Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 36
36 föstudagur 11. júní 2010 viðtal
Ég er náttúrulega æðislegur“ segir Siggi Hlö og skellir upp úr. „Nei, í al-vöru þá finnst mér alltaf jafn fynd-ið þegar konur hringja inn og garga
að ég sé kynæsandi. Þá bara hlæ ég og spyr
hvort þær hafi séð mig,“ segir Siggi Hlö sem
stjórnar samkvæmt könnunum vinsælasta
útvarpsþætti landsins, Veistu hver ég ég var?
Siggi er skemmtanaglöðum Íslendingum vel
kunnugur eftir áratugastarf í útvarpi og sem
plötusnúður. Hann hefur verið vinsæll meðal
kvenþjóðarinnar sem er í miklum meirihluta
meðal þeirra sem hringja inn í þáttinn hans.
Hann telur sig þó ekki vera kvennagull enda
ástfanginn upp fyrir haus.
Líf hans hefur þó ekki verið gleði út í gegn
því ungur að árum varð hann fyrir nokkr-
um áföllum sem mörkuðu líf hans. Á örfáum
árum missti hann föður sinn, frænda og mág,
alla fyrir aldur fram.
Fyrsti plötusnúður seljaskóla
Siggi fæddist í miðbænum en flutti ungur að
árum í Seljahverfið í Breiðholti. Hverfið var þá
að byrja að byggjast upp. „Þetta byrjaði allt í
Seljahverfinu. Þar byrjaði ég feril minn sem
plötusnúður. Þar byrjaði stuðið. Ég var fyrsti
plötusnúður Seljaskóla,“ segir Siggi kátur í
bragði. „Þannig var það að ég átti svo mikið
af plötum því pabbi minn var í millilandasigl-
ingum og kom alltaf með nýjustu plöturn-
ar handa mér.“ Á þessum árum voru nýjustu
plöturnar oft lengi á leiðinni til landsins. Þar
sem faðir Sigga var í siglingum var hann yfir-
leitt kominn með nýjustu plöturnar nokkrum
vikum áður en þær komu í plötubúðir lands-
ins.
„Svo átti að fara að halda fyrsta unglinga-
ballið í skólanum en þá voru góð ráð dýr því
það þurfti að finna einhvern sem átti tónlist.
Það endaði með því að unglingarnir þurftu
að fara niður í barnadeild að ná í mig, 12 ára
guttann, til að spila á ballinu. Ég var náttúru-
lega mjög ánægður með það og tók með mér
nesti á ballið. Ritzkex og rækjusalat og spilaði í
skúringakompu. Síðan var eiginlega ekki aftur
snúið,“ segir Siggi sem er enn í dag, 30 árum
síðar, einn vinsælasti plötusnúður landsins.
„Já, þarna byrjaði þetta og ég er enn að. Ég
hafði bara svo gaman af þessu. Ég var náttúru-
lega aðalspaðinn í Seljaskóla með plöturnar
mínar.“
stoFnaði Ferðadiskó
Siggi hefur alla tíð haft mikið að gera og byrj-
aði snemma að spila í hinum ýmsu veislum.
„Rétt áður en ég fékk bílpróf stofnuðum ég og
félagi minn ferðadiskótekið Biggi og Bói sf.
Við fengum alls konar gigg og spiluðum með-
al annars fyrir starfsfólk Samvinnubankans og
Arnarflugs. Við notuðum fermingargræjurnar
í þetta, hann kom með sínar og ég mínar og
þannig gátum við spilað. Þarna byrjaði maður
að uppgötva þetta og þetta er alveg jafn gaman
í dag. Ég segi stundum að ef ég væri dópisti þá
væri þetta dópið mitt. Að koma inn í sal fullan
af fólki, til dæmis fallegt brúðkaup þar sem all-
ir sitja ægilega fínir. Svo kannski hálftíma eftir
að ég byrja að spila eru karlarnir orðnir berir
að ofan með bindið bundið um hausinn. Það
er kikkið mitt,“ segir Siggi sem er bókaður sem
plötusnúður nánast allar helgar fram í mars
2011. „Það er ekki bara Páll Óskar sem er full-
bókaður,“ segir Siggi og glottir við tönn.
Byrjaði ungur í útvarpi
Auk þess að vera plötusnúður um helgar
stjórnar Siggi vinsælasta útvarpsþætti lands-
ins, Veistu hver ég var? á laugardögum á Bylgj-
unni. Hann hefur verið viðloðandi útvarp síð-
an hann var unglingur. „Ég byrjaði í útvarpi
1986 og hef verið meira og minna í tengslum
við útvarp síðan þá.“
Hann hóf útvarpsferil sinn hjá Útrás, út-
varpi framhaldsskólanema, þá 16 ára gamall.
