Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 32
32 11. júní 2010 Föstudagur Fyrsta keppnin í ÚrÚgvæ HM var fyrst haldið árið 1930 í Úrúgvæ. Heimamenn báru sigurorð af Argentínu, 4-2, í úrslitum og urðu fyrstir þjóða til að verða heimsmeist- ari í knattspyrnu. Brassar Bestir Engin þjóð hefur unnið HM oftar en Brasilía. Í Þýskalandi árið 2002 unnu Brassar sinn fimmta heimsmeistaratitil en þeir höfðu einnig unnið 1958, 1962, 1970 og 1994. UnnU ekki heima Alls hafa sjö þjóðir unnið HM og hvort sem þær hafa unnið þær einu sinni eða fjórum sinnum hafa þær allar hampað titlinum á heimavelli að minnsta kosti einu sinni. Það er að segja allir nema Brasilíumenn. Á HM í Brasilíu árið 1950 töpuðu Brassar fyrir Úrúgvæ í úrslitum og misstu af styttunni á heimavelli. silFUr-Þjóðverjar Þjóðverjar státa af þremur heimsmeistaratitlum en þeim mistókst að taka þann fjórða í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Titlar Þjóðverja gætu svo sannarlega verið fleiri en engin þjóð hefur tapað jafnoft í úrslitum, alls fjórum sinnum. Árin 1966, 1982, 1986 og 2002. Fyrsta gUla í mexíkó Það var ekki fyrr en í heimsmeistarakeppn- inni í Mexíkó árið 1970 sem fyrst var notast við gul og rauð spjöld og einnig varamenn. Fyrsta rauða spjaldið fór þó ekki á loft fyrr en í keppninni árið 1974. Það hlaut Síle-maðurinn Carlos Caszely á 67. mínútu í leik gegn Vestur-Þýska- landi. ÞrjÚ gUl á simUnic Aðeins einum leikmanni í sögu HM hefur tekist að fá þrjú gul í sama leiknum. Josip Simunic, varnar- maður Króata, hlaut þann mikla heiður í keppninni árið 2006. Fyrst fékk hann gult fyrir brot á Harry Kewell en leikið var gegn Ástralíu. Annað gula fékk hann svo fyrir ljóta tæklingu en enski dómarinn Graham Poll fattaði ekki að reka hann út af. Simunic var ekki hættur og eftir leikinn fékk hann svo þriðja gula spjaldið fyrir að ýta við dómaranum. Þá fékk hann loks rautt spjald. Fyrir og eFtir stríð Svíinn Erik Nilsson og Svisslendingurinn Alfred Bickel eru einu mennirnir sem spilaðu á HM fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina. allra manna yngstUr Fyrrverandi leikmaður Manchester United, Norman Whiteside, er yngsti maðurinn til þess að spila á HM. Hann var aðeins 17 ára og 41 dags gamall þegar hann lék með Norður-Írum gegn Júgóslövum á HM 1982. Flestir í BrasilíU Aldrei hafa fleiri séð úrslitaleik en á HM árið 1950 þegar Brasilía tapaði á heima- velli gegn Úrúgvæ. Alls voru 199.854 á hinum magnaða Maracana-velli í Rio í Brasilíu. aldrei í Úrslita- keppnina Skotar voru alltaf nokkuð duglegir að komast á lokakeppni HM þó að þeir hafi ekki sést síðan 1998. Þeim tókst þó aldrei að komast upp úr riðli og á Skotland vafasamt met tengt því. Engu öðru liði hefur mistekist að komast upp úr riðlunum á átta mótum í röð. Það mistókst Skotlandi í keppnunum árin 1954, 1958, 1974, 1978, 1982, 1986, 1990 og 1998. hvað var hann að gera Þar? Eitt skrítnasta rauða spjald HM-sögunnar á Ramon Quiroga, fyrrverandi markvörður Perú. Það skal endurtekið að hann var markvörður. Quiroga fékk rauða spjaldið á HM 1978 fyrir brot á vallarhelmingi andstæðingsins. Þannig að eðlilega hlýtur maður að spyrja: Hvað var hann að gera þar? HMstaÐrEYNdir Ferskir og Flottir til aÐ FYlgjast mEÐ Í hverri heimsmeistarakeppni eru margir áhugaverðir ungir leikmenn sem vert er að fylgjast með. Hér er smá brot af ungu strákunum sem ættu að gleðja augað í Suður-Afríku. Gamlir og góðir stépHane Mbia kamErúN aldur: 24 ára. staða: Miðvörður/miðjumað- ur. Félagslið: Marseille. landsleikir: 12 (3). n Kamerún er þekkt fyrir að ala af sér sterka fótboltamenn sem maður heldur stundum að geti hlaupið í gegnum steinvegg. Einn þeirra er hinn 24 ára gamli Stéphane Mbia sem leikur með Frakklandsmeisturum Marseille. Hann getur bæði spilað sem miðvörður og sem djúpur miðjumaður. Mbia átti flott tímabil í Frakklandi og fer fullur sjálfstrausts til Suður-Afríku. Hann veit vel að góð frammistaða þar getur komið honum lengra og skal enginn veðja gegn því að hann verði kominn í stærra félagslið eftir keppnina í júlí. angel Di María argENtíNa aldur: 22 ára. staða: Kantmaður. Fél agslið: Benfica. landsleikir: 8 (1 mark). n Eitt verst geymda leyndarmálið í alþjóðlegum fótbolta er hversu hæfileikaríkur Argentínumaðurinn Angel Di María er. Hann sló í gegn bæði með Rosario í heimalandinu og svo með argentínska U20 ára landsliðinu og var í kjölfarið keyptur til Benfica á átta milljónir evra. Hann er alveg frábær, hraður vinstri kantmaður með góðan fót sem skapar