Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 17
Margir myndu segja að breski tón- listarmaðurinn Elton John hafi þegið illa fengið fé, þegar hann tróð upp í einkasamkvæmum íslenskra útrásarvíkinga. Augljóslega er þó lítið við Elton að sakast, en nú er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir sambærilegt en þó öllu alvarlegra mál því peningarnir sem hann fékk fyrir að troða upp í ítölsku borg- inni Napólí eru sagðir hafa ver- ið illa fengnir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsakar nú ásakanir þess efnis, að fé úr byggða- þróunarsjóðum sambandsins hafi verið notað til að borga fyrir tón- leika Eltons í ítölsku borginni fyrir rétt rúmu ári. Gagnrýnir spillingu í suðurhluta Ítalíu Mario Borghezio er Evrópuþing- maður og kennir sig við svokallaða Norðurdeild á Ítalíu. Er það flokks- brot sem er að finna á norðurhluta Ítalíu, og beitir sér sérstaklega gegn skipulagðri glæpastarfsemi og pólit- ískri spillingu sem fyrirfinnst í hin- um fátæka suðurhluta landsins. Borghezio hefur bent framkvæmda- stjórninni á að fjármálamisferli hafi átt sér stað, og að minnsta kosti hluti þeirra peninga sem átti að nota í verkefni tengd efnahagsþróun, hafi í raun verið notaðir til að borga fyrir risatónleika Eltons á Piazza Plecis- cito-torginu í Napólí. Á eftir að úrskurða Talsmaður Johannesar Hahns, framkvæmdastjóra byggðarmála í Evrópusambandinu, hefur stað- fest að rannsókn sé hafin. „Fé úr byggðaþróunarsjóðum sambands- ins var notað til að fjármagna þetta verkefni og nú þurfum við að meta hvort þessi eyðsla falli innan ramm- areglna okkar um notkun á byggða- styrkjum. Við teljum málið alvarlegt en áður en hægt er að úrskurða í málinu verða öll kurl að vera komin til grafar.“ Verði úrskurður framkvæmda- stjórnarinnar sá að um fjármálamis- ferli hafi verið að ræða, sem hlýtur að teljast líklegt, mun Napólí og Campania-héraðið, þar sem borg- in er staðsett, fá upphæðina dregna frá framtíðarstyrkjum. Gæti það sett uppbyggingu á svæðinu í mikið uppnám, en þar um slóðir er staðan í atvinnumálum einkar bágborin. Ekki ódýr Tónleikar Eltons Johns í Napólí voru þeir fyrstu sem hann hélt á Ítalíu í 36 ár. Íbúar Napólí munu þó hafa skemmt sér konunglega, en fyr- ir skemmtunina tók Elton 600 þús- und evrur – eða rúmlega 90 milljón- ir íslenskra króna. Til samanburðar þáði Elton ríflega eina milljón doll- ara fyrir að troða upp í einkasam- kvæmi Ólafs Ólafssonar, eins aðal- eiganda Samskipa, en á núverandi gengi myndi það teljast til um 112 milljóna íslenskra króna. mánudagur 15. nóvember 2010 erlent 17 Framkvæmdstjórn Evrópusam- bandsins, í samvinnu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, er að leggja lokahönd á fjárhagslegar björg- unaraðgerðir írska efnahagskerf- isins. Sögusagnir eru á kreiki um björgunaraðgerðirnar, sem munu telja 80 milljarða evra, þrátt fyrir að hvorki embættismenn í Brus- sel né í Dublin hafi staðfest að málið sé í vinnslu. Breska blað- ið The Times greindi frá þessu um helgina. Það sem hefur gefið sögusögnunum byr undir báða vængi eru viðbrögð embættis- mannanna í Brussel þegar þeir hafa verið spurðir um hvort efna- hagsaðstoð til Íra sé á næsta leiti, en nákvæmlega sömu viðbrögð fengust frá þeim í aðdraganda björgunaraðgerða gríska efna- hagskerfisins fyrr á þessu ári. Brian Lenihan, fjármálaráð- herra Írlands, neitar því staðfast- lega að Írland hafi óskað eftir að- stoð Evrópusambandsins. „Við höfum tryggt fjármögnun til júní á næsta ári. Við eigum umtals- verða varasjóði, þannig að við erum alls ekki í aðstöðu til þess að óska eftir aðstoð. Það myndi einungis senda fjármálamörkuð- um þau skilaboð að við séum ekki í stöðu til þess að sjá um okkar mál sjálfir.