Þar gegndi hann starfi útvarpsstjóra en staldr-
aði stutt við því hann var rekinn. „Ég gerði þau
mistök að panta snittur upp á mitt einsdæmi,
fyrir formlega opnun stöðvarinnar, án þess að
ráðfæra mig við hina í stjórninni. Mér fannst
bara að það þyrftu að vera snittur þar sem þá-
verandi borgarstjóri, Birgir Ísleifur Gunnars-
son, var væntanlegur á opnunina. En ég var
rekinn og lærði mikið af því,“ segir Siggi alvar-
legur en þó skynjar maður að húmorinn er
ekki langt undan.
„Eftir Útrás fór ég svo að vinna á nætur-
vöktum uppi á Rás 2. Þar var ég í því að taka
saman óskalög og lesa inn kveðjur sem bárust
á næturnar. Þorsteinn G. Gunnarsson var út-
varpsmaðurinn og ég var bara svona á kantin-
um hjá honum.“
vanur útvarpsmaður aF rás 2
En Sigga dreymdi um stærri sigra í útvarpi.
„Árið 1987 byrjaði Stjarnan og þegar hún hafði
verið starfandi í einhverja tvo mánuði manaði
ég mig loksins upp í það að hringja niður á
Stjörnu og spyrja þá hvort þá vantaði ekki van-
an útvarpsmann af Rás 2. Þeir tóku nú aldeil-
is vel í það. Ég man að ég hringdi á mánudegi
og var kominn í loftið á þriðjudagskvöldi,“ seg-
ir Siggi og hlær að minningunni um vana út-
varpsmanninn sem hafði þó bara verið að-
stoðarmaður á næturvöktum. „Síðan þá hef
ég verið meira og minna viðloðandi fjölmiðla.“
Út frá starfi hans við útvarp byrjaði hann
smám saman að taka að sér auglýsingaverk-
efni. „Það loðir við útvarpsbransann að hjálpa
auglýsendum við auglýsingar. Ég vann mik-
ið með auglýsendum við að búa til herferð-
ir og ýmislegt annað. Svo jókst þetta og jókst
og var orðið þannig á endanum að við Valli
(Valli sport, innsk. blaðamanns) vorum farnir
að vera öll kvöld og allar helgar að vinna bæk-
linga og ýmsar auglýsingar. Þá stakk Valli upp
á því að við gerðum einhverja alvöru úr þessu
og við stofnum auglýsingastofuna Hausverk.“
Í dag reka þeir félagar auglýsingastofuna Pip-
ar/TBWA.
stripp, dóp, Bjór og hjálpartæki
ástarlíFsins
Margir muna eftir sjónvarpsþættinum sem
Siggi stjórnaði ásamt vini sínum, fyrrnefndum
Valla sport, fyrir um það bil áratug og hét því
skemmtilega nafni Með hausverk um helgar.
„Við bjuggum eiginlega til nafn í kringum aug-
lýsingadæmið með þessum þætti. Það vissi
enginn hvað auglýsingastofan okkar var en
allir þekktu þáttinn.“ Siggi segir þá hafa ver-
ið frumkvöðla í þess konar þáttargerð í sjón-
varpi. „Við gerðum hluti sem enginn hafði
vogað sér að gera áður. Við vorum með stripp,
fólk að drekka bjór, fólk að ramba inn og kynn-
ingar á hjálpartækjum ástarlífsins, allt í beinni
útsendingu.“
Þátturinn var umdeildur og vakti hneyksl-
un margra. „Þetta fór í taugarnar á eldra fólk-
inu en yngra fólkið dýrkaði þetta.“ Hann telur
þá hafa rutt leiðina fyrir aðra sjónvarpsmenn.
„Eftir að við vorum hættir byrjuðu 70 mín-
útur, svo Strákarnir. Við vorum með hjálpar-
tæki ástarlífsins og allt brjálað en svo komu
strákarnir og pissuðu á sig og það þótti æðis-
legt. Ef við hefðum gert það þá hefði allt orðið
brjálað,“ segir Siggi brosandi og bætir við: „Við
ruddum veginn fyrir ákveðnar breytingar. En
þetta var ekki bara grín. Við fjölluðum um allt
það sem okkur þótti áhugavert. Við töluðum
til dæmis við menn sem stjórnuðu glæpahóp-
um og voru með þjófa á sínum snærum sem
brutust inn fyrir þá. Við vorum líka með við-
tal við mann sem var dreifingaraðili á fíkni-
efnum, efsti maður í keðjunni. Hann lýsti fyr-
ir okkur hvernig þetta gengi allt fyrir sig. Svo
stóð fíkniefnalögreglan yfir okkur meðan við
sendum þáttinn út og reyndi að fá okkur til
að tala. Við áttum margoft fyrstu frétt á Stöð 2,
við nýttum okkur það að við gátum komist að
fólki í innsta hring.“
ekkert kvennagull
Eins og áður sagði stjórnar Siggi vinsælasta
útvarpsþætti landsins í dag.
Í þættinum leggur hann
mikla áherslu á að spila fjör-
uga tónlist sem höfðar til sem
flestra með sérstakri áherslu
á tónlist níunda áratugar-
ins. Hlustendur hringja inn
og panta óskalög. Þátturinn
er gífurlega vinsæll og hefur
nokkra mánuði í röð mælst
með mesta hlustun útvarps-
þátta á landinu.
