjögurra liða úrslit. En ekki lengra. Nú – allir elska Hollendinga, enda spila þeir manna skemmtilegast. Það væri auðvitað voðalega gaman ef þeir næðu loksins að vinna heimsmeistaratitilinn sem gekk þeim svo sorg- lega úr greipum 1974 og 1978. Þeir hafa líka vissulega mannskapinn til þess, þó spyrja megi hvort þeir séu nógu stabílir. Ef þeir vinna riðil- inn sinn er t.d. líklegt að þeir lendi strax á móti Brasilíu, og geta Hollendingar brotið þá á bak aftur? Þrátt fyrir snilld Robbens, útsjónarsemi Sneijders, rómaðan dugnaði Kuyts og mark- heppni van Persies verður það að teljast ærið vafasamt. Frakkar hafa líka mannskap til að vinna tit- ilinn, en svo virðist sem dauð hönd þjálfar- ans Raymond Domenech ætli liðið lifandi að drepa. Það er furðulegt að lið, sem hefur efni á að skilja Nasri, Ben Arfa og Benzema eftir heima, án þess að virðast sakna þeirra, skuli ekki sjálfkrafa virðast sigurstranglegast á HM, en það vantar illilega eitthvert hryggjarstykki í franska liðið – og vandséð að Domenech fari að finna það upp eftir að til Suður-Afríku er komið. En franska liðið getur unnið hvern sem er, um það er engum blöðum að fletta. BARA RUGL! Af þeim þjóðum sem raunhæft er að spá heimsmeistaratitlinum eru þá eiginlega bara Spánverjar eftir. Ítalir virka gamlir og lúnir og áhugalausir. Auðvitað er hugsanlegt að Strandamenn af Fílabeinsströndinni hrökkvi í gírinn sem aldrei fyrr og vinni hvað sem fyrir verður, eða einhver lítils megandi þjóð taki Grikkland 2004 á þetta mót – en það verður að teljast ólíklegt. Og það verður líka að telj- ast ólíklegt að ef Spánverjar taka ekki upp á því að skemma fyrir sjálfum sér (eins og þeir hafa raunar svo oft gert áður), þá geti einhver staðist þeim snúning. Ég meina, lið sem getur teflt fram David Villa og Fernando Torres frammi og á miðj- unni Iniesta, Xavi, Alonso, og David Silva, og átt á bekknum menn eins og Fabregas, Navas, Llorente … Það er náttúrlega bara rugl. Vörnin virkar auðvitað ekki sú öflugasta á HM, en Puyol og félagar kunna þó enn eitthvað fyrir sér – og meginvandi andstæðinganna verður náttúrlega að komast gegnum miðjuna, áður en hægt verður að nýta (hugsanlega) veikleika varnarinnar. Það er skelfilega ófrumlegt, veit ég, að spá Spánverjum heimsmeistaratitlinum, en sé eitt- hvert réttlæti til, þá munu þeir hampa titlinum eftir æsilegan sigur á liði Brasilíu sem varpar af sér hömlum Dungas og spilar með hjartanu. Það gæti orðið skemmtilegur leikur! Englendingar? Ekkert minnst á þá? Ó. Ja, er eitthvað um þá að segja? Hverjir vinna? umræða Illugi Jökulsson trúir því statt og stöðugt, eins og aðrir fótboltaáhugamenn, að annað fólk hafi verulegan áhuga á skoðunum hans á fótbolta. „Því miður verður ekki hjá því komist að útnefna Brasilíumenn sigur- stranglegustu þjóðina.“ trésmiðja illuga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.