Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 12
Andrés Magnússon 54 ára læknir Bæjarfélag: Kópavogur. Menntun/starfsreynsla: Andrés hefur doktors- próf og hefur starfað sem prófessor við íslenska og erlenda háskóla. Hann segist hafa unnið öll helstu verkamannastörf til sjós og lands – meðal annars verkað fisk í öllum landsfjórðungum. Andrés vakti athygli þegar hann kom fram í Silfri Egils haustið 2008 og gagnrýndi meðal annars vexti bankanna með skeleggum hætti. Ari Teitsson 67 ára bóndi Bæjarfélag: Þingeyjarsveit. Menntun/starfsreynsla: Ari hefur B.Sc-próf í búvísindum frá Hvanneyri og hefur starfað sem sauðfjárbóndi frá 1973 og í hlutastarfi sem ráðunautur frá árinu 2005. Hann var formaður Bændasamtaka Íslands frá 1995 til 2004 og hefur gegnt stjórnarformennsku í Sparisjóði Suður-Þingeyinga undanfarin 20 ár. Í ágúst 2007 skrifaði hann grein í Fréttablaðið þar sem hann gagnrýndi markaðsvæðingu samfélagslegrar þjónustu. Arnfríður Guðmundsdóttir 49 ára prófessor Bæjarfélag: Kópavogur. Menntun/starfsreynsla: Arnfríður hefur embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands og doktorspróf í guðfræði frá Bandaríkjunum. Hún hefur kennt guðfræði- og trúarbragðafræði í Háskóla Íslands frá 1996. Hún hefur meðal annars látið sig kynferðisbrot innan kirkjunnar varða og haldið erindi þar að lútandi. Í svörum hennar við spurningum DV kemur fram að hún er frekar hlynnt því að hafa ákvæði í stjórnarskránni um þjóðkirkju á Íslandi. Ástrós Gunnlaugsdóttir 24 ára nemi í stjórnmálafræði Bæjarfélag: Garðabær. Menntun/starfsreynsla: Ástrós er yngst stjórn- lagaþingmannanna 25. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ og stundar meistaranám í alþjóða- samskiptum við sama skóla. Ástrós vakti athygli í kosningabaráttunni fyrir mikla auglýsingaherferð; hún auglýsti á mörgum miðlum og lét meðal annars prenta framboðsboli með nafni sínu og númeri. Hún segist hafa greitt kostnaðinn alfarið úr eigin vasa með sjóði sem hún hafi safnað sér frá því hún var 12 ára. Dögg Harðardóttir 45 ára deildarstjóri Bæjarfélag: Akureyri. Menntun/starfsreynsla: Dögg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1985. Hún er með B.Sc.-próf í hjúkrunarfræði frá Há- skóla Íslands 1992 og próf í uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri 2000. Hún stefnir á að ljúka diplómanámi í stjórnun innan heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri næsta vor. Hún vill standa vörð um kristin gildi og trúfrelsi á Íslandi. Eiríkur Bergmann Einarsson 41 árs dósent í stjórnmála- fræði Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Eiríkur Bergmann er doktor í stjórnmálafræði, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Höfundur fjölda bóka og fræðigreina um þjóðfélags- mál, einkum um tengsl Íslands við umheiminn. Hann hefur kennt og tekið þátt í margvíslegu rannsóknar- starfi við fjölda háskóla hérlendis og erlendis. Erlingur Sigurðarson 62 ára, fyrrverandi forstöðu- maður Húss skáldsins og kennari við Menntaskólann á Akureyri Bæjarfélag: Akureyri. Menntun/starfsreynsla: Erlingur er með stúdentspróf frá Menntaskólan- um á Akureyri. BA-próf í íslensku og sagnfræði og kandidatspróf í þeirri grein frá HÍ auk prófs í kennslu- fræðum. Nám í Bandaríkjunum og í Þýskalandi. Kennari við MA í tvo áratugi, síðan sex ár forstöðumaður Sigurhæða-Húss skáldsins. Nú lífeyr- isþegi, fæst einkum við kveðskap og ritstörf. Freyja Haraldsdóttir 24 ára framkvæmdarstjóri og nemi Bæjarfélag: Garðabær. Menntun/starfsreynsla: Freyja fæddist með genagalla (OI) og hefur verið ötull talsmaður fyrir réttindum