Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 27
11. júní 2010 föstudagur 27 Langdregin tískusýning föstudagur n Fótbolti og Steindi Þar sem HM í fótbolta er að hefjast ætlar Prikið að sýna opnunarleikinn Suður-Afríka - Mexíkó klukkan 14.00 og einnig Úrúgvæ - Frakkland klukkan 18.20. Klukkan 21.20 verður svo sýndur næstsíðasti þátturinn af Steindanum okkar en þar beint á eftir stíga Kristó og Franz á stokk. n Útgáfuhóf Nóru Hljómsveitin Nóra fagnar útgáfu fyrstu plötu sinnar á Íslenska barnum við Austurvöll klukkan 17.00 á föstudag. Platan heitir Er einhver að hlusta. Veigar eru fríar meðan birgðir endast og platan verður á sérstöku tilboðsverði. n Efnilegt tónlistarfólk á Venue Hljómsveitirnar Of Monsters and Men, Pascal Pinon og Klassart halda tónleika á staðnum Venue í Tryggvagötu. Upprenn- andi hljómsveitir í íslensku tónlistarlífi en Of Monsters and Men var sigurvegari síðustu Músíktilrauna. laugardagur n Froðupartí á Selfossi Þessu tvö orð hljóma líkt og þau hafi aldrei verið sögð hvort í sínu lagi. 800 bar og Agent.is standa fyrir heljarinnar froðupartíi þar sem aldurstakmark er 16 ár. Miðinn kostar 2.000 krónur en þetta er annað árið í röð sem froðan flæðir um 800 bar. n Hunang á Spot Hljómsveitin Hunang með Karl Örvarsson í broddi fylkingar tryllir mannskapinn á laugardagskvöldið eins og henni einni er lagið. Sveitin leikur hin ýmsu tökulög og er þekkt fyrir fjölbreytt lagaval. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. n Playboy-partí á Venue Sérstakt Playboy-partí fer þannig fram að 20 Playboy-stúlkur taka á móti þeim fyrstu með drykkjum. Allar stelpur eru hvattar til þess að mæta með vörumerk- ið fræga á klæðnaði sínum en flottasti og kynþokkafyllsti búningurinn verða sérstaklega verðlaunaðir. Húsið verður opnað á miðnætti og miðaverð er 999 krónur. n Ljótu hálfvitarnir í Ýdölum í Aðaldal Ljótu hálfvitarnir fagna útgáfu þriðju hljómplötu sinnar með tónleikum að Ýdölum í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu.Plat- an ber, eins og fyrri plötur þeirra, nafnið Ljótu hálfvitarnir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og verður efni af nýju plötunni uppistaðan í efnisskránni en þó verður lætt inn vinsælum slögurum af eldri plötum. Hvað er að GERAST? Þegar ég heyrði af nýrri mynd með stelpunum í Sex and the City þá varð ég himinlifandi. Ég er mik- ill aðdáandi þáttanna og hef fylgst með þeim vinkonum í gegnum súrt og sætt. Þess vegna fylgdi því mikil tilhlökkun að fara á nýjustu mynd- ina um þær. Ég var búin að heyra utan að mér að myndin væri ekki góð en ég ákvað að láta ekki svart- sýnisraddir á mig fá og fara með op- inn huga á myndina. Ég hefði þó betur hlustað. Myndin er misheppnuð frá upp- hafi til enda. Hún er hæg, leiðinleg, langdregin, yfirborðskennd, væm- in og umfram allt; fjallar ekki um neitt. Ég er hrædd um að aðstand- endur myndarinnar hafi ætlað sér að toppa fyrri myndina með mik- ilfenglegri búningum, meiri íburði og glæsilegra setti en einhvers stað- ar þarna á leiðinni gleymdist að gera ráð fyrir söguþræði. Myndin er mjög hæg, það gerist allt á hraða snigilsins. Ef það koma upp ein- hver vandamál, sem eru í algjöru lágmarki þar sem allt er svo full- komið hjá þeim, þá er þau mjög auðleyst. Þetta var eins og tveggja og hálfs tíma væmin og löng tísku- sýning, og fötin voru ekki einu sinni það flott. Þær stöllur höfðu allar tapað þeim persónueinkenn- um sem gerðu þær skemmtilegar og eftir sat innihaldslaus tískusýn- ing. Ég beið alla myndina eftir að eitthvað myndi gerast en því mið- ur þá gerist nánast ekkert í þess- ari mynd. Ljósu punktarnir eru örfá atriði með Samönthu þar sem maður gat hlegið en þau voru bara alltof fá. Ég