Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Side 52
52 föstudagur 11. júní 2010 helgarblað I´ll be back Án efa frægasta setning Arnolds fyrr og síðar. Sagði hana fyrst í The Running Man sem kom út árið 1987. Það voru hins vegar Terminator-myndirnar sem gerðu frasann ódauðlegan. Arnold hefur þó notað frasann í öðrum útfærslum eða gert grín að honum í myndum eins og Twins og Last Action Hero. Hasta la vIsta, baby Annar ódauðlegur frasi úr Terminator 2 sem kom út árið 1991. Arnold lét þessi fleygu orð falla rétt áður en hann tortímdi T-1000 vélmenninu ógurlega. you´re a cHoIr boy compared to me Þessa hógværu setningu sagði Schwarzenegger við Satan sjálfan í myndinni End of Days sem kom út árið1999. Þar lék Arnold fyrrverandi lögreglumanninn Jericho Cane sem reynir að koma í veg fyrir að djöfullinn steypi heiminum í eilífan glundroða. you´re one ugly motHerfucker Árið 1987 lék Arnold hinn eitilharða Major Dutch Schaeffer í myndinni Predator. Þar berst hann við eina illvígustu geimveru fyrr og síðar. Einnig þá ljótustu að mati Arnolds því hann hafði þetta um málið að segja þegar ófreskjan fjarlægði grímu sína. don‘t dIsturb my frIend. He´s dead tIred John Matrix er ekkert lamb að leika sér við og það sannaðist í myndinni Commando sem kom út árið 1985. Eftir að hafa snúið einn af vondu körlunum úr hálslið um borð í flugvél sagði hann þetta við eina flugfreyjuna. Stuttu seinna stökk hann út úr vélinni án fallhlífar. fly or dIe! Commando er svo uppfull af frösum að hægt væri að birta allan díalóg Arnolds úr myndinni. Ein af þeim betri var þessi lína þegar Arnold reyndi að fá sjóflugvél til þess að fara í gang. Óþokkarnir komu akandi eftir bryggjunni og létu kúlnahríð dynja á vélinni meðan Arnold svaraði í sömu mynt og vinkona hans reyndi að koma vélinni í gang. Arnold fékk nóg á endanum, barði í mælaborðið og sagði „Fly or die“. Vélin hrökk í gang og Arnold afgreiddi vondu karlana í sitt hvoru skotinu áður en lagt var í hann. I´ll need your clotHes, your boots and your motorcycle En einn frasinn úr Terminator 2. Arnold labbar inn á frekar vafasaman bifhjólabar kviknakinn í upphafi myndarinnar. Finnur þar ógnvænlegasta mótórhjólakappann á svæðinu og biður hann um að láta umbeðna hluti af hendi við mikinn fögnuð viðstaddra. Fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. tHIs Is for sleepIng wItH my wIfe Jafnvel þótt mörgum finnist myndir Arnolds hafa verið slakari í seinni tíð leynast þar góðar setningar inn á milli. Til dæmis þessi frasi sem hann sagði í myndinni The 6th Day sem kom út árið 2000 í þann mund sem hann kýldi klónaða útgáfu af sjálfum sér kalda. you´ve been erased Þessa frumlegu setningu sagði Arnold að sjálfsögðu í hasarmyndinni Eraser sem kom út árið 1996. Þar lék hann John Kruger sem starfaði við vitnavernd og þurfti að gæta hinnar fögru Vanessu Williams. Þetta var það síðasta sem nokkrir óþokkar fengu að heyra áður en þeir yfirgáfu hið jarðlega líf. alrIgHt everyone...cHIll Margir deildu um ágæti myndarinnar Batman and Robin sem kom út árið 1997. Arnold þótti þó nokkuð svalur í hlutverki Mr. Freeze sem mætti óboðinn í veislu borgarstjórans og sagði þessa setningu við gesti rétt áður en hann frysti hópinn. you‘re fIred Eftir mikla bardaga við hryðjuverkamenn í myndinni True Lies sem kom út árið 1994 gerist lokauppgjörið í háloftunum. Þar berjast Arnold og höfuðpaur hryðjuverkasam- takanna ofan á orrustuflugvél. Höfuðpaurinn flækir sig í flugskeyti og Arnold var ekki lengi að senda hann í burtu með þessi orð í skilnaðargjöf. Kvikmyndir hafa í gegnum tíðina getið af sér mikið af ódauðlegum frösum. Sumir frasar eru óneitanlega skemmtilegri en aðrir og ber þá helst að nefna svokallaða „one liners“ eða einlínunga. Konungur þessara frasa er án nokkurs vafa austur- ríska buffið Arnold Schwarzenegger. DV lítur yfir farinn veg og rifjar upp helstu frasa ríkisstjórans í gegnum tíðina, en það var úr mörgu að velja. bestu frasar arnolds Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.