Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 6. desember 2010 mánudagur
Roman Abramovich, eigandi Chel-
sea, er sagður gegna lykilhlutverki
í skipulagningu í kringum heims-
meistaramótið í knattspyrnu sem
fram fer í Rússlandi árið 2018. Það
var sjálfur Vladimír Pútín sem fór
þess á leit við auðkýfingin að hann
tæki upp veskið í tengslum við
keppnina.
Abramovich er nú þegar helsti
styrktaraðili rússneska landsliðsins í
fótbolta. Hann var áberandi í Zürich
í síðustu viku þegar tilkynnt var að
Rússar hefðu verið valdir til að halda
mótið. Sást til hans faðma samlanda
sinn, knattspyrnumanninn Andrei
Arshavin, leikmann Arsenal.
Búist er við því að Abramovich
leggi milljónir dollara í mótið, en tal-
ið er að Rússar ætli að verja 2,4 millj-
örðum dollara til þess að byggja og
laga 13 leikvanga fyrir mótið. Alls
ætla þeir að verja 7 milljörðum doll-
ara í að styrkja innviði ferðamanna-
iðnaðarins fyrir mótið sjálft. Pútín
sagði eftir tilkynninguna að Abram-
ovich gæti hlaupið undir bagga með
ríkinu með því að fjárfesta sjálfur á
þessum sviðum. „Ég útiloka ekki að
hann taki þátt í þessum verkefnum.
Leyfum honum að taka upp veskið
aðeins. Hann á nóg af peningum og
mun ekkert finna fyrir þessu,“ sagði
Pútín við blaðamenn.
Talsmaður Abramovich staðfest-
ir að hann sé tilbúinn til þess að fjár-
festa í tengslum við heimsmeistara-
mótið. Samkvæmt Forbes-tímaritinu
er Abramovich í fimmtugasta sæti á
lista yfir ríkustu menn heims.
Vladimír Pútín vill að Abramovich taki upp veskið:
Abramovich fjárfestir fyrir HM
Allt er í hers höndum á Fílabeins-
ströndinni eftir að úrslit í forsetakosn-
ingum voru gerð kunn. Fyrstu tölur frá
kjörstjórn voru birtar í síðustu viku og
þær sýndu glögglega að Alassane Ou-
attara, leiðtogi stjórnarandstöðunnar,
hefði borið sigurorð á núverandi for-
seta, Laurent Gbagbo. Hlaut Ouattara
54 prósent atkvæða á meðan Gbagbo
fékk 46 prósent í kosningu milli þeirra
tveggja. Kosningarnar fóru fram þann
28. nóvember en þær áttu upphaflega
að fara fram árið 2005. Þeim hefur
verið frestað margoft síðan þá, með-
al annars vegna blóðugrar borgara-
styrjaldar sem hefur geisað í landinu
undanfarinn áratug. Ouattara hefur
löngum sakað Gbagbo um að fresta
kosningunum til þess eins að ríghalda
í forsetaembættið. Nú hafa kosning-
arnar farið fram en þá neitar Gbagbo
að viðurkenna ósigur.
Gbagbo segir að úrslitin eigi ekki
að viðurkenna, þar sem kjörstjórn
skilaði úrslitunum ekki á tilskildum
tíma. Lokaorðið í deilunni mun falla
í hlut Paul Yao N'Dre, en hann leiðir
stjórnlagaráð Fílabeinsstrandarinn-
ar. Gallinn er hins vegar sá að N'Dre
er skjólstæðingur Gbagbo, og því má
gera ráð fyrir að kosningarnar, sem
beðið hafði verið eftir með eftirvænt-
ingu, verði gerðar ómerkar.
Landið í lás
Í kjölfar mikilla blóðsúthellinga und-
anfarna daga var send út tilkynning
frá hernum á fimmtudaginn. Kem-
ur þar fram að „landamæri til lands,
lofts og sjávar eru lokuð, sem og
fólks- eða vöruflutningar, þangað til
annað verður tilkynnt.“ Skömmu síð-
ar lokaði ríkisstjórnin á útsendingar
erlendra miðla. Útvarpsstöðinni Rad-
io France var lokað sem og sjónvarps-
fréttastöðvunum France 24 og CNN.
