Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 35
viðtal 11. júní 2010 föstudagur 35
uðu saman á sveitaballi. Hann var í landsliðinu
í blaki og var að læra að verða íþróttakennari.
Hún hafði engan áhuga á íþróttum og ætlaði að
verða skáld. Þrátt fyrir það hversu ólík þau voru
náðu þau saman. „Hann er miklu klárari en ég.
Hann þurfti miklu minna en ég og var bara ham-
ingjusamur í sínu starfi og með sinni fjölskyldu.
Þegar ég var yngri vildi ég að hann myndi læra
meira og verða yfirmaður svo við yrðum ógeðs-
lega rík,“ segir Karen flissandi. „Eftir á hef ég
oft hugsað um það hversu heppin ég er að eiga
mann sem langaði mest af öllu að verða íþrótta-
kennari. Ég er svo hamingjusöm yfir því að ég
hafi áttað mig á því, náð að taka til hjá mér og
fundið hvað skiptir mig máli.“
Í miðri búsáhaldabyltingu fann Karen ham-
ingjuna með nýfæddri dóttur sinni. Á meðan
fjöldinn barði í potta og pönnur á Austurvelli
og heimtaði breytingar fann Karen að líf henn-
ar breyttist til hins betra. „Þegar Una Kristjana
fæddist fann ég hamingjuna. Fólk stóð með skilti
niðri í bæ brjálað að berjast á meðan ég sat í stof-
unni og endurmat allt. Þetta var bara yndislegt
og ég fann hvað skipti mig máli. Ég varð ham-
ingjusöm og fann ástina sem aldrei fyrr.
Ég fór líka að skoða það af hverju ég lifði fyr-
ir hrós annarra, af hverju ég kynni ekki að meta
verk mín sjálf. Eftir þetta hætti ég líka að leita
alltaf eftir viðurkenningu annarra og lærði að
meta verk mín sjálf.“
Eftir tíu mánaða sælu í orlofinu gat Karen
ekki hugsað sér að fara strax aftur í fréttir. „Ég
tengdi fréttadeildina við ergelsi og stress. Mig
langaði ekki aftur þangað og upplifa það aftur,
eða taka áhættuna á því.“
Óvenjuleg viðskipti
Fyrstu árin í sambandinu voru þau hjónin í
fjarbúð þar sem hún var að hefja háskólanám í
Reykjavík en hann var í íþróttakennaraskólan-
um á Laugarvatni. Karen sem þekkti ekki neinn
í Reykjavík og rataði ekki neitt nema í Kringluna
og Háskólabíó var eins og álfur út úr hól þegar
hún flutti ein inn á tengdaforeldrana, án þess
að þekkja þau nokkuð. Hún hlær dátt þegar hún
segir frá því þegar hún kom til tengdaforeldra
sinna, kynnti sig og settist að í unglingaherberg-
inu hans Hannesar í skiptum fyrir dilkakjöt frá
foreldrum hennar. „Mjög eðlileg viðskipti,“ segir
hún og hlær enn meira.
Ári síðar keyptu þau sér íbúð og Karen var
ekki nema 22 ára þegar þau eignuðust soninn
Ask Hrafn. Þá var hún að klára BA-ritgerðina og
að drífa sig út á vinnumarkaðinn. „Þrátt fyrir að
sonur minn væri yndislegur gaf ég honum ekki
þann tíma sem ég hefði viljað veita honum. Mér
finnst alltaf eins og ég hafi misst af einhverju því
ég gaf honum ekki næga athygli og mér ekki tíma
til þess að finna fyrir þessu.“
veikindi sonarins
Fyrstu tvö árin í lífi sínu varð litli drengurinn oft
og mikið veikur. Hann fékk snemma eyrnabólgu
og var kominn með rör í eyrun átta mánaða. Það
dugði samt ekki til, hann hélt áfram að fá eyrna-
bólgu svo það vall úr eyrunum. „Hann var ör-
ugglega kominn með sýklalyfjaónæmi. Hann
var með króníska eyrnabólgu í tvö ár og var mjög
erfiður.“
Karen fór svo að vinna á DV á sama tíma þar
sem dagarnir voru langir og stressið mikið. Hún
var undir miklu álagi bæði í vinnu og einkalífi.
