Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 33
vilja halda gunnari Norska knattspyrnuliðið Fred- rikstad sem Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék með síðla sum- ars vill halda framherjanum hjá liðinu en hann var á láni frá Esbjerg. Þótti Gunnar Heiðar standa sig vel með Fredrikstad sem vann sér aftur sæti í norsku úrvalsdeildinni með því að leggja Hönefoss í umspili. „Gunnar átti við smávægileg meiðsl að stríða undir lok tímabilsins en fram að því hafði hann skorað fjögur mörk og sýnt hversu vinnusamur hann er. Hann er góður leikmaður og hefur staðið sig vel,“ segir Joacim Jonsson, íþróttastjóri Fredrikstad, en Norðmennirnir vilja fá hann frítt. dæmir tvo evrópuleiki Körfuknatt- leiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson dæmir í kvöld leik Lotto Young Cats og ESB Lille Metropole í Evrópu- bikar kvenna en það er annar leikurinn á tveimur dögum sem hann tekur þátt í að dæma. Á þriðjudagskvöldið var hann meðdómari í leik Antwerp Giants og Enterprice BC Dynamo í Evrópubikar karla en aðaldómari í þeim leik var Lettinn Juris Kokanis. Sigmundur og Juris dæma kvenna- leikinn svo tveir saman í kvöld. molar Fjögurra hesta kapphlaup n Silfurmeistarinn í Formúlu 1, Fernando Alonso á Ferrari, býst við að fjögur lið berjist um titlana á næsta tímabili í Formúlunni. Hann er viss um að Merced- es-liðið sem olli nokkrum vonbrigðum og vann ekki eitt mót í ár komi sterkt til baka. „Ég býst fastlega við því að Mer- cedes muni berjast á toppnum með okkur, McLaren og Red Bull,“ segir Spánverjinn geðstirði. Ólíklegt þykir að Mercedes geri einhverjar breytingar hvað varðar ökuþóra en fyrir liðið aka þeir Nico Rosberg og sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher. Fjórir enskir á topp níu n Enskir kylfingar hafa gert það gott undanfarin misseri og eins og stað- an er eiga Englendingar fjóra af níu efstu kylfingum heimslistans í golfi. Lee Westwood er stigahæsti kylfingur heims en svo koma þeir í sjöunda til níunda sæti, Paul Casey, Ian Poult- er og Luke Donald. Norður-Írinn ungi, Rory McIlroy er eini Írinn á topp tíu en landi hans, Graeme McDowell sem tryggði Evrópu sigur í Ryder-bikarnum er í ellefta sæti. Pádraig Harrington sem tvívegis hefur unnið opna breska meistara- mótið er í 22. sæti Bernie rændur n Yfirmaður Formúlu 1, Bernie Ecclestone, var rændur og barinn í jörðina þegar misyndismenn réðust á hann og stálu af honum og kærustu hans, Fabiönu Flosi, skartgripum að verðmæti 200.000 punda. Ræningjarnir fjórir fóru svo illa með Ecclestone að það þurfti að flytja hann á næsta sjúkrahús vegna höfuðáverka. „Við vorum kallaðir á staðinn þegar maður og kona voru rænd í suðvest- urhluta Lundúna um hálf ellefuleyt- ið. Maðurinn, sem er um áttrætt, var fluttur á sjúkrahús en konan slapp ómeidd,“ segir í skýrslu lögreglu. arsenal nálgast gameiro n Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal er nú nálægt því að landa franska landsliðsframherjanum Kevin Gameiro en liðið mun fá harða samkeppni um undirskrift Frakkans frá Liverpool og Tottenham á lokametrunum. Gameiro er sagður vera í viðræðum við Arsenal, en hann mun kosta Lundúnaliðið tíu milljónir punda. Roy Hodgson er sagður vilja fá Frakkann til að bólstra framlínu sína en nýir eigendur Liverpool ætla að leyfa Hodgson að eyða aðeins í janúar. Þá ætlar Tottenham einnig að opna veskið og vill Harry Redknapp sjá Gameiro í hvítu 1. janúar. miðvikudagur 1. desember 2010 sport 33 Varaforseti alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, Jack Warner, hefur vísað því sem kom fram í sjón- varpsþættinum Panorama á BBC á bug en þar var hann sagður hafa keypt miða á heimsmeistaramótið í knattspyrnu og selt svo aftur. Einn- ig kom fram að þrír meðlimir fram- kvæmdastjórnar FIFA hefðu þegið mútur frá íþróttatengdu markaðs- fyrirtæki um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Hayatou, einn vara- forseta FIFA, er einn þeirra en hann er jafnframt meðlimur í IOC, Al- þjóða Ólympíunefndinni. „Ég hef engan áhuga á þessu málefni, hvorki