Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía
Algengt verð verð á lítra 198,6 kr. verð á lítra 198,6 kr.
Algengt verð verð á lítra 198,4 kr. verð á lítra 198,4 kr.
Algengt verð verð á lítra 199,9 kr. verð á lítra 199,7 kr.
bensín
Höfuðb.svæðið verð á lítra 198,3 kr. verð á lítra 198,3 kr.
Bæjarlind verð á lítra 198,4 kr. verð á lítra 198,4 kr.
Algengt verð verð á lítra 198,6 kr. verð á lítra 198,6 kr.
DAuðAslysin
eru Dýr
Skýrsla sem gerð var fyrir danska
samgönguráðuneytið leiðir í ljós að
hvert dauðaslys í umferðinni kostar
samfélagið jafnvirði 356,2 milljóna
íslenskra króna. Frá þessu er greint
í Motor, tímariti FDM í Danmörku
en það er systurfélag FÍB á Íslandi.
FÍB tekur málið upp. Þar segir að
útreikningarnir sýni að meðal-
kostnaður á hvern þann sem slas-
ast alvarlega í umferðarslyi sé um
62 milljónir króna og hvert minni
háttar slysatilfelli kosti að meðal-
tali 9,3 milljónir króna. Í útreikn-
ingunum eru lagðir til grundvallar
þættir eins og kostnaður vegna lög-
reglu og björgunarliða, kostnaður í
heilbrigðiskerfinu vegna þjónustu
lækna og hjúkrunarliðs, vinnu- og
framleiðslutap, eignatjón og vel-
ferðartjón.
BArA Heimskuleg
erinDi?
n „Sömu sögu er ekki að segja af
starfsfólki Ríkisskattstjóra. Þetta fólk
þyrfti á námskeiði hjá Fæðingaror-
lofssjóði í mannlegum samskipt-
um og kurteisi að halda. Maður fær
á tilfinninguna að öll erindi séu
heimskuleg og ekki þess virði að
ómaka þetta mikilvæga fólk. Spurn-
ing um að lækka niður í
yfirlætistóninum,“ sagði
hún en fyrir fáeinum
dögum fékk DV ann-
að last sem sneri að
sömu stofnun. Efnis-
lega var það sambærileg
kvörtun.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
góð við mæður á
„HormónAflippi“
n „Starfsfólkið hjá Fæðingarorlofs-
sjóði er alltaf boðið og búið og ekk-
ert nema almennilegheitin,“ sagði
ung kona sem hringdi í DV. Hún
bætti við: „Þau vita greinilega að við-
kvæmar konur á hormónaflippi eru
meirihluti þeirra sem hringja inn.
Það skiptir ekki máli hvert
erindið er, þjónustan er allt-
af góð og það er allt gert til
að hjálpa manni,“ sagði
hún en hafði ekki eins
góða sögu um skattinn
að segja – sjá lastið að
neðan.
LOF&LAST
14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 15. nóvember 2010 mánudagur
ÁFengiSLÁSAr í vörubíLA Stjórnendur bjórfram-
leiðandans Carlsberg hafa brugðið á það ráð að setja áfengislása í alla
bíla fyrirtækisins. Þeir segja að borið hafi á því að áfengið hafi ekki aðeins
verið á pallinum heldur líka í blóði ökumannanna. FÍB greinir frá. Þar segir
að mikil reiði hafi blossað upp meðal bílstjóra og verkalýðsfélaga þeirra
þegar reynt hafi verið að láta bílstjórana blása í áfengismæla. Þeir fóru í
verkfall til að endurheimta réttinn til að drekka bjór í vinnunni eins og þeir
hefðu alltaf gert. Carlsberg brást við þessu með því að setja lása í alla bíla
þannig að bílarnir fara ekki í gang nema bílstjórarnir blási og reynist edrú.e
L
d
S
n
e
y
T
i
Iðnaðarframleidd matvæli mega ekki innihalda meira en 2 grömm af transfitusýrum
í hverjum 100, samkvæmt drögum að reglugerð Jóns bjarnasonar sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra. Reglugerðin nær ekki til dýraafurða og mun því ekki koma í
veg fyrir að bakkelsi á borð við kleinur verði steiktar upp úr tólg eða annarri dýrafitu.
Væntanleg reglugerð Jóns Bjarna-
sonar, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, sem takmarka á
transfitusýrur í matvælum kemur
í veg fyrir að fólk geti keypt mat-
væli sem innihalda meira en tvö
grömm af transfitusýrum í hverj-
um hundrað.
Reglugerðin, sem er í smíð-
um í ráðuneytinu, mun þó ekki ná
til afurða dýra. Samkvæmt ráðu-
neytinu er óvíst hvar línan verður
dregin en talað er um að iðnaðar-
framleiddar vörur megi ekki inni-
halda meira en áðurnefnt magn.
Ef að líkum lætur mun fólk því
áfram geta keypt tólg og steikt upp
úr henni kleinur og annað góð-
gæti, þó slík matvæli verði ekki á
boðstólum í búðum. Í tólg eru 4,3
grömm af transfitusýrum í hverj-
um 100 grömmum.
Ekki í fiskfitu
Transfitusýrur myndast við herð-
ingu einómettaðrar fitu og eru því
til staðar í öllu smjörlíki sem gert
er úr hertri jurtafeiti eða hertu lýsi.
Þær er hins vegar ekki að finna í
jurtaolíum eða fiskfitu. Rannsókn-
ir hafa sýnt að neysla á matvörum
sem innihalda transfitusýrur eykur
líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.
