Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Page 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 194,3 kr. verð á lítra 191,3 kr. Algengt verð verð á lítra 194,4 kr. verð á lítra 191,4 kr. Algengt verð verð á lítra 194,4 kr. verð á lítra 191,4 kr. bensín Algengt verð verð á lítra 194,6 kr. verð á lítra 191,6 kr. Algengt verð verð á lítra 194,6 kr. verð á lítra 191,6 kr. Algengt verð verð á lítra 196,5 kr. verð á lítra 193,5 kr. Fáðu lánAð Neytendasamtökin minna neytend- ur á að ef vara sem þeir kaupa reyn- ist gölluð beri seljanda að bæta úr þeim galla. Taki það lengri tíma en eina viku á neytandi hins vegar rétt á að fá sams konar hlut lánaðan á kostnað seljanda. Meginreglan er að neytandi á ekki að verða fyrir tjóni vegna gallans. Þetta á við um láns- hluti á borð við tölvur, síma og bíla ef krafan telst sanngjörn, þegar hægt er að halda því fram að hagsmunir og þarfir neytenda vegi þyngra en kostnaður og óhagræði seljenda. Ekki bArnvænn búningsklEFi n Lastið fær hönnuður fataskáp- anna í búningsklefum sundlaug- arinnar á Þorlákshöfn. Skáparnir læsast sjálfkrafa þegar þeim er lokað og þá er ekki hægt að opna þá aftur nema með lykli. Vitað er til þess að lítil börn hafi klifrað inn í skápana og lokað á eftir sér, án þess að foreldrarnir hafi lykla að skápunum. Börnin hafa þá þurft að dúsa inni í læstum skáp á meðan lykillinn er sóttur. Þetta þykir ekki nógu gott fyrir annars mjög svo barnvæna sundlaug. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Hárrétt á Horninu n Lofið að þessu sinni fær Hornið, Hafnarstræti 15. Ánægður viðskipta- vinur segir matinn þar ætíð standa fyrir sínu og segir að sjaldan verði gestir fyrir vonbrigðum þar. Pítsurn- ar eru einstaklega ljúffengar og listi- lega framreiddar. Maturinn er einnig mjög bragðgóður og verði stillt í hóf miðað við gæði. Þjónustan er góð og andrúmsloftið huggu- legt. Hornið er, eins og nafnið gefur til kynna, á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: símon örn reynisson simon@dv.is 23. ágúst 2010 mánudagur SeðLAbAnkinn LækkAði STýrivexTi Seðlabankinn tilkynnti á miðvikudaginn að bankinn myndi lækka stýrivexti um eitt prósentustig, úr átta prósentum niður í sjö. Í lok ársins 2008 voru stýrivextir 18% og því ljóst að þeir hafa lækkað mikið. Stýrivextir eru þeir vextir sem bankinn lánar öðrum lánastofn- unum á og því hafa þeir bein áhrif á aðgang almennings að lánsfé. Seðlabankinn lækkaði vexti á sjö daga lánum með veði í 7%, en dag- lánsvextir eru nú 8,5%. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofn- ana lækka í 5,5%. e L d S n e y T i Undanfarið hefur krónan styrkst mikið, en þrátt fyrir það hefur verð á neysluvörum heimila í landinu hækkað. Alþýðusamband Íslands segir óeðlilega miklar verðhækkanir hafa orðið á innfluttum matvörum í kjölfar efnahagshruns, en neyslu- vísitala innfluttra matvara hefur einungis lækkað lítillega í kjölfar gengisstyrkingar. Frá ársbyrjun hafa almenn útgjöld heimilanna hækkað um eitt prósent. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir það vafalaust að neytend- ur eigi að njóta góðs af gengisstyrk- ingum. „Að sjálfsögðu á vöruverð að lækka í takt við styrkingu gengisins,“ segir Gísli í samtali við blaðamann. Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, segir að vænta megi verðlækkana, miðað við óbreytt gengi. Hröð hækkun í kjölfar veiks gengis Í grein á vefsíðu Alþýðusambandsins frá því í lok júní, er þetta mál kannað. Þar kemur fram að þrátt fyrir stöðuga styrkingu krónunnar hafi vöruverð innfluttrar vöru ekki lækkað í sam- ræmi við það. Andrés Magnússon framkvæmdarstjóri Samtaka versl- unar- og þjónustu segir það einungis mýtu að verðlag sé lengur að lækka en hækka eftir sveiflum gengisins. „Það er algjör fylgni á milli gengisþróunar og verðlagsþróunar í hvora átt sem gengið þróast,“ segir Andrés, og bend- ir á rannsókn á vegum Háskólans á Bifröst máli sínu til stuðnings. Í grein ASÍ er nefnt að undanfar- ið eitt og hálft ár hafi flestir innfluttir vöruflokkar hækkað um helming eða meira, á meðan að gengi krónunnar veiktist um rúmlega 70%. Af þessum vörum hafi innfluttur matur hækkað mest eða um tæplega 70% frá janúar 2008 til maí 2010. Á meðan hækkuðu laun að meðaltali um 14,5%. Sam- kvæmt nýjustu tölum hefur verð á innfluttum matvörum þó lækkað um 3% frá því í janúar 2010, þegar það var hæst. Það hefur einnig lækkað lítillega frá því að ASÍ framkvæmdi verðkönnun sína. Veruleg lækkun hefur þó ekki sést, á meðan gengið hefur styrkst um ríflega 10% hefur verð innfluttrar matvöru lækkað um 3%. Óeðlileg hækkun Henný Hinz hjá ASÍ segir hækkun- ina frá því í janúar 2008 og fram í maí á þessu ári hafa verið óvenjumikla. „Okkur þótti þetta í raun óeðlilega mikil hækkun á innfluttum mat. End- anlegt verð vörunnar samanstendur ekki eingöngu af gengi krónunnar, heldur eru ýmsir aðrir liðir sem hafa ekki hækkað neitt á við gengið.