Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 6. desember 2010 mánudagur Í tilefni af fimm ára afmælisári Ljóssins ætlar göngugarpurinn Þorsteinn Jakobsson að klífa 365 fjallstinda á þessu ári og mun hann ljúka takmarki sínu laugardaginn 11. desember þegar hann gengur upp Esjuna með björgunarsveitinni Kyndlinum í Mos- fellsbæ. Þar er markmiðið að mynda ljósafoss niður fjallið. „Mér finnst ekkert af þessu erfitt, ég geng bara eitt skref í einu og ég eyði ekki nema bara broti af orku í að hugsa að ég eigi eftir að ganga upp á tindinn. Ég nýti hugarorkuna í stað og stund,“ segir Þorsteinn Jak- obsson fjallagarpur sem hefur unn- ið það ótrúlega afrek að hafa klif- ið 360 fjallstoppa á árinu til styrktar Ljósinu en Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóð- sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Hann ætlar þó ekki að láta þar stað- ar numið því hann hefur heitið að klífa alls 365 toppa á árinu og síðasta fjallið mun hann ganga næstkom- andi laugardag, þann 11. desember. Þá ætlar Þorsteinn að ganga upp á Esjuna í samfloti með björgunar- sveitinni Kyndlinum og er markmið- ið að mynda eins konar ljósafoss frá toppi Esjunnar og niður að rótum. Sex fjöll á viku Þorsteinn byrjaði fjallgönguna þann 1. janúar þegar hann gekk á Helga- fell og síðan hefur hann gengið á fjallstoppa að meðaltali sex sinnum í viku víðs vegar um landið. Þau fjöll sem hann hefur meðal annars geng- ið eru Hvannadalshnjúkur, Baulan í Borgarfirði, Hafnarfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Ok, Snæfellsjökull, Súl- urnar við Akureyri, Hlíðarfjall, Hól- amatindur, Svartafjall, Hádegisfjall. Grænafell, Spákonufjall, Bögga- staðafjall og svona mætti lengi telja. Aðspurður um hvort að hann ætti sér eitthvert uppáhaldsfjall segir Þorsteinn að Hvannadalshnjúkur sé sérstaklega skemmtilegur og fagur: „Mér finnst ofsalega fallegt fyrir aust- an, vestan og norðan á fjöllum sem ég fór á í sumar, til dæmis á Hólma- tindi á Austjörðum og Súlunum við Akureyri, þessir staðir eru algjör augnayndi.“ Heimsmet í vinnslu Sem stendur er Þorsteinn að vinna í að skrá þetta afrek sitt í Heims- metabókina. „Það hefur víst enginn í heiminum gert þetta áður og það hafa margir skorað á mig að fá þetta skráð. En það þarf að vinna að mörgu í kringum það, eins og að safna sam- an myndum og bókum sem maður hefur skráð nafnið sitt í uppi á tind- unum. Ég er eiginlega komin á það stig að nenna þessu ekki, ég myndi frekar nenna að klífa aftur 365 fjöll en að vesenast í þessu heimsmeti,“segir Þorsteinn hlæjandi. Mæta með ljós Þorsteinn hvetur alla til að mæta við Esjurætur á laugardaginn en gangan hefst stundvíslega klukkan 14.30 og er mæting í Esjustofu klukkan 14.00. Hann segist vera búin að reikna út að ljósafossinn yrði fegurstur ef 1.200 manns taækju þátt í að mynda hann. Fyrir fólk sem treystir sér ekki til að ganga upp allt fjallið er nóg að mæta við Esjurætur eða aðeins upp í brekk- una og sameinast síðan gönguhópn- um síðasta spölinn niður og fólk er beðið um að hafa vasaljós, ennis- ljós eða kyndla meðferðis. Veitinga- sala verður á staðnum og mun all- ur ágóði af henni renna til styrktar Ljósinu og klukkutíma fyrir gönguna munu Valgeir Skagfjörð og Hjörtur Howser vera með tónlistaratriði. Þeir sem vilja styrkja gönguna miklu er bent á styrktarsjóð Ljóssins 0130-26- 410520, kennitala 590406-0740. Hanna ólafSdóttir blaðamaður skrifar: hanna@dv.is FJALLAMAÐUR MeÐ HeI S T Á toppnum Þorsteinn Jakobssonáeinumafþeim 360fjallstoppumsemhann hefurklifiðáárinu Frestur íslenskra stjórnvalda rennur út á þriðjudag: Kapphlaupviðtímann Vilhjálmur Egilsson, formaður Sam- taka atvinnulífsins, segir brýnt að þingmenn nái samstöðu um Ice- save-málið