Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 13
mánudagur 15. nóvember 2010 fréttir 13 Nýlegur dómur Hæstaréttar, sem af- nemur skylduaðild að Landssam- bandi smábátaeigenda og þar með greiðsluskyldu til sambandsins, veldur óvissu um fjárhag þess og framtíð. Samkvæmt heimildum DV hafa forsvarsmenn félagsins leitað eftir stuðningi meðal þingmanna við að tryggja hag félagsins, jafnvel með lögum. Samkvæmt rekstrarreikningi Landssambands smábátaeigenda námu tekjur þess af félagsgjöldum um 55 milljónum króna árið 2009 og höfðu hækkað um nærri 10 milljónir króna frá árinu áður. Laun og launatengd gjöld námu samtals tæpum 38 milljónum króna í fyrra og höfðu hækkað um 2 millj- ónir króna frá árinu 2008. Sam- kvæmt heimasíðu félagsins starfa þrír einstaklingar á skrifstofu félags- ins og eru árleg heildarlaun hvers og eins því 12 til 13 milljónir króna eða liðlega ein milljón króna á mán- uði. Annar rekstrarkostnaður Lands- sambands smábátaeigenda nam 16 milljónum króna samkvæmt árs- skýrslu félagsins og var lítið breyttur frá árinu 2008. Fín laun! Nokkrir útgerðarmenn smábáta, þeirra á meðal Jón Gestur Svein- björnsson, telja launakostnaðinn mjög ríflegan og vilja einnig vita hversu mikill lögfræðikostnaður sambandsins hefur verið undan- farin misseri vegna málareksturs í héraðsdómi og fyrir Hæstarétti. Sá kostnaður hefur ekki fengist upp gefinn að þeirra sögn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, hefur í tölvu- pósti til þeirra einungis vísað til þess að ársreikningar hafi verið bornir upp og samþykktir á aðalfundi sam- bandsins. „Fyrir liggur að ársreikn- ingur LS 2008 og 2009 hafa farið í gegnum þetta ferli og því ekki meira um það að segja,“ er haft eftir Erni í svarpóstinum. Dómur veldur titringi Vandi steðjar að Landssambandi smábátaeigenda úr að minnsta kosti tveimur áttum. Í fyrsta lagi veldur framanagreindur dómur Hæstaréttar uppnámi og getur miðað að fjárhags- legri upplausn félagsins. Í lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins er kveðið á um gjald sem renna skuli til Lands- sambands smábátaeigenda vegna félagsaðildar. Innheimt er gjald af útgerðum fiskiskipa og smábáta samkvæmt lögunum og er því skipt í fyrir fram gefnum hlutföllum milli lífeyrissjóða og hagsmunasamtaka sjómanna. Af svokölluðum greiðslu- miðlunarreikningi smábáta renna 6 prósent heildarupphæðarinnar til Landssambands smábátaeigenda en megnið af upphæðinni rennur í líf- eyris- og tryggingarsjóði sjómanna. Þetta lagaákvæði er undirstaða helsta tekjustofns Landssambands smábátaeigenda, en heildartekjur félagsins námu um 55 milljónum króna eins og áður segir. Í máli útgerðarinnar Víkurvers gegn Landssambandi smábátaeig- enda komst Hæstiréttur að því í síð- asta mánuði að framangreind lög stönguðust á við ákvæði stjórnar- skrárinnar. Hæstiréttur taldi því að fallast yrði á það með eiganda Víkur- vers að umrædd lög færu að því leyti í bága við 72. og 74. grein stjórnar- skrárinnar og að honum væri óskylt að inna af hendi til Landssambands smábátaeigenda þau fjárframlög, sem kveðið væri á um í lögunum. Friðhelgur eignarréttur og félagafrelsi Eignarrétturinn er friðhelgur sam- kvæmt 72. grein stjórnarskrárinn- ar. „Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir,“ segir orðrétt í stjórnarskránni. Eigandi Víkurvers kvaðst ekki vera í Landssambandi smábátaeigenda, sambandið væri honum óviðkomandi og brotið væri á eignarrétti hans með því að þvinga af honum fé sem rynni í sjóði sam- bandsins. Í 74. grein stjórnarskrárinnar er beinlínis kveðið á um að engan megi skylda til aðildar að félagi. Unnt er að víkja frá þessu ef félag gegnir lög- mætu hlutverki vegna almannahags- muna. Hæstiréttur vísar til þessara ákvæða stjórnarskrárinnar og tel- ur eiganda Víkurvers ekki skylt að greiða félagsgjöld til Landssam- bands smábátaeigenda. Þetta merk- ir raunar að lögin, sem kveða á um gjald til LS, stangast á við framan- greind