Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Qupperneq 16
16 erlent 23. ágúst 2010 mánudagur Sádiarabískur dómari hefur lagt inn fyrirspurnir hjá nokkrum sjúkrahús- um í landinu um hvort þeir geti eyði- lagt mænuna í dæmdum manni og lamað hann. Maðurinn var dæmd- ur fyrir að ráðast á annan mann með kjötsaxi. Fórnarlambið, Abdul-Azis al-Mutairi, 22 ára gamall, lamaðist í árásinni og missti fótlegg. Ströng sjaríalög eru í gildi í landinu og oft er refsingum framfylgt með hinu forna lögmáli auga fyrir auga. Muitairi fór fram á að árásarmað- urinn hlyti sömu refsingu með því að gera hann lamaðan. Samkvæmt hin- um stranga lagabálki er fórnarlömb- um stundum leyft að óska eftir því að árásarmenn hljóti sömu meiðsli og þeir veittu þeim. Bróðir Muitari segir að læknar hjá sjúkrahúsi í Tabuk-héraði í norðvest- urhluta landsins hafi staðfest að að- gerðin sé möguleg, en hún þurfi að fara fram á sérfræðistofu. Sádiarabísk dagblöð skrifuðu á föstudaginn að sjúkrahús í höf- uðborginni Riyad hefðu neitað að framkvæma aðgerðina, af siðferðis- legum ástæðum. Fyrirspurn dómstólsins og fórn- arlambsins vitnar um aukna mót- spyrnu trúarleiðtoga gegn nútíma- væðingu Sádi-Arabíu. „Við biðjum aðeins um að rétti okkar samkvæmt múslímskum lögum verði framfylgt,“ segir bróðir Muitairis. „Það jafn- ast ekkert á við orð guðs, auga fyrir auga.“ Mannréttindasamtök hafa lengi gagnrýnt réttarkerfið í Sádi-Arabíu. Réttarhöld sjaríadómstólanna fara oftast fram á bak við luktar dyr þar sem ákærðir menn fái fá tækifæri til að verja sig. Þeim sem dæmdir eru til dauða er í mörgum tilvikum ekki tilkynnt um gang réttarhaldanna og dómsúrskurðinn. Þeim er þá ekki sagt hvenær aftakan muni fara fram, fyrr en að morgni þess dags er þeir eru leiddir út og afhöfðaðir í snatri. helgihrafn@dv.is Kannað hvort læknar geti lamað dæmdan árásarmann í Sádí-Arabíu: Biðja lækna um að lama mann Lýtalækningastofur í Bólivíu, fátækasta landi Suður-Ameríku, auglýsa um þessar mundir hræódýrar fegurðaraðgerðir á nefjum. Auglýsingaherferðinni er beint að fólki af indíánaættum. Margir telja að vestrænt fegurðarmat ráði því að indíánar flykkj- ast í aðgerðirnar en forvígismenn lýtalækningaherferðarinnar segjast aðeins hjálpa fátæku fólki að laga útlitið. Á iðandi torgi í La Paz, höfuðborg hins fátæka Suður-Ameríkuríkis Ból- ivíu, er vegfarendum afhentir afslátt- armiðar fyrir fegurðaraðgerðum á nefi. Lýtalækningafyrirtæki í Bólivíu hafa hrundið af stað mikilli auglýs- ingaherferð sem miðar að því að fá fólk af indíánaættum til að gangast undir nefaðgerðir til að breyta útliti sínu. Aðgerðirnar eru umdeildar og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Evo Morales forseta segir að vestrænt fegurðarmat, sem sé allsráðandi í heiminum, stýri fólki í ónauðsynleg- ar læknisaðgerðir. Stríði gegn hugmyndum Morales Fréttaritari BBC í La Paz heimsótti lýtalækningastofu á dögunum og ræddi við Juan Carlos Calamar, nítj- án ára pilt sem gekkst undir slíka aðgerð. „Mig langar að bæta útlitið, svo að fólk hætti að gera grín að mér vegna nefsins míns,“ segir Juan Carl- os. „Fyrir mér er þetta alvarlegt mál. Ég verð fyrir miklum fordómum. Og ég hef heyrt frá öðrum sem hafa lent í því sama.“ En eins og fréttamaður BBC lýs- ir þykir mörgum að slík skurðaðgerð stríði gegn hugmyndum Evo Mora- les forseta um stolt indíána, en hann er fyrsti þjóðhöfðingi Bólivíu af indí- ánaættum. Juan Carlos deilir ekki þeirri skoð- un, en hann er af ætt Aymara-indí- ána. „Andlitsfallið breytist bara, ekki rætur mínar og menning. Mig lang- ar ekki að monta mig af nýju og flottu nefi. Mig langar bara að líða vel, auka sjálfstraustið og geta svo unnið af harðfylgi fyrir landið mitt,“ segir Juan Carlos í viðtali við BBC í biðstofunni á lýtalækningastofunni þar sem tug- ir manna af indíánaættum bíða eftir að gangast undir samskonar aðgerð. Ódýrar aðgerðir Fegurðaraðgerðir eru í mörgum löndum lúxus sem aðeins hinir ríku njóta, en í Bólivíu eru þær orðnar að ódýrum kosti sem flestir hafa efni á. Juan Carlos borgaði um 45 þúsund krónur fyrir aðgerðina, en á