Drengurinn svaf lítið og leið illa. „Árið 2005 var
ömurlegt ár,“ segir hún einlæg þar sem hún sit-
ur með stóru augun og ljósa hárið og sýpur á
kaffinu. Hún bætir því við að árið 2006 hafi verið
skemmtilegra.
Árið 2007 hafi hún svo farið að velta sam-
bandinu fyrir sér og týnt sér svolítið í góðær-
inu eins og megnið af landanum. „Það var alltaf
þessi krafa um eitthvað meira og betra, stöðugt.
Ég barst bara með straumnum. Það var ekkert
ráðrúm til þess að átta sig á því hvað skipti máli.
Enda var þetta svo stutt tímabil en það gerð-
ist allt svo hratt. Strákurinn minn er jafngamall
einkavæddum Landsbanka.“
sonurinn sagður ofvirkur
Askur Hrafn var rétt að byrja að jafna sig á eyrna-
bólgunni þegar hann byrjaði á leikskóla. Þá hafði
hann aldrei lært að dunda sér, var æstur, óþol-
inmóður og árásargjarn. Fljótlega fór fagfólkið á
leikskólanum að tala um að hann væri sennilega
ofvirkur og með athyglisbrest. Dag einn voru
Karen og Hannes kölluð á fund með fagfólki sem
var búið að skoða öll gögn um drenginn og fylgj-
ast með honum. Hann skoraði hátt á öllum próf-
um fyrir ofvirkni og athyglisbrest og þau voru
beðin um að íhuga það hvort hann ætti að hefja
lyfjameðferð eftir ár. „Við vorum mjög sár og
reið eftir þennan fund. Þetta var árið 2006 þegar
það var mjög mikill uppgangur í samfélaginu og
mikill hraði. Það átti að fara auðveldu leiðina og
leysa málið með lyfjum.“
Karen neitaði að trúa þessu og skipti um
leikskóla. Í leikskóla Hjallastefnunnar fékk hitti
Karen serbneskan leikskólakennara sem til-
kynnti henni að hann væri sko ekki hræddur
við börn og tók drenginn að sér. „Henni fannst
reyndar aðeins erfiðara að vera ein með hann í
hópi barna og þurfti stundum að fá annan kenn-
ara með sér. Hann var aldrei sjálfum sér nægur,
það þurfti alltaf einhver að vera með honum,
sinna honum, tala við hann.“ Þar blómstraði
drengurinn eins og blóm í eggi.
fjölskyldan missti húsið
Kaffið er löngu búið úr bollanum og það er kom-
inn tími á ábót. Karen stendur upp, dillar sér
í takt við tónlistina og nær sér í ábót. Hún er
klædd í bláan gallakjól og með hliðarfléttu. Hún
ber það ekki með sér að vera sveitastelpa. Hún
er það nú samt. Fæddist í Landsveit þar sem for-
eldrar hennar bjuggu á sveitabæ.
Pabbi hennar var að elta sveitapiltsins draum
og kom sér upp búi. Húsið sem þau bjuggu í var
þó ansi hrörlegt. Karen sem er elsta barn for-
eldra sinna og það eina á þessum tíma segist til-
heyra gamla tímanum. „Af því að pabba lang-
aði svo að verða bóndi fluttu þau í hús sem var
varla búandi í og bjuggu þar á meðan hann var
að byggja. Óðaverðbólgan skall svo á þegar þau
voru nýbúin að byggja sér lítið hús, sem hann
byggði nánast alveg sjálfur, hann gróf meira að
segja grunninn og þau lentu í heljarinnar vand-
ræðum. Þannig að við fluttum aldrei í nýja húsið.
Á sama tíma veiktist pabbi, lá lengi á spítala og
þoldi ekki baggahey eftir það þannig að bónda-
draumurinn var úti.