fatlaðra. Í bók sem Alma Guðmundsdóttir skrifaði um hana segir hún það vera forréttindi að lifa með fötlun. Hún er fastur bloggari á Pressunni og hefur bloggið hennar þar vakið mikla athygli. Freyja hefur lokið BA-námi í þroskaþjálfafræði og stundar nú meistaranám í fötlunarfræði við HÍ. Hún rekur eigið fyrirtæki: Forréttindi ehf. Gísli Tryggvason 41 árs, Talsmaður neytenda Bæjarfélag: Kópavogur. Menntun/starfsreynsla: Gísli er talsmaður neytenda og aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Hann er lögfræðingur að mennt og er með MBA-gráðu með áherslu á mannauðsstjórnun. Hann er með sérhæfingu í sáttamiðlun. Gísli hefur verið mikið í sviðsljósinu í embætti talsmanns neytenda. Áður var Gísli framkvæmdastjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna í tæp 7 ár og hefur hann einnig starfað sem blaðamaður. Hann hefur verið virkur í flokksstarfi Framsóknarflokksins. Guðmundur Gunnarsson 65 ára, Formaður Rafiðnað- arsambands Íslands Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Guðmundur hefur verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá 1993. Hann er rafvirki og kennari að mennt og hefur samið fjölda kennslubóka fyrir rafiðnaðarmenn í stýringum auk margs konar annarra ritstarfa. Hann er faðir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns. Guðmundur hefur sveinspróf í raf- virkjun og stundaði framhaldsnám í Tækniskóla Íslands og dönskum tækniskólum. Þá hefur hann kenn- arapróf frá Kennaraháskólanum. Illugi Jökulsson 50 ára blaðamaður Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Illugi hefur lengi unnið við blaðamennsku og margvísleg ritstörf auk dagskrár- gerðar í útvarpi og sjónvarpi. Hann þekktur fyrir beinskeytta þátttöku sína í þjóðfélagsumræðunni og er vinsæll bloggari og pistlahöfundur. Bækur sem Illugi hefur komið að eru til á flestum heimilum. Á meðal verka sem hann hefur unnið má nefna Ísland í aldanna rás, Stjörnumerkja- bókina og Bara Lennon, ævisögu Johns Lennons. Inga Lind Karlsdóttir 34 ára fjölmiðlakona og háskólanemi Bæjarfélag: Garðabær. Menntun/starfsreynsla: Inga Lind lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og svo námi í hagnýtri íslensku í Háskóla Íslands. Um þessar mundir stundar hún nám í listfræði við Háskóla Íslands. Að loknu stúdentsprófi starfaði hún sem blaðamaður og hefur starfað við fjölmiðla allar götur síðan eða í tæp 15 ár. Katrín Fjelsted 64 ára læknir Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1966. Lauk læknaprófi 1973. Hún var við framhaldsnám í Bretlandi 1974–1979, heimilislæknir í Reykjavík frá 1980. Hún var borgar- fulltrúi í Reykjavík á árunum 1982 til 1994. Katrín sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn kjörtímabilið 1999–2003 auk þess sem hún hefur setið í landbúnaðarnefnd, iðnaðar- nefnd, félagsmálanefnd, umhverfis- nefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og allsherjarnefnd. Katrín Oddsdóttir 33 ára lögfræðingur Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Hún er með MA-próf í mannréttindum frá University of London, BA í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BA í blaðamennsku frá Dublin City University. Hún vakti fyrst athygli með eldræðu sem hún hélt eftir bankahrunið árið 2008 en þá ræðu hélt hún á fjöldafundi á Austurvelli í aðdraganda búsáhaldabyltingar- innar. Lýður Árnason 48 ára læknir og kvikmynda- gerðarmaður Bæjarfélag: Hafnarfjörður. Menntun/starfsreynsla: Lýður hefur um árabil starfað við heimilislækningar á norð- anverðum Vestfjörðum. Hann hefur fengist við handrits- og kvikmyndagerð og á að baki nokkrar