Vestur- löndum myndi samskonar aðgerð kosta mörg hundruð þúsund krónur. Lýtalækningafyrirtæki auglýsa nefaðgerðirnar í miklum mæli og í mörgum tilfellum virðist markaðs- setningunni vera beint að fólki af indíánaættum. Víða má sjá auglýs- ingar þar sem stórum nefjum er lýst sem vansköpun. Richard Herrera skurðlækn- ir er einn af forvígismönnum lýta- lækningabyltingarinnar í La Paz en hann hefur skorið um fimm þúsund manns upp á síðustu árum. „Við hóf- um auglýsingaherferðina til að ná til fátæka fólksins, til að hjálpa fólki sem hefur engan aðgang að skurðaðgerð- um,“ segir hann. Vestrænt fegurðarmat En mörgum þykir þessi nýjung vera skref í vitlausa átt. „Ég tel að fegurð- araðgerðirnar séu tilkomnar vegna alþjóðlegs, vestræns fegurðarmats sem tröllríðir nú heiminum,“ segir Pablo Groux, fyrrverandi menning- armálaráðherra Bólivíu og sérfræð- ingur í sjálfsmynd og heimssýn indí- ána. „Fólk af ætt Aymara og Quechua sem býr í borgum er ekki ónæmt fyrir þessum áhrifum, við þurfum að átta okkur á því,“ segir ráðherrann fyrr- verandi. Fréttaritarinn frá BBC hitti Juan Carlos að nokkrum viknum liðnum og sá mikinn mun á honum. „Mér líður mjög vel, fólk er hætt að gera grín að mér. Mér líður mun betur í eigin skinni, ég er öruggari með sjálf- an mig. Mér líður eins og ég geti gert allt, uppfyllt alla mína drauma.“ helgi hrafn guðMundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Ég tel að fegurð-araðgerðirnar séu tilkomnar vegna al- þjóðlegs, vestræns feg- urðarmats sem tröllríð- ur nú heiminum Bólivískir indíánar hvattir í nefaðgerðir hylla forsetann Bólivískarkonurafindíánaættumáfjöldasamkomuíútjaðri höfuðborgarinnarLaPaz,þarsemforsetinnEvoMoralesvarhylltur.Margirtelja aðnefaðgerðabyltinginíBólivíustangistáviðhugmyndirMoralesumaukiðstolt indíána,ogeigisérræturívestrænufegurðarmati. MYnd reuterS fyrir og eftir JuanCarlosCalamar fyrirogeftirnefaðgerðina. MYnd: BBC sendiherra dauðans Mahmoud Ahmadinejad, for- seti Írans, kynnti um helgina nýja ómannaða orustuflaug sem á að geta borið allt að fjórar sprengi- odda um eitt þúsund kílómetra leið. Vestrænir fjölmiðlar hafa uppnefnt flaugina sendiherra dauðans, eftir að forsetinn notaði það orðalag. At- hygli vekur að hulunni var svipt af þessari nýju flaug aðeins einum degi eftir að Íranar héldu hátíðlega at- höfn til þess að halda upp á að fyrsta kjarnorkuverið þar í landi var tekið í notkun. gjörbylta kjötframleiðslu Íbúar jarðar verða orðnir um 9 millj- arðar árið 2050 og hafa vísindamenn af því nokkrar áhyggjur að fæðu- öryggi heimsbyggðarinnar verði að tryggja betur. Vísindamenn spá því nú að kjötframleiðsla muni fara fram með allt öðrum hætti en nú er, þar sem erfðabreyttir kjötskrokkar verði ræktaðir í verksmiðjum. Færð hafa verið rök fyrir því að með því að umbylta kjötframleiðslu í heimin- um megi gera kjöt að hollari og betri matvöru fyrir fólk. geit í skottinu Lögreglumenn í Virgina-fylki í Bandaríkjunum handtóku konu eftir að þeir stöðvuðu hana við reglu- bundið vegaeftirlit. Í ljós kom að hún var með lifandi geit bundna niður í skottinu á bílnum. Auk þess fann lögreglan málverk sem reyndist vera stolið. Konan fór fyrir rétt þar sem hún var dæmd fyrir illa meðferð á dýrum og þurfti að borga um 10 þúsund krónur í sekt. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði keypt geitina af bónda á svæðinu til þess að gefa fjórum vinum sínum frá Kenía. Hún bar því ennig við að þar sem hún væri sjálf frá Bretlandi, vissi hún ekki að bannað væri að flytja lifandi dýr bundin niður í skottinu á bílum. endurheimtu málverk Lögreglan í Egyptalandi endur- heimti málverk eftir hollenska listmálarann Vincent van Gogh, sem metið er á um 7 milljarða króna, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að því var stolið. Lögreglan náði að stöðva ítalskt par á flugvellinum í höfuðborginni Kairo. Ekki liggur fyrir hvernig þjófunum tókst að stela málverkinu af safni í borginni, en sama málverki var stolið af safninu árið 1978. Þá fannst málverkið ekki fyrr en tveimur árum seinna í Kúvæt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.