Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 48
Besta og versta sólarvörnin Nú þegar sólin er loksins farin að skína er nauðsynlegt að fjárfesta í góðri sólarvörn. Á vefnumc osmeticsdata- base.com er hægt að skoða lista yfir bestu og verstu tegundir sólarvarna en list- inn er byggður á stórri rannsókn. Sum kremin eru hreinlega hættuleg heilsunni á meðan önnur veita enga vörn gegn geislum sólarinnar þrátt fyrir að vera merkt stuðlinum 15. Á vef Lyfju kemur fram að flestum dugir vörn 15 en á börn ætti ávallt að nota vörn með stuðli 25. Ástarsambönd í Hollywood ganga sjaldnast upp og kannski vegna þess að stjörnurnar eru ekki að horfa á réttu eiginleikana. Í óformlegri könn- un sem tímaritið People gerði á meðal átta karlkyns stjarna kom í ljós að flest- ir töldu heiðarleika mest aðlaðandi í fari hins kynsins. Stórleikarinn Gerard Butler segir útlitið skipta máli. Hann vilji hávaxnar konur með dökkt, sítt hár. „En þegar öllu er á botninn hvolft er það þó innri maðurinn sem skipt- ir mestu og sú tilfinning sem þú færð með viðkomandi,“ sagði Butler. Alexander Skarsgård úr True Blood hrífst af gáfuðum, fyndnum konum. „Hún verður að hafa húmor,“ sagði Skarsgård. Unglingsúlfurinn Taylor Lautner segir innri mann skipta öllu. „Konan verður að geta slakað á og ver- ið hún sjálf og bara haft gaman.“ Nýjasta American Idol-stjarn- an, Lee DeWyze, segist hrífast af ein- lægum og heiðarlegum konum. „Þær verða að vera með báða fæturna á jörðinni og geta verið þær sjálfar í kringum mig.“ Hollywood-stjörnurnar hrífast af heiðarleika í fari hins kynsins: innri maður skiptir mestu UmSjóN: iNdíaNa ÁSa hreiNSdóttir, indiana@dv.is n Flestir kettir eru með mjólkuróþol. Líkt og flest spendýr missa kettir hæfileika til að melta mjólkurvörur. mjólkin er ætluð ungviðinu. n hundar með „kramin“ andlit eru líklegri til að þjást af slæmri heilsu. n allir dalmatíuhundar fæðast hvítir. Blettirnir birtast á fyrstu vikunum. n Kettir hafa ekki veiðieðli. ef kettlingur lærir ekki að veiða af mömmu sinni er ólíklegt að hann geti það nokkurn tímann. n Þefskyn hunda er hundrað sinnum öflugra en manna. n heimiliskettir sofa um það bil 16 stundir á dag. Stórir kettir í náttúrunni sofa enn lengur. n Kettir eru annaðhvort rétt- eða örv- „hentir“ nema þeir örfáu sem eru jafnvígir á báðar. n hundar og menn eru einu spen- dýrin sem hafa blöðruhálskirtil. n hundar eru ekki litblindir. Þeir sjá liti en ekki jafn vel og menn. n allir kettlingar fæðast með blá augu. Litur þeirra breytist á fyrstu tveimur vikunum eftir að þeir hafa opnað augun. n Blaut hundanef geta fundið meiri lykt. n Kettir mjálma ekki á aðra ketti. Þeir nota mjálmið til að fá athygli manna. n Göngustíll katta minnir á gíraffa og kameldýr. n heimilishundar geta eignast afkvæmi með úlfum. Bekkjarfé- lagar hækka einkunnir Í stórri amerískri rannsókn kom í ljós að þeir nemendur sem eiga fleiri vini innan skólans gengur betur í námi en þeir sem eiga fleiri vini utan skólans. Rann- sóknin var byggð á viðtölum við 629 nemendur af báðum kynjum. „Þeir sem eiga hlutfallslega stærri vinahóp innan veggja skólans en utan og geta því rætt saman um kennarana, prófin og annað sem viðkemur skóla og námi, virðast fá hærri einkunnir,“ segir And- rew J. Fuligni, höfundur rann- sóknarinnar og sálfræðiprófessor í UCLA, sem segir vini utan skól- ans alls ekki óheppilega en að þeir þjóni öðrum tilgangi. Eftirfarandi setningar eru teknar úr viðtölum við karlmenn á aldrinum 26 til 52 ára. 48 föstudagur 11. júní 2010 lífsstíll Sannleikurinn um hunda og ketti Karlmönnum er sama hvort þú ert grönn, passlega vaxin eða örlítið þybbin „Ef við erum enn æstir í að sofa hjá þér þýðir það að við erum yfir okkur ánægðir með útlit þitt.