myndir, ýmist leiknar eða heimildamyndir. Hann hef- ur verið afar gagnrýninn á þjóðfélagið undanfarin ár og er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Ómar Þ. Ragnarsson 70 ára fjölmiðlamaður Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Ómar þekkja nánast allir Íslendingar. Í tugi ára hefur hann skemmt þjóðinni og er einn ástsælasti skemmtikraftur Íslendinga. Hann hefur einnig fært Íslendingum fréttir í fjölda ára og er einn ötulasti náttúruverndarsinni þjóðarinnar, enda ekki að ósekju sem afmæl- isdagur Ómars var gerður að degi íslenskrar náttúru. Pawel Bartoszek 30 ára stærðfræðingur Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Pawel lauk meistaraprófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Hann hefur unnið sem kennari við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2006. Hann hefur ritað reglulega pistla í Fréttablaðið frá árinu 2009 og unnið sem ráðgjafi meðal annars fyrir Alþingi vegna endurskoðunar kosningalaga. Hann fæddist í Poznan í Póllandi 1980. Báðir foreldrar hans eru pólskir. Hann hefur búið á Íslandi síðan 1988 og verið íslenskur ríkisborgari í meira en tíu ár. Pétur Gunnlaugsson 62 ára lögmaður og útvarpsmaður Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Pétur lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1968. Hann lauk embættisprófi í lögfræði úr lagadeild Háskóla Íslands 1973. Hann hefur einnig stundað nám í heimspeki og sögu við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sjálfstætt sem lögmaður. Hann er stjórnarfor- maður Útvarps Sögu ásamt því að vera útvarpsmaður á stöðinni. Silja Bára Ómarsdóttir 39 ára alþjóðastjórnmála- fræðingur og aðjúnkt við HÍ Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Silja Bára lauk BA-gráðu í alþjóða- samskiptum frá Lewis & Clark College í Portland í Oregon í Banda- ríkjunum og MA-gráðu frá University of Southern California í Los Angeles. Hún er þekkt fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti kynjanna og starfaði fyrir jafnréttisstofu um þriggja ára skeið eftir námslok. Síðan 2006 hefur hún starfað sem kennari við stjórnmála- fræðideild Háskóla Íslands. Hún er vinsæll álitsgjafi í fjölmiðlum, sérstaklega um stjórnmál. Salvör Nordal 48 ára, Forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Salvör Nordal er forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og menntuð í heimspeki. Hún er einn höfunda siðfræðihluta skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis og hefur tekið virkan þátt í umræðu félagasamtaka, stofnana og fræðasamfélagsins um orsakir og afleiðingar banka- hrunsins á Íslandi. Salvör flutti fyrirlestur í ár sem nefndist „Þrettán manns í ferða- og skemmtanadeild en einn í regluvörslu“ og lýsti þar starfsháttum innan bankanna fyrir hrun en hún sagði það vera rótgróið viðhorf í samfélaginu að líta á lög sem hindranir sem leggi stein í götu athafnamanna. Vilhjálmur Þorsteinsson 45 ára, Stjórnarformaður CCP Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Vilhjámur er stúdent af eðlisfræðisviði MH. Hann starfaði sem forritari, hugbúnaðarhönnuður og tæknistjóri í eigin fyrirtæki frá 1983, hefur verið stjórnarmaður í ýmsum upplýsingatækni- og fjarskiptafyrirtækjum innanlands og utan, m.a. stjórnarmaður í CCP frá 2003 og stjórnarformaður þess frá 2006. Hann hefur fengist við hug- búnaðargerð frá árinu 1982. Hann var á sínum tíma félagi í Bandalagi jafnaðarmanna og síðar Alþýðu- flokknum, og var varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann. Þorkell Helgason 68 ára stærðfræðingur Bæjarfélag: Álftanes. Menntun/starfsreynsla: