Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Mánudagur 20. desember 2010 „Þetta er grundvallaraðför að því sam- komulagi sem ríkt hefur um umferð- ina hér á landi. Þetta er ekki ákvörð- un sem sæmandi er einum ráðherra að taka – með einu pennastriki,“ seg- ir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um áform stjórnvalda í vegagerð. Til stendur að innheimta vegtolla allt í kringum Reykjavík og greiða þannig fyrir þær stóru fyrirhuguðu vegaframkvæmdir sem í bígerð eru. Ef fer sem horfir verða risin tollahlið á Reykjanesbraut, á Vesturlandsvegi og á Suðurlandsvegi eftir um fimm ár. Því til viðbótar er fyrirhugað að inn- heimta veggjöld við Vaðlaheiðargöng fyrir norðan, þegar þau verða tilbúin árið 2013 eða 2014. Dýr Suðurlandsvegur Í kynningu Hreins Haraldssonar vegamálastjóra, sem DV hefur und- ir höndum og ber yfirskriftina „Sam- starf við lífeyrissjóðina um verkefni í vegagerð“, má sjá drög að þeim hug- myndum sem í mótun eru. Þar er búið að teikna upp dæmi eða hugmynd að innheimtu á Suður- landsvegi. Til stendur að reisa fjögur tollhlið á leiðinni frá Reykjavík til Sel- foss. Við hvert hlið verða innheimtar á bilinu 80 til 120 krónur. Samkvæmt þessari hugmynd, sem vegamála- stjóri segir þó að alls ekki fullmótaða, mun það kosta Selfyssing sem vinn- ur í Reykjavík, 400 krónur að aka í vinnuna. Annað eins mun það líklega kosta hann að keyra heim. Reikn- að er með að eitt hliðið verði á milli Hveragerðis og Selfoss en FÍB hefur bent á að í ljósi mikils niðurskurðar heilbrigðisþjónustu í Hveragerði geti Hvergerðingar þurft að greiða vegtoll fyrir það eitt að fara til læknis á Sel- fossi. Fram kemur að gert sé ráð fyrir því að framkvæmdirnar við Suðurlands- veg kosti nærri 20 milljarða króna og að vegtollum sé ætlað að standa alfar- ið undir þeim kostnaði. Framkvæmd- um á að verða lokið árið 2015. Ekkert búið að ákveða Ekki er útlistað hvar tollhlið á Reykja- nesbraut koma til með að vera en fram kemur þó í kynningunni að þar ættu að verða tvær til fjórar stöðvar. Framkvæmdin sem á að fjármagna telur 8 kílómetra, kaflinn næst Hafn- arfirði, en vegstæðið verður fært nokkuð frá álverinu í Straumsvík. Framkvæmdum á að ljúka árið 2014. Framkvæmdin sem á að fjár- magna með tollum á Vesturlandsvegi er við Kjalarnes en hún mun kosta á bilinu 2,5 til 6,7 milljarða króna og greiðist með vegtollum. Fram- kvæmdum við þá breikkun á að ljúka 2014. Þá stendur til að lífeyrissjóðirnir fjármagni líka Vaðlaheiðargöng, sem eru 8,9 kílómetrar að lengd og munu kosta um 7,4 milljarða króna. Í kynningunni segir að við núver- andi aðstæður sé ríkinu ekki fært að taka lán fyrir framkvæmdum og þess vegna geti þetta fyrirkomulag verið hentugt. Auk þess þurfi að auka at- vinnu og fjárfestingu í landinu og að „arðbær verkefni kunni að vera áhugaverður fjárfestingarkostur fyrir lífeyrissjóðina,“ eins og það er orðað. Ætlunin sé að veggjöld standi alfarið undir kostnaði við framkvæmdirnar – þær verði sjálfbærar. Í kynningunni kemur einn- ig fram að stofna eigi tvö opinber verkefnis félög til að halda utan um þessar framkvæmdir. Þá sé stefnt að ómönnuðum gjaldstöðvum og sjálf- virkri gjaldtöku sem tefji umferð lítið eða ekkert. Um sé að ræða GPS-mæl- ingu með gervihnöttum en ekki er búið að fullmóta þessar hugmyndir frekar en aðrar sem lúta að þessum verkefnum. Í stað eldsneytisskatta „Ef á annað borð verður undirritað samkomulag við lífeyrissjóðina eða aðra um að lána fé í þessar fram- kvæmdir, eins og allt bendir nú til, þá verða þau lán greidd til baka með veggjöldum,“ segir hann. Spurður hvort til standi að setja upp tollahlið á öðrum vegum úr borginni, til dæm- is Þingvallaleið, segir hann að það standi ekki til. „Fyrst og fremst er ver- ið að tala um þessar