núna né seinna,“ sagði Warner aðspurður um efni þáttarins og vísaði öllu á bug. Talið er að rannsókn BBC á þessum mál- efnum skaði stórlega boð Englands um að halda heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu árið 2018. Warn- er er gífurlega mikilvægur sendi- boði Englands en hann á að snæða hádegisverð með forsætisráðherra Bretlands á fimmtudaginn. „Ég held að þessi þáttur muni ekki hafa áhrif á boð Englands, nei. Það sem ég held að muni hafa áhrif aftur á móti er það sem breska pressan hefur skrifað um FIFA núna í mörg ár,“ segir forseti evrópska knattspyrnusambandsins, Michel Platini. Hinir tveir eru Ricardo Teixeira frá Brasilíu og Nicolas Leoz, forseti suðurameríska knattspyrnusam- bandsins, en allir þrír eiga að taka þátt í atkvæðagreiðslu um hvar HM í knattspyrnu fer fram árin 2018 og 2022. tomas@dv.is England gæti misst af því að halda HM vegna þáttar BBC: Hneyksli skaðar tilboð Englands Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson mun leika á loka- úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Birgir Leifur lenti í 2. sæti á móti á öðru stigi úrtökumóts- ins sem lauk í gær. Hundrað og fimm- tíu kylfingar spila nú um 30 laus sæti á næststærstu móta- röð heims. Ætlar sér alla leið Birgir Leifur Hafþórsson, kylfing- ur úr GKG, hefur leik næsta laugar- dag á lokastigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi, þá næst- stærstu í heiminum. Birgir Leifur lauk í gær leik á öðru stigi úrtök- umótsins en hann náði þar þeim glæsilega árangri að verða í öðru sæti á móti sem fram fór á Arcos Garden-vellinum við suðurströnd Spánar. Birgir Leifur lék hringina fjóra samtals á sex höggum und- ir pari en lokahringinn lék hann á fjórum undir. Veður setti strik í reikninginn en ekki náðist að ljúka mótinu fyrr en í gær en Birgir Leifur átti þá eftir tíu holur. Þar small allt saman og landaði hann öðru sæt- inu sem tryggir honum keppnis- rétt á lokaúrtökumótinu og 150.000 krónum í verðlaunafé. Spilaði vel allt mótið Birgir Leifur var nýbúinn að frétta að hann hefði náð öðru sætinu þeg- ar DV náði á hann en hann sat þá á flugvelli og beið eftir flugi til Barce- lona þar sem lokaúrtökumótið fer fram. „Ég er alveg í skýjunum. Það var virkilega gaman að komast í gegnum þetta og klára mótið með stæl,“ segir Birgir Leifur. „Ég spilaði vel allt mótið og nokkuð stöðugt. Ég get ekki annað en verið rosalega sáttur,“ segir hann, en tók biðin á meðan ofsaveðrið gekk yfir ekkert á taugarnar? „Það er hvort eð er alltaf mik- il taugaspenna á þessum mótum. Það er samt alltaf erfiðara að spila þennan „waiting game“. Ég hef lent í þessari stöðu áður og sú reynsla hjálpar alltaf til. Það var samt erfitt að spila þarna. Menn voru að missa mörg högg og svoleiðis þannig að ég þurfti að bjarga mér öðru hvoru líka. Þetta small allt saman á síðustu tíu holunum. Þar fór ég að slá vel og pútta vel,“ segir Birgir Leifur. 30 komast inn af 150 Lokastig úrtökumótsins hefst á laug- ardaginn. Þar munu hundrað og fimmtíu kylfingar hefja leik og leika fjóra hringi. Að þeim fjórum hringj- um loknum verður skorið niður um áttatíu manns og berjast þá sjötíu kylfingar í tvo daga um þrjátíu laus sæti á Evrópumótaröðinni. Er Birgir ekki bara nokkuð brattur fyrir loka- mótið miðað við úrslitin um þessa helgi? „Jú, ég er andlega í góðum gír og líður vel með það sem ég er að gera. Við verðum að setja niðru gott leik- skipulag því völlurinn í Barcelona er allt öðruvísi en sá sem ég var að spila á. Ég verð bara að vera ákveð- inn og hafa trú á þessu. Þetta verður náttúrulega allt að ganga upp því á svona mótum er stutt í báðar áttir. Ég ætla mér samt alla leið,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson. tóMAS þóR þóRðARSoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Kampakátur Birgir Leifur er hæstánægður með frammistöðu sína á næstsíðasta úrtökumótinu og ætlar sér alla leið. MyND RóBERt REyNISSoN Forsetinn Sepp Blatter, forseti FIFA, þarf nú að fara redda málunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.