Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 23
Uppskrift að skilnaði mánudagur 15. nóvember 2010 lífsstíll 23 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eru vandamál í hjónabandinu? Hjónabönd sem enda með skilnaði. 1. Svíþjóð 54,9% 2. Hvíta-Rúsland 52,9% 3. Finnland 51,2% 4. Lúxemborg 47,4% 5. Eistland 46,7% 6. Ástralía 46% 7. Bandaríkin 45,8% 8. Danmörk 44,5% 9. Belgía 44% 10. Austurríki 43,4% 11. Tékkland 43,3% 12. Rússland 43,3% 13. Bretland 42,6% 14. Noregur 40,4% 15. Úkraína 40% 16. Ísland 39,5% 42. Tyrkland 6% 43. Bosnía og Herzegóvína 5% 44. Makedónía 5% 45. Sri Lanka 1,5% 46. Indland 1,1% Skilnaðartíðni 1 Ekki óttaSt ágrEining Það er eðilegt að vera ekki alltaf sammála. 2 Haldið ykkur við Efnið Ekki ráðast á makann. Forðist uppnefni eða persónulegar árásir sem hafa þann tilgang að særa tilfinningar. 3 HluStið á Hvort annað Þegar makinn hefur sterkar skoðanir á ákveðnum hlutum er sanngjarnt að hlusta á rök hans. Hlustið af virðingu á hvort annað og ekki segja hvort öðru hvaða tilfinningar sé rétt að upplifa og hvenær. 4 talið rólEga Þegar einhver öskrar eru minni líkur á að einhver annar hlusti. Þótt makinn öskri er enginn þörf að öskra á móti. Lækkið róminn svo þið getið byrjað að takast á við vandamálin. 5 Ekki fara í vörn Spurðu spurninga og fáðu frekari útskýringar á kvörtunum. Ekki fara í vörn og afneita öllu. 6 forðiSt alHæfingar Notk-un stórra orða eins og „alltaf“ og „aldrei“ koma ykkur ekkert áfram. Ekki ýkja. 7 finnið SamEiginlEgan punkt Sama um hvað rifist er getið þið alltaf fundið eitthvað sem þið eruð sammála um. Með því að ganga út frá atriði sem þið eruð sammála um eru meiri líkur á að sameiginleg niðurstaða finnist. 8 Skoðið koStina Rifrildin byrja þegar samstarfið endar. Biddu kurteislega um tillögur og sýndu þannig virðingu. 9 gEfið Eftir Ef þú slakar örlítið á þínum kröfum eru meiri líkur á að makinn komi til móts við þig. 10 Haldið í friðinn Skiptir meira máli að hafa rétt fyrir sér en að halda friðnum í sambandinu? 10 rEglur fyrir Hjón SEm rífaSt mikið 1. Makinn tekinn sem sjálfsagður hlutur. 2. Engin áhugi á áhugamálum makans. 3. Vinnusýki. 4. Erfið tengdafjölskylda. 5. Þið eigið ekkert sameiginlegt. 6. Börnin taka allan ykkar tíma. 7. Mismunandi trúarsiðir. 8. Þið borðið ekki kvöldmat saman. 9. Þið sofið ekki í sama rúmi. 10. Þið skiljið ekki áhrif þess að hugsa vel um útlitið. 11. Þið farið aldrei saman í frí. 12. Þið lifið fyrir börnin. 13. Þið eruð ekki sammála um að vera ósammála. 14. Skortur á almennri snyrtimennsku. 15. Lítið hugsað um heilsuna. 16. Of miklum tíma eytt með fjölskyldunni en ekki nægum tíma með hvort öðru. 17. Þið horfið ekki á sjónvarpið saman. 18. Þið eigið engin sömu áhugamál. 19. Þið hafið mismunandi skoðanir á peningum. 20. Þið eyðið aldrei heilli klukkustund saman í vöku. 21. Þið getið ekki rætt saman um kynlíf. 22. Þið getið ekki rætt saman um drauma ykkar. 23. Stórfjölskyldan fær meiri góðvild, athygli og tíma en makinn. 24. Þið kyssist aldrei né snertist. 25. Þið reynið ekki að gleðja hvort annað. 26. Þið nýtið ekki réttu tækifærin til að ræða saman. 27. Sú trú að makinn hafi alltaf rangt fyrir sér. 28. Þið stundið ekki kynlíf saman. 29. Tilfinning um að makinn sé óvinur. 30. Að vera það sama um manneskjuna sem þú giftist að þú nennir ekki að standa í því að ræða þessa hluti. Viðskiptavin-ir IKEA og H&M séu fólk sem er með á nótunum og leiti eftir snöggu fixi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.