á næstu sólarhringum en frestur stjórnvalda til að skila svari til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Ice save rennur út á þriðjudag. „Við verðum að reyna að komast hjá því að málið fari fyrir EFTA-dómstólinn,“ segir Vil- hjálmur. „Flestir sammælast um það að við töpum því máli og þá versnar staða okkar enn frekar. Drög að samn- ingi hafa batnaði mikið og það er orð- ið brýnt að ryðja þeim hindrunum sem við höfum búið við í viðskiptum úr vegi. Það er vegna Icesave-málsins sem við njótum ekki eðlilegrar fyrir- greiðslu og þá hafa Hollendingar og Bretar beitt sér gegn Íslendingum,“ segir Vilhjálmur i samtali við DV. Fjármálaráðherra hefur einnig lýst því yfir að ekki sé ákjósanlegt að deil- an fari fyrir EFTA-dómstólinn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, aðstoðarmað- ur ráðherra, segir aðspurð um hvort keppt sé á tíma ekkert geta gefið upp annað en að það sé góður gangur í samskiptum samninganefndanna. „Það er ekki hægt að gefa sér neinar tímasetningar í þessu máli en von- andi næst farsæl lausn fyrr en seinna,“ segir Rósa. Vilhjálmur Egilsson segist að- spurður ekki hafa þrýst á einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins um að styðja samningsdrögin. „Ég get ekki sagt að ég hafi verið að leggjast á ein- staka þingmenn. Ég tala einfaldlega fyrir því að málið sé leyst sem fyrst og það er staðreynd að við erum með betri samning í höndunum en áður.“ Vilhjálmur bendir á að samn- ingsvextir í drögum að nýjum samn- ingi séu öllu lægri en upphaflega var miðað við og að þeir séu miðaðir við þau kjör sem Bretar og Hollendingar gangist sjálfir að. kristjana@dv.is Vill samstöðu um drög að samningi Vilhjálmurtelurvístaðmeðbetrisamn- ingiséfarsæltaðljúkaIcesave-málinu semfyrst. Það hefur víst enginn í heim- inum gert þetta áður og það hafa marg- ir skorað á mig að fá þetta skráð. Baldur á móti útsvarshækkun Félag ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, Baldur, hefur lýst yfir andstöðu sinni við fyrirhugaða hækkun á útsvari á Seltjarnarnesi. Sendi félagið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir miklum von- brigðum með stefnu bæjaryfirvalda, en rétt er að taka fram að þar hafa Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Í yfirlýsingunni segir: „Útgjöld bæjarins hafa hækkað að meðaltali um 14 prósent á ári sein- ustu níu árin í tíð Sjálfstæðisflokks- ins og er kominn tími til að hverfa af þeirri braut. Mikilvægt er að Sjálf- stæðisflokkurinn læri af mistökum fyrri ára og skeri niður útgjöld í stað þess að skattpína bæjarbúa eins og vinstrimanna er siður.“ Forsetinn veitir verðlaun Í gær, 5. desember, var haldinn há- tíðlegur Forvarnardagurinn. Í til- efni dagsins var verðlaunahöfum úr ratleik Forvarnardagsins boðið á Bessastaði af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Verðlaunahaf- arnir að þessu sinni komu frá Ár- skóla frá Sauðárkróki, Flúðaskóla frá Flúðum og Vallaskóla á Selfossi. Var þeim boðið til Bessastaða ásamt fjöl- skyldum sínum, kennurum, skóla- stjórnendum og aðstandendum For- varnardagsins. Forvarnardagurinn var haldinn í fimmta sinn í ár og eru aðstandendur hans ánægðir með hvernig til tókst. Unglingapartí úr böndunum Lögregla þurfti að hafa afskipti af veisluhöldum í Salahverfi í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Lögregla mætti í íbúðarhúsnæði eftir að kvartanir höfðu borist frá nágrönnum vegna hávaða. Í ljós kom að sá sem hélt partíið var á táningsaldri og foreldrar hans ekki heima. Hann hafði misst tökin á samkvæmi sínu og þar var skyndilega kominn saman stór hópur fólks sem hann kannaðist ekki við að hafa boðið. Lögreglu tókst að rýma íbúðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.