Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is
Helgi
Hallgrímsson
náttúrufræðingur á Egilsstöðum
Helgi fæddist í Holti í Fella-
hreppi í Norður-Múlasýslu en
ólst upp á Arnheiðarstöðum
og Droplaugarstöðum í Fljóts-
dal. Hann lauk stúdentsprófi
frá MA 1955, stundaði nám í líf-
fræði, með grasafræði sem aðal-
grein, við háskólann í Göttingen
í Þýskalandi 1955-57, 1958-59
og 1960-61 og við háskólann í
Hamborg 1963. Helgi lauk fyrri-
hlutaprófi í Hamborg.
Helgi var kennari við Alþýðu-
skólann á Eiðum 1957-58 og
Menntaskólann á Akureyri 1959-
60, 1961-62 og 1963-69, var safn-
vörður við Náttúrugripasafnið á
Akureyri frá 1963 og forstöðu-
maður þess 1963-73 og 1977-87
og forstöðumaður Rannsóknar-
stöðvarinnar Kötlu á Víkurbakka
á Árskógsströnd 1971-76.
Helgi var formaður SUNN,
Samtaka um náttúruvernd á
Norðurlandi, frá stofnun 1969-
80 og forseti Vísindafélags Norð-
lendinga frá stofnun 1971-87, að
fáum árum undanskildum.
Helgi, sem hefur skrifað fjölda
greina og ritgerða, fékk viður-
kenningu Hagþenkis, félags höf-
unda fræðirita og kennslugagna,
árið 1987 fyrir fræðiritgerðir.
Helgi hefur verið búsettur
á Egilsstöðum frá 1987. Hann
samdi ritið Lagarfljót – Mesta
vatnsfall Íslands, sem kom út hjá
Skruddu 2005.
Fjölskylda
Helgi kvæntist 23.4. 1958 Krist-
björgu Gestsdóttur, f. 19.10.
1932, d. 1.1. 2008, húsfreyju.
Foreldrar hennar: Gestur Kristj-
ánsson, f. 10.11. 1906, d. 9.8.
1990, bóndi í Múla í Aðaldal og
síðar á Húsavík, og k.h., Guðný
Árnadóttir, f. 6.3. 1904, d. 3.11.
1933, húsfreyja.
Börn Helga og Kristbjarg-
ar: Hallgrímur, f. 12.8. 1958,
BA í ensku, búsettur í Reykja-
vík; Gestur, f. 14.5. 1960, verk-
stjóri á Fosshóli í Ljósavatns-
hreppi; Heiðveig Agnes, f. 23.10.
1970, búsett að Setbergi á Hér-
aði, en maður hennar er Helgi
Bragason; Björk Þorgrímsdóttir
(stjúpdóttir Helga), f. 29.5. 1953,
sjúkraliði á Akureyri.
Systkin Helga: Ólafur Þór, f.
18.9. 1938, fyrrv. sóknar prestur
á Mælifelli í Skagafirði; Agnar,
f. 20.6. 1940, íslensku fræðingur,
nú búsettur á Akureyri; Guð-
steinn, f. 7.3. 1945, bóndi á
Teigabóli á Héraði; Guðrún Mar-
grét, f. 27.5. 1948, d. 15.5. 2003,
ritari hjá Byggðastofnun á Akur-
eyri; Bergljót, f. 1.3. 1952, hús-
freyja og ferðaþjónustubóndi í
Haga í Aðaldal.
Foreldrar Helga voru Hall-
grímur Helgason, f. 29.9. 1909,
d. 30.12. 1993, bóndi á Drop-
laugarstöðum í Fljótsdal, og k.h.,
Laufey Ólafsdóttir, f. 31.5. 1912,
d. 11.8. 2003, húsfreyja, síðast
búsett á Egilsstöðum.
Ætt
Hallgrímur var sonur Helga,
b. á Refsmýri í Fellum
Hall gríms sonar, b. á Birnufelli,
bróður Gísla, föður Benedikts frá
Hofteigi og Sigurðar, pr. á Sönd-
um. Hallgrímur var sonur Helga,
b. á Geirúlfs stöðum, bróður Guð-
rúnar, ömmu Gunnars Gunn-
arssonar rit höfundar. Helgi var
sonur Hallgríms, skálds á Stóra-
Sandfelli Ásmundssonar, bróð-
ur Indriða, afa skáldanna Jóns og
Páls Ólafssona. Móðir Hallgríms
á Birnufelli var Margrét Sigurð-
ardóttir, b. á Mýrum í Skriðdal
Eiríkssonar, af Njarðvíkurætt, og
Ólafar Sigurðardóttur, af Pamfíl-
sætt.