“ Hún segir þó að verðið hafi lækkað örlítið síðan þá. Samkvæmt tölum ASÍ var verðhækkun á innfluttum matvörum nánast samstíga gengisbreytingum, að óbreyttum tveimur gengissveifl- um, annars vegar veikingu og hins vegar styrkingu, sem urðu í miðju efnahagshruninu. En í ljósi þess að innkaupsverð er einungis hluti af heildarverði vörunnar og launakjör hafa ekki batnað verulega er ein- kennilegt að verð matvælanna hafi fylgt genginu svo nákvæmlega. Núna þegar gengið hefur styrkst hafa verðlækkanir þó ekki enn orð- ið raunin. Henný segir þó að ástæða sé til þess að vænta verðlækkana. „Það hefur hægt á verðbólgunni og það ætti að gefa okkur tilefni til þess að ætla að verð á innfluttum vörum ætti frekar að lækka en hækka,“ segir Henný í samtali við DV. Framleiðsluverð tvöfaldaðist Samkvæmt tölum frá Hagstofunni hækkaði framleiðsluverð á Íslandi um helming frá ársbyrjun 2006 til ársbyrjunar 2010. Neysluverð hækk- aði á sama tíma um tæplega helm- ing. Samkvæmt Alþýðusambandi Íslands, hafa forsvarsmenn versl- unarinnar fullyrt að verslunarmenn hafi tekið á sig afkomuskerðingu vegna gengisfalls krónunnar. Þessi fullyrðing kemur heim og saman við tölur Hagstofunnar um íslenska framleiðslu, því gengið getur haft áhrif á hráefniskostnað og annað slíkt. Á meðan framleiðsluverð tvö- faldaðist jókst neysluverð um tæp 45 prósent. Vörugjaldið átti einnig sinn hlut í að hækka neysluverðið. Verslanir virðast þó ekki hafa tek- ið á sig mikinn skell vegna innfluttra vara, því að verð á þeim hefur haldist meira og minna í hendur við sveiflur gengisins. Enn fremur ná tölur Hag- stofunnar um vísitölu framleiðslu- verðs einungis fram í júní, en þar virðist gæta um 5% lækkunar á fram- Að sjálfsögðu á vöruverð að lækka í takt við styrk- ingu gengisins. VERÐLÆKKANIR Í AÐSIGI Styrking á gengi krónunnar hefur ekki skilað sér til neytenda. Verð á neysluvörum hefur almennt hækkað um rúmlega eitt prósent á árinu, en verð á innfluttum vörum lækkað um hálft prósent. Þrátt fyrir um rúmlega 12 prósenta gengisstyrkingu, hefur lækkun á vöruverði ekki orðið raunin. Hagfræðingur ASÍ segir óvenjulega mikla hækkun hafa orðið á innfluttum matvörum frá árinu 2008. Ávextir Innflutt matvara er á um 65% hærra verði í dag en í janúar 2008. símon örn reynisson blaðamaður skrifar: simon@dv.is 2 Desember Janúar Febrúar mars Apríl maí Júní Júlí 2009 2010 2010 2010 2010 2010 2010 2010 sKÝrinGAr n Vísitala neysluverðs n Vísitala neysluverðs innfluttrar matvöru n Vísitala framleiðsluverðs vÍsitÖlur nEYslu- og FrAMlEiðsluvErðs 2010 VísitAlA neysluVerðs er kostnaður við hin eðlilegu útgjöld dæmigerðs heimilis á Íslandi. Talan miðast við janúar árið 2008, en neysluvísitalan 100 stendur fyrir þann mánuð. Tölurnar má því sjá sem prósentur af kostnaði heimilisins við neyslu, út frá janúarmánuði 2008. VísitAlA FrAmleiðsluVerðs er mælikvarði á verðþróun á framleiðsluvörum innlendra framleiðenda. Hún mælir hversu hátt hlutfallið af kostnaði við vöruframleiðslu er miðað við kostnað framleiðslu í ársbyrjun 2006. Talan 100 er í þessu samhengi verð í byrjun árs 2006. 12 6, 7 16 9, 4 19 2, 9 12 6, 4 17 1, 2 20 0, 4 12 7,8 17 0, 3 20 2 12 8, 5 16 7,8 19 6, 5 12 8, 9 16 8, 4 20 1, 5 12 9, 4 16 8, 4 20 4 12 9 16 5, 9 19 2, 9 12 8,1 16 5, 3 leiðslukostnaði. Ætla má að kostnað- ur framleiðslunnar hafi lækkað frem- ur í kjölfar styrkingu krónunnar, en það mun skýrast með framtíðartöl- um Hagstofunnar. nýta ekki tækifæri til samkeppni Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir að innlendir framleið- endur séu ekki nógu ötulir við að veita samkeppni. „Ég hef tilfinn- ingu fyrir því að innlendir vörufram- leiðendur nýti ekki nægilega tæki- færi sín til þess að veita samkeppni. Þeir ættu að reyna að auka hlutdeild sína á markaðnum með því að lækka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.