þrjár leiðir,“ segir hann og bætir við að þessar vegafram- kvæmdir eigi að auka umferðaröryggi og auka flæði í umferðinni í kring- um höfuðborgarsvæðið. Fólk hafi þá val um að fara um tvöfalda og örugga vegi gegn gjaldi eða aðra vegi. Hreinn ítrekar að ekkert sé búið að ákveða um tilhögun þessara tollhliða, staðsetningar þeirra eða upphæðir veggjalda. Þessar fyrirætlanir séu hins vegar angi af stærri breytingu. Til standi að hætta að gera þær grund- vallarbreytingar á vegamálum að fé til vegakerfisins verði innheimt í gegn- um rafræna vegtolla í stað þess að rík- ið leggi álögur á eldsneyti, eins og nú sé gert. Hann segir að nú bíði menn, bæði stjórnvöld hér heima og önnur víðs vegar um Evrópu, eftir að tækn- in verði orðin nógu góð til að hægt sé að innheimta veggjöld með GPS- mælingum. Hreinn segir aðspurð- ur að miðað sé við að veghliðin verði þannig úr garði gerð að þau tefji ekki umferð; fólk þurfi ekki að stoppa eða hægja á sér. Sú tækni eigi að vera orð- in til á árunum 2015 til 2018 og því bíði stjórnvöld róleg eftir því að tækn- in verði orðin nógu góð. Dýrt kerfi Runólfi Ólafssyni hjá FÍB líst afar illa á að þegnar samfélagsins verði und- ir smásjá yfirvalda í gegn um GPS- tækni. Hann bendir enn fremur á að Hollendingar hafi til að mynda verið búnir að ákveða að taka upp slíkt kerfi árið 2017 en að því hafi verið frestað vegna þess hve dýrt sé að koma þessu upp. „Í sextán milljóna manna landi þótti þetta of dýrt. Ég sé ekki fyrir mér að strjálbýlasta land Evrópu, sem tel- ur 315 þúsund íbúa, taki upp slíkt kerfi,“ segir hann og bætir við að í Noregi sé til að mynda gert ráð fyrir að kostnaðurinn við innheimtu veg- gjalda nemi 15 prósentum af inn- heimtugjaldi. Runólfur segist sjá fyrir sér að veg- tollarnir verði viðbótarkostnaður fyr- ir bifreiðaeigendur við þá 33 milljarða sem ríkissjóður fái í formi eldsneytis- skatta á hverju ári. „Hugmyndirnar miða að því að innheimta um þrjá milljarða króna í formi vegtolla á ári,“ segir hann og bætir við að 450 millj- ónir muni árlega fara í að starfrækja GPS-kerfið. Hann segist vilja fara bet- ur með peningana en þarna sé gert ráð fyrir. „Þarna á að stofna opinber hlutafélög við hlið Vegagerðarinn- ar sem eiga að halda utan um þessar framkvæmdir. Hvað mun það kosta?,“ spyr hann og bætir við að vel mætti draga úr kostnaði við fyrirhugað- ar vegaframkvæmdir til dæmis með því byggja 2+1 vegi í stað 2+2, eins og áætlað sé. Runólfur segir enn fremur að til- tölulega stutt sé í að þessi hlið verði að veruleika en harmar að umræða um þetta breytta fyrirkomulag hafi ekki farið fram. „Við höfum rekið okk- ur á að það getur verið afdrifaríkt að afhenda hlutafélögum gæði almenn- ings. Mér finnst ráðherra eða ráðherr- ar ekki þess umkomnir að taka þessa ákvörðun án kynningar, kosninga eða umræðu,“ segir hann og bætir við að hann efist um að fyrirhuguð tollhlið verði til þess fallin að bæta ímynd líf- eyrissjóðanna í landinu. Vegtollar á Suðvesturlandi Á kortinu má sjá hugmynd Vegagerðarinnar um hvar veghlið á Suðurlandsvegi koma til með að vera. Ekki er að finna hugmyndir að því hvar hliðin á Rekjanesbraut og Vesturlandsvegi eiga að vera – DV merkir þau hér inn til viðmiðunar. Tekið skal fram að ekki er búið að ákveða staðsetningar tollhliðanna eða verð. Selfoss Mosfellsbær Njarðvík Hafnarfjörður Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Tollmúr umhverfis höfuðborgarsvæðið n Stefnt að vegtollum umhverfis allt höfuðborgarsvæðið eftir fimm ár n 400 krónur úr borginni til Selfoss n FÍB gagnrýnir áformin harðlega„Ég sé ekki fyrir mér að strjálbýl- asta land Evrópu, sem telur 315 þúsund íbúa, taki upp slíkt kerfi 90 k r. 120 kr. 80 kr . 110 kr . Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.