Við fluttum í annað hús í Árnessýslu sem var
álíka. Við áttum ekki mikla peninga. Það flutti
enginn í gamla húsið okkar því það var ónýtt. En
mér leið aldrei illa. Af því að húsið var hriplekt
hélt ég að það tilheyrði að raða glösum og skál-
um upp úti um allt í rigningu. Mamma gerði allt
þannig að það virtist eðlilegt. Ég hélt líka að það
væri eðlilegt að klæða sig vel inni í kulda og sofa
í ullarfötum í frosti.“
flúði í bækur
Stokkseyri var næsti
viðkomustaður fjöl-
skyldunnar. Þar fór
pabbi hennar á sjó
og mamma henn-
ar vann í frystihús-
inu. „Stokkseyri var
algjör draumaveröld
og ég á mjög góðar
minningar þaðan. En
það er eiginlega fynd-
ið að segja frá því en
útgerðinni var lok-
að nánast um leið og
pabbi byrjaði á sjó.
Þannig að við fluttum á
Akranes á miðju skóla-
ári þegar ég var í sex ára
bekk. Það var yndisleg-
ur staður líka.“
Fjölskyldan var
nú samt ekki komin á
Akranes til þess að vera. Karen var níu ára þegar
faðir hennar fór aftur að eltast við draumana. Nú
keypti hann stóra jörð í Borgarfirði og ræktaði
geitur, fé, hesta, íslenskar hænur og fleira. Hann
var á sjó og ætlaði að sinna búinu samhliða sjó-
mennskunni. „Hann færðist of mikið í fang. Við
vorum þarna lengi og þetta var leiðinlegasti
tími æskunnar. Ég tengi þennan stað við enda-
laust rok og vesen. Mamma og pabbi börðust í
bökkum við að halda öllu saman. Í fyrsta skipti
upplifði ég peningaáhyggjur, sem ég gerði aldrei
þegar þau áttu engan pening. Ég man líka að við
ókum um á pínulitlum Uno, smábíl sem rúmaði
ekki alla fjölskylduna.“
Karen sökkti sér þá í bókmenntirnar og upp-
lifði sérstaka tengingu við ljóð Davíðs Stefáns-
sonar frá Fagraskógi. Æskuvinkona hennar hefur
líka hlegið að því hvað Karen talaði „menningar-
lega“ níu ára gömul.
leitaði í hvítasunnusöfnuðinn
Foreldrar Karenar gengu alveg fram af henni
þegar þau fluttu í Landeyjar þegar hún var í 10.
bekk. Þá varð hún verulega móðguð og gerði
uppreisn. Frekar vildi hún vera á Akranesi með
félögum sínum og þannig fór að hún stakk reglu-
lega af þangað. „Ég gaf nýja staðnum aldrei séns.
Mér fannst erfitt að skipta svona oft um skóla.
Ég tók út pirring og ergelsi. Unglingar eru svo
drama tískir að ég gerði mikið úr því að ég væri
svo rótlaus. Eftir á að hyggja hefði ég ekki vilj-
að hafa þetta öðruvísi. Ég lít þannig á að ég hafi
tengingu víða og er þakklát fyrir það.“
Karen gerði tilraun til að verða vandræða-
unglingur, byrjaði að reykja og drekka. „Mér hef-
ur aldrei líkað það vel að drekka en reyndi að
vera önnur en ég var og þóttist vera töff. Ég stakk
af á Akranes þar sem ég hékk á hundleiðinleg-
um fylleríum. Svo fannst mér það ótrúlega leið-
inlegt og stakk oft af til ömmu og afa þar sem ég
las Sölku Völku, sem þótti ótrúlega nördalegt.“
Í janúar lömdu fyrrverandi skólasystur henn-
ar stelpu sem hún þekkti til óbóta, þannig að
hún var mjög lengi meðvitundarlaus. „Ég fékk
algjört sjokk og mig langaði aldrei aftur á Akra-
nes enda fór ég ekki þangað í lengri tíma.“
Hvítasunnusöfnuðurinn í Fljótshlíðinni við
Hvolsvöll var mjög sterkur á þessum tíma. And-
stætt því sem var að gerast í unglingamenning-
unni á Akranesi þar sem drykkja var aðal voru
krakkarnir í Hvítasunnusöfnuðinum oft að gera
skemmtilega og spennandi hluti. Karen heillað-
ist af því og leitaði þangað. „Það var ekki eins og
þetta snerist um Jesú allan daginn. Við systurnar
höfðum gaman af því að kíkja til þeirra þótt við
værum ekki trúaðar. Þannig
að mér tókst aldrei að verða
almennilegur vandræða-
unglingur en ég reyndi,“
segir Karen og hlær létt.
lamdi nauðgara
Karen var samt engin rola.
