Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 6
2 dálkar = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12:30 -18:00, lau 11-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 nora.is , facebook.com/noraisland opið laugardaga til jóla 11-16 Fyrir bústaðinn og heimilið 6 FRÉTTIR 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Gefa Fjölskyldu- hjálp skemmtiefni Sena hefur ákveðið að gefa við- skiptavinum sínum ekki jólagjafir þetta árið en þess í stað styrkja gott málefni. Fyrirtækið mun styrkja Fjölskylduhjálp Íslands með ýmsu fjölskyldu- og barnaefni að and- virði 2,5 milljóna króna. Forsvars- menn fyrirtækisins skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Í pakkanum til Fjölskylduhjálp- ar er meðal annars að finna 180 miða á jólagesti Björgvins í Laug- ardalshöllinni um næstu helgi, 50 DVD-barnamyndir og 100 barna- plötur. Brynjólfur hættir hjá Skiptum Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, tilkynnti nýrri stjórn Exista, eiganda Skipta, á þriðjudag að hann segði starfi sínu lausu frá og með þeim degi. Að ósk eigenda mun hann stýra félaginu uns ákvarðan- ir hafa verið teknar um framhald- ið. Brynjólfur tók við starfi forstjóra Símans árið 2002 og við stofnun Skipta árið 2007 varð hann forstjóri þess félags. Í tilkynningu frá Skiptum segir Brynjólfur að ástæða þess að hann hætti sé sú að nýir eigendur hafi tekið við félaginu. Segist hann telja það við hæfi að ný stjórn hafi óbundnar hendur við að skipa mál- um fyrirtækisins. Björgólfur skoðar fréttaflutning Björgólfur Thor Björgólfsson fjár- festir hefur látið gera rannsókn á umfjöllun íslenskra dagblaða um alla þá sem voru í forystu fjármála- fyrirtækja fyrir hrun, þar á með- al hann sjálfan. Í niðurstöðunum kemur fram að Fréttablaðið, sem er í eigu fjölskyldu Jóns Ásgeirs, fjallar áberandi minna um Jón og við- skiptafélaga hans, Pálma Haralds- son, en aðrir prentmiðlar. DV er með áberandi stærsta hlutdeild í umfjöll- un um útrásarvíkingana Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólf Thor, Sigurð Einarsson, Hreiðar Má Sigurðsson og Pálma Haraldsson, samkvæmt niðurstöðunum. Fjörutíu og fimm ára gamall fjöl- skyldumaður, sem um miðjan nóv- ember var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðislega misnotkun á börnum, hefur verið látinn laus. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu gerði kröfu um áframhald- andi gæsluvarðhald en þeirri kröfu hafnaði Héraðsdómur Reykjavík- ur. Tvö meint fórnarlömb manns- ins hafa stigið fram og lagt fram kæru en þau eru af báðum kynj- um. Grunur leikur á að hin meinta kynferðislega misnotkun hafi stað- ið yfir um árabil. Fyrst tilkynnt fyrir sjö árum DV hefur hins vegar heimildir fyr- ir því að lögreglunni hafi fyrst verið gert viðvart um hugsanlegt barn- aníð mannsins fyrir sjö árum. Þá gerði kona, sem tengist fjölskyldu mannsins, lögreglu viðvart um meinta misnotkun á tveimur börn- um. Teknar voru skýrslur af henni og fleirum vegna málsins en það fór af einhverjum ástæðum aldrei lengra. Nú sjö árum síðar hafa ungur maður og ung kona kom- ið fram og kært manninn. Konan sem sem vakti athygli lögreglu á að ekki væri allt með felldu árið 2003 óttast að á þessu sjö ára tímabili hafi maðurinn hugsanlega getað misnotað fleiri börn. Ábending ekki rannsökuð Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- lögregluþjónn