mæli með að fólk noti pen- ingana sína og tíma í eitthvað gáfu- legra en þessa mynd. Ég gef mynd- inni 1 og 1/2 stjörnu og það fær hún fyrir að skarta Lizu Minelli í byrjun myndar og örfá atriði sem komu í veg fyrir að ég geispaði gol- unni í miðjum bíósalnum. Viktoría Hermannsdóttir ...myndinni Youth In revolt Klassa gam- anmynd sem allir ættu að hafa gaman af. ...tölvu- leiknum red dead redemtion Frábær og öðruvísi skemmtun. ...bókinni Missi eftir guðberg Bergsson Sönn, sorgleg og fyndin lýsing á ellinni og áhrifum hennar. ...myndinni Centurion Arfaslök mynd sem gagn- rýnandi líkir við Hallmark- furðufataball. ...myndinni snabba Cash Mjög góð glæpamynd með sterka raunveru- leikatengingu ...myndinni Prince of Persia: the sands of time Hálfgerður Pappírs-Persi. frIðsöM BYltIng teMPlaranna fjarðar og settist þar að var vandinn sá að það vantaði leikrit. Á þessum tíma var svo afskaplega lítið til af þeim. Af íslenskum leikritum voru einungis til Útilegumennirnir, eða Skugga-Sveinn, Nýársnóttin og leik- rit Sigurðar Péturssonar. „Þorsteinn skrifar því tvö leikrit og gefur út, Útsvarið og Prestskosn- inguna,“ segir Jón. „Í þeim er svolít- ið tekið á félagsmálum samtímans. Í Prestskosningunni eru til dæmis teknar til meðferðar spurningar um þá meinbugi sem geta verið á fram- kvæmd lýðræðisins, hætturnar við að einstakir menn noti það sér til framdráttar í krafti auðs og valda.“ Góðtemplararnir fóru snemma með gestaleiki til Reykjavíkur, til dæmis settu þeir Skugga-Svein upp í Iðnó um aldamótin 1900. Jón Trausti rithöfundur skrifaði um þá upp- færslu mjög harðan leikdóm. „Þar spurði hann hvað þessir „viðvaning- ar“ væru að leika Skugga-Svein, það væri ekki nokkur mynd á þessu hjá þeim, og velti hann fyrir sér hvað þeir væru að koma með þetta í höf- uðstaðinn,“ segir Jón Viðar og hlær. Síðbúið leikfélag Leikfélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1936. Þrátt fyrir að fimmtíu ár hafi liðið frá því Gúttó var vígt og þar til leikfélagið var stofnað var eflaust meira og minna óslitin leikstarfsemi í húsinu, telur Jón, þótt það hafi verið misjafnt eftir árum. „Málið var að leiksýningar voru ákveðin tekjulind fyrir stúkurnar, ungmennafélögin, kvenfélögin og jafnvel verkalýðsfélög og fleiri félög. Menn voru því ekkert alltaf hrifnir af því að einhverjir væru að stofna sér- stök leikfélög. Svo var líka talsvert um það að leiksýningar væru haldn- ar til styrktar fátækum eða sjúkum. Þess vegna var ákveðin andstaða sums staðar, en ég veit ekki alveg hvernig það var hér í Hafnarfirði. Ég hef alla vega engar sérstakar spurn- ir af því. En ég get nefnt sem dæmi að Eyþór Stefánsson, sem var aðal- burðarás leikstarfs á Sauðárkróki og stofnaði þar leikfélag, sagði mér að hann hefði mætt talsverðri andstöðu við það innan stúkunnar þar í bæ.“ Almannarómur eftir Stein Sig- urðsson var fyrsta sýning Leikfélags Hafnarfjarðar eftir stofnunina upp úr miðjum fjórða áratugnum. Leik- félagið lék í nokkur ár, dofnaði fljót- lega en svo lifnaði aftur yfir því 1943 og starfaði það með miklum krafti langt fram á sjöunda áratuginn. Árið 1945 flutti LH starfsemi sína úr Gúttó í hið nýja bíóhús bæjarins og starf- aði þar á meðan það var við lýði. Þó að sviðið í Bæjarbíói væri ekki stórt þóttu aðstæður til leiksýninga þar skárri en í gamla Gúttó. Frá sjónar- hóli húsaverndar var brottflutningur LH úr Gúttó mikið happ því um leið minnkaði ágangur á húsinu og svið- inu, þó að enn færi þar fram ýmis starfsemi, þar á meðal danskennsla. Jón Viðar segir áhersluna í verk- efnavali leikhússins í gegnum tíð- ina hafa verið á gamanleiki. „Verk- efnavalið sór sig þannig í ætt við það sem löngum tíðkaðist hjá leikfélög- um