“ – 32 ára karlmaður Karlmenn vita að konur eru óánægðari með suma líkams- hluta sína en aðra „Engar áhyggjur – við elskum líkama ykkar. Sérstaklega þar sem við erum þeir einu sem fá að sjá hann í návígi.“ – 27 ára karlmaður Karlmenn vilja konur sem girnast þá „Æsingurinn og hitinn magnast um 100% í þau skipti sem konan hefur frumkvæðið.“ – 28 ára karlmaður Karlmenn girnast kynþokkafullar konur „Við vitum að heitar konur þurfa ekki endilega að vera ávísun á heita ást- arleiki eða rómantískt ástarsamband en samt girnumst við þær. Aðallega til að geta montað okkur við vini okk- ar.“ – 32 ára karlmaður Karlmenn vilja líka kúra „Stundum viljum við vera fyrir innan við þegar við „spoon-um“.“ – 34 ára karlmaður Útlitið er ekki allt „Flestir okkar myndu velja gáfur fram yfir stór brjóst, hvar og hvenær sem er.“ – 26 ára karlmaður Reykingar eyðileggja allt „Það skiptir ekki máli hversu heit þú ert, ef þú reykir missirðu allan sjarma. Ég gæti aldrei kysst konu sem reykir. ALDREI.“ – 32 ára karlmaður Það er í eðli okkar að skoða „Við getum ekki gert að því – við horf- um á aðrar konur. Kannski er best fyrir kærustuna að sætta sig við gláp- ið og vera fegin að það sé ekkert ann- að í gangi.“ – 52 ára karlmaður Kærastan og uppáhaldsliðið „Það er ekkert meira sexí en konan mín í Liverpool-bol einum fata.“ – 35 ára Liverpool-aðdáandi Of mikið af því góða „Ef þú ert það langt í burtu að ég get ekki snert þig en samt finn ég ilm- vatnslyktina ertu að úða allt of miklu ilmvatni á þig.“ – 34 ára karlmaður Karlmenn þola ekki hvað konur eru lengi að taka sig til „En við elskum svo sannarlega að sjá útkomuna.“ – 31 árs karlmaður Karlmenn líta ekki eftir giftingarhring „Þó að við sæjum hring á fingri myndum við samt reyna við þig.“ – 40 ára karlmaður Þægindi fram yfir glamúr „Auðvitað viljum við hafa ykkur sætar og stelpulegar en það er ekkert sexí við föt sem virðast óþægileg.“ – 34 ára karlmaður Karlmenn vilja halda í karlmennsku sína „Lítill hlut af sál okkar deyr í hvert skipti sem við förum út að ganga með litla smáhund- inn þinn klæddan í bleikan og gyllt- an kjól.“ – 29 ára karlmaður Karlmönn- um líður ekki vel í kvennadeild verslana „Karlmaður sem fer út í búð að kaupa fyrir þig túrtappa og dömubindi er kominn til að vera.“ – 31 árs karlmaður Karlmenn hafa aðrar þarfir en konur „Eins mikið og þið þurfið að finna fyrir að einhver girnist ykkur þurfum við að finna fyrir að einhver þurfi á okkur að halda.“ – 29 ára karlmaður Karlmenn bíða líka við símann „Ef þið svarið ekki í símann en vitið að við ætlum að hringja vekur það mikinn ótta hjá okkur.“ – 27 ára karlmaður Karlmenn vilja konu sem lyndir við mömmu „Ég get ekki beðið um neitt meira þegar þið mamma eruð sammála. Þá fá báðar uppáhaldskonurnar mínar það sem þær vilja.“ – 29 ára karlmaður Það sem við vissum ekki um karla Vill gáfaðar konur Leikarinn alexander Skarsgård hrífst af gáfuðum og fyndnum konum. Dökkhærðar gyðjur Stórstjarnan Gerard Butler vill hávaxnar dökkhærðar konur með sítt hár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.