„Ég er rosalega ánægð-
ur með það hvað þáttur-
inn hefur slegið í gegn. Ég
vil meina að þetta byggist á
fólkinu sem hlustar á mig.
Ég fæ rosalega skemmtilegt
fólk á línuna, gargandi stelpur
úr sumarbústöðum. Það er mjög
mikið um að konur hringi inn,“
segir Siggi sem vill ekki meina að
hann njóti mikillar kvenhylli. „Ég
er ekkert kvennagull.“
Siggi segist umfram allt reyna
að vera jákvæður og hress og það
skili sér út til hlustenda hans: „Ég
hef alltaf lifað lífinu lifandi, ég
reyni að vakna skellihlæjandi og
fara hlæjandi að sofa.“ Hann sér
um að koma fólki í stuð fyrir kvöld-
ið með hressandi tónlist. „Fólk
spyr mig stundum hvort það hringi
bara fullt fólk inn, en það er ekki alveg málið.
Oft hringir samt inn fólk sem er aðeins búið
að fá sér og það er skemmtilegra að spila þau
símtöl en kannski frá þeim sem eru bláedrú.
Ég vil samt taka það fram að þetta er enginn
fyllerísþáttur,“ segir hann og hlær.
„gírar“ Fólk upp
„Ég held að ég sé svolítið í því að gíra fólk upp
fyrir kvöldið. Fólk er að hafa það gaman á fal-
legum laugardegi, er að undirbúa kvöldið,
opnar sér kannski „öllara“ og hringir í Sigga
og biður um eitt óskalag og gargar í símann.
Eða bara er að dúlla sér í eldhúsinu og hlustar
á fólk garga í útvarpinu.“
Siggi er einn í stúdíóinu meðan á þættin-
um stendur. Hann sér því um alla tæknivinnu
sjálfur. „Ég er yfirleitt eins og eftir eróbikktíma
klukkan hálf sjö þegar þátturinn er búinn. Al-
veg búinn á því.“ Hann segist alltaf hafa jafn
gaman af því að vera í útvarpi
„Mér finnst bara æðislegt þegar ég fæ ein-
hvern á línuna sem er skemmtilegur. Það er
líka kannski partur af velgengni þáttarins að
það er bannað að minnast á Icesave, kreppu,
mótmæli, pólitík eða eitthvað leiðinlegt þessa
tvo og hálfa tíma sem ég er í loftinu,“ segir Siggi
sem hefur það að takmarki í lífinu að hafa það
gaman. Þar sem þátturinn hefur notið gífur-
legra vinsælda er ekki auðvelt fyrir hann að
skreppa í frí: „Ég hef þurft að sleppa úr svona
þremur til fimm laugardögum á ári og þá
verður allt vitlaust. Facebook logar og SMS-
in streyma inn,“ segir hann en vill þó ekki
meina að skemmtanalíf Íslendinga stöð-
vist á meðan. „En það kannski hægist að-
eins á því.“
missti Föður sinn á jóladag
En þó að aðalsmerki Sigga sé hress-
leiki og gleði þá hefur lífið ekki allt-
af verið dans á rósum hjá þessum
jákvæða manni. Hann missti föð-
ur sinn ungur að árum og seg-
ir það hafa haft töluverð áhrif
á sig. „Ég missti pabba minn
í sjóslysi á jóladag þegar ég
var 18 ára. Jólin eru oft mjög
skrýtin hjá manni. Þegar all-
ir eru í svaka gleði þá hugsar
maður um pabba sinn sem
er ekki lengur hjá manni.“
Pabbi hans, Hlöðver Ein-
arsson, fórst ásamt fjór-
um öðrum með Suðurlandinu árið 1986. Sex
menn björguðust. „Þeir fóru út á Þorláks-
messu, frá Grindavík. Við vorum svo heppin að
við fórum og gistum í skipinu áður en hann fór
því það voru jólin. Við náðum að kveðja hann.
Svo heyrðum við í honum á aðfangadagskvöld
þegar við vorum búin að opna pakkana. Síð-
an bara um nóttina fór skipið niður,“ segir
Siggi og augljóst er að það tekur á
hann að tala um þetta. „Fyrstu
fréttirnar af slysinu voru
þannig að skipið
hefði sokkið en
það væru allir
heilir á húfi.
Svo fóru
fréttirnar
að breyt-
ast þeg-
ar líða
fór á
dag-
inn.
Við
„É er ekkert
erfiður föðurmissir Siggi Hlö
segir föðurmissinn hafa sett mark
sitt á líf hans. myndir róBert reynisson
vinsælasti útvarpsmaður
landsins „Maður má ekki hætta
meðan þetta er svona vinsælt.”
lífsglaður „Ég hef alltaf lifað lífinu
lifandi, ég reyni að vakna skellihlæj-
andi og fara hlæjandi að sofa.“