“ Þegar fjármálakreppan skall á Írum árið 2008 brást ríkið meðal annars við með því að gefa út gíf- urlegt magn ríkisskuldabréfa. Í síð- ustu viku hækkuðu vextir þessara bréfa, og ótti greip um sig að vaxta- hækkunin gæti smitast til annarra ríkja á evrusvæðinu – sérstaklega ríkja sem veik eru fyrir, eins og Portúgal eða Spánn. Ákveðnum stöðugleika var þó náð á skulda- bréfamörkuðum þegar Bretland, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Spánn sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu á G20-fundinum í síð- ustu viku, þess efnis að skuldaeig- endur myndu ekki tapa sínum hlut – kæmi til fjárhagslegra björgunar- aðgerða á evrusvæðinu. bjorn@dv.is Sögusagnir í Brussel um björgunaraðgerðir handa Írum ganga fjöllum hærra: Írar fái björgunarpakka ESB-styrkur notaður í tónleika Eltons Johns Fjármunir sem áttu að fara í efnahagsþróun í Campania héraði á Ítalíu voru notaðir til að borga tónleika Eltons Johns. bJörn tEitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Elton John Vakti lukku í Napólí fyrir ári. mynd rEutErs Við teljum málið alvarlegt en áður en hægt er að úrskurða í málinu verða öll kurl að vera komin til grafar. brian Lenihan Fjármála- ráðherra Írlands. mynd rEutErs Suu Kyi vill tjáningarfrelsi Á laugardaginn losnaði baráttukon- an Aung San Suu Kyi úr stofufang- elsi sínu í Búrma, en hún hafði verið í stofufangelsi síðan árið 2003. Í gær var henni ákaft fagnað í borginni Rangoon, fyrir utan höfuðstöðvar stjórnmálaflokks hennar, Þjóðardeild um lýðræði. Sagði Suu Kyi meðal annars að að grunnurinn að lýðræði væri tjáningarfrelsi og lagði áherslu á að umbótum yrði komið á í Búrma „á réttan hátt.“ Suu Kyi var látin laus aðeins sex dögum eftir kosningar þar í landi, en flokki hennar var meinuð þátttaka í þeim. David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, eru meðal þjóðarleiðtoga sem hafa fagn- að frelsi Suu Kyi. Ísbjörn skotinn af leyniskyttu Ísbjörninn Wrangler, sem býr í dýragarðinum í Moskvu, er nú að ná sér eftir að hafa verið skotinn nokkrum sinnum af leyniskyttu. Wrangler er mjög vinsæll í dýra- garðinum og dregur að fjölda fólks á degi hverjum. Hann er þó orðinn 20 ára gamall og eyðir mestum tíma í sínu eigin rými innandyra. En frá íbúðarblokk í nágrenninu er bein sjónlína í rými Wranglers, sem skyttan hefur nýtt sér til að skjóta bjarndýrið. Sagði í yfirlýsingu frá dýragarðinum: „Við erum hneyksluð yfir hegð- un þeirra sem frömdu þennan hörmulega glæp.“ Ber brjóst fæli burtu bókstafs trúarmenn Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur löngum lýst sig andvígan innflytj- endum, vill nú berjast fyrir því að hafa myndskeið af berbrjósta kon- um í kynningarmynd sem stendur til að framleiða fyrir tilvonandi danska ríkisborgara. Peter Skaarup, tals- maður flokksins, segir að með því að hafa myndir af berbrjósta konum muni bókstafstrúarmenn síður vilja flytja til Danmerkur. „Ef þú þolir ekki að sjá nokkur dönsk brjóst, þá held ég þú sleppir því bara að koma hing- að,“ sagði Skaarup í viðtali við Berl- ingske Tidende.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.