Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 46
46 föstudagur 11. júní 2010 NafN og aldur? „Ágúst Bogason. 29 ára.“ atviNNa? „Fyrst og síðast er ég útvarpsmaður á Rás 2.“ Hjúskaparstaða? „Sambúð – með reykvískum Suður-Þingeyingi sem heitir Vala.“ fjöldi barNa? „Barnlaus.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já. Nokkur kattardýr og einhverjar fleiri smáverur þegar ég var barn. En ég er laus við dýrahald í dag.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Benna Hemm Hemm, Alasdair Roberts og Blásara- sveit Reykjavíkur á Listahátíð. Svo sá ég Snorra Helga í London fyrir tveimur vikum.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Já og nei. Var handtekinn um 250 metra frá heimili mínu eftir samræmduprófin og var keyrður beint heim. Þannig að það telur varla.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Það er ákveðið par af gallabuxum sem ég keypti fyrir tveimur árum. Þær passa svo fáránlega vel að það mætti halda að þær hafi verið klæðskerasaumaðar sérstaklega fyrir mig.“ Hefur þú farið í megruN? „Nei, þess hef ég aldrei þurft og á meðan ég passa í uppáhaldsbuxurnar mínar þá er ég góður.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já. Mótmæli eru mjög heilbrigð þegar þau eru sæmi- lega friðsamleg.“ trúir þú á framHaldslíf? „Nei, ég hef frekar miklar efasemdir um slíkt.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Hérna áður fyrr var ég algjör tónlistarfasisti en í dag er ég frekar fordómalaus á tónlist. Ég á samt erfitt með að kyngja því að ég hafi fílað fyrsta lagið sem ég heyrði með Limp Bizkit.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Margt sem kemur til greina. En Computer Love með Kraftwerk virkar alltaf.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Meiri sólar og meira sumars. Og auðvitað heims- meistarakeppninnar í fótbolta.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur? „The Big Lebowski og Sódóma Reykjavík. Karakter- arnir í þessum myndum eru bara svo góðir og sam- tölin þeirra á milli enn betri.“ afrek vikuNNar? „Að hlaupa 10 kílómetra í einni lotu.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Ég hef alla vega aldrei borgað neinum fyrir að spá fyrir mér og mun seint gera.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Já, ég er gítarleikari. Ég hef meira að segja gefið út plötur með hljómsveitinni minni – Jan Mayen.“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Mér sýnist það vera að hrynja saman þannig að er ekki best að vera utan við það dæmi í bili?“ Hvað er mikilvægast í lífiNu? „Að njóta þess.“ Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja Hella fullaN og fara á trúNó með? „Ég væri til í að heimsækja Bessastaði og fá nokkra hluti hjá Ólafi Ragnari á hreint. Svo skilst mér að þeir veiti vel þarna hjá forsetanum.“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Obama – einfaldlega vegna þess að hann er maður- inn nú um stundir.“ Hefur þú ort ljóð? „Já. Tók meira að segja þriðja sætið í ljóðasamkeppni Kvennaskólans árið 2000 ásamt Valla vini mínum.“ Nýlegt prakkarastrik? „Það eru margir vinnustaðagrínarar á RÚV og stund- um þarf maður að snúa vörn í sókn. En ég get ekki farið út í smáatriði, af lagalegum ástæðum.“ Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Sumir segja Adrien Brody. Aðrir segja að ég líkist ungum Jarvis Cocker. Sjálfur tel ég mig ansi líkan James Earl Jones.“ ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Ég kann ekkert sniðugt eins og að snerta nefið með tungunni en ég get blístrað mjög hátt.“ Ágúst Bogason, útvarpsmaður á Rás 2, er í sambúð með reykvískum Suður-Þingeyingi og hefur einu sinni komist í kast við lögin. Computer Love með Kraftwerk kveikir í hon- um og hann vill Ísland utan Evrópusambandsins. Ágúst þarf stundum að snúa vörn í sókn gegn vinnustaðagrínurum. margir viNNustaða- gríNarar á rúv www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - NÝTT Á DV.IS SIGGI STORMUR OG GULA PRESSAN fRjáLST, óháð dAGbLAð Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur skrifar nú daglega veðurpistla á dv.is. Henrý Þór Baldursson skopmyndateiknari hefur einnig gengið til liðs við DV og birtir Gulu Pressuna daglega á dv.is. +
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.