Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 26
Allt stefnir í að stjórnlaga-þingið geri sögulegar breytingar á Íslandi. Fáir af nýkjörnum stjórnlaga- þingmönnum virðast hafa tengsl inn í stjórnmálaflokka sem hafa viðhaldið stöðnun og eiginhags- munum í ár og öld. Alþingi stendur ekki jafnmikill stuggur af neinu öðru en stjórnlagaþinginu. Á stjórnlagaþinginu eru meðal annars hagfræð-ingur, heimspekingur, rafvirki, lögfræðingur, nemi, bóndi, talsmaður, kennari, forritari, leikstjóri, tveir stærðfræð- ingar, tveir stjórnmálafræðingar, tveir prestar, þrír læknar og fjórir fjölmiðlamenn. Þetta er ekki beinlínis þver-skurður af þjóðinni. Þarna er enginn sem vinnur í álveri. Enginn sjómaður komst inn. Enginn sem vinnur í búð er þarna. Flestir eru frægir. 22 af 25 stjórnlaga- þingmönnum búa á höfuðborgar- svæðinu. Líklegast er að borgarbú- arnir á stjórnlagaþinginu geri landið að einu kjördæmi og jafni atkvæða- vægi. 87 prósent þeirra stjórn- lagaþingmannanna sem svöruðu spurningakönnun DV, vilja að vægi atkvæða í kosningum sé hið sama óháð búsetu. 61 prósent vilja fækka þingmönnum. Nýja stjórnarskráin mun setja landsbyggðarþingmenn í útrýmingarhættu. Þetta verður reið- arslag fyrir kjördæmapotara. Það verður alltaf vesen á stjórnlagaþingi, þótt marg-ir fari fram á að allt gangi fullkomlega upp eða verði ella fordæmt. Það gekk ekki átaka- laust fyrir sig að búa til stjórnarskrá fyrir Bandaríkin árið 1787. Smáríkið Rhode Island neitaði að senda full- trúa á stjórnlagaþingið og neitaði svo að staðfesta stjórnarskrána. Ástæðan virtist vera að fólkið í Rhode Island óttaðist að stjórnarskráin gæti komið í veg fyrir að það gæti innheimt skatt af vegfarendum sem þurftu að fara í gegnum örfylkið á leið sinni á aðra og mikilvægari staði. Stærsta orrustan um íslensku stjórnarskrána mun líklega verða þegar prestarnir tveir berjast gegn yfirnæfandi stuðningi annarra stjórnlagaþing- manna við aðskilnað ríkis og kirkju. 65 prósent stjórnlagaþingmanna eru andsnúnir ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. Ef allt fer á versta veg eru þrír læknar á staðnum og fjórir fjölmiðlamenn til að segja frá því. Hvað svo? „Ég treysti Gunnari sem fullorðnum manni, sem trúaðri sál og sem andlegum leiðtoga.“ n Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir sakar forstöðu- mann Krossins um kynferðislega áreitni. - Pressan „Ég var alveg jafn viðbúinn því að komast ekki inn.“ n Ómar Ragnarsson er einn þeirra 25 sem komst inn á stjórnlagaþing. - DV.is „Ég margspurði læknana hvort þeir væru að fara með hana til Svíþjóðar ef það væri ekki séns og þeir sögðu að það myndu þeir ekki gera. Maður huggar sig við það.“ n María Egilsdóttir, móðir Helgu Sigríðar Sigurðardóttur, 12 ára stúlku sem hneig niður í sundtíma. - DV. „Skuldsett heimili upplifa núna mikið óréttlæti í kjölfar bankahrunsins og margir finna fyrir því, að greiðsluvilji heimila fer þverrandi dag frá degi.“ n Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, óttast að fljótlega muni upp úr sjóða vegna efnahagsástands- ins. - mbl.is „Þá stynur hún af sársauka að hún hafi farið úr axlarlið, skiljanlega afar kvalin.“ n Heimir Karlsson, þáttarstjórnandi Í bítið, en viðmælandi þáttarins fór úr axlarlið í beinni. - DV.is Gunnar eða séra Gunnar Gunnar Þorsteinsson, forstöðu-maður Krossins, gerir rétt með því að stíga til hliðar. Nokkrar konur hafa stigið fram og sak- að hann um kynferðislega áreitni. Sum- ar ásakananna eru óljósar en aðrar nokk- uð skýrar. Það er nær útilokað að halda því fram að um sé að ræða samsæri gegn Gunnari. Svo margir einstaklingar leggja ekki heiður sinn að veði til að koma höggi á einstakling. Konurnar sem um ræðir vita að ásökunin ein er mannorðsskemmandi. Og röng ásökun er þá ekki annað en mann- orðsmorð. Það er borðleggjandi að trúarleiðtoginn hefur einhvern tímann stigið yfir mörk þess siðlega. Spurningin sem eftir stendur er aðeins sú hversu alvarleg yfirsjónin var og hvað lá að baki gjörðum Gunnars. Þeg- ar um er að ræða sálusorgara er ljóst að allt önnur mörk gilda í samskiptum manna en þegar um venjulegt fólk er að ræða. Þetta kemur ágætlega fram í máli séra