Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 25
miðvikudagur 1. desember 2010 erlent 25
bandaríkjamönnum ekki skemmt
skipta. Kemur fram að Norður-
Kórea fari oftar en ekki jafn mikið
í taugarnar á Kínverjum og vest-
rænum ríkjum, einn kínverskur er-
indreki sagði til að mynda að land-
ið væri eins og „ofdekrað barn“.
Sjái Kínverjar jafnvel fyrir sér
sameinað ríki Kóreu innan tveggja
til þriggja ára. Þeir vilja síst af öllu
að uppreisn verði í Norður-Kóreu
sem gæti þýtt að Kínverjar þyrftu
að taka við ómældum fjölda flótta-
manna, þó það komi einnig fram
að þeir hafi íhugað þann mögu-
leika. Sjá þeir í því tilfelli fyrir sér
að taka að sér allt að 300 þúsund
flóttamenn.
Neyðarástand hjá utanríkis-
ráðuneytinu
Stjórnmálaskýrendur eru flestir
sammála um að lekinn geti orð-
ið að miklum vendipunkti í utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna, jafnvel
er rætt um algert hrun hennar –
slíkur sé trúnaðarbresturinn. Fyr-
ir helgi voru erindrekar Banda-
ríkjanna víðs vegar um heiminn
ræstir út til að reyna að draga úr
högginu og óhætt er að segja að
mikið álag hafi ríkt í sendiráð-
um Bandaríkjanna síðan. Opin-
ber viðbrögð Bandaríkjanna hafa
hins vegar verið á eina leið, það er
að fordæma lekann. Í yfirlýsingu
frá utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna sem birtist áður en skjölin
fóru að birtast á Wikileaks sagði
að „slíkar opinberanir setji ríkiser-
indreka okkar í hættu, starfsmenn
leyniþjónustunnar sem og fólk um
allan heim sem leitar aðstoðar til
Bandaríkjanna til að auka veg lýð-
ræðis og frjáls stjórnkerfis.“
Segir Wikileaks hryðjuverka-
samtök
Repúblikaninn og fulltrúadeild-
arþingmaðurinn Peter King, sem
mun senn taka við formennsku í
nefnd heimavarnarmála í banda-
ríska þinginu, hefur óskað eftir
því að ríkisstjórn Baracks Obama
„kanni hvort skilgreina megi Wiki-
leaks sem erlend hryðjuverka-
samtök.“ King skrifaði bréf til Hill-
ary Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, þar sem hann
segir að „lagalega uppfylli Wikile-
aks öll skilyrði [hryðjuverkasam-
taka].“ Segir hann að „Wikileaks
skapi skýra og viðvarandi ógn við
þjóðar öryggi Bandaríkjanna.“
Öldungadeildarþingmaðurinn
Joseph Lieberman vill einnig að
síðunni verði lokað. Hann er for-
maður nefndar um heimavarn-
armál í öldungadeildinni. „Með
því að opinbera slík gögn stofn-
ar Wiki leaks lífi og frelsi fjölda
Bandaríkjamanna og annarra í
hættu um allan heim. Þessi aðgerð
er hneyksanleg, hættuleg og viður-
styggileg.“
Viðbrögð stjórnvalda
Búast mátti við því að Bandarík-
in fordæmdu birtingu Wikileaks
á skjölum utanríkisráðuneytisins
en viðbrögð annarra stjórnvalda
hafa verið blendin. Athygli vekur
þó að þau ríki sem hafa tjáð sig
hvað mest um málið, Bretland
og Þýskaland, taka bæði undir
gagnrýni Bandaríkjanna og for-
dæma lekann einnig. Í skjölun-
um kemur fram hörð gagnrýni á
hernaðarstarfsemi Breta, meðal
annars í Afganistan. Er því haldið
fram að framlag Breta hafi verið
undir pari, þá sérstaklega í borg-
inni Sangin, sem bandamönn-
um hefur reynst erfitt að ná á
sitt vald. Þar hafa Bretar þurft að
þola mikið mannfall og hafa fjöl-
skyldur fallinna hermanna lýst
yfir hneykslun sinni á gagnrýni
Bandaríkjamanna, sagt hana vera
móðgun við þá látnu. Þrátt fyrir
það standa bresk stjórnvöld þétt
við bak Bandaríkjanna.