Ríkisstjórnin sagði að það hefði verið
gert „til að halda friðinn.“
Árás frá hernum
Í síðustu viku greindu vitni frá voða-
verkum af hendi hersins, sem er enn
undir stjórn Gbagbo. Gerðu nokkr-
ir hermenn skotárás á kosningaskrif-
stofu Ouattara í hafnarborginni Abi-
djan. Lágu átta fórnarlömb eftir í
valnum. Yfirmenn hersins staðfestu
að skotárás hefði átt sér stað, en sögðu
að hermennirnir hefðu ekki hleypt af
fyrstu skotunum og jafnframt að fórn-
arlömbin hefðu aðeins verið fjögur.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem
hvatt er til þess að deilurnar um for-
setakosningarnar verði leiddar til lykta
á friðsamlegan hátt. Ellegar myndu
fylgja afleiðingar, jafnvel efnahags-
legar refsiaðgerðir. Fílabeinsströnd-
in er stærsti framleiðandi kakóbauna
í heiminum og hefur óstöðugt ástand
stjórnmála þar í landi haft áhrif á
hækkandi verð súkkulaðis í heimin-
um.
Landamæri til lands, lofts og
sjávar eru lokuð, sem
og fólks- eða vöruflutn-
ingar, þangað til annað
verður tilkynnt.
björn teitsson
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Langþráðar forsetakosningar fóru fram á Fílabeinsströndinni í lok nóvember. Núver-
andi forseti, Laurent Gbagbo, neitar að viðurkenna ósigur. Landamærum hefur verið
lokað og erlendum miðlum úthýst frá landinu.
Laurent Gbagbo Neitaraðviðurkenna
ósigur.
stuðningsmenn ouattara fagna
Hélduaðsigurinnværiíhöfn.
Vladimír Pútín Forsætisráðherra
RússlandsvillaðeigandiChelsea
fjárfestifyrirHMíRússlandi2018.
Hákarl réðst á konu
Þýsk kona lét lífið eftir árás hákarls
í Rauðahafi. Hákarlar hafa ráðist á
þrjár manneskjur í Rauðahafi á ein-
ungis viku. Áður hafði verið bitinn
handleggur af sundmanni og annar
missti fótinn eftir árás hákarla. Var
annað fórnarlambið frá Rússlandi
en hitt frá Úkraínu.
Var ráðist á þýsku konuna við
Naama-flóa en stutt er síðan strönd-
in þar var opnuð aftur eftir að henni
var lokað vegna árásar hákarls. Um
fjórar milljónir ferðamanna heim-
sækja strendur Rauðahafs á hverju
ári.
Skotinn af
veiðimanni
Sjötugur sænskur maður lést um
helgina þegar hann var fyrir mistök
skotinn af veiðimanni. Var veiði-
maðurinn á elgsveiðum en missti
marks og skaut hinn 70 ára gamla
Svía í stað elgsins. Slysið átti sér stað
nærri bænum Ljungby í Svíþjóð.
Maðurinn var látinn þegar björgun-
arfólk kom á staðinn.
„Við teljum þetta einstaklega
hörmulegt slys,“ sagði lögreglumað-
urinn Robert Loeffel við sænsku
fréttastofnuna TT. Atvikið átti sér
stað eftir hádegi á laugardag.
Ótrúleg björgun
Karlmanni var giftusamlega bjargað
af lestarteinum í Madríd á dögun-
um, nánast í sömu andrá og lestin
fór hjá . Hann hafði fallið af braut-
arpallinum á teinana og björguðu
nærstaddir honum á síðustu stundu.
Atvikið náðist á myndband en frá
því er greint á fréttavef The Tele-
graph. Þar má sjá fólk á brautapall-
inum bjarga manninum á síðustu
stundu áður en lestin fór framhjá.
Maðurinn hrasaði niður af braut-
arpalli neðanjarðarlestar í Madríd
og má sjá fólk hinum megin reyna
að vekja athygli lestarstjórans á
aðstæðum. Á endanum var það
lögreglumaður á stöðinni sem náði
manninum af teinunum.
Landamæri Lokuð
á FíLabeinSStrö d