mikinn usla í föstum leikatriðum. Það hafa ekki margir hér heima fengið að sjá hvað hann getur en hann mun væntanlega sýna á HM hvers vegna öll stórliðin eru með hann efstan á blaði. alexis sancHez CHilE aldur: 21 árs. staða: Framherji. Félagslið: Udinese. landsleikir: 28 (11 mörk). n „Hinn chileski Messi“ eða „Undra- drengurinn“ er hinn 21 árs gamli Alexis Sanchez kallaður, klárlega einn af þeim ungu mönnum sem fólk ætti að fylgjast með á HM í sumar. Sanchez færði sig frá argentínska stórveldinu River Plate til Udinese fyrir tveimur árum og hefur gert það gott á Ítalíu. Hann hefur nú þegar skorað ellefu mörk fyrir landsliðið, þar af þrjú í undankeppninni þar sem Chile endaði í 2. sæti á eftir Brasilíu. Styrkleiki hans er staðan einn á móti manni en það má hver einasti varnarmaður búast við hreinni martröð þurfi hann að mæta Sanchez án hjálpar. Marek HaMsik slóvakía aldur: 22 ára. staða: Miðjumaður. Félags- lið: Napolí. landsleikir: 30 (8 mörk). n Heltattúveraður töffari og langbesti leikmaður sinnar þjóðar aðeins 22 ára. Hann er frábær miðjumaður með næmt auga fyrir spili og svo skorar hann líka. Hamsik setti tólf mörk á frábæru tímabili sínu með Napoli á Ítalíu í vetur og önnur tíu tímabilið þar á undan. Slóvakíska liðið er svo sannarlega ekki það mest spennandi á HM og enginn býst við neinu af því. Þó er búist við miklu af Marik Hamsik. Stór lið í Evrópu gætu hafa gert stór mistök að kaupa hann ekki áður en HM byrjaði því nú gæti verðmiðinn rokið upp úr öllu valdi. Það eru ekki bara ungu mennirnir sem fá að láta ljós sitt skína á HM. Fyrir marga er þetta síðasta keppnin sem þeir munu taka þátt í og hér er litið á nokkra jaxla sem verða liðum sínum mikilvægir þrátt fyrir aldur sinn. daNmörk aldur: 33 ára. staða: Framherji. landsleikir: 110 (51 mark). n Það er kannski um of fyrir Danina að treysta um of á hinn 33 ára gamla, stóra, sterka og íslenskættaða fram- herja, Jon Dahl Tomasson. Sérstaklega ekki þar sem hann hefur nú ekki skor- að í tólf landsleikjum í röð. Markaskor hans með landsliðinu útskýrir samt alveg hví þeir treysta svona á hann. Hann er ekki sá teknískasti í heimi en hann böðlast þetta áfram á hörkunni og er frábær að slútta. Áður en hann datt í markaþurrðina í landsliðsbún- ingnum var hann með ríflega mark í öðrum hverjum leik. En það var þá og þetta er núna. Jon Dahl er samt alltaf lykilmaður hjá Dönum. argENtíNa aldur: 35 ára. staða: Miðjumaður. landsleikir: 70 (9 mörk). n Þrátt fyrir háan aldur er hinn magn- aði leikstjórnandi Juan „Seba“ Veron lykilmaður í argentínska landsliðinu. Maradona þjálfari trúir á að spila með leikstjórnanda og í því hlutverki eru fáir betri en Veron. Hann er kominn heim til Argentínu þar sem hann spilar með uppeldisfélagi sínu Estudiantes. Þar gerði hann sér lítið fyrir og leiddi liðið til sigurs í Meistaradeild Suður-Ameríku, hinni víðfrægu Copa Libertadores. Það er tæpt að Veron spili allar níutíu mínúturnar alla leikina en ljóst er að hann mun gleðja augað með hárnákvæmum sendingum. Og ef ekki þá er bandið sem hann ber alltaf um hnéð klassík. kamErúN aldur: 33 ára. staða: Miðvörður. landsleikir: 133 (5 mörk). n Það voru mikil vonbrigði fyrir Rigobert Song að Kamerún komst ekki á HM 2006. Þá væri hann að leika á hvorki meira né minna en sinni fimmtu keppni, sem aðeins fáir menn hafa getað státað af. Rigobert Song er gleðigjafi. Hann er kannski ekki besti varnarmaður í heimi en hann hefur verið nokkuð stöðugur í tyrknesku deildinni síðastliðin ár. Það sem má bóka er að Song gefur sig allan í leikinn af lífi og sál og mun drífa kamerúnska liðið áfram. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heimsmeistara- keppnin snýst um. ítalía aldur: 36 ára. staða: Miðvörður. landsleikir: 133 (2 mörk). n Maðurinn sem lyfti bikarnum fyrir fjórum árum og var í kjölfarið valinn besti leikmaður heims. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og eftir vond tímabil með Real Madrid og ekk- ert sérstakt hjá Juventus er Cannavaro nú búinn að semja við Al-Ahli Dubai og hefur þar leik í haust. Það er vægast sagt athyglisvert að landsliðsfyrirliði heimsmeistara Ítala mæti á HM samningsbundinn liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Cannavaro er þó vanalega traustur sem eik um leið og hann klæðir sig í bláa búninginn. Cannavaro er svo sannarlega maður sem þarf að fylgjast með, hvort sem það verður af slæmu eða góðu. juan verón jon DaHl toMasson rigobert song Fabio cannavaro

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.