Þorkell nam stærðfræði í Göttingen, München í Þýskalandi og MIT í Bandaríkjun- um. Þaðan lauk hann doktorsprófi árið 1971. Hann var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, síðar ráðuneyt- isstjóri og loks orkumálastjóri. Hann hefur setið í stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og verið ráðgjafi opinberra aðila í skattamálum, fiskveiðistjórnun og við útfærslu kosningafyrirkomulags. Þorkell var kvæntur Helgu Ingólfsdóttur semballeikara sem lést í fyrra. Þorvaldur Gylfason 59 ára hagfræðiprófessor Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Þorvaldur er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Eftir hann liggja nítján bækur og á annað hundrað ritgerða og bókarkafla innanlands og utan- auk 700 blaða- greina og fáeinna sönglaga. Hann lauk doktorsprófi frá Princeton-há- skóla í Bandaríkjunum og hefur starfað við kennslu, rannsóknir og ráðgjöf víða um heim, meðal annars á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann hefur ritað vikulega pistla um þjóðmál í Fréttablaðið mörg undanfarin ár. Eiginkona Þorvalds er Anna K. Bjarnadóttir. Þórhildur Þorleifsdóttir 65 ára leikstjóri Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Þórhildur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Hún hélt áfram námi í Englandi og Þýskalandi í leikhúsfræðum. Árin 1996 til 2000 var hún leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. Þórhildur er einn af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalistans. Hún var varaborgar- fulltrúi frá 1982 til 1990 og sat á þingi fyrir Kvennalistann frá árinu 1987 til 1991. Hún hefur setið í nefndum á vegum Reykjavíkurborgar og Alþingis og sinnt fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir stjórnvöld. Eiginmaður Þórhildar er Arnar Jónsson leikari. Örn Bárður Jónsson 65 ára, Sóknarprestur í Neskirkju Bæjarfélag: Reykjavík. Menntun/starfsreynsla: Örn Bárður lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1969. Hann nam endurskoðun um tíma en snéri sér að guðfræði sem hann nam fyrst í Englandi. Hann var vígður djákni árið 1979 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1985 og síðar doktorsprófi frá Fuller Theological Seminary í Bandaríkjunum árið 1995. Hann nam áfram við Yale-háskóla á síðastliðnu ári. Örn Bárður var verkefnis- og fræðslustjóri þjóðkirkjunnar frá 1990 til 1999 er hann varð sóknarprestur við Neskirkju. Eiginkona Arnar Bárðar er Bjarnfríður Jóhannsdóttir. 12 FRÉTTIR 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Þessir verða á stjórnlagaþinginu 25 landskjörnir fulltrúar munu fá það verðuga verkefni að endurskoða stjórnarskrá Íslands. En hvaða fólk er þetta? Hér að neðan gefur að líta stutta greiningu á hverjum og einum. ÞORVALDUR GYLFASON FÉKK LANGFLEST ATKVÆÐI Í 1. SÆTI: SVONA SKIPTUST ATKVÆÐIN ATKVÆÐI Í FYRSTA SÆTI 1. Þorvaldur Gylfason 7.192 2. Salvör Nordal 2.482 3. Ómar Ragnarsson 2.440 4. Andrés Magnússon 2.175 5. Pétur Gunnlaugson 1.989 6. Þorkell Helgason 1.930 7. Ari Teitsson 1.686 8. Illugi Jökulsson 1.593 9. Freyja Haraldsdóttir 1.089 10. Silja Bára Ómarsdóttir 1.054 11. Örn Bárður Jónsson 806 12. Eiríkur Bergmann 753 13. Dögg Harðardóttir 674 14. Vilhjálmur Þorsteinsson 672 15. Pawel Bartoszek 584 16. Þórhildur Þorleifsdóttir 584 17. Arnfríður Guðmundsdóttir 531 18. Erlingur Sigurðarson 526 19. Inga Lind Karlsdóttir 493 20. Katrín Oddsdóttir 479 21. Guðmundur Gunnarsson 432 22. Katrín Fjeldsted 418 23. Ástrós Gunnlaugsdóttir 396 24. Gísli Tryggvason 348 25. Lýður Árnason 347

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.