Gunnars Björnssonar á Selfossi sem varð að hverfa frá kirkju sinni þótt veraldlegir dómstólar úrskurðuðu hann saklausan. Í hans tilviki, rétt eins og Gunnars í Krossinum, má segja að ekki sé sama Gunnar eða séra Gunnar. Ásakanirnar á hendur Gunnari í Kross- inum eru margar hverjar vegna meintra atburða sem áttu sér stað fyrir áratugum síðan. Illskiljanlegt er hvers vegna þær eru að koma fram fyrst núna. Það kann þó að eiga sér þær skýringar að konurn- ar sem um ræðir hafi þagað vegna þeirrar skammar sem fylgdi minningunum. Gunnar kallar ásakanirnar og upp- námið sem þeim fylgir gjörningaveð- ur. Víst er hægt að hafa samúð með hon- um í því óveðri sem geisar. Það er þó ekki hægt að flokka ástandið þannig að um sé að ræða gjörninga. Eiginkona Gunnars, Jónína Benediktsdóttir, telur rót málsins liggja í því að fólk vilji koma höggi á hana og hjónaband þeirra. Sú skýring er hæpin. Staðreyndin er sú að of margar konur hafa stigið fram til þess að hægt sé að afgreiða málið sem léttvægt. Í þessu tilviki má eng- inn vafi leika á um sekt eða sakleysi. Trú- félagið Krossinn verður að ganga sömu svipugöng og þjóðkirkjan sem neyddist til að fara í gegnum mál fyrrverandi biskups með tilheyrandi sársauka. Siðferði predik- arans verður að vera óumdeilt. ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Siðferði predikarans verður að vera óumdeilt. leiðari svarthöfði 26 umræða 1. desember 2010 MiðvikudAgur SmáSkærur JónS n Gert er ráð fyrir að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið sameinist form- lega í velferðarráðuneyti um áramót- in. Það á einnig við um ráðuneyti samgöngu-, mannréttinda-, sveitarstjóra- og dómsmála undir hatti innanríkis- ráðuneytisins. Vinir Jóns Bjarna- sonar hafa lagst gegn sameiningu málefna atvinnu- veganna í eitt ráðuneyti enda sé það tilraun til að bola Jóni úr embætti sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra. Jón þykir hafa náð árangri gegn stór- útgerðarmönnum með smáskærum og það talið auka líkur á að hann fái að vera í friði. ragna til landSvirkJunar n Sameining og fækkun ráðuneyta þýddi einnig að ráðuneytisstjórum fækkaði. Í innan- ríkisráðuneytinu heldur Ragnhild- ur Hjaltadóttir velli hafandi stýrt samgöngumál- um um árabil. Sprenglærð Helga Jónsdóttir bæjar- stjóri úr Fjarða- byggð hreppti starf ráðuneytisstjóra í hagsýslu- og viðskiptaáðuneytinu. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi ráð- herra dóms- og mannréttindamála, dró hins vegar allar umsóknir sínar til baka á dögunum. Hún stingur nú upp kollinum sem skrifstofustjóri Landsvirkjunar sem má ráða fólk án auglýsingar. Barátta um toppinn n Mikill slagur er nú á markaðnum um hvaða ævisaga muni seljast mest og best. Saga Jón- ínu Ben mun klár- lega skora hátt á meðan minna fer fyrir svokölluðum ráðherrabókum Árna Mathiesen og Björgvins G. Sigurðssonar. Einhverjir eru á því að saga Gunnars Thoroddsen, sem skráð er af Guðna Th. Jóhannessyni, muni á endanum verða sigurvegarinn í jólabókaflóðinu. Mikill metnaður er lagður í þá bók sem tók höfundinn um þrjú ár að skrifa. Úr axlarliði í Útvarpi n Útvarpsviðtöl geta verið hættuleg. Það fékk ofurbloggarinn Hlín Einars- dóttir að finna á eigin skinni á mánudagsmorg- un þegar hún ætlaði að kynna nýja vefsíðu sína sem er sérstaklega ætluð konum. Hlín átti að vera í viðtali við Heimi Karlsson Í bítinu en meðan talið var niður gerðist eitthvað sem engin leið er að ímynda sér hvernig bar að höndum. Heimir tilkynnti með alvöruþunga að ekkert yrði af viðtalinu þar sem viðmælandinn hefði farið úr axlarliði. Óskaði hann síðan Hlín velfarnaðar. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 512 7004. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. bókstaflega „Ég er stálslegin fyrir utan smámar og slappleika,“ segir Hlín EinaRSdóTT- iR sem fór úr axlarlið í beinni útsendingu í útvarpsþættinum í bítið á Bylgjunni. Hún hafði ætlað að ræða um vefsíðuna bleikt.is sem verður opnuð á netinu á næstu dögum. eRTu í lagi Hlín? spurningin yfirkjörstjórn tilkynnti um úrslit kosninga til stjórnlagaþings í Laugardalshöll klukkan 16 í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.