ákvæði stjórnarskrárinnar. Eftir því sem DV kemst næst hafa forsvarsmenn Landssambands smá- bátaeigenda reynt að fá þessari nið- urstöðu hnekkt með einhverjum hætti eða að fjárhagur og þar með framtíð félagsins verði tryggð. Hin leiðin væri einfaldlega að sættast á félagafrelsið og telja smábátasjó- menn að hagsmunum þeirra sé best borgið innan Landssambands smá- bátaeigenda. Strandveiðimenn veita samkeppni Þar er komið að öðru óvissuatriði um framtíð Landssambands smábátaeig- enda. Síðar í þessum mánuði verður stofnað nýtt félag strandveiðimanna. Spennan sem ríkir milli þeirra og LS byggist á kvótaeign og kvótaúthlut- un. Margar smábátaútgerðir innan LS eiga nú umtalsverðan kvóta ekkert síður en útgerðir innan Landssam- bands íslenskra útvegsmanna þótt í minna mæli sé. Spennan ríkir milli þeirra og hinna sem eru kvótalausir og háðir leigumarkaði. Sá markaður er nánast frosinn og ómögulegt að fá leigt svo mikið sem kíló af þorski, ýsu og jafnvel ufsa. Af þeim sökum horfa kvótalausir strandveiðimenn von- araugum til mögulegrar kvótaaukn- ingar í bolfisktegundum og annarra aðgerða Jóns Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra í þágu dreifðra byggða og strandveiða. Strandveiðimenn ætla að stofna sérstakt hagsmunafélag og verð- ur stofnfundurinn haldinn 20. nóvember næstkomandi. DV hefur heimildir fyrir því að núverandi fé- lagar innan LS, sem hyggjast ganga til liðs við nýtt félag strandveiði- manna, leiti nú leiða til þess að fá fé- lagsgjöld sín flutt yfir til nýja félags- ins í krafti hæstaréttardómsins sem greint er frá hér að framan. „Það er grundvallarágreiningur um sjálft kerfið og menn borga til samtaka sem berjast gegn hagsmun- um þeirra. Formleg stofnun samtaka strandveiðimanna er því fúlasta al- vara,“ sagði Jón Gunnar Björgvins- son, flug- og strandveiðimaður og einn helsti hvatamaðurinn að stofn- un nýja félagsins, í samtali við DV um miðjan október síðastliðinn. Þess má geta að nú hafa um 120 einstakling- ar skráð sig sem stofnendur félags strandveiðimanna sem ekki hefur enn hlotið nafn. Hagsmunir hverra? „Mér finnst þetta vera stórmerkileg niðurstaða hjá þessum mönnum. Ég veit ekki betur en að fingraför Lands- sambandsins séu á öllu því frjálsræði sem fengist hefur fyrir handfæraveið- ar. Baráttan hefur meðal annars skil- að þeim árangri að búið er að lög- festa strandveiðar og úti um allt hafa svæðafélögin ekki gert neitt annað en að sýna þessu stuðning. Þessi mál- flutningur er alveg út í hött,“ sagði Arthúr Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, þegar DV fjallaði um málið á dögunum. Til viðbótar þeim ógnunum sem steðja að Landssambandi smábáta- eigenda má nefna að nú þegar hafa nokkrar smábátaútgerðir klofið sig út úr Landssambandi smábátaeigenda og stofnað Landssamband línu- beitningarbáta. „Landssamband smábátaeigenda og forystumenn þess hafa alla tíð unnið gegn hags- munum okkar og því eigum við ekk- ert erindi þar innan dyra,“ sagði Páll Jóhann Pálsson í Grindavík í samtali við Fiskifréttir í byrjun októ ber síð- astliðins. dómsmál klýfur smá- bátamenn í fylkingar Óvissa ríkir um framtíð Landssambands smábátaeigenda vegna þess að skylda til að greiða félagsgjöld til sambandsins standast ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt og félagafrelsi. Nýtt félag strandveiðimanna er í burðarliðnum og leita stofnfélagar leiða til þess að flytja gjöldin frá smábátaeigendum til nýja félagsins. jóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þetta merkir raunar að lögin, sem kveða á um gjald til LS, stangast á við fram- angreind ákvæði stjórn- arskrárinnar. af aðalfundi LS – jón Bjarnason í ræðustól ViðhliðhanssitjaArthúrBogason,formaðurLS,ogÖrnPálsson,framkvæmda- stjórisambandsins. Strandveiðimenn í ham JónGunnar Björgvinssonereinnhelstihvatamaður aðstofnunfélagsstrandveiðimannaen stofnfundurverðurhaldinnílokvikunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.