Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 6. desember 2010 mánudagur
Uppi eru hugmyndir í menntaráði um
sameiningu leikskóla og samrekstur
leik- og grunnskóla og frístundaheim-
ila. Félag stjórnenda leikskóla mót-
mælti þessum hugmyndum á fundi
1. svæðadeildar félagsins fyrr í mán-
uðinum. Félagið bendir á í ályktun frá
fundinum að námi og starfi leikskóla-
barna sé með þessu stefnt í hættu og
að námi og velferð barna upp að sex
ára aldri sé best borgið í leikskólum
undir stjórn leikskólastjóra. „Ýmsir
möguleikar eru til að auka á samvinnu
frístundaheimila, leik- og grunnskóla
en engin rök hníga að því að farsælt sé
að þvinga þessa að mörgu leyti ólíku
mennta- og frístundastaði barna og
unglinga undir sömu stjórn,“ segir
jafnframt í ályktuninni.
Markmið að fækka stjórnendum
Ingibjörg Kristleifsdóttir, formað-
ur Félags stjórnenda leikskóla, segir
að markmiðið hjá Reykjavíkurborg
sé að fækka stjórnendum í leikskól-
um og búið sé að skipa starfshópa,
bæði í Reykjavík og á Akureyri, sem
eiga að skoða alla möguleika í þessu
samhengi. „Við vinnum að sjálfsögðu
með yfirvöldum og rekstraraðilum
við það að finna bestu hugsanleg-
ar leiðir en við teljum ekki að þetta
sé ein af þeim,“ segir Ingibjörg um
fyrrnefndar hugmyndir. Hún segir að
nú einbeiti félagið sér að því að vera
gildandi í ákvarðanatökunni. Þau séu
ekki með fulltrúa í starfshópunum en
verklýsingin í hópunum segi til um að
það eigi að vera gert í samráði við fag-
menn og starfsstéttir.
Vilja frekar einblína á samvinnu
„Það sem við sjáum þessu til foráttu
er að við viljum horfa á gildi leikskól-
ans sem undirstöðu í samfélaginu.
Þar þarf að vera öryggi og traust og
leikskólastjóri sem heldur utan um
þetta samfélag þótt það sé lítið,“ seg-
ir hún. Félagið sé því í mikilli varn-
arstöðu gagnvart því að sameinast
grunnskólum. „Við erum ekki hrædd
um að þurfa að bítast um störf-
in heldur viljum við frekar einblína
á samvinnu og samnýtingu á hús-
næði og búnaði. Við viljum ekki láta
setja okkur í nauðungarhjónaband
við grunnskólann.“ Hún bætir við að
þau geri sér grein fyrir því að það er
kreppa og eitthvað þurfi að gera en
bendir á að það sé enginn búinn að
sýna fram á fjárhagslegan ávinning af
þessum breytingum.
Á starfsáætlun í tvö ár
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs, segir að sameining leik-
skóla hafi verið í starfsáætlun borg-
arinnar í tvö ár og nú þegar hafi
nokkrir leikskólar verið sameinaðir.
Einnig að forsvarsmenn leikskóla-
kennara og leikskólastjóra hafi verið
hluti af starfshópi sem vann skýrslu
í haust þar sem fjallað var um sam-
einingu. „Þar voru mótuð ákveðin
leiðarljós sem við munum vinna eftir.
Þessi hópur kvittaði upp á það og var
ánægður með útkomuna,“ segir hún.
Hún segir að starfshópnum sem
fjalli um málið nú sé ætlað að skoða
allt skólakerfið því þar verður að leita
allra leiða. Verkefni hópsins sé að
kortleggja og greina tækifæri til sam-
einingar, samreksturs eða meira sam-
starfs og allt sé þetta gert til þess að
reyna að ná fram hagræðingu án þess
að þjarma að skólastarfinu sjálfu.
Mikill mannauður
Aðspurð segir Ingibjörg að Félag
stjórnenda leikskóla hafi ekki skipt
um skoðun varðandi sameiningu leik-
skóla og hafi alltaf lýst yfir vilja sínum
til að taka þátt í jákvæðri skólaþró-
un. Eins setji það sig ekki upp á móti
breytingum sem sannanlega eru til
góðs. Félagið hafi vissulega átt fulltrúa
í starfshópi um starfsumhverfi leik-
skóla en sá hópur fékk það hlutverk
að fjalla um samvinnu og samrekst-
ur leikskóla. Ekki hafi verið fjallað um
samrekstur leikskóla og grunnskóla.
Í skýrslunni var tekið fram að skipt-
ar skoðanir væru hjá leikskólastjórum
um málið og settar voru fram tillögur
um hvað þyrfti að hafa að leiðarljósi ef
menntaráð ákvæði að sameina leik-
skóla. Einnig minnti starfshópurinn á
þann mikla mannauð sem Reykjavík-
urborg á í leikskólastjórum sem marg-
ir hverjir hafa starfað áratugum saman
hjá borginni.
Húsnæði nýtt upp í topp
„Ég er á móti þessum hugmyndum
um sameiningu eða samnýtingu,“
segir Katrín Eva Erlarsdóttir, móðir
tveggja leikskóladrengja, sem vinnur
jafnframt á leikskóla. Hún segist ekki
sjá hvernig þetta sé hagkvæmt, hvorki
faglega né rekstrarlega. Ef leikskóli,
grunnskóli og frístundaheimili verði
sameinuð eða samnýtt verði það allt
of stórt batterí og erfitt verði að halda
utan um alla stjórnun.
Katrín Eva telur að samnýting
bygginga komi ekki til greina í göml-
um grónum hverfum. „Kannski geng-
ur það á sumum stöðum og ég veit um
dæmi þar sem börnum hefur fækkað í
grunnskólum og þá eru byggingarnar
samnýttar fyrir elstu börnin. Hjá okk-
ur er húsnæðið nýtt upp í topp og ekki
möguleiki að breyta því,“ segir hún.
„Ég held að það væri hægt að spara
nokkrar krónur með þessum breyt-
ingum en til lengri tíma litið þá sé
þetta enginn sparnaður. Þetta mundi
springa og ekki ganga upp. Auk þess
væri ekki hægt að þjónusta börnin og
foreldrana eins og gert hefur verið.
Það yrði ekki sama nánd,“ segir Katr-
ín Eva og bætir við að hennar mat sé
það að leikskóla- og grunnskólastjór-
ar séu límið sem heldur stofnuninni
saman og það sé ekki ráð að samnýta
einn slíkan yfir jafnvel þrjár stofnanir.
Leikskólastjórnendur eru uggandi yfir hugmyndum menntaráðs um samrekstur leik- og grunnskóla og hafa
mótmælt þeim. Starfshópar menntaráðs skila niðurstöðum sínum 1. febrúar næstkomandi en Félag stjórn-
enda í leikskólum vonast til að eiga ríkan hlut í ákvörðunum um málið. Leikskólakennari og móðir segir að
nándin glatist við sameiningar.
„Það yrði ekki
sama nánd“
gunnHildur steinarsdóttir
blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is
Við vinn-um að
sjálfsögðu með
yfirvöldum og
rekstraraðilum
við það að finna
bestu hugsan-
legar leiðir en
við teljum ekki
að þetta sé ein
af þeim
Katrín eva erlarsdóttir
Teluraðsamnýtinghúsnæðis
komiekkitilgreina.
leikskólabörn
Börnaðleikviðleik-
skólannLaufásborg.
Mynd Karl Petersson
ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður
Félags stjórnenda í leikskólum Uggandi
Leikskólastjórarmótmælahugmyndumum
sameininguleik-oggrunnskóla.