Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 11
miðvikudagur 1. desember 2010 fréttir 11 Hildur Ósk Ragnarsdóttir er búsett í Danmörku og æfir rúbbí af miklum krafti. Hún varð nýlega Danmerk- urmeistari kvenna í rúbbí með liði sínu Exiles. Hildur hefur hlotið verðlaun fyrir miklar framfarir og verið boðuð á landsliðsæfingar hjá danska rúbbílandsliðinu. Þetta er ótrúlegur árangur í ljósi þess að Hildur hefur einungis æft í eitt ár. Hún segir rúbbí vera fyrir konur á öllum aldri. Ekki bara tröllskEssur mEð brjálað skap Þetta er mjög góð út-rás og maður er alltaf afslappaður eftir æfingar Hildur Ósk Ragnarsdóttir varð í októ- ber síðastliðnum Danmerkurmeistari kvenna í rúbbí með liði sínu Exiles í Kaupmannahöfn og hefur fengið boð um að koma á æfingar með kvenna- landsliði Danmerkur í íþóttinni. „Ég hef verið boðuð núna tvisvar sinnum í ár en hef því miður ekki komist hing- að til, en núna erum við komin í jóla- frí frá æfingum. Það verða landsliðs- æfingar í mars næst og þeir reyna að fá sem flesta til að mæta og sjá hvað er hægt að gera með hópinn og síð- an er valið í landsliðið út frá því. Þeir reyna að fá alla til að koma í úrtökur, eða alla vega þá sem hafa leyfi til þess og þar sem ég er búin að búa svo lengi úti þá fell ég inn í þann hóp.“ Hildur, sem er einungis búin að æfa rúbbí í um ár, fékk framfararverðlaunin á síð- ustu árshátíð og er komin í góða stöðu í liðinu sínu. „Ég er samt ekkert mjög góð sko, bara svona allt í lagi,“ segir Hildur hógværðin uppmáluð. „Mað- ur kemst auðvitað áfram á skapinu og maður þarf að hafa rétt „mentalitet“ í þetta. Þetta er samt bara ótrúlega mikið tækni og ef maður lærir hana ágætlega þá kemst maður vel áfram. Þetta er mjög gaman og það er einfalt að læra þetta.“ Alls ekki karlaíþrótt Hildur lék bæði handbolta og fótbolta með Breiðablik áður en hún flutti til Danmerkur fyrir 9 árum og sá grunn- ur hefur nýst henni vel í rúbbí. Hún segir íþróttagreinina þó ekki vera um- fangsmikla í Danmörku. Karladeild- in hafi um 30 lið en kvennadeildin sé mjög fámenn. Hildur segir íþrótta- greinina þó alls ekki vera frekar karla- íþrótt. „Það er nefnilega mikill mis- skilningur. Þetta er auðvitað vinsælla hjá karlmönnunum og það eru ekki það margar stelpur í þessu. Ég held að konur haldi að þær geti ekki spilað þetta, að þetta sé allt of gróft en það er bara stór misskilningur. Það þarf allar týpur í þetta, litlar og snöggar og svo auðvitað stórar og sterkar líka. þannig það er á misskilningi byggt að maður þurfi að vera tröllskessa með brjálað skap. Þetta er bara aðallega spurn- ing um tækni þannig séð.“ Hún segir rúbbí vera heldur grófari íþrótt en fótbolta og handbolta og það sé eitt- hvað um meiðsl en yfirleitt ekki alvar- leg. „Maður er alltaf með skrámur og marbletti eftir leiki, tognun og annað slíkt en þetta er ekkert brjálað. Þetta er mjög góð útrás og maður er alltaf afslappaður eftir æfingar,“ segir Hild- ur og hlær. Vantar meiri umfjöllun „Rúbbílið eru yfirleitt fimmtán manna en við spilum alla jafna í sjö eða tíu manna liðum þegar við spil- um í deildinni. Okkar lið er langstærst svo það fer eftir því hvað hin liðin hafa upp á að bjóða. Fer eftir meiðslum og slíku. Við reynum samt reglulega að fá erlend lið í heimsókn og förum líka út að spila og þá erum við með fullt fimmtán manna lið,“ segir Hild- ur. Hún segir Dani ekki vera fram- arlega í rúbbí í heiminum og henni finnst vanta meiri umfjöllun um íþróttina. „Það eru nokkrir mjög góð- ir leikmenn í landsliðinu, sérstaklega karlalandsliðinu, en þeir sem heild hafa ekki náð mjög góðum árangri, því miður. Það er aðeins betur séð um þetta til dæmis í Svíþjóð og Noregi, sérstaklega kvennadeildirnar og það eru mun fleiri sem æfa þar.“ Hún segir konur á öllum aldri geta spilað rúbbí. „Yngsta konan hjá okk- ur er 18 ára og svo held ég að sú elsta sé að verða fertug þannig að þetta er mjög breiður hópur, sjálf er ég 33 ára og var að byrja. Það hefur ekkert hamlað mér neitt,“ segir Hildur sem er ekkert á leiðinni heim frá Dan- mörku og hyggst halda ótrauð áfram að æfa. Aðspurð hvort einhver rúbbí- leikmaður sé í sérstöku uppá- haldi hjá henni segir hún að Tana Umaga, sem spilaði með Nýja-Sjá- landi, komi sterkur inn. „Því mið- ur spilar hann ekki lengur en hann er einn af bestu og þekktustu leik- mönnunum innan rúbbísins,“ seg- ir Hildur sem vill endilega hvetja íslenskar konur til að kynna sér rúbbí. SÓlRún liljA RAgnARSdÓttiR blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Exiles Leikmennliðsinseruáldrinumfrá18áratilfertugs.Hildurerþriðjafráhægrií fremriröð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.