landsbyggðarinnar. Gamanleik- ir, flestir af erlendum uppruna, voru algengir og voru sumir afar vinsæl- ir. Þótt verkefnin hafi fyrst og fremst verið afþreyingarkyns þá er greini- legt að það var metnaður í þessu fé- lagi. Langalgengast var til dæmis að þau fengju leikstjóra frá Reykjavík til að setja upp,“ segir Jón og nefnir þar menn eins og Ævar Kvaran, Klemens Jónsson, Einar Pálsson, Rúrik Har- aldsson og fleiri. Stjörnur úr borginni komu líka stundum til þess að leika, eins og Haraldur Á. Sigurðsson, sem var vinsælasti gamanleikarinn á þessum tíma ásamt Alfreð Alfreðs- syni, og Emilía Jónsdóttir. Á meðal hafnfirsku áhugaleikar- anna og -leikkvennanna sem léku að staðaldri hjá LH má nefna Eyjólf Illugason járnsmið, sem var einnig meðal framámanna Góðtemplara og lék hlutverk Skugga-Sveins hvenær sem leikurinn var settur upp á um þrjátíu ára tímabili, og Huldu Run- ólfsdóttur. „Hún var kennari hér og var mjög hæfileikarík. Hún var enda mik- il stjarna á þessum tíma,“ segir Jón en þess má geta að Hulda er móðir Hjálmars Sveinssonar útvarpsmanns og nú varaborgarfulltrúa Samfylk- ingar. Jón nefnir einnig Guðfinnu Breiðfjörð, Herdísi Þorvaldsdóttur auk þess sem Kristbjörg Kjeld tók sín fyrstu spor á sviði í Hafnarfirði árið 1950. Marga fleiri mætti svo nefna. Endurreisn leikfélags Starfsemi LH lognaðist út af um miðjan sjöunda áratuginn. Jón seg- ir að verið geti að samkeppnin við leikhúsin í Reykjavík hafi spilað þar eitthvað inn í. Þetta var líka rétt áður en sjónvarpið kom þannig að þetta voru erfiðir tímar. Leikfélagið var hins vegar endurvakið 1983 og hefur síðan þá haldið uppi mjög kröftugu starfi. „Það er svolítið gaman að því að endurreisnin byrjar í Flensborgar- skólanum sem sýnir þetta samspil á milli skólanna og leiklistarlífs- ins. Árni Ibsen heitinn fer að starfa sem kennari í Flensborg árið 1976 og hann setur af stað mikla leiklist- arhreyfingu þar. Þau setja þar upp stóra söngleiki og mjög metnaðar- full verkefni, til dæmis Ó, þetta er in- dælt stríð, sem var frægur söngleikur, Indíána eftir Arthur Kopit, Eftirlits- mann Gogols og fleira. Þarna varð til svolítið sterkur kjarni sem raun- verulega endurreisir svo leikfélag- ið. Atvinnuleikhús varð svo til hér með stofnun Hafnarfjarðarleikhúss- ins, Hermóðs og Hávarar, árið 1995. Það er auðvitað einn kaflinn í þess- ari sögu líka, að hér verður til metn- aðarfullt atvinnuleikhús sem nær að stimpla sig á kortið.“ Starfsemin í Gúttó er ekki mikil eins og stendur. Byggðasafn Hafn- arfjarðar annast rekstur hússins. Hugmyndin er hins vegar að húsið verði sýningarhús, að sögn Jóns. Vilji manna standi til þess að þar verði sýningarhald í bland við samkomu- hald einhvers konar. Jón bætir við að lokum að virki- lega ánægjulegt sé fyrir Leikminja- safn að standa fyrir svona sýningu, en fyrir fjórum árum stóð safnið fyr- ir sýningu í líkingu við þessa á Ak- ureyri. „Það er líka gaman að því að hafa fengið tækifæri til að gera þetta vegna þess að Leikminjasafnið er þjóðarsafn. Við erum því ekkert síður að safna gögnum um áhugamanna- starfið í íslenskri leiklistarsögu en starfsemi atvinnuleikhúsfólks. Ef menn til dæmis á litlum stöðum úti á landi eru með einhverja hluti sem þeim finnst ástæða til að varðveita þá þiggjum við þá með þökkum.“ Sýningin í Gúttó er opin laugar- daga og sunnudaga klukkan 11-17. kristjanh@dv.is Jón Viðar Jónsson Segir sögu leikstarfs í Hafnarfirði afar merka og skemmtilega sögu. MYND Hörður SVEiNSSoN sex and the city 2 Leikstjóri: Michael Patrick King Aðalhlutverk: Sarah Jessica Parker, Kristin Davis, Cynthia Nixon, Kim Cattrall kvikmyndir Sex and the City 2 Misheppnuð frá upphafi til enda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.