Því er ráðlagt að fólk borði eins lít-
ið af transfitusýrum úr iðnaðarhrá-
efni og hægt er en einnig er ráðlagt
að takmarka neyslu á mettuðum
fitusýrum, eða harðri fitu. Reglu-
gerð Jóns er ætlað að draga úr
neyslu Íslendinga á transfitusýr-
um, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu, en kemur þó ekki í veg fyrir
að fólk neyti heimagerðra matvæla
sem innihalda hátt hlutfall trans-
fitusýra. Þeim, sem neyta mikils
magns heimagerðra, djúpsteikt-
ra afurða úr tólg eins og kleina og
ástarpunga, getur því áfram stafað
hætta af transfitusýrum.
dönsk fyrirmynd
Meðalneysla transfitusýra mæld-
ist mun hærri á Íslandi en í ná-
grannalöndunum árið 1995, eða
5,4 grömm á dag. Manneldis-
ráð Íslands framkvæmdi athugun
í hitteðfyrra sem leiddi í ljós að
meðalneyslan var komin niður í
3,5 grömm á dag. Til samanburð-
ar má nefna að í Danmörku var
meðalneyslan á sama tíma eitt
til tvö grömm á dag en reglugerð
Jóns Bjarnasonar er einmitt unnin
að danskri fyrirmynd. „Talið er að
meðalneysla Íslendinga á trans-
fitusýrum hafi farið lækkandi á
undanförnum árum en jafnframt
eru vísbendingar um að ákveðinn
hluti fólks neyti meira af trans-
fitusýrum en þau viðmið sem
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefur birt,“ segir í frétt á vef ráðu-
neytisins.
Þess má geta að þrjátíu og sex
prósent þeirra Íslendinga sem lét-
ust í fyrra dóu vegna sjúkdóma í
blóðrásarkerfi, að því er fram kem-
ur í tölum frá Hagstofunni. Það er
sama hlutfall og árið áður og raun-
ar svipað hlutfall og verið hefur
undanfarin ár. Neysla á harðri fitu
og hátt kólesteról er einn orsaka-
þáttur sjúkdóma í blóðrásarkerfi.
Þá má einnig taka fram að Geir
Gunnlaugsson landlæknir hefur
látið þá skoðun sína í ljós að blátt
bann eigi að leggja við transfitu-
sýrum í matvælum.
18 grömm af transfitusýrum
Matís framkvæmdi í fyrra fitusýru-
greiningar á 51 sýni af matvörum.
Lögð var áhersla á að kanna magn
transfitusýra í unnum matvælum
og því voru tekin sýni af smjörlíki,
bökunarvörum, djúpsteikingarfeiti,
mat frá skyndibitastöðum, ís, kexi,
snakki og sælgæti. Þær leiddu í ljós
að í smjörlíki voru allt að 18 grömm
af transfitusýrum í hverjum hund-
rað, örbylgjupopp innihélt um sex
grömm, eins og sú tegund kleina
sem verst kom út. Nánar má sjá
niðurstöðurnar í meðfylgjandi töflu
en ekki er útilokað að framleiðend-
ur hafi breytt uppskriftum sínum til
að minnka hlutfall transfitusýra frá
því rannsóknin var gerð.
Gert er ráð fyrir að reglugerð
ráðherra muni kveða á um að
framleiðendur fái aðlögunarfrest
áður en þeim verður gert að
minnka magn transfitusýra í vör-
um sínum.
baldur guðmundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Hættulegur
Heimabakstur
Geir Gunnlaugs-son landlæknir
hefur látið þá skoðun
sína í ljós að blátt bann
eigi að leggja við trans-
fitusýrum í matvælum.
n Transfitusýrur myndast þegar olía er hert. Herðing olíu er aðferð sem notuð er
í matvælaiðnaði til að gera fitu harðari þannig að vörurnar fái ákveðna eiginlega
sem sumir telja æskilega. Að auki geta transfitusýrur myndast þegar olía er hituð
óæskilega mikið, t.d. við steikingu. Transfitusýrur myndast einnig á náttúrulegan
hátt í vömb jórturdýra, þegar bakteríur sem þar er að finna breyta ómettaðri fitu í
transfitusýrur.
n Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að neysla á matvörum sem innihalda
transfitusýrur eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, einkum vegna áhrifa
þeirra til hækkunar á LDL- kólesteróli í blóði (slæma kólesterólinu) og lækkunar á
HDL-kólesteróli (góða kólesterólinu).
n Hert fita er notuð við framleiðslu margra matvæla og því er transfitusýrur
víða að finna. Einkum er um að ræða matvörur þar sem bökunarsmjörlíki eða
djúpsteikingarfeiti, sem inniheldur herta fitu, eru notuð við framleiðslu.
– Lýðheilsustöð
Hvað eru transfitusýrur?
– Magn í hverjum 100 grömmum.
n Smjörlíki Olivía 18,1 g.
n Kleinur Gæðabakstur 6,1 g.
n Örbylgjupopp Pop Secret 5,9 g.
n Kleinur Ömmubakstur 2,9 g.
n Smjörlíki Akra 2,8 g.
n Örbylgjupopp Richfood Light 2,2 g.
n Smjörlíki Kjarna 1,7 g.
n Smjörlíki mH 0,4 g.
n Kleinur myllan 0,1 g.
n Örbylgjupopp First Price 0,1 g.
Transfitusýrur
Tólg verður áfram á boðstólum
Reglugerð jóns Bjarnasonar nær að
líkindum ekki til tólgar eða annarra
dýraafurða. mynd phoTos.com