Það sama má segja um Þýska-
land, en margir þýskir stjórn-
málamenn fá slæma umsögn í
skjölunum. Þar á meðal er kansl-
ari Þýskalands, Angela Merkel. Er
hún sögð „áhættufælin og sjald-
an skapandi í hugsun“. Þá var
einnig sagt að hún væri á stund-
um „óviss“ í samskiptum sínum
við Obama. Þrátt fyrir þetta sagði
talsmaður Merkel, Steffen Sei-
bert, að ekkert myndi breytast í
samskiptum Bandaríkjanna og
Þýskalands, vinátta þeirra væri
„náin og sterk“. Undir þetta tók
fjármálaráðherra Þýskalands,
Wolfang Schäuble, en hann var
reyndar einn fárra stjórnmála-
manna sem fékk góða umsögn í
skjölunum. Hann sagði að birt-
ingin væri „slæm og ósmekkleg“.
Önnur ríki hafa tjáð sig minna
enn sem komið er. Rússar hafa
til að mynda sagt að meta þurfi
skjölin betur áður en dómur sé
lagður á þau. Eitt ríki virðist þó
öðrum fremur fagna birtingu
Wikileaks, en það er Ísrael. Tal-
ið er að þær upplýsingar, að ar-
abaríki hafi hvatt Bandaríkin til
innrásar í Íran geti virkað sem
vatn á myllu Ísraelsmanna. Hafa
þeir lengi amast yfir kjarnorku-
áætlunum Írana og segir Giora
Eiland, sem var öryggisráðgjafi
ríkisstjórna Ariels Sharons og
Ehuds Olmerts, að skjölin sýni
að Sádí-Arabar sem og Jórdanir,
hafi greinilega meiri áhyggjur af
ástandinu í Íran en deilum Pal-
estínu og Ísraels.
Julian Assange stofnandi Wikileaks
Á næstu vikum verða birt um 251 þúsund
skjöl frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Sitja í Súpunni
Saman
Blaðamaður DV hafði samband við
Silju Báru Ómarsdóttur, aðjúnkt
í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands. Hún segist ekki búast við of
hörðum viðbrögðum alþjóðasam-
félagsins við birtingu Wikileaks. Í
flestum tilfellum er einfaldlega um
hefðbundin diplómatísk vinnu-
brögð að ræða. „Flest ríki eru auð-
vitað undir sömu sökina seld – þau
treysta á upplýsingar frá heima-
mönnum og gefa skýrslur um þær
upplýsingar heim í ráðuneyti. Það
getur valdið öllum ríkjum vand-
ræðum að svona gögn séu birt. Það
er því líklegra að flest ríki taki undir
með Bretlandi og verji Bandaríkin
frekar en Wikileaks.“
En þýðir þetta skipbrot fyrir
bandaríska utanríkisstefnu? Þurfa
bandarísk stjórnvöld að endur-
skoða vinnubrögð sín? „Ef ég man
rétt, þá var opnað fyrir gagna-
skipti milli varnarmálaráðuneytis-
ins og utanríkisráðuneytisins eftir
11. september 2001. Miðað við að
það var hermaður, Bradley Mann-
ing, sem lak fyrsta skammtinum
og þetta virðist vera leki frá varn-
armálaráðuneytinu, þá má vænta
þess að flæði gagna á milli stofn-
ana verði endurskoðað, fyrr en að
starfsháttum verði breytt.
Þetta setur utanríkisþjónust-
una auðvitað í kreppu, hvernig
á hún að vinna með fullkomlega
laskað traust á vettvangi? Viðmæl-
endur sem hafa tjáð sig í trausti
þess að nöfn þeirra yrðu ekki op-
inber munu eflaust hugsa sig um
tvisvar og þrisvar áður en þeir gera
það aftur. Svo kemur spurningin,
hversu mikið af því sem þeir segja
eru vangaveltur og slúður, frek-
ar en áreiðanlegar heimildir –
ættu utanríkisþjónustur að treysta
meira á sjálfstæða gagnaöflun,
sem yrðu þá væntanlega hreinar
njósnir, heldur en þessa leið, að
ræða við heimamenn og reyna að
fá innsýn frá þeim? En ég tek fram,
að það eru mörk þarna. Að panta
upplýsingar um aðgangsorð og
lífsýni æðstu embættismanna SÞ
gengur mun lengra en að senda
heim vangaveltur um stöðu mála
í gistiríki eftir kvöldverðarspjall við
vel tengt fólk.“
Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt
Telur að Bandaríkjamenn endurskoði
flæði upplýsinga milli ráðuneyta.