rannsóknardeildar, staðfestir heimildir DV. Lögreglu barst ábending árið 2003 um að maðurinn leitaði á ung börn en Friðrik segir að sú ábending hafi aldrei leitt til lögreglurannsóknar. Aðspurður um hvað hafi valdið því kveðst Friðrik ekki geta svarað því. Langt sé um liðið og annað emb- ætti hafi farið með það mál. Hann vill heldur ekki, né getur, sagt hvort koma hefði mátt í veg fyrir frekari brot hefði málið verið rannsakað á sínum tíma. Faðir vinar Friðrik Smári staðfestir sömuleiðis að annað fórnarlambanna sem nú hefur kært sé sami aðili og ábend- ing barst um árið 2003. Lögregl- an hafði á dögunum sam- band við konuna sem vakti athygli á málinu árið 2003 til að spyrjast fyrir um það í tengslum við rannsókn lögreglu á málinu nú. Þrátt fyrir að maðurinn sé laus úr haldi held- ur rannsókn lögreglu áfram. Heimildir DV herma að hinn 45 ára sakborningur sé fað- ir vinar annars fórn- arlambanna sem hafa kært. Hin meintu brot mannsins gegn hon- um eiga að hafa byrj- að þegar fórnarlamb- ið var sex ára gamalt. Fjörutíu og fimm ára maður sem grunaður er um að hafa misnotað tvö börn um ára- bil er laus úr haldi. Lögreglunni var fyrst gert viðvart um meint brot mannsins gegn börnum fyrir sjö árum en sú ábending leiddi aldrei til lögreglurannsóknar. MEINTUR NÍÐINGUR EKKI RANNSAKAÐUR SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Grunur leikur á að hin meinta kynferðislega mis- notkun hafi staðið yfir um árabil. Áralöng þögn Maðurinn er grunaður um að hafa misnotað börn af báðum kynjum um árabil. Tvær kærur hafa borist. Fyrst var tilkynnt um meinta misnotkun mannsins á börnum árið 2003. MYNDIN ER SVIÐSETT Ólafur Þórðarson er kominn af gjörgæsludeild: Ólafur úr lífshættu Tónlistarmaðurinn Ólafur Tryggvi Þórðarson er kominn af gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi en hann varð fyrir fólskulegri líkams- árás á heimili sínu þann 14. nóv- ember. Ólafur er ekki lengur talinn í lífshættu þrátt fyrir að líðan hans sé að mestu óbreytt. Hann er ekki kominn til meðvitundar en liggur nú á heila- og taugadeild Landspít- alans. Það var Þorvarður Davíð Ólafs- son, sonur Ólafs Tryggva, sem réðst á hann á æskuheimili sínu á Urð- arstíg í Reykjavík. Árásin var sér- lega hrottafengin og áverkar Ól- afs þess eðlis að lögreglan telur að Þorvarður Davíð hafi notað hnúa- járn eða önnur vopn eða áhöld til að veita föður sínum hina lífshættu- legu áverka. Þorvarður var hand- tekinn síðar um daginn á öðrum stað í Reykjavík og hefur játað að hafa ráðist á föður sinn. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald um- svifalaust og hefur það gæsluvarð- hald verið framlengt til 27. desem- ber næstkomandi. Eins og DV hefur áður greint frá er talið að Þorvarður Davíð hafi átt í útistöðum við föður sinn í ein- hvern tíma fyrir árásina. Heimild- ir DV herma að hann hafi talið sig eiga inni peninga hjá föður sínum og haft í hótunum við hann vegna þess. Aðili sem þekkir vel til fjöl- skyldunnar sagði í samtali við DV á dögunum að málið snérist um ógreiddan móðurarf sem Þorvarður taldi sig eiga eftir móður sína sem lést fyrir 16 árum. Þorvarður Davíð var undir áhrifum fíkniefna þegar árásin var gerð en hann hefur hlot- ið nokkra dóma í gegnum tíðina, meðal annars fyrir hrottaleg ofbeld- isbrot og fíkniefnamisferli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.