Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Side 12
12 fréttir 23. ágúst 2010 mánudagur Kostnaður ríkisins við uppgjör bankanna á síðasta ári var um 190 milljarðar króna. Á sama tíma og þeir voru gerðir upp voru teikn á lofti um að gengistrygging lána væri ólögleg. Nokkrar fjármálastofnan- ir höfðu þá verið í slíkri starfsemi. Ekki var gerð sérstök úttekt á gengistryggingu lánanna þegar bankarnir voru gerðir upp. Nú gæti ríkið þurft að leggja bönkunum til hundrað milljarða króna. Áttuðu sig ekki Á eftirskellinum Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu bárust því aldrei lögfræðiálitin sem gerð voru í Seðla- banka Íslands og viðskiptaráðuneyt- inu á gengistryggðum lánum. Álitin komu aldrei inn á borð hjá starfs- mönnum fjármálaráðuneytisins eða þeim sem fóru fyrir hönd ríkisins í samningaviðræðum við skilanefnd- ir viðskiptabankanna um uppgjör þeirra. Þorsteinn Þorsteinsson, sem fór fyrir hönd ríkisins í samningavið- ræðunum við skilanefndirnar, hafði enga slíka úttekt í höndunum. Við upphaf viðræðnanna var lagt fram eignamat sem endurskoð- unarfyrirtækið Deloitte gerði. Auk þess var lagt mat á hugsanlega fjár- mögnun ríkisins og tillögur um jöfn- unargreiðslur milli nýju og gömlu bankanna vegna yfirtekinna eigna og skulda. Í samningunum fengu ís- lensk stjórnvöld til liðs við sig alþjóð- leg ráðgjafarfyrirtæki til að leggja mat á eignasöfn bankanna. Í samn- ingaviðræðunum við Landsbankann fengu íslensk stjórnvöld ráðgjafar- fyrirtækið Hawkpoint til liðs við sig en skilanefnd sama banka Barclays Capital. Magnús Orri Schram, þingmað- ur Samfylkingarinnar, spurði Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskipta- ráðherra, út í það hvernig staðið hefði verið að uppgjöri bankanna á þingflokksfundi á mánudag. Hann fékk þau svör að ríkið hefði náð mjög hagstæðum samningum. Lána- safnið hefði verið metið á um 280 til 460 milljarða króna og var mið- að við lægsta punktinn í verðmatinu við gerð samningsins. „Að einhverju leyti var búið að meta lánasafnið niður þegar ríkið tók bankana yfir og óvissu um lánasafnið var eytt. Það takast margir þættir á þegar lána- söfn eru metin eins og þróun myntar, vaxtaforsendur, endurheimtur og lögmæti. Á endanum náðust þessir samningar um kaupin sem tóku mið af því verðmati sem var gert,“ segir Magnús. Eignasafnið metið í heild Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu var eignasafnið tek- ið fyrir og metið í heild við uppgjör nýju bankanna. Ónýtar eignir voru teknar til hliðar og þeim sem metnar voru einhvers virði haldið eftir. Ráð- gjafarfyrirtæki gaf sér ákveðnar for- sendur og mat óvissuþætti í eigna- safninu. Farið var yfir marga þætti í eignasafninu og síðan lagt mat á endurgjald vegna eignasafns bank- anna. Að mati fjármálaráðuneytisins hefði það verið algjörlega óraunhæft að taka einn þátt út eins og gengis- tryggðu lánin eða að leggja til að ein- hver þessara óvissuþátta hefði leitt til endurupptöku uppgjörsins í samn- ingunum. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hefði það líklega engu breytt hefðu álitin legið fyrir þegar bankarnir voru gerðir upp. Rósa Björk Brynjólfsdótt- ir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins segir að lánin hafi verið lögleg í átta ár og bankarnir sjálfir ráðist í mikla lögfræðilega vinnu þar sem lögmæti þeirra var kannað. Þá hafi um fjöru- tíu lánasamningar verið virkir á þess- um tíma, allt frá bílalánasamningum til fyrirtækjalánasamninga. Gengislán hafi ekki verið helstu lánin sem hafi verið útistandandi á þessum tíma. Þúsundir milljarða hafi tapast við hrun bankanna og aðeins hluti stað- ið eftir í eignum sem taldar hafi verið verðmætar. Skilanefndir skoðuðu málið Páll Benediktsson, upplýsingafull- trúi