Móðir Hallgríms á Drop-
laugar stöðum var Agnes Páls-
dóttir, b. á Fossi á Síðu Þor-
steinssonar. Móðir Páls var
Agnes Sveinsdóttir, b. á Fossi á
Síðu Steingrímssonar og Ragn-
hildar Oddsdóttur, systur Guðríð-
ar, langömmu Jóhannesar Kjar-
vals. Móðir Agnesar var Margrét
Ólafsdóttir, systir Þuríðar, lang-
ömmu Odds Björnssonar leikrita-
höfundar. Laufey er dóttir Ólafs,
b. í Holti í Fellahreppi Jónssonar,
b. á Skeggjastöðum Ólafssonar, af
Melaætt. Móðir Ólafs var Berg-
ljót Sigurðardóttir, b. í Geitagerði
Pálssonar, og Þorbjargar Jóns-
dóttur, ættföður Vefaraættar Þor-
steinssonar. Móðir Laufeyjar var
Guðlaug, systir Halldóru, lang-
ömmu Hrafns Gunnlaugs sonar.
Guðlaug var dóttir Sigurðar, b. í
Kolsstaðagerði Guttorms sonar,
stúdents á Arnheiðarstöðum,Vig-
fússonar, pr. á Valþjófsstað Orms-
sonar, langafa Ingunnar, móð-
ur Þorsteins Gísla sonar skálds,
föður Gylfa Þ. Gíslasonar ráð-
herra, föður Þorsteins heimspek-
ings, Vilmundar ráðherra og Þor-
valds hagfræðiprófessors. Móðir
Guðlaugar var Guðríður Eiríks-
dóttir, b. á Hafursá Arasonar og
Þóru Árnadóttur, b. á Kappeyri
Stefáns sonar, ættföður Sandfells-
ættar Magnús sonar. Móðir Árna
var Guðrún Erlendsdóttir, ætt-
föður Ásunnarstaðaættar Bjarna-
sonar.
75 ára á föstudag 90 ára á föstudag
Jónína Jónsdóttir
fyrrv. húsmóðir í rEykjavík
Jónína fæddist á Gemlufalli í Dýra-
firði, ólst þar upp í foreldrahúsum við
öll almenn sveitastörf þess tíma og
átti þar heima uns hún stofnaði sitt
eigið heimili í Reykjavík.
Jónína var í Núpsskóla 1937-39,
tók bifreiðapróf til mannflutninga
1946 og fékk ökukennsluréttindi á bif-
reið sama ár. Á milli þess að vinna í
foreldrahúsum var hún við ýmis störf,
svo sem saumaskap og bifreiðaakstur.
Jónína hefur setið í stjórnum
ýmissa félagasamtaka, allt frá því á
unglingsárum, og setið þing þeirra
og ráðstefnur. Hún hefur m.a. verið
félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur,
í fulltrúaráði Framsóknar félaganna
í Reykjavík, sat í stjórn Lands-
sambands klúbbanna Öruggur akstur
og var varamaður í Umferðarráði á
þeirra vegum.
Fjölskylda
Jónína giftist 28.11. 1952 Pétri Sigur-
jónssyni, f. 25.10. 1913, d. 9.10. 2001,
húsasmíðameistara og verkstjóra í
Söginni hf. í Reykjavík.
Börn Jónínu og Péturs eru Sigríð-
ur, f. 11.5. 1951, gift Jan Overmeer en
þau búa í Skotlandi. Dætur Sigríð-
ar eru Edda, f. 27. 1. 1980, og Anna, f.
29.3. 1983; Sigurjón, f. 11.4. 1955, d.
21.5. 1972; Jón Ágúst, f. 18.10. 1959,
en kona hans er Hólmfríður Helga
Þórsdóttir og eru börn þeirra Fanney
Helga, f. 26.6. 1989 og Pétur Þór f.