Hún gat alveg látið til sín
taka ef á þurfti að halda.
Eins og sagan af því þegar
hún lúskraði á perra átj-
án ára gömul sýnir. Þá var
hún í bænum í afmæli vin-
konu sinnar og var áreitt af
manni. „Ég var með vin-
konu minni. Við svöruð-
um honum fullum hálsi
eins og unglingar gera,
sögðum honum að hann
væri ógeðslegur og ætti að
drulla sér í burtu.“
Þegar þær voru að
labba yfir Klambratún-
ið, sem nú heitir Mikla-
tún, tóku þær eftir því að
maðurinn elti þær.
Hann reif í vinkonu
Karenar og negldi
hana niður í jörðina.
„Mér brá og ég hljóp í
burtu. Ég skildi hana
eftir með manninn ofan á sér. Þar sem ég stóð
hjá heyrði ég ópin í henni og áttaði mig á því að
ég gat ekki látið þetta gerast. Þetta var fyrir tíma
farsímanna þannig að ég hljóp til baka og spark-
aði eins fast ég gat í hann. Hann beygði sig og
vinkona mín komst undan. Ég lét annað spark
fylgja og svo hlupum við í burtu.“
Maðurinn reis upp rosareiður og þær öskruðu
eins og gelgjur. Allt í einu leit vinkona Karenar
á hana og sagði: „Hann er einn, við erum tvær.“
Svo snarstoppaði hún og Karen líka. Þá stoppaði
maðurinn sem hafði verið á eftir þeim líka, átt-
aði sig á því að hann var sjálfur í hættu og hljóp
í burtu. Við það æstust vinkonurnar báðar upp
og hlupu á eftir honum. „Við náðum honum
strax og létum hann fá það óþvegið. Það endaði
með því að manngreyið sem hafði verið ægilega
töff þegar hann réðst á okkur, eða þannig, fór að
vola. Hann hljóp heim til sín og við fórum á eftir
honum inn þar sem við létum hann heyra það.“
lætur ekki nota sig
Enn þann dag í dag lætur Karen engan vaða yfir
sig. „Það ógeðslegasta sem ég veit er þegar fólk
er að reyna að nota okkur sem fréttamenn til að
koma einhverri atburðarás af stað. Pólitíkusar
eru sérlega slæmir með þetta,“ segir hún ákveð-
in.
Síminn hringir. Hannes er að leita að henni.
Skömmu síðar kemur hann inn á 101 og Karen
tekur á móti honum með kossi. Áður en hún
kveður snýr hún sér að mér og segir: „Sjáðu hvað
hann er sætur. Ég trúi því ekki að ég hafi ein-
hvern tímann látið það hvarfla að mér að þetta
samband væri ekki það eina rétta fyrir mig. Eftir
þessa reynslu finnst mér alltaf sorglegt að heyra
af fólki sem skilur og segir að sambandið sé búið.
Oftast er þetta bara tímabil, sem tekur enda. Ég
veit allavega hvað skiptir mig mestu máli.“
ingibjorg@dv.is
Mamma gerði allt þannig að það virtist
eðlilegt. Ég hélt líka að það
væri eðlilegt að klæða sig
vel inni í kulda og sofa í
ullarfötum.
Ég var mjög sár, því mig langaði til að svara
því sem sagt var um mig.
fann hamingjuna Karen
var orðin döpur um tíma
og hélt jafnvel að óham-
ingja sín væri sambandinu
um að kenna en áttaði sig á
því að sú var ekki raunin.
mynd sigtryggur ari
m
yn
d
s
ig
tr
yg
g
u
r
a
ri