skilanefndar Landsbankans, seg- ist telja sem svo að þeir samningar sem voru gerðir milli ríkisins og skila- nefndarinnar um uppgjör bankanna standi óbreyttir. Hann vill ekki tjá sig um þau gögn sem skilanefndin not- aðist við í samningaviðræðunum eða hvort skilanefndin hafi gert sérstaka úttekt á gengistryggðu lánunum. Hann segir enga sérstaka fyrirvara hafa verið gerða vegna þessa. „Við skoðuðum þetta út frá öllum sjón- arhornum og fengum erlenda lög- fræðiráðgjafa til þess að aðstoða við þessa samningagerð, meðal annars við þessi lán og aðrar eignir sem voru færðar til,“ segir Páll. Sömu afstöðu tekur Helga Björk Eiríksdóttir, upplýsingafulltrúi skila- nefndar Kaupþings. Hún segir skila- nefndina fylgjast með málinu en að hún vilji ekki tjá sig um það að svo stöddu og bendir á skýrslu sem skila- nefndin gaf út um samningaferlið við ríkið. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, segist ekki muna til þess að fjallað hafi verið sérstaklega um þá lagalegu óvissu sem fylgdi gengistryggðum lánum í fyrrasumar. „Ekki var gerð sérstök úttekt á geng- istryggðum lánum, en stuðst var við ýmis konar möt utanaðkomandi sér- fræðinga,“ segir Árni. Árni vill ekki tjá sig um það hvort slíkt álit hefði breytt einhverju þeg- ar bankarnir voru gerðir upp. „Það er alltaf erfitt að svara spurningum þegar gengið er út frá orðunum ef og hefði, sérstaklega þegar svo langur tími er liðinn og hér um ræðir.“ Greint hefur verið frá því að nokkr- ir af helstu kröfuhöfum í þrotabú RóbERt hlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is n landSbankinn – 81,33 pRóSEnt SamiðvarviðkröfuhafaLandsbankansumaðþeireignuðust18,67prósentí bankanumíoktóberárið2009.Eiginfjárframlagríkisinstilbankansnam122 milljörðumkróna.Upphæðinvargreiddannarsvegarmeð775milljónumkrónaí reiðuféogskuldabréfaðfjárhæð121milljarðikróna. n ÍSlandSbanki – 5 pRóSEnt RíkiðkomstaðsamkomulagiviðkröfuhafaGlitnisumaðþeireignuðust95 prósentíbankanumíoktóber2009.Samkomulagiðvargegnþvíaðskuldir ÍslandsbankaviðGlitniyrðufelldarniðurogaðeiginfjárframlagríkisinsgengitil bakaaðmestu.Ríkiðættieftirumfimmprósentaeignarhlutfyrirfimmhundruð milljónirkróna. Fjárframlagríkisinstilbankansnamsamtals28,5milljörðumkróna.Þarafveitti ríkið25milljarðakrónavíkjandilántilbankanstilaðstyrkjaeiginfjárhlutfallhans. n aRion – 13 pRóSEnt Ríkiðkomstaðsamkomulagiviðkröfuhafaumaðþeireignuðust87prósent eignarhlutíbankanum.EignarhluturbankansíArionerum260milljónirkrónaað nafnvirði. Fjárframlagríkisinstilbankansnamsamtals39,4milljörðumkrónaviðuppgjör hans.Ríkiðhafðigreittfyrirhlutaféíbankanum,annarsvegarmeð775milljónum krónaíhlutaféoghinsvegarmeðríkisskuldabréfifyrir71milljarðkróna.Ínóv- emberífyrrasamþykktukröfuhafarbankansaðeignast87prósentíbankanum gegngreiðsluuppásextíuogsexmilljarðakrónaíformilánasafns.Viðþaðféll skuldbindinginaðmestuniður.Ríkiðveittibankanumstuðningviðeigin-og lausafjárstöðubankansmeðvíkjandilániuppá29,5milljarðakróna. n hEildaRfjáRfESting RÍkiSinS Ríkiðlagðibönkunumtilaukiðféfyrir135milljarðakróna.Aukþesslagðiþað Arionbankatil29,5milljarðakrónaogÍslandsbanka25milljarðaíformivíkjandi lána.Fjárbindingríkissjóðsvegnaendurreisnarinnarvarþví190milljarðarkróna. Þettavarum250milljörðumkrónaminnaenupphaflegavaráætlaðaðríkiðþyrfti aðleggjabönkunumtilviðuppgjörþeirra. Eignarhlutur ríkisins Við eigum nú þrjá heilbrigða og fullfjármagnaða banka sem geta nú ein- beitt sér að því að veita heimilunum í landinu og atvinnulífinu nauð- synlega þjónustu. Minni kostnaður við uppgjör bankanna en áætlað var Kostnaðurríkisinsviðuppgjörbankannavar250milljörðum minnienupphaflegavaráætlað.Núgætiríkiðþurftaðleggjainn hundraðmilljarðavegnadómsHæstaréttarumgengistryggðlán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.