10.9.1992; Ólafur, f. 6.6. 1961, en kona
hans er Anna M. Þ. Ólafsdóttir; Krist-
ín, f. 18.9. 1966, en maður hennar er
Þröstur Harðarson og eru börn þeirra
Eyrún f. 22.1. 1991 og Njáll f. 23.4.
1994.
Systkini Jónínu: Sigríður Kristín, f.
5.10. 1917 d. 17.2. 1999, var gift Eiríki
J. Eiríkssyni, presti og þjóðgarðsverði
á Þingvöllum; Nanna Valborg, f. 24.5.
1919, d. 8.6. 1919; Elín, f. 29.6. 1921,
var gift Oddi Andréssyni, bónda. og
alþm. á Hálsi í Kjós; Ingibjörg, f. 31.12.
1922, d. 18.11. 2006, var gift Gísla
Andréssyni, bónda og hreppstjóra á
Hálsi í Kjós; Guðmundur, f. 7.9. 1924,
d. 16.8. 1983, húsasmíðameistari og
hreppstjóri á Flateyri en ekkja hans er
Steinunn Jónsdóttir á Flateyri.
Fóstursystkini Jónínu: Ragnheiður
Stefánsdóttir, f. 27.10. 1911, d. 28. 11.
1985, húsfreyja, systurdóttir Jóns, gift
Steinþóri Árnasyni, bónda á Brekku í
Brekkudal; Skúli Skúlason, f. 8.9. 1932
d. 18.2. 2009, bóndi á Gemlufalli,
kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur hús-
freyju.
Foreldrar Jónínu voru Jón G.
Ólafsson, bóndi á Gemlufalli, og k.h.,
Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja.
Ætt
Jón var sonur Ólafs Guðmunds sonar,
b. í Hólum í Dýrafirði Guðbrands-
sonar, Guðmundssonar. Móðir Guð-
brands var Guðrún Guðbrandsdóttir,
b. í Hólum Sigurðssonar, b. í Hólum
Guðbrandssonar, b. á Gerðhömrum
Sigurðssonar, prófasts í Holti Jóns-
sonar, prófasts í Vatnsfirði Ara sonar,
sýslumanns í Ögri Magnússonar
prúða, sýslumanns í Ögri Jónssonar.
Móðir Ólafs Jónssonar var Guðrún
Bjarnadóttir, b. í Lambadal. Móðir
Guðrúnar var Elísabet Markúsdóttir,
pr. á Söndum Eyjólfssonar og Elísa-
betar Þórðardóttur, ættföður Vigur-
ættar Ólafssonar, lögsagnara á Eyri og
ættföður Eyrarættar Jónssonar.
Móðir Jóns var Sigríður Kristín,
ljósmóðir Jónsdóttir, b. á Vöðlum í
Önundarfirði Sigurðssonar, og Ingi-
bjargar Bjarnadóttur murru, b. á
Minna-Garði í Dýrafirði Ólafssonar.
Ágústa var dóttir Guðmundar,
b. og skipstjóra á Brekku Jens sonar,
Guðmundssonar. Móðir Jens var
Guðrún Magnúsdóttir, skrifara á Núpi
í Dýrafirði Magnússonar og Jósabetar
Jónsdóttur, pr. á Hrafnseyri Bjarna-
sonar. Móðir Jósabetar var Þorkatla
Sigurðardóttir, pr. í Holti í Önundar-
firði Sigurðssonar, bróður Guðbrands
á Gerðhömrum. Móðir Sigurðar í
Holti var Helga Pálsdóttir, prófasts í
Selárdal Björnssonar. Móðir Þorkötlu
var Helga Pálsdóttir, sýslumanns
Torfasonar. Móðir Guðmundar var
Guðrún Ólafsdóttir, b. á Gemlufalli
Ólafssonar.
Móðir Ágústu var Jónína, systir
Egils, langafa Ólafs Ragnars Gríms-
sonar forseta. Jónína var dóttir Jóns,
b. á Kotnúpi í Mýrahreppi Ólafssonar
og Þórdísar Egilsdóttur.
Jónína tekur á móti gestum í fé-
lagssal Sundfélags Hafnarfjarðar í Ás-
vallalaug, Hafnarfirði, milli kl. 17.00
og 19.00, föstudaginn 11. júní.
