Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Blaðsíða 26
Ásdís Rán með snyrtivörulínu í Hagkaupi:
færir út kvíarnar
26 fólkið 6. desember 2010 mánuadgur
Að drepast
í hendinni
Egill Gillz Einarsson selur nýja bók
sína Lífsleikni eins og heitar lummur
þrátt fyrir misjafna dóma. Hann
gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir
menningarvitana eiga bágt með
sig þegar kemur að því að ræða um
hann enda sé hann hvorki með vömb
né tjúguskegg eins og listaelítunnar
eru háttur. Bók hans er við það að
seljast upp og Egill stóð í ströngu við
að árita bók sína í Eymundsson en
það gerðu hann og Ellý um helgina.
Að minnsta kosti ef marka má
Facebook-síðu hans þar sem hann
segist vera að drepast í hendinni eftir
annirnar.
Styðja
hvert annað
Jólabókafjölskyldan í ár er þau Yrsa
Þöll Gylfadóttir, Gunnar Theódór
Eggertsson, Þórunn Erlu-Valdimars-
dóttir og Megas. Þau tengjast öll
bæði fjölskyldu- og útgáfuböndum
og sýndu að þau styðja hvert annað
í sölustríðinu fyrir jólin með því að
fagna útgáfu bóka innan fjölskyld-
unnar sameiginlega á Rósenberg á
sunnudagskvöldið.
Á Rósenberg gátu gestir hlýtt á
upplestur úr bókunum og á flutning
Megasar á nokkrum lögum sínum í
útsetningu Þórðar sonar síns sem er
einmitt giftur Bryndísi Höllu Gylfa-
dóttur, systur Yrsu. Yrsa og Gunnar
eru síðan par og Þórunn er móðir
Gunnars svo segja mætti að jólaboð
fjölskyldunnar hefði hæglega verið
hægt að afgreiða á þessum fögnuði.
„Ég er búin að vera að þróa alveg
rosaflotta IceQueen-förðunarlínu
fyrir ungar stúlkur,“ segir Ásdís Rán
Gunnarsdóttir fyrirsæta sem er ný-
komin til landsins. „Ég er búinn
að vera vinna þetta með Kristínu
Stefánsdóttur hjá No Name,“ bæt-
ir Ásdís við en línan verður seld í
Haugkaupi og að öllum líkindum á
vefsíðunni icequeen.is.
„Við byrjum á því að setja á
markað um jólin svakalega flott-
ar förðunargjafatöskur með þess-
um grunni sem allar skvísur þurfa
til að lúkka gorgeous; gloss, mask-
ara, fimm augnskugga, augnblý-
ant og gerviaugnhár.“ Ásdís seg-
ir að hún hafi lagt mikla áherslu á
að halda verðinu á vörunum í lág-
marki. „Verðið á töskunum er á
bilinu 3.900 til 4.900 krónur. Sem
er sama verð og fyrir einn eða tvo af
þessum hlutum í öðrum merkjum.
Við höldum bara álagningunni al-
veg í lágmarki þar sem markhópur-
inn minn eru ungar stúlkur og ung-
ar konur.“
Ásdís efast ekki um að vörurnar
eigi eftir að slá í gegn hjá kvenþjóð-
inni. „Þetta verður bara glamúr og
gæði á góðu verði og ekki hægt að
finna betri jólagjöf handa skvísun-
um.“
Ásdís er nýkomin til landsins
til þess að heimsækja fjölskylduna
sína og fylgja eftir nýju vörulínunni.
Ásdís fluttist í vetur til Þýskalands
frá Búlgaríu þar sem hún hafði
slegið í gegn sem fyrirsæta. Ásdís
hafði þar prýtt forsíður ótal tíma-
rita og komið fram í þó nokkrum
sjónvarpsþáttum. Ásdís er ávallt
með ótal járn í eldinum og verð-
ur spennandi að sjá hvort velgegni
ísdrottningarinnar fylgi henni til
Þýskalands.
asgeir@dv.is
f oreldrar þeirra Umu og Dechen Thurman, sænska fyrirsætan Nena og fyrrverandi búdda-
munkurinn Friedrich Karl, ólu
systkinin upp við búddíska siði.
Dechen er á Íslandi í boði Yoga
Shala og kennir Íslendingum jóga
og andleg fræði. Dechen Thur-
man kom til landsins í síðustu
viku og hefur dvalið hér við gott
atlæti í boði Ingibjargar Stefáns-
dóttur í Yoga Shala. „Ég hef haft
það náðugt síðan ég kom hingað,“
segir Dechen frá. „Ég er nú þegar
búinn að hitta mikið af skemmti-
legu og hæfileikaríku fólki og ferð-
ast á fallega staði í grennd við höf-
uðborgarsvæðið. Síðan ég kom
hefur veðrið verið einstaklega gott
og heiðskírt. Það kemur mér veru-
lega á óvart hversu mikið af hæfi-
leikaríku tónlistarfólki býr hér í
þessu litla landi.“
Dechen og Uma ólust upp
við búddíska siði. Þau systkinin
dvöldust meðal annars um tíma í
Almora á Indlandi og Dalaí Lama
var reglulegur gestur á heim-
ili þeirra. Móðir þeirra er Nena
von Schlebrügge, og faðir þeirra
erv Friedrich Karl Johannes von
Schlebrügge. „Móðir mín var of-
urfyrirsæta á sjöunda áratugnum
og hætti fyrirsætustörfum til þess
að sinna hugleiðslu. Faðir minn
var síðan búddamunkur allt þar til
ég var sjö ára. Þá hætti hann og var
fyrirgefið af Dalaí Lama fyrir að yf-
irgefa regluna.“
Uma og Dechen eru náin og
í reglulegu sambandi. „Ég mæti
á allar sýningarnar hennar og
fylgist með henni. Við erum lík
að mörgu leyti. Ég kynntist jóga
í háskóla í gegnum leiklist en á
henni höfðum við bæði áhuga,
hvort á sinn hátt.“ En hvað skyldi
uppáhaldsmynd Dechen með
Umu í aðalhlutverki vera? „Mér
finnst myndir hennar frá fyrri
tímabilum skemmtilegar, þá er
ég að tala um myndir eins og
Henry and June og The Advent-
ures of Baron Munchausen.“ De-
chen hefur sjálfur leikið í kvik-
myndum og lék meðal annars í
Zoolander og með Umu í mynd-
inni The Truth about Cats and
Dogs.
Dechen er virtur jógakenn-
ari og hefur verið spurður að því
hvernig Íslendingar geti kom-
ist yfir reiðina sem þjakar þá í
kjölfar efnahagshrunsins. Það
stendur ekki á svari: „Með sköp-
unargáfunni. Það skynja ég mjög
sterkt. Ef þið leggist öll á eitt
hvað það varðar þá gerist eitt-
hvað stórkostlegt.“
Dechen Thurman er á Íslandi í boði
Yoga Shala og kennir Íslendingum
jóga og andleg fræði. Uma Thurman
og Dechen eru náin og í reglulegu
sambandi en hann hefur sjálfur leikið
í kvikmyndum og lék meðal annars í
Zoolander og með Umu í myndinni
The Truth About Cats and Dogs.
Dechen thUrMan:
Kennir jóga
á íslanDi
Náinn systur sinni Dechen og Uma
eru náin og hafa bæði lært leiklist og
eru alin upp við búddíska siði.
Ásdís Rán á Keflavíkur-
flugvelli Ísdrottningin kom
til landsins í síðustu viku.
Snyrtivörutöskur fyrir skvísur
Ásdís þróaði vörurnar í samstarfi við
No Name.