Aðalsteinn fæddist í Ási á Vopna-
firði og ólst þar upp. Hann stundaði
nám við Héraðsskólann á Laugum í
Suður-Þingeyjarsýslu 1942-44 og tók
síldarverkunarpróf á Siglufirði 1957.
Aðalsteinn var níu ára er hann
byrjaði að beita, var sína fyrstu
vetrar vertíð á Höfn í Hornafirði
1941-42 og stundaði síðan vertíðir
þar eftir að hann lauk námi á
Laugum. Þá var hann tvær vertíðir
í Reykjavík og eina vertíð í Keflavík
1956-57.
Aðalsteinn var á síldveiðum á
bátum frá Eskifirði og Neskaupstað
sumrin 1947-50. Hann og Sveinn,
bróðir hans, byggðu Ásbryggju á
Vopnafirði 1949 sem síðar varð
síldar söltunarstöð. Aðalsteinn var
verkstjóri og síldarmatsmaður hjá
Auðbjörgu hf. 1956-70, hjá Kristni
og Aðalsteini Jónssonum, er leigðu
þá bryggju og aðstöðu Aðalsteins og
Sveins á Vopnafirði. Seinni síldar-
árin leigði Tangi hf. aðstöðuna og
svo Bakkasíld sf.
Aðalsteinn og Sveinn hófu grá-
sleppuveiðar um 1960 og stund-
uðu þær um árabil. Þá stofnuðu þeir
fyrirtækið Ásbræður og áttu saman
trilluna Fuglanes NS 72. Auk þess
hefur Aðalsteinn stundað þorsk-
veiðar, byggingavinnu, múrverk og
alla almenna verkamannavinnu.
Aðalsteinn hefur verið meðlimur
í Hvítasunnusöfnuðinum um ára-
bil. Hann lagði gjörva hönd á kirkju-
byggingu safnaðarins 1954 og hefur
verið gjaldkeri safnaðarins frá 1954.
Einnig var hann gjaldkeri Ung-
mennafélagsins Einherja um árabil.
Fjölskylda
Aðalsteinn kvæntist 2.6. 1955 Stef-
aníu Sigurðardóttur, f. 22.7. 1925, d.
13.8. 1968, húsmóður. Hún var dóttir
Sigurðar R. Halldórssonar, f. 16.3.
1897, bónda að Galtahrygg í Mjóa-
firði við Djúp, og Guðmundínu Jóns-
dóttur, f. 19.4. 1889, húsfreyju.
Börn Aðalsteins og Stefaníu eru
Páll, f. 23.7. 1956, skipasmiður en
kona hans er Astrid Aðalsteinsson
frá Finnlandi og eiga þau þrjú börn,
Katrínu Stefaníu, f. 25.8. 1988, Lýdíu
Linnéu, f. 6.8. 1990, og Enok Örn, f.
17.4. 1997; Ásmundur, f. 9.9. 1957,
húsasmiður; Rósa, f. 30.9. 1958.
Systkini Aðalsteins: Pála Mar-
grét, f. 14.1. 1921, d. 21.1. 1994, hús-
móðir í Reykjavík; Svava, f. 22.12.
1921, húsmóðir á Reyðarfirði, dvelur
nú á Hulduhlíð, heimili aldraðra
á Eskifirði; Sveinn, f. 12.6. 1925,
d. 24.11.1997, útgerðarmaður á
Vopnafirði; Guðni Þórarinn f. 6.10.
1926, d. 31.1.2004, útgerðarmaður á
Vopnafirði.
Foreldrar Aðalsteins voru Sigurð-
ur Þorbjörn Sveinsson, f. 16.7.1892,
d. 2.9. 1978, símamaður og bóndi að
Ási í Vopnafirði, og Katrín Ingibjörg
Pálsdóttir, f. 2.6. 1896, d. 28.4. 1978,
ljósmóðir og húsfreyja.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
85 ára á laugardag
Aðalsteinn Sigurðsson
fyrrv. útgErðarmaður í ási á vopnafirði
38 föstudagur 11. júní 2010
aðalsteinn með sonardóttur sinni, Lýdíu Linnéu, er hún dúxaði sem